Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 20
KVA'LLSVAKA-. £a llUf/VfiSA? KULí fíf- IV£RCtL£I<LH£n£>£- 1£lSKTR0b/£NA/KRO-; S" Áxyp/SC OMT£f-\ SUCIiUNGFAJ A/o/?nf)L£i^ fr)$NS- ] Olt^R p/iHtrtZAS- /KSBLrJ OHO í-inéí hO<noN£LLAklN£N /HS£1-Z£LL-CAZC/K 0/Í5 niT HYPe«~ ; /NsuLiA/isnvs Á |ZyS7 GffA/Oh/ \nIU^J^ 1 Lat/OC WfOLK/JlNLffNS y/\£ÞAC\S L/V Ocy 'Mi'LjÖ CNOB^ ZfNSUCf ffálfJEAj n V Igoo -fA L£T 00 ó HokoanauJ IjL^ °^rEOC^°Nl ^AVoN 0f nff°US V4SC- uMWf .... ^rAL r/ontfKoy I OOCEKCLE ETOi 1 SOJET. Pgo&LfNIS WfAc D£ <roAip<?iwe»MS(ow# /os ETt>£ Nl£TWD£ /ABí. PANs L-A io,o ~§^H S°?hi£ ot fy'JLffl ^00' jw. R ICOEi/fs. J§ PKOc lf-JÓLTlÆLl Grosrus /SOCRATEn HOC £ST fNCO/AÍÍ (r\/A<xoey£. PKi'rvu' CAp/TlS I/£f?sus ; pRinus K/onaz, Á sjötta hundrað Islendingar hafa borið titilinn DOKTOR! Hvað fær menn til að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í langskólanám? Einskær áhugi? Von um efnahagslegan ábata? Fyrstur íslendinga til ad verja doktorsritgerd var Þóröur biskup t>orláksson, er hann varði rit sitt um landafrœði og sögu fslands við há- skólann í Wittenberg fyrir 320 ár- um, eða 1666. Skömmu síðar bœtt- ist við Arngrímur Vídalín en síðan leið nœrri heil öld íþann nœsta sem tók doktorspróf, en það var Pétur Thorstensen frá Hafnarháskóla 1775. Síðan þá hafa milli 500 og 600 ís- lendingar orðið doktorar. Árið 1980 voru þeir orðnir 408 á skrá Ólafs F. Hjartar og Benedikts S. Benedikz og vinnur Olafur nú að skrásetningu þeirra sem síðan hafa bæst við, en núorðið verja um 30 íslendingar doktorsritgerðir um heim allan á ári hverju. Flestir hafa doktorerað í Bandaríkjunum, í öðru sæti er Pýskaland en ísland sjálft var í þriðja sæti við síðustu samantekt. Fjærst frá heimaslóðum fór fram doktorsvörn Péturs Guðjónssonar árið 1972 — í Chile. íslenska doktora er nú að finna í allflestum hefð- bundnum fræðigreinum, en einnig í hinum sjaldgæfari, svo sem íþrótt- um, byggingarlist, leturfræði, nær- ingarfræði og örbylgjufræði. Álgengast er að menn nái doktorsáfanganum 28—32 ára gamlir, eftir 20—25 ára samanlagt nám. Margir þeirra hafa auðvitað orðið landskunnir fyrir sín sérsvið og má t.d. nefna fuglafræðinginn Finn Guðmundsson, heimspeking- inn Pál Skálason, jarðfræðinginn Sigurð Þórarinsson, sagnfræðing- inn Þór Whitehead, bókmennta- fræðinginn Sigurð Nordal og veður- fræðinginn Þór Jakobsson. En þeir eru þó sennilega fleiri sem verða landskunnir fyrir allt annað en sína fræðigrein. Þannig hafa margir doktorar orðið kunnir fyrir stjórn- málaiðju sína fyrst og fremst. Af mörgum nefnum við Arnór Hanni- balsson, Björn Dagbjartsson, Björn Þórðarson, Gunnar G. Schram, Gunnar Thoroddsen, Gylfa Þ. Gísla- son, Ólaf Ragnar Grímsson og Svan Kristjánsson. Dr. Kristján heitinn Eldjárn var vitaskuld kunnur sem þjóðminjavörður, en öllu þekktari sem forseti íslands. Og ætli Jóhann- es Nordal sé ekki kunnari af fjár- málaafskiptum sínum en sem dokt- or í þjóðfélagsfræðum? Því hefur reyndar verið haldið fram að íslenskir doktorar séu ,,fá- tækrastétt"; margir þeirra eyði drjúgum hluta ævinnar í langskóla- nám, en standi síðan launalega ósköp illa að vígi að náminu loknu. Helgarpósturinn leitaði álits á þessu hjá nokkrum mönnum sem urðu doktorar á síðasta ári og af svörum þeirra að dæma er mikið til í þessu, að minnsta kosti hvað þá varðar sem vinna hjá hinu opinbera. En hvað er það þá sem fær þá út í slíkt langskólanám? „Eg fór út í háskólanám af ein- skærum áhuga á félagsvísindum. Eg byrjaði í sagnfræði og félagsfræði hér heima þegar mikil róttækni- bylgja gekk yfir, en síðan fannst mér þetta ekki nægilega praktískur grunnur og fór erlendis í þjóðhag- fræði og síðan hagsögu. Það var áhuginn sem réð þessu og af og frá að maður hafi hugsað fyrst og fremst um tekjuhliðina. Það verður að líta á þetta sem fórn, sem þó veit- ir sköpunargleðinni útrás. Doktors- nám er á stundum talsvert átak, maður verður að leggja mjög hart að sér, en ég sé ekki eftir þeim tíma sem ég varði í þetta," sagði Magnús S. Magnússon, doktor í hagsögu, sem nú starfar hjá Hagstofu íslands. Hann varði sína doktorsritgerð, um verkalýð og þjóðfélagsþróun á ís- landi fyrir 1940, í Lundi, þar sem hann fékk sérstakan styrk og segir vafasamt að hann hefði haldið „Efnahagslegt gildi þess að fara út í doktorsnám er lítið og ekki bœtir það úr að það er eilíf ánauö að vinna hjá hinu opinbera," segir Magnús Fjalldal, doktor í forn- og miðensku, sem í fyrra varði doktorsritgerð sína í Harvard-háskóla, en hún fjallaði um konunga- og drottningaheiti í fornenskum kveðskap. „Það er út af fyrir sig rétt að einkabransinn býður vel, en í því sambandi er ekkert mun betra að vera doktor — munurinn réttlœtir ekki þann tíma sem fór í doktorsnámið,“ segir Snorri Agnarsson sem í fyrra varði doktorsritgerð sína um forritunarmál og forritunarsöfn við Rensselaer Polytechnic Institute í Bandaríkjunum. áfram náminu án hans. ,,Ég held að það far' enginn út í doktorinn með það í huga að hafa af því einhvern efnahagslegan ábata og ég hugsaði alls ekki svo mikið um þetta út frá vinnumarkaðnum. Þó má segja um hagfræði og hagsögu að svigrúmið er meira á vinnumarkaðnum en í mörgum öðrum greinum. Maður er því ekki bundinn við kennslu og hefur nokkuð opna leið yfir á önnur svið," sagði Magnús. „Efnahagslegt gildi þess að fara út í doktorsnám er lítið og ekki bætir úr að það er eilíf ánauð að vinna hjá hinu opinbera. Maður hefur þá aðeins sæmilegar tekjur að maður vinni öll kvöld og um helgar," segir Magnús Fjalldal, doktor í ensku, sem í fyrra varði ritgerð sína í Harvard-háskóla. Hún fjallaði um konunga- og drottningaheiti í forn- enskum kveðskap, en sérsvið hans er bæði fornenska (600—1100) og miðenska (1100—1500). Magnús kennir við Háskólann og í M.R., en er auk þess í þýðingum fyrir menntamálaráðuneytið, þar sem eiginkona hans starfar. „Þetta er ei- lífur þrældómur og afar þreytandi til lengdar. Það segir ég hiklaust mín- um nemendum í Menntaskólanum, að það eru bara hálfvitar og hug- sjónamenn sem fara að vinna fyrir hið opinbera. Þegar ég fór upphaf- lega út í þetta var Bandalag háskóla- manna frekar hresst og útlitið var ekki slæmt, en nú dytti mér ekki í hug að fara þessa leið — ég færi frekar í viðskiptafræðina. Þó hefur það sem betur fer áunnist að nú er borgað eftir prófaldri þegar hann er lengri en starfsaldur og þannig af- numin bein refsing fyrir langskóla- nám. Þetta er sennilega það eina sem fékkst út úr síðustu samningum og var fyrst og fremst réttlætismál," sagði Magnús Fjalldal. Nú er tölvuöld að renna upp og því mætti ef til vill ætla að hljóðið væri annað í doktor í tölvufræð- um. En svo var ekki. Snorri Agnars- son varði sína doktorsritgerð í fyrra um forritunarmál og forritasöfn við Rensselaer Polytechnic Institute í Bandaríkjunum og hefur síðan starfað við háskólakennslu. „Ég fór út í þetta fyrst og fremst af áhuga og löngun til að stunda rannsóknir; efnahagslegt gildi spilaði þar lítið inn í. Það er út af fyrir sig rétt að einkabransinn býður vel, en í því sambandi er ekkert mun betra að vera doktor — munurinn réttlætir ekki þann tíma sem fór í doktorsnám- ið. Launin hér í Háskólanum eru afleit, fastakaupið er undir 40 þús- undum króna og ég hef þegar tekið þá ákvörðun að finna mér eitthvað annað. Ég hygg að fastakaupið sé meira en 100% hærra í einkabrans- anum," sagði Snorri. Sannarlega ekki hvetjandi hljóðið í þessum doktorum, sem reyndar starfa allir hjá hinu opinbera. Reikna verður með því að einka- framtakið fari betur með sína doktora og í því sambandi ef til vill einna best í greinum þar sem vaxt- arbroddurinn er hvað mestur, eins og á sviði tölvufræði, haffræði og fiskeldis, auk þess sem fáir verða beinlínis fátækir af því að doktorera í hefðbundnum greinum á borð við lögfræði, læknisfræði, verkfræði og hagfræði. Við ljúkum þessari stuttu saman- tekt með tilvitnun í Benedikt Grön- dal, sem í Dægradvöl 1953 sagði um frænda sinn Olaf S. Gunnlaugsson ritstjóra: „Ólafur dispúteraði fyrir doktorsnafnbót í Löwen, og var ætl- ast til, að ég gerði það líka, en ég nennti því aldrei, ég var ekkert gef- inn fyrir þess konar. Prófið, sem Ólafur tók var eitthvert hið léleg- asta, sem hugsast gat, einhver þýð- ing úr Herodot, og hitt þar eftir." 20 HELGARPÓSTURINN eftir Friðrik Þór Guðmundssonl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.