Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 21:00 Tjaldið Mimensemblen „Utangarðsmaðurinn". Þriðja sýning. 21:00 Hlaðvarpinn Einleikur á saxofón. Lauri Nykopp frá Finnlandi. Hann hefur komið áður hingað til lands og haldið tón- leika og vakti þá verðskuldaða athygli fyrir sérstæða tónlist slna. Aðgangur: 300 kr. 21.00 Félagsstofnun stúdenta Stúdentaleikhúsið: „De kommer með kista og henter meg." 22:30 Hljómskálagarður Friðarathöfn á vegum Yggdrasil. FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 20:30 Borgarskáli Fbrquettas frá Finnlandi sýna „Pacific Inferno". Sjónleikur/dans samin útfrá sögu Michel Tournier um Frjádag. Leikstíll Poiquettas er mjög sérstæður og þykir yfir- stíga alla venjulega tungumálaörðugleika. Aðgangur: 400 kr. 21:00 Tjaldrokk — Bjarni Tryggvason — og Aston Reymer rivaler. Aðgangur: 500 kr. NART klúbburinn Buffons látbragðsleikur eftir Tjaldrokk. LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 15:00 Iðnó Revíuleikhúsið „Skottuleikur". Leikstjóri og höfundur Brynja Benediktsdóttir. Þetta barnaleikrit sem fjallar um þrjár nútíma- konur, var sýnt síðastliðinn vetur I Breið- holtsskóla og víða um land. Aðgangur: 250 kr. 17:00 Borgarskáli Slagverkstónleikar Steingrlms Guðmunds- sonar og Guðmundar Steingrímssonar. Hendur sundurleitar. önnur sýning. 20:30 Borgarskáli Porquettas: „Pacific Inferno". önnur sýning. 21:00 Kjarvalsstaðir Svedenborgarkvartettinn frá Svlþjóö. Þessi ungi strengjakvartett hefur þegar vakið mikla athygli fyrir skemmtilegt efnis- val og persónulega túlkun. Aðgangur: 300 kr. 21:00 Tjaldrokk Röddin, Ornamentals og Seilum Veljet. Aðgangur: 500 kr. SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 15.00 Tjaldið LOKAHÁTÍÐ Ludvika Mini Circus. Síðasta sýning. Leik- hópurinn Veit mamma hvað ég vil? mætir með furðuverur sínar og ferlíki. Flugdrekahátíð. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og skreyta himininn með flug- drekum sínum. Efni til flugdrekasmíða má fá við tjaldið alla daga hátíðarinar. 20:30 Borgarskáli Porquettas: „Pacific Inferno". Síðasta sýning. 21:00 Tjaldið Jasstónleikar. Tríó Nils-Henning östed- Ftedersen frá Danmörku. Með honum leika Kenneth Knudsen og Palle Mikkelborg. Aðgangur: 800 kr. Miðasala og upplýsingar í Gallarí Borg við Austurvöll. Opiö virka daga frá ki. 16.00 til 19.00 og um helgar frá kl. 15.00 til 17.00. §ímar: 24211 / 22035 í galt; ÍKÓGI . -r(v/n\í . Barnaoa"— -•- Vatðeldu' \ í oornatíroat íS^^nsson. efwherma < éttat\taf'. - Vatoc,u Batnatímaj : Kvö'dVanurTt\ð>nn ? Aðg°n9 sera 91'd'rdStism'ði haPpS2 áta 09 - prittWr'r yngn Rútuferdir frá BSl Heimferðir Föstud. 1. ág. kl. 20.30 Mánud. 4. ág. kl. 13.00 Laugard. 2. ág. kl. 13.30 og kl. 16.00 Sunnud. 3. ág. kl. 16.00 INNIHURÐIR ol5> —IÚYJA UNAN • Getum nú boðið gæðahurðir frá Svenska Dörr. • Hurðirnar fást í mörgum gerðum, í furu. hvít- málaðar og spónlagðar. • Gott verð og góðir greiðsluskilmálar. HARÐVIÐARVAL HF. Krókhálsi 4, Reykjavík Sími 671010 i að er orðið þó nokkuð síðan að Helgarpósturinn skýrði frá því að Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra hygðist koma á laggirnar fræðasetri sem kennt væri við Sigurð Nordal, sem einmitt á aldarafmæli 14. september næst- komandi. í Morgunblaðinu á föstu- dag skýrir Sverrir loks frá þessari fyrirætlan sinni — stofnunin á að gegna margháttuðu hlutverki; hún á að efla rannsóknir á íslenskri menningu heima og heiman, bjóða erlendum fræðimönnum hingað, gangast fyrir ráðstefnum, standa að útgáfu rita um íslenska menningu, skipuleggja kennslu í íslenskum fræðum fyrir erienda stúdenta — og þar fram eftir götunum. Þarna ligg- ur bersýnilega mikiil stórhugur að baki, eins og Sverris var von og vísa. Háskólamönnum þykir þó ekki ein- sýnt að mikill fengur verði í einni stofnuninni enn á sviði íslenskra fræða, með því stjórnunar- og skrif- stofuapparati sem óhjákvæmilega fylgir — jafnvel þótt hún beri nafn ágæts fræðimanns eins og Sigurðar Nordal. Staðreyndin er nefnilega sú að þær stofnanir sem fyrir eru lepja nánast dauðann úr skel; Bók- menntastofnun svokölluð hangir á horriminni eins og aðrar deildir Há- skólans, og Árnastofnun Magn- ússonar hefur varla átt fyrir síma- reikningum. Raunar hefur flest það sem Nordalsstofnun er ætlað að sinna verið í verkahring þessara aðila — flest af því sem kemur fram í stefnuyfirlýsingu Sverris telst í rauninni til hefðbundins hlutverks háskóla. Háskólinn hefur í áratugi séð um kennslu í íslenskum fræðum fyrir erlenda stúdenta, og sjá tveir kennarar um það starf. Báðum aðil- um er náttúrlega ætlað það hlut- verk að „efla rannsóknir á íslenskri menningu", meðal annars með út- gáfu rita. Hængurinn er bara sá að vegna fjárskorts hefur Árnastofnun átt í mestu brösum við að koma á prent afurðum fræðimanna. En það er sumsé altalað í röðum háskóla- manna að réttara væri að styrkja þær stofnanir sem fyrir eru en að stofna nýtt fræðasetur — nema þá kannski að Sverrir Hermannsson hafi fundið skothelda leið til að fjár- magna Nordalsstofnun utan við rík- isfjárlög — hann segist nefnilega stefna að því að samvinna takist við önnur Norðurlönd um rekstur stofnunarinnar. Og nú er bara spurning hvort nafn Sigurðar Nor- dals hefur þann töframátt að geta lokið upp fjárhirslum frændþjóð- anna. Kannski einkaframtakið ís- lenska láti líka eitthvað af hendi rakna... Sækjum og sendum Greidslukorta þjónusta Sími 688177 12 HELGARPÓSTURINN A f I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.