Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 27
að er alltaf verið að segja fréttir af hinum hreyfanlega, ís- lenska tímaritamarkaði — við ber- um líka í þann bakkafulla læk. Þar ber víst helst til tiðinda að útgáfu tískutímaritsins Stíls mun vera hætt; öll útgerð fyrsta tölublaðsins var mjög dýr og viðtökurnar ekki góðar. Annað tölublað mun hafa verið næstum fullbúið undir prent- verk, komið á filmur, en fé skortir til að koma blaðinu í gegnum prent- smiðju og á markað. Heimsmynd kemur nú út á tveggja mánaða fresti og er næsta tölublaðs að vænta fyrripartinn í september. Mannlíf kemur út átta sinnum á ári, og kem- ur næst út að afloknum mánaðar- sumarfríum í prentsmiðjunni Odda, um það bil þegar höfuðborgin á af- mæli, enda mun efni blaðsins að einhverju leyti vera helgað henni. Við látum það flakka að Davíð Oddsson borgarstjóri mun hafa skrifað smásögu fyrir Mannlíf af þessu tilefni. Þjóðlíf selst ekki eins og aðstandendur þess vonuðust til og á þeim bæ mun vera fundað stíft um jrað hvert framhaldið á útgáf- unni gæti orðið. Ætlunin er víst að reyna að halda út til áramóta og sjá síðan til. . . taka misstóra áhættu til að freista þess að fá fólk á kom- andi hátíðir yfir verslunarmanna- helgina. Við heyrum að kostnaður Galtalækjarmanna vegna vísis að tívolíi, sem sett verður upp á bind- indismóti þeirra, sé ekki undir tólf milljónum og er þá annarra útgjalda við mótshaldið ógetið. Ailt fyrir eina helgi. .. u ndanfarið hafa staðið yfir miklar og áhyggjuþrungnar umræð- ur meðal vinaþjóða okkar — Breta, Bandaríkjamanna, Þjóðverja og á Norðurlöndunum — um ofbeldi gegn börnum, og þá ekki síst kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Þar hefur víðast hvar komið berlega í ljós að þetta vandamá! er mun út- breiddara en talið var. Hér á íslandi hefur ekki mikið verið fjallað um þessi mál — enda álitið að hérlendis séu börn svo velkomin í heiminn að enginn fari að beita þau ofbeldi. Kvennaframboðs- og Kvennalista- konur taka af skarið í nýjasta tölu- blaði málgagns síns, Veru, og beina sjónum að þessari skuggahlið þjóð- félagsins. Þar kemur meðal annars fram að því miður sé ekkert sem bendi til að ofbeldi gagnvart börn- um sé minna hér á landi en í ná- grannalöndunum, og þar er líka átt við kynferðislega misnotkun. Meðal þess sem ef til vill kemur á óvart í þessari umfjöllun eru tölur úr hjálp- arstöð Rauða kross íslands fyrir börn og unglinga, sem opnuð var í desember síðastliðnum. Þar kemur fram að 26% dvalargesta í hjálpar- stöðinni höfðu orðið fyrir kynferðis- legri áreitni, 13% fyrir líkamlegu of- beldi og 11% bæði fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. . . RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTÚN 20 - 105 REYKJAVlK - SlMI 25054 PAUITRAŒY CLARENDON GRAPHICS Álrammar 15 stærðir Margir litir Smellurammar 20 stærðir Plaköt mikið úrval Innrömmun 'ar/n/i Nýr glæsilegur matsölustaður á 5. hæð Alþýðuhússins við Skipagötu Pantið borð tímanlega ísíma 96-21216 KADSTKt nU- OQ VEITinQAWOnUSTA Skipagötu 14, pósth. 895 602 Akureyri sími 21216 Njóttu útsýnis með góðum mat HELGARPÖSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.