Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 30
'MA
HELGARDAGSKRAVEIFAN
Föstudagur 25. júlí
19.15 Á döfinni.
19.25 Litlu Prúöuleikararnir. Nýr flokkur
teiknimynda eftir Jim Henson. Hinir
þekktu Prúöuleikarar koma hér fram
sem ungviði — grís, hvolpar og lítill
froskur. Unglingavandamál þeirra
krufin til mergjar.
20.00 Fréttir.
20.40 Unglingarnir í frumskóginum.
21.10 Kastljós.
21.45 Bergerac — Fyrsti þáttur. Kreisí
krimmi í tíu þáttum.
22.45 Seinni fréttir.
22.50 Viva Maria! ★ María lengi lifi.
Frönsk-ftölsk bíómynd frá árinu 1965.
Leikstjóri Louis Malle. Aöalhlutverk:
Brigitte Bardot, Jeanne Moreau og
George Hamilton. Sagan gerist í
ónefndu ríki í Mið-Ameríku um síð-
ustu aldamót. Söngkona í farandleik-
hópi kynnist írskri hryðjuverkakonu
og býður henni að slást f för með sér.
Þær kynnast ungum byltingarmanni
og veita honum liöveislu sína.
00.50 Dagskrórlok.
Laugardagur 26. júlí
17.30 (þróttir.
19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum. 2.
Móses og kalkbrennsluofninn.
20.00 Fréttir.
20.35 Fyrirmyndarfaðir. Bill Cosby og
gengið.
21.00 Afmælishátíð Motown-tónlistar-
innar. Bandarískur skemmtiþáttur
með þekktustu flytjendum Motown-
tónlistar. Kynnir er Richard Pryor.
Meðal þeirra sem koma fram má
nefna Adam Ant, José Feliciano, The
Four Tops, Marvin Gaye, Michael
Jackson, Lionel Ritchie, Lindu Ron-
stadt, Diönu Ross og Stevie Wpnder.
22.40 Skálmöld (The Long Riders). Óvæg-
inn hörkuvestri frá árinu 1980. Leik-
stjóri Walter Hill. Aðalhlutverk: David,
Keith og Robert Carradine, James og
Stacy Keach. Hinir alræmdu James-
bræður, Frank og Jesse, ganga í lið
með Vounger-bræðum og Miller-
bræðrum. Saman mynda þeir harð-
svfrað stigamannagengi og gera rán
og gripdeildir að sérgrein sinni. í
myndinni eru atriði sem ekki eru
talin við hæfi barna.
00.25 Dagskrórlok.
Sunnudagur 27. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja.
18.10 Andrés, Mikki og félagar.
18.35 Til umhugsunar f óbyggðum —
Endursýning Ómars í Þórsmörk.
20.00 Fréttir.
21.35 Sjónvarp næstu viku.
20.45 Glettur — Péturs Eggerz Péturssonar
leikara. Pétur bregður á leik ásamt
Ellerti Ingimundarsyni.
21.10 Sagan um Jesse Owens (The Jesse
Owens Story). Fyrri hluti. Bandarísk
mynd í tveimur hlutum um íþrótta-
garpinn Jesse Owens sem frægur
varð á Ólympíuleikunum í Berlín árið
1936.
22.50 Dagskrórlok.
©
Fimmtudagur 24. júlí
19.00 Fréttir.
19.45 Daglegt mál.
19.50 Undrabarn fró Malaga. Dagskrá
um æskuár málarans Pablos Picass-
os.
20.55 Frá Ijóðatónleikum í Norræna
húsinu. Marianne Eklöf syngur.
21.20 Reykjavík í augum skólda.
22.00 Fréttir.
22.20 Fimmtudagsumræðan — Barátta
tímaritanna ó blaðamarkaðnum.
23.20 Fró tónlistarhátíöinni í Ludwigs-
burg 1985. Cleveland-kvartettinn
leikur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 25. júií
07.00 Fréttir.
07.15 Morgunvaktin.
08.00 Fréttir. Tilkynningar.
08.30 Fróttir á ensku.
09.00 Fréttir.
09.05 Morgunstund barnanna: ,,Pétur
Pan og Vanda" eftir J.M. Barrie.
09.20 Morguntrimm.
09.45 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál.
10.30 Sögusteinn.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
12.20 Fréttir.
14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga
frá Álandseyjum eftir Sally Salm-
inen.
14.30 Nýtt undir nálinni.
15.00 Fréttir.
15.20 Á hringveginum — Austuriand.
16.00 Fréttir.
16.20 Sfðdegistónleikar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 I loftinu.
19.00 Fréttir.
19.50 Nóttúruskoðun.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Sumarvaka.
21.30 Fró tónskóldum.
22.00 Fréttir.
22.20 Vfsnakvöld.
23.00 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Lógnætti.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 26. júlí
07.00 Fregnir.
07.30 Morgunglettur.
MÆLI
SJÓNVARP
Á laugardagskvöldið verð-
ur víðáttuskemmtilegur og
spennandi vestri á dag-
skrá. Þar leika bræðurnir
Carradine og Keach undir
leikstjórn Walther Hill.
Kvikmyndaspekingar HP
segja: „Þrjár stjörnur“.
ÚTVARP, RÁS 1
Fimmtudagsumræðan,
sem er á dagskrá kl. 22.20
er að þessu sinni helguð
baráttu tímaritanna á
blaðamarkaðnum. Stjórn-
andi þáttarins er Elías
Snæland Jónsson og verð-
ur án efa athyglisvert að
athuga samkeppnina og
áhrif hennar með það til
hliðsjónar að við fáum
máske brátt nýja sjón-
varpsstöð.
ÚTVARP, RÁS 2
KI. 22.00 á laugardags-
kvöldið verður fluttur ann-
ar þáttur framhaldsleikrits-
ins „í leit að sökudólgi“
eftir J. Solberg. Nefnist
hann „Þetta er rannsókn-
arlögreglan".
08.00
08.30
08.45
09.00
09.20
10.00
10.25
11.00
12.20
13.50
15.00
16.00
16.20
17.00
17.03
17.40
19.00
19.35
20.00
20.30
21.00
21.40
22.00
22.20
23.30
24.00
00.05
01.00
Fréttir.
Fréttir á ensku. Lesið úr forustu-
greinum dagblaðanna.
Nú er sumar.
Fréttir.
Óskalög sjúklinga.
Fréttir.
Sfgild tónlist.
Frá útlöndum.
Fréttir.
Sinna.
Fró alþjóðlegri tónlistarkeppni
þýsku útvarpsstöðvanna í Mún-
chen 1985.
Fréttir.
,,Sfðasta lestarferðin".
Iþróttafréttir.
Barnaútvarpið.
Arnþór Jónsson leikur á selló.
Fréttir.
Hljóð úr horni.
Sagan: ,,Sundrung á Flambards-
setrinu" eftir K.M. Peyton.
Harmoníkuþáttur.
Úr dagbók Henrys Hollands frá
órinu 1810.
íslensk einsöngslög.
Fréttir.
Laugardagsvaka.
Danslög.
Fréttir.
Miðnæturtónleikar — Úr fórum
Franz Liszts.
Dagskrárlok.
Næturútvarp á rós 2 til kl. 03.00.
son fjallar um myndlist og kynnir tón-
list tengda henni.
23.10 Sumartónleikar í Skálholti 1986.
24.00 Fréttir.
00.05 Milli svefns og vöku.
00.55 Dagskrárlok.
Sunnudagur 27. júlí
08.00 Morgunandakt.
08.10 Fréttir. Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna.
08.35 Létt morgunlög.
09.05 Morguntónleikar.
10.00 Fréttir.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Skálholtsdómkirkju á
Skálholtshátíð.
Hádeqistónleikar.
12.20 Fréttir.
13.30 Menntavinur á nítjándu öld. Dag-
skrá um séra Jón Þorleifsson skáld á
Ólafsvöllum.
14.30 Allt fram streymir. Um sögu kór-
söngs á íslandi.
15.10 Alltaf á sunnudögum.
16.00 Fréttir.
16.20 Framhaldsleikrit: ,,l leit að söku-
dólgi" eftir Johannes Solberg.
17.10 Frá aiþjóðlegri tónlistarkeppni
þýsku útvarpsstöðvanna í Mun-
chen 1985.
18.00 Sunnudagsrölt. Guöjón Friðriksson
spjallar viö hlustendur.
19.00 Fréttir.
19.35 Ólöf Kolbrún Harðardóttir syng-
ur.
20.00 Ekkert mól. Þáttur fyrir ungt fólk.
21.00 Nemendur Franz Liszt túika verk
hans.
21.30 Útvarpssagan: „Njáls saga".
22.00 Fréttir.
22.20 Strengleikar. Halldór Björn Runólfs-
Fimmtudagur 24. júlí
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
21.00 Um náttmól.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Strákarnir frá Muswellhæð.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 25. júlí
09.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Bót í máli.
16.00 Frítíminn.
17.00 Endasprettur.
18.00 Hlé.
20.00 Þræðir.
21.00 Rokkrósin.
22.00 Kvöldsýn.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 26. júlí
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Við rásmarkið.
16JX) Listapopp.
17.00 íþróttafréttir.
17.03 Nýræktin.
18.00 Hlé.
20.00 F.M.
21.00 Milli stríða.
22.00 Framhaldsleikrit: „I leit að söku-
dólgi" eftir Johannes Solberg.
22.42 Svifflugur.
24.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 27. júlí
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Hún á afmæli.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
18.00 Hlé.
20.00 Tekið á rás. Lýst leik Vals og FH á
Hlíðarenda í Reykjavík og leik ÍBK og
Fram í Keflavík. Einnig verða sagðar
fréttir af landsleik íslendinga og Vest-
ur-Þjóðverja í kvennaknattspyrnu.
22.00 Dagskrárlok.
Svæðisútvarp virka daga
vikunnar frá mánudegi
til föstudags
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vík og nágrenni — FM 90,1 MHz
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni — FM 96,5 MHz
ÚTVARP
Jólabókin í ár
Sannarlega er það óskaplegt argaþras úr
öllum áttum sem útvarps- og sjónvarps-
menn mega lifa við í starfi sínu. Þarna er ég
ekki bara að tala um langþreyttan kunn-
ingja minn, sjónvarpsfréttamanninn, sem
lyftir endrum og eins með mér martíníglasi
á Gauknum, það er að segja þegar linnir
stöðugum straumi knæpugesta, sem vilja
tjá honum skoðun sína á hvalveiðum, Haf-
skipsmálum, Gaddafí Líbýuforseta og kett-
inum Tomma. Þetta er auðvitað ósköp
þreytandi.
En þó líklega bara fjöður miðað við þann
hænsnakofa sem skemmtisamkoman út-
varpsráð er, þessi einvalahópur dyggra
flokksmanna sem veit öllum betur hvað er
við hæfi í útvarp og hvað ekki. Fyrir
skemmstu gluggaði ungur blaðamaður á
Dagblaðinu í fundargerðabækur útvarps-
ráðs og gerði forkostulega úttekt á því
hvað þar hafði borið á góma þetta árið. Það
er víst ekki laust við að einatt sé þungt í
mönnum hljóðið á fundunum við Skúlagöt-
una: Magnús Erlendsson sjalfstæðismaður
hafði áhyggjur af því að fámenn samtök
sérhyggjufólks hefðu enn einusinni náð að
misnota útvarpið, og átti þar náttúrlega við
„svokölluð Samtök herstöðvaandstæð-
inga", einsog hann orðar það. Nokkru síðar
er Magnús aftur á ferðinni og óskar eftir
því að allt efni eftir Ólaf Hauk Símonarson
verði sérstaklega yfirfarið — „til að forðast
eilífa árekstra." Haraldur Blöndal, annar
sjálfstæðismaður, var þungorður vegna
þess að umsjónarmenn þátta létu eigin
skoðanir í Ijósi, og Inga Jóna Þórðardóttir,
þriðji sjálfstæðismaðurinn, taldi það öld-
ungis forkastanlegt þegar fréttamaður
kom með athugasemd frá eigin brjósti.
Allir virðast útvarpsráðsmenn vera
eftir Egil Helgason
ósáttir við lestrarkunnáttu útvarpsmanna
og spyrja iðulega hvort fréttamönnum sé
ekki leiðbeint um lestur. Slíkum fyrirspurn-
um er einatt vísað til málfarsráðunautar.
Þeir eru heldur ekki á eitt sáttir um það
hvað er frétt og hvað ekki, og telja að ekki
sé nógsamlega hlustað á hollar ráðlegging-
ar sínar um það efni. Ingibjörg Hafstað, full-
trúi Kvennalista, segir það undarlegt að
nefndar sérfræðinga um kennslumál á veg-
um OECD hafi að engu verið getið í fréttum
og telur að leghálskrabbameini þurfi að
gera betri skil. Þær raddir heyrast líka að
ekki hafi verið farið eftir ábendingum út-
varpsráðs um val á þátttakendum í fíkni-
efnaþátt hinn 7da maí. Þáttinn „Hafa karl-
menn kímnigáfu?" álítur þorri útvarps-
ráðsmanna „niðurlægjandi". Framsóknar-
mönnum þykir einsýnt að ekki hefur verið
nægilega fjallað um bændafundi víðs veg-
ar um landið, en einnig er Ijóst á fundar-
gerðum að ranglega hefur verið fjallað um
utanlandsferðir embættismanna, reikn-
inga Granda, Alusuisse — Og svo náttúr-
lega um Hafskip, Guðmund J. og Albert.
Um Guðmund gerði útvarpsráð sérstaka
bókun, samhljóða í þetta sinn, sem frétta-
menn mótmæltu í forherðingu sinni.
Er þetta ekki bara jólabókin í ár — fund-
argerðabók útvarpsráðs?
Og í leiðinni má taka undir með Magnúsi
Erlendssyni: „Er ekki löngu orðið tíma-
bært að útvarpið ráði til sín sérstakan
starfsmann til að fylgjast með Ólafi Hauki
Símonarsyni?
SJÓNVARP
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Enn af sjónvarpsfréttum
Á þessum stað í síðasta blaði fjallaði ég
um breytta starfshætti á fréttadeild sjón-
varps, sem óefað hafa mælst vel fyrir hjá
meginþorra landsmanna. Ég benti samt á
nokkur atriði sem ég tel að betur mættu
fara á fréttastofunni, einkum fréttamatið.
Stöldrum við fréttaframsetninguna
núna, hvernig og hvenær kvölds fari best á
því að segja fólkinu sem heima situr frá tíð-
indum dagsins.
Mér hefur oftlega leiðst sá háttur á fram-
setningu sjónvarpsfréttanna að taka fyrst
fyrir nokkrar stærstu fréttir dagsins, þó
aldrei ítarlegri en sem svarar þriggja mín-
útna úttekt á hverri þeirra, og láta frétta-
tímann síðan smám saman þynnast út fram
að góðu kvöldi veðurathugunarmanna.
Þetta fyrirkomulag — útþynningin — af-
hjúpar um of þá aumu afgreiðslu er þeir
viðburðir fá, sem einhverra hluta vegna
þykja veigaminni en aðrir að mati frétta-
stofunnar þann daginn. Smáfréttirnar, sem
oftar en ekki eru þó alls ekki smáfréttir
fyrir stóran hóp landsmanna, eru stundum
svo greinilega teknar meira með af skyldu-
rækni en sýnilegum áhuga á viðfangsefn-
inu, að betur hefði verið heima setið en af
stað farið. Þetta á við um fjölmargar lands-
byggðarfréttir, tíðindi úr félagsstarfi áhuga-
og líknarfélaga og menningaratburði í
mörgum tilvikum.
Það er vitaskuld ærinn vandi að gera öll-
um jafnt undir höfði og sinna öllum þáttum
þjóðlífsins af sama áhuga — eflaust þekkir
fréttastofa sjónvarps þennan vanda betur
en aðrir fjölmiðlar, sem hafa ekki endilega
stóran bróður á bakinu.
Stundum hefur mér fundist lausnin liggja
í því að kljúfa fréttatímann í fleiri bita en
þann stóra sem notendur kyngja á slaginu
átta. Þannig hefur mér dottið í hug að
leggja höfuðáherslu á til dæmis þrjú höfuð-
atriði í fréttum dagsins — af erlendum og
innlendum vettvangi — ítarlega unnin af
tveimur og jafnvel þremur fréttamönnum í
hverju þeirra. Önnur fréttamál — og ekki
eins tímabundin — mætti hinsvegar skeyta
inn í dagskrána þegar tími gæfist til milli
annarra dagskráratriða, og þá að sama
skapi nánar unnin.
Á móti kemur sú skoðun að fólk sé
íhaldssamt í eðli sínu og vilji sínar fréttir í
einum feitum pakka — og engar refjar.
En þá er kannski til önnur lausn. Ég hef
gengið með þá hugmynd í maganum á
undanförnum vikum, hvort vitlaust væri
að snúa við röð fréttatímanna, ef svo má
segja. Nú er henni svo háttað hjá fréttastof-
unni, að aðalfréttatíminn kemur klukkan
átta, fram að veðurfræðingi klukkan hálf
níu, en síðar fáum við upptalningu á tólfta
tímanum á því helsta sem fyrri fréttirnar
tóku fyrir og svo því sem helst hefur gerst
í millitíðinni.
Það er einn fréttamaður á vakt fréttstof-
unnar á kvöldin, sem auðvitað er fráleitt.
Fréttunum er lokið strax í upphafi dag-
skrárinnar, nánast sagt, en svo tíundaðar
lauslega í lok hennar. Þetta gerir það oft að
verkum að sjónvarpsfréttirnar eru tæpast
annað en myndskreyttar sjöfréttir útvarps.
Fréttastofan þarf á lengri vinnslutíma að
halda, enda er tæknin þung í vöfum, og
það er varla spurning að við fengjum betur
unnar fréttir, ef aðalfréttatíminn flyttist,
segjum aftur til 22.00, en helstið sagt
klukkan átta. Það sem yrði drepið á klukk-
an átta, fengi svo úttekt á elleftu stundu.
Þetta má kannski athuga.
30 HELGARPÓSTURINN