Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 11
Ijög alvarlega lítur út með rekstur margra félagsheimla á landsbyggðinni, en HP heyrir að bíósýningar séu t.d. víðast hvar af- lagðar í flestum sjávarplássunum og myndbandið heima tekið við, en bíósýningarnar voru einhver jafn- asti tekjuliður þessara húsa. Erfið- lega gengur að fá menn til að reka þessi hús — og á meðan er látið reka á reiðanum með viðhald og aðra þætti sem koma mönnum svo í koli þegar og ef reynt verður að snúa vörn í sókn. . . S, "jónvarpsmynd Stuðmanna um Kínaferðina frægu er núna á lokastigi og lítur efnið geysivel út, eins og einn innanbúðarmaður orð- aði það við Helgarpóstinn. Það helgast ekki síst af því að aðal kvik- myndatökumaður myndarinnar, David Bridges — sem skaut m.a. Með allt á hreinu og Nickel-fjallið — þekkir vel til í Kína, þar sem hann hefur unnið við a.m.k. tvær myndir áður. Stuðmenn lögðu reyndar mikið í að þessi mynd þeirra lukkaðist og höfðu til dæmis í liði með sér einn helsta pródúsent á lista- og skemmtideild BBC, Alan Walsh, sem eftir að heim var komið tók til við að vinna verkinu markað. HP skilst að viðtökurnar lofi mjög góðu, en Walsh hefur m.a. kynnt bráðabirgðaeintak af Kínamyndinni í fjölmörgum kapalkerfum í Eng- landi og á meginlandi Evrópu. Seinna hyggst hann svo leggja í stóru risana, að því er við heyrum. Þessi sjónvarpsmynd verður svo sýnd í íslenska sjónvarpinu skömmu fyrir jól, líkast til í einum hluta — klukkutíma — en annarsstaðar verður hún ýmist sýnd í heild eða tveimur hálftíma hlutum. . . Þ að er annars af Stuðmönn- um að frétta að þeir eru um þessar mundir að fullvinna sína næstu breiðskífu, sem væntanleg er með haustinu, en um það leyti verða þeir staddir í Þýskalandi þar sem sjón- varpsstöð hefur fengið þá til að koma fram í þekktum tónlistar- þætti. Eftir því sem við heyrum á HP er ekki vonlaust um að Stuðmenn noti þá athygli sem þeir væntanlega fá fyrir vikið hjá Þjóðverjum, og haldi í hljómleikaferð um landið í einhvern tíma. Sem sagt stuð. . . A llltaf gaman að segja gleði- fréttir af íslendingum á erlendri grund. Okkur hefur verið tjáð að Sigfúsi Má Péturssyni leikara, sem nú stundar ljósmyndanám í Svíþjóð, hafi verið boðið að taka þátt í stórri samsýningu í sal sem ku vera i tengslum við Pompidou- safnið i París, á næsta hausti. Ekki ónýt viðurkenning það... M einum elsta byggðarkjarns Hafnarfíarðar þar sem dönsku kaupmennimir höfðu aðsetur stendur uirðulegt hús sem áratugum saman hefur uerið kallað Hansenshús. Veitingahúsið nn í dag er Hansenshúsið miðstöð mannlegra samskipta í firðinum, þuí þar njóta gestir og gangandi góðra ueitinga í mat og drykk ER BÍLLINN ÍLAGI Á GÓÐU VERÐI STARTARAR Original japanskir varahlutir í flesta japanska bíla. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 IMPERIAL farangursgrindur fyrir flesta fólksbíla, auðveldar í meðförum. U Vorum að fá frá Af JjOLD^X. á Ítalíu o farangursgrindur og burðarboga o Ú 0 0 Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú Burðarbogar fyrir fólksbíla og jeppa. BILTJAKKAR NYKOMNIR mÆ Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú p p p p ^STORUTSALA A VERKFÆRUM S 3050% gegn staðgreiðslu t.d. skröll, þvingur, hjöruliðir, framtengingar, meitlar, fiautur, hosuklemmur í 50 stk. pakkn- ingum, tangir, ýmsar gerðir, borar, allar stærðir, topplyklasett, lausir toppar, breytinga- stykki fyrir toppa og margt fleira. 0 Heildsala. Smásala. Bílavörubú&in Skeifunni 2 FJÖÐRIN 82944 Púströraverkstæóg %\ 83466Z^ HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.