Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 17
3 Þetta tímabil er einstakt í okkar stjórnmála- sögu. Ég held að það hafi aldrei setið hér ríkis- stjórn þar sem var eins heiðarlegt og hreinskilið samstarf eins og var með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum á þessum árum. Þó svo það væri ágreiningur bæði um almenn viðhorf og einstök mál þá var einhuga vilji i ríkisstjórninni og meðal flestra þingmanna er studdu hana að koma breytingunum á. Þetta voru breytingar sem, eins og Laxness segir, lágu í tímanum. Ná- grannaþjóðir okkar höfðu flestar gengið í gegn- um þær á undan okkur en það var langt frá því að hér á landi væri fullur skilningur á eðli þeirra og nauðsyn. Það er því ekki síst að þakka einurð þeirra stjórnmálamanna sem að þessu stóðu, hversu vel framkvæmdin tókst. Enginn leki Það var annað merkilegt við þessa ríkisstjórn, sem þykir sjálfsagt skrýtið nú á tímum. Það „lak" aldrei neitt. Það fréttist ekkert, ekki einu j sinni það sem gerðist á þingflokksfundum. Árið 1961, eftir verkföll og kjarasamninga sem leiddu af sér hærri launahækkanir en ríkisstjórnin taldi að unnt væri að standa undir, var talið nauðsyn- legt að lækka gengið um 13%. Þegar ríkisstjórn- in var búin að taka þessa erfiðu ákvörðun, kall- aði hún saman þingflokkana til að ræða hana. Báðir þingflokkarnir sátu á rökstólum niðri í Al- þingishúsi í tvo heila daga til þess að ræða setn- ingu bráðabirgðalaga sem færðu gengisákvarð- anir til Seðlabankans, sem þá var nýstofnaður, en áður hafði þurft lagasetningu frá Alþingi til þess að hrófla við genginu. Við Jóhannes Nordal vorum með lifið í lúkunum að þetta myndi spyrj- ast út og fólk reyna að rífa út gjaldeyri. En það gerðist ekkert. Þessir 34 þingmenn sátu í tvo daga á fundum með ríkisstjórn og sérfræðing- um til að ræða þessi mál og enginn fjölmiðill komst á snoðir um það hvað var á seyði. Þú get ur rétt ímyndað þér hvort slíkt gæti átt sér stað í dag.“ Öskabarn Sósíalistaflokksins — Vidreisn í dag? „Það er allt annað þjóðfélag sem við lifum í nú en fyrir 25 árum, og þó það megi ýmislegt af sögunni læra, ef réttum skilningi er beitt, þá endurtekur hún sig aldrei. Hitt er annað mál að þrátt fyrir allar þær vinstristjórnir sem á eftir Viðreisnarstjórninni hafa komið, þá hefur ekki verið hróflað við þeim grundvelli, sem þá var lagður. Það eiga sér stað miklar og örar breyt- ingar í efnahagslifi okkar og þær eru allar í frjálsræðisátt. Enda þótt að það skipti að sjálf- sögðu miklu máli hvaða ríkisstjórn situr við völd, þá getur engin ríkisstjórn synt á móti þungum straumi." — Þú varst eitt sinn óskabarn Sósíalistaflokks- ins en ert nú oröinn grjóthardur frjátshyggju- madur. „Ég veit nú ekki hvort þessar fullyrðingar eru sannar. En í raun eru það afar margir menn sem hafa gengið í gegnum svipaða þróun og ég hefi gert allt frá dögum Páls postula." — Ekki fékkst þú gudlega leidsögn. . . „Nei, það gerði ég nú ekki. Kennari minn í Sví- þjóð, Herbert Tingsten var merkur fræði- maður og blaðamaður. Hann var upphaflega hægrimaður, gerðist síðar jafnaðarmaður og endaði feril sinn sem frjálshyggjumaður. Hann sagði eitt sinn, að þeir menn sem skiptu um Jónas Haralz Landsbankastjóri í HP- viðtali um banka- stjóraímyndina, Viðreisnina, sósíalisma, pólitíska kúvendingu, bananalýðveldi og kúnstina ao seaja nei ó réttum stöðum. skoðun væru salt jarðar, þvi þeir hefðu hugsað málin til botns og reynt þau til þrautar. Ég held að það sé ýmislegt til í þessu. Þeir menn sem svo að segja fæðast inn í vissa skoðun eða trú og hafa aldrei neinar efasemdir,fara á mis við mik- ið. Nýr íhaldsmaður Ef við lítum til jafnaldra minna sem voru sósíalistar og skoðum hvað gerst hefur á æviferli þeirra, þá sjáum við að goðsögnin um sósíalism- ann í Sovétríkjunum er gersamlega dauð. Sá sósíalismi stendur nú í allri sinni nekt sem ein- hver skelfilegustu mistök mannkyrissögunnar. Það er ekki til sá sósialisti á jarðarkringlunni sem ekki veit þetta, hvort sem hann viðurkennir það opinberlega eða ekki. Sumir hafa tekið þá afstöðu að segja að þetta sé slæmur sósíalismi og það sé einhvers konar öðruvísi sósíaiismi sem beri að stefna að. Þetta er afstaða sem ég tel með eindæmum fávísa. Ég skil ekki hvernig menn geta annað en séð, eftir þessa reynslu, til hvers konar skelfingar ríkisafskipti, eins og sósíalisminn felur í sér, leiða, að ég tali nú ekki um einsflokkskerfið. Mér finnst það deginum ljósara. Það eru margir fræðimenn og stjórnmála- menn, sem hafa gengið í gegnum svipaða þróun og ég. í Bandaríkjunum eru þeir þekktir undir nafninu neo-conservatives. Þá má nefna nýju heimspekingana í Frakklandi, þótt þeir séu nokkru yngri. Þessir menn hafa nær undantekn- ingarlaust verið mjög róttækir á sínum yngri ár- um.“ — En var þetta ekki sársaukafullt? Þurftir þú ekki ad brjóta odd af oflœti þinu? „Jú, þetta var ekkert auðvelt á sínum tíma. En það gekk yfir á löngu árabili. Auðvitað hefði ég aldrei gengið í Sósíalistaflokkinn þegar ég kom heim frá námi nema vegna þess að ég hélt að hann væri á leiðinni að verða lýðræðis- sinnaður jafnaðarmannaflokkur. Ég vissi að sjálfsögðu hvernig gömlu kommúnistarnir hugs- uðu, en ég hélt að þeir væru á undanhaldi og flokkurinn væri að verða allur annar en hann hafði verið. Það voru líka menn í Sósíalista- flokknum, sem voru sama sinnis og ég, ekki síst Sigfús Sigurhjartarson, og Einar Olgeirsson hneigðist í þessa átt. Þoldi ekki við I flokknum En ég komst að raun um að það var harður kommúnistakjarni sem réð lögum og lofum í flokknum. Þetta voru Brynjólfur Bjarnason og harðsnúinn hópur í kringum hann og það urðu allir að sitja og standa eins og þeir vildu. Það var engrar undankomu auðið. Eg var að sjálfsögðu ekki sá eini sem gafst upp og fór. Hermann Guð- mundsson fór um svipað leyti og ég, Áki Jakobs- son gafst á endanum upp og síðan var náttúr- lega fjöldinn allur af yngri mönnum sem yfirgaf flokkinn. Eftir þetta lét ég engar pólitískar skoðanir uppi á meðan ég gegndi starfi efnahagsráðu- nautar ríkisstjórnarinnar, þótt ég ræddi við stjórnmálamenn og talaði á fundum var það ætíð sem sérfræðingur. Það var ekki fyrr en ég var kominn í Landsbankann að ég tók að skrifa í blöð vegna þess hve voveiflega mér sýndist horfa í efnahagsmálum. Þessi skoðanaskipti gengu því yfir á löngum tíma, nægilega löngum til að hugsa þau til enda." Tíminn hafði liðið og sjálft afmælisbarnið, Landsbankinn, varla komið tii tals. Þegar blaða- maðurinn var að vandræðast yfir því á útleið- inni sagði Jónas að það kæmi varla að sök því honum hefðu verið gerð myndarleg skij á öðr- um vettvangi. Og þeir eru sjálfsagt fáir sem ekki hafa heyrt sögu hans að undanförnu, hvernig hann stóð á bak við íslensku þjóðina á hraðsigl- ingu hennar inn í nútímann. Og allan tímann þurfti hann að gæta þess að vera sveigjanlegur í íhaldssemi sinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.