Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 29
er ógurlega mikið saman, í miklu útstáelsi, það nær saman í einhverri sumargleði. Svo gengur hún yfir og þá kemur ládeyða. Það er að koma að henni núna, fólk er búið að hlaupa af sér hornin. Svo er slappað af í ró og næði og svo kemur haustgeggjunin. Það er eitthvað spennandi við hverja árstíð." THOR VILHJÁLMSSON RITHÖFUNDUR: BEST AÐ RANGLA ALEINN Á FJÖLLUM í ALBIRTUNNI „Sumarbirtan hefur aldrei angrað mig neitt, ég hef yndi af henni — svo get ég orðið dálítið magnaður með haustinu. . . En áður fyrr fannst mér oft eins og ég væri snarpari til vinnu þegar fór að dimma aftur. Seinni árin hefur mér aftur á móti gengið furðuvel að vinna yfir sumarið og hættir þá til að vinna á nóttunni og alveg fram á morgun. Þegar ég var að þýða Nafn rósar- innar vann ég yfirleitt til átta, níu á morgn- ana. En ég tek hverri árstíð eins og hún kemur fyrir, hvort sem hún er hjá Vivaldi eða í náttúrunni. Ég þjáist t.d. ekkert í myrkrinu eins og sumir vinir mínir. En ég hef einkum yndi af þessari nótt- lausu veröld ef ég er einhvers staðar úti í náttúrunni. Ég held að veðurfar og birtu- breytingar hafi mikil áhrif á skaplyndi okkar íslendinga, valdi dálítið miklum og mögnuð- um sveiflum með ýmist birtu eða myrkri inni í okkur, gleði eða þunglyndi, og ef okkur tekst að sætta þessar andstæður, virkja þær, þá geta þær áreiðanlega orðið okkur til góðs. Það góða við þessa albirtu er líka það að svefnþörfin minnkar. Ég nýt að vísu þeirrar náðargáfu að geta sofið þegar ég vil. En aftur á móti er meiri draugagang- ur í myrkrinu, þá eru fleiri á sveimi í kring- um mann en á sumrin... Á þessum björtu nóttum þykir mér best að rangla aleinn á fjöllum með tjald og bak- poka. Svo kemur að því kannski að sólin dýfir sér snöggvast niður í Snæfellsjökul, svona rétt til að hressa sig! Mér finnst eigin- lega að sumarið fari í súginn ef ég ligg ekki einhverjar nætur í tjaldi. Stundum hefur það líka atvikast þannig að ég hef farið upp í fjöll við fyrstu frostnætur og dimmt er orðið. Þá koma kannski norðurljósin og allt verður svo bjart og furðulegt...“ ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR, SKÁLD OG SKRIFSTOFUSTÚLKA: VESTFIRSK SUMUR MEIRA SJARMERANDI EN REYKVÍSK „Einu sinni var ég í útlöndum frá því um miðjan júní og fram i miðjan júlí. Þegar ég kom heim aftur var degi tekið að halla svo að mér fannst ég hafa misst af einhverju sem ég vildi ómögulega hafa misst af. Mér líður alltaf jafnvel á sálinni í sumar- birtunni þótt það gerist svo sem ekki nein kraftaverk. Ég hlakka til hennar á hverju ári. Hún eykur mér kraft. Guðrún eftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Árni Bjarnason og Jim Smart Þar sem ég er fædd og uppalin á Isafirði fæ ég alltaf heimþrá vestur í maí. Að vísu snjóaði á mig þegar ég skrapp vestur í vor og fyrravor í lok maí. Ég held að maður sé alltaf að sækjast eftir að endurupplifa bernskuvorið. í minningunni var vetur fram eftir apríl, svo snöggþiðnaði og allt blómstr- andi í maí. Þess vegna lítur maður á hann sem einhvern dýrðarmánuð. Á ísafirði er t.d. bara alveg meiri háttar að sjá auðar götur! Þær eru gjarnan þaktar snjó frá því í október og fram í apríl. Á ísafirði sést ekki til sólar í nokkra mánuði, og því er birtubreytingin líka meiri og skyndilegri en hér fyrir sunnan. Mér finnst sumariö þess vegna ekki hafa jafn mikinn sjarma hér. Fyrir vestan getur fólk t.d. ekki hugsað sér að fara heim eftir böll. í endurminningunni er það alveg dásamlegt þegar maður bara gekk um og spjallaði og fylgdist með sólinni hækka á lofti eftir því sem leið á nóttina og allt í einu er bara kominn morgunn. Sumarið togar mig alltaf vestur. Svo þarf ég að sofa minna á sumrin og stundum tími ég alls ekki að fara að sofa. Það er allt öðru vísi að vakna upp þegar birtan kallar á mann á morgnana. Og yfir- leitt gengur mér mjög vel að vinna að skap- andi verkum á sumrin. En allar árstíðir hafa sinn sjarma. Mér finnst líka notalegt á haust- in þegar maður þarf aftur að kveikja Ijós á kvöldin. JAKOB SMÁRI SÁLFRÆÐINGUR: VEÐURFAR HEFUR ÁHRIF Á SJÁLFSMAT FÓLKS „í Bandaríkjunum hefur verið gerð viða- mikil könnun á áhrifum veðurfars á skap fólks og niðurstaðan er sú að það hefur mikil áhrif á sjálfsmat þess. En það er erfitt að ákvarða hvort birtan í sjálfu sér hefur áhrif á hugarástand fólks eða hvort mismun- andi birtustig framkallar hjá því mismunandi vitsmunalega úrvinnslu. Sumir sálfræðingar og geðlæknar álíta að það sé birtan í sjálfri sér og ýmiss konar meðferð hefur byggst á slíkum forsendum, en ég hallast nú heldur að vitsmunalegu úrvinnslunni. Hvað sem því líður er Ijóst að bæði veðurfar og birtu- stig hafa einhver áhrif á „depressjónir" og ,,maníu“. En þetta er gífurlega flókið samspil og erfitt að greina orsakavalda. Það er svo margt sem tengist vaxandi birtu, t.d. vor- verk og próf, þótt birtan í sjálfri sér geti valdið erfiðleikum varðandi svefn. í þessari bandarísku könnun var hringt í fólk í mörgum borgum þar sem veðurfar var mismunandi þann daginn, og það beðið um að greina frá líðan sinni og leggja síðan dóm á það hvernig því hefði vegnað í lífinu. Þar sem var rigning og leiðindaveður var áberandi að fólki þótti því hafa vegnað verr í lífinu heldur en þeim borgarbúum sem voru í blíðviðri þann daginn. Það skemmtilega við þetta var að fólk var alls ómeðvitað um áhrif veðurs á sjálfsmatið, en þegar því var Thor sagt að verið væri að athuga þetta þá hurfu þessi áhrif af sjálfu sér. Fólk viðurkenndi að kannski liði því svona illa í dag af þvi að veðrið væri slæmt. En eitt verður að hafa í huga og það er að við virðumst vera afskaplega ómeðvituð um hvaða þættir í umhverfi okkar skapa okkur vellíðan og vanlíðan. Eitt sinn var t.d. hópur kvenna beðinn um að fylgjast með líðan sinni í tvo mánuði og skrá við viku- og mánaðardaga, atriði eins og veður, kynlíf og bíóferðir, og eftir þennan tíma áttu þær að segja til um hvaða þættir það væru sem tengdust mest vellíðan og vanlíðan. Þegar orsakasamhengið var síðan rannsakað kom í Ijós að fylgnin var engin en það sýnir að þær hugmyndir sem við höfum um hvað skapi okkur vellíðan og vanlíðan eiga sér oft á tíðum engar forsendur. Það kom í Ijós að vikudagurinn hafði mest að segja, flestum leið best um helgar. Fólk hélt t.d. að svefn- inn væri mikilvægur fyrir vellíðan. En þegar það er athugað kemur í ljós að svefn skiptir yfirleitt sáralitlu máli í þessu samhengi, eða mun minna máli en við virðumst halda. Stundum fer það auðvitað saman að við höfum sofið illa og okkur líður illa. En af þessu sést að það getur verið varasamt að spyrja um svona hluti vegna þess að við höf- um ekki innsýn í þá. í síðustu viku var ég með franskan ferða- hóp uppi á fjöllum. Þau áttu mjög erfitt með svefn vegna birtunnar. Frakkarnir skildu ekkert í því að Norðurlandabúar yfirleitt skyldu ekki hafa hlera fyrir gluggum. Þeir eru víða í Frakklandi, en hér þyrftum við virkilega á þeim að halda. Þarna þóttust Frakkarnir sjá góðan gróðaveg fyrir þann sem hæfi hlerainnflutning! En það er greinilegt að birta hefur einhver áhrif á svefninn. Helgi Kristbjarnarson læknir hefur ásamt öðrum verið að rann- saka svefnvenjur Islendinga og þar kemur m.a. í ljós að helgarskröllin skipta sköpum. Svefninn er yfirleitt kominn í lag á fimmtu- degi en þá kippir helgin honum aftur úr lagi.“ VALKYRJUR OG ROLLUR TRYLLAST Þá greip ég glóðvolgan Heinrich Flánder, þýskan bónda og hestaunnanda, nýkominn úr reiðtúr suður Kjöl, og spurði hann hvernig honum líkaði við íslensku mið- næturbirtuna. „Þessar björtu nætur á hest- baki verða mér ógleymanlegar," sagði Heinrich. „Ég er viss um að þessi birta hefur góð áhrif á sálarlíf mannanna fyrst farfuglarnir sækjast eftir henni. Hvers vegna væru þeir annars að leggja á sig þetta langa flug?“ Heinrich Flánder sagði að ýmislegt hér- lendis hefði komið sér á óvart. í Þýskalandi gengi sú þjóðsaga um ísland að hér sé alltaf skítakuldi, dimmt allan veturinn og albjart á sumrin, enginn gróður. „Nú veit ég betur,“ segir hann. „Hitastigið er mjög þægilegt, og Elísabet Reykjavík er grænasta borg sem ég hef séð. Líkast til sofa islendingar mjög lítið á sumr- in. Mér finnst dálítið flippað að sjá þá spila fótbolta langt fram eftir nóttu! En ég er mjög undrandi á íslensku kúnum, að náttleysan skuli ekkert rugla þær í ríminu. í Þýskalandi skapar það meiri háttar vandræði fyrir kúabændur þegar klukkunni er breytt vor og haust. Kýrnar heimta að þær séu mjólkaðar á „sínum tíma". Síðan grennslaðist ég fyrir u.n hvernig sumarið legðist i lögregluna og spjallaði við Kristleif Gudmundsson varðstjóra. Það var létt yfir honum, enda segir hann að rólegra sé yfir reykvísku mannlífi á sumrin: „Flest- um virðist líða betur. Fólk fer svo mikið út úr bænum að það fækkar í borginni, og því er minna að gera hjá okkur. Á veturna fáum við oftast nær verri köll, þá er allt liðið í bænum, þótt það hverfi fyrr af götunum á nóttinni sökum kulda. Og þegar vont er veður fáum við þetta yfir okkur á lögreglu- stöðina í bunkum og sitjum uppi með það fram á rauða morgun, bæði það fólk sem við hirðum í bænum og eins frá leigubíl- stjórum sem hafa lent í vandræðum. En þetta sama fólk röltir meira í góða veðrinu á sumarnóttunum án þess að verða til vandræða." Aðspurður um tíðni sjálfsvíga sagði Kristleifur að þau virtust eiga sér stað alveg jafnt á sumrin sem á veturna. Sjálfur hefði hann reyndar lent í fleiri tilfellum að sumar- lagi. Þá varð á vegi mínum prentarinn og sjó- maðurinn Daníel Engilbertsson, ættaður úr Isafjarðardjúpinu, í örstuttu stoppi á humar- vertíðinni. „Það er enginn friður í þessari birtu," sagði Daníel. „Og í sveitinni tryllast roll- urnar gjörsamlega. Maður var allan sólar- hringinn að elta þær út um allt. Mér leið alltaf betur í skammdeginu þótt ég fyndi kannski ekki beljurnar. Það kom alltaf yfir mig skemmtilegur kattarfílingur í myrkrinu á bænum þegar fór að dimma. En það er óneitanlega gaman að fiska úti á sjó í náttleysu þegar hvergi sést til lands Þá sér maður bæði liti og form sem hvergi eru til nema úti á reginhafi. Enda eru sjó- menn mjög næmir fyrir hinu afstrakta í náttúrunni. Þegar maður kemur upp á baujuvakt segja þeir gjarnan: „Dettur þér nú ekki eitthvað skáldlegt í hug?“ Og það gerist oft þótt maður sé yfirleitt svefnlaus.. Ég ætla að láta finnsku N'ART Valkyrjurn- ar, þær Ana-Yrsa Falenius og Ida Lotta Backman, botna þetta spjall, en þær búa líka við miklar birtusveiflur í heimalandi sínu: „Við getum orðið snarvitlausar á sumrin, það er regla fremur en hitt. En geggjaðri verðum við þó á veturna. Þessar miklu birtusveiflur eru af hinu góða. Þær viðhalda dýnamikinni og skapa manni góðar aðstæður til að geta lagst í verulega djúsí þunglyndi!" Jakob HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.