Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 19
SAMGANGUR ÍSLENDINGA VIÐ ERLENDAR ÞJÓÐIR ER HVAÐ MESTUR Á SUMRIN. ÞÁ VELTUM VIÐ GJARNAN FYRIR OKKUR MISMUNINUM Á FÓLKI EFTIR ÞJÓÐERNI. OG KOMUMST AÐ ALLSKONAR NIÐURSTÖÐUM . . . SLEGOJUDOMAR OG SKEMMTILEGAR ALHÆFINGAR Hvað er svona eitursnjallt við Svía? Af hverju eru Andalúsíumenn svona auðmóðgaðir? Er eitthvað um að vera í Osló — eftir allt saman? Hvaða tvær óstæður eru fyrir því að Rússar tala ekki um peninga sem vandamól? Eru íslendingar frekari en Svisslendingar — eða öfugt? Spónverjar brosmildastir? Menn velta því oft fyrir sér, hvort og ad hve miklu leyti hœgt sé að al- hœfa lýsingar á einstaka þjóðum. Hver hefur ekki heyrt staðhœfingar á borð við þœr að Danir hugsi ekki um annað en mat, að Þjóðverjar séu nískir og að Bandaríkjamenn séu barnalega opinskáir um einkalíf sitt? Alhœfingar sem þessar eru hins vegar oft hlœgileg öfugmœli í aug- um þess, sem hafa haft einhver kynni af viðkomandi þjóð umfram þau yfirborðskynni sem maður fœr á stuttri viðdvöl í löndunum. Við völdum nokkur þjóðlönd af handahófi og spurðum fólk, sem dvalið hefur um lengri eða skemmri tíma á þessum stöðum, hver séu að þess mati séreinkenni þjóðanna sem þau byggja. Aö lokum sneri Helgarpósturinn sér til íra, sem báið hefur um áratugaskeið hér á íslandi og-ynnti hann eftir því hvað honum fyndist helst einkenna íslensku þjóð- ina. Svíar snjallir, Norðmenn horfa til framtíðarinnar Fyrsti viðmælandi okkar dvaldi í nokkur ár í Stokkhólmi. Hann tók það skýrt fram að lýsing hans á Sví- um bæri sterkan keim af búsetustað hans í landinu. Taldi hann fráleitt að herma mætti lýsingu á Stokkhólm- urum upp á t.d. fólk á Skáni eða í norðurhéruðum Svíþjóðar. Að mati þessa heimildamanns okkar eru Svíar hörkuduglegir, áberandi smekklegir, en mjög góðir með sig. Þeir eru á margan hátt eit- ursnjallir, en vita helst til of vel af því. Þjóðarstolt er líka áberandi ein- kenni á Svíum. í Svíþjóð er alls ekki jafnmikið gert með mat og neyslu hans eins og t.d. hjá Dönum. Svíar hugsa hins vegar mikið um heilsuna og holl- ustu þess, sem þeir í sig láta. Einnig gera þeir afar miklar hreinlætiskröf- ur og umhverfismál eru þeim ofar- lega í huga. Stokkhólmsbúar eru seinteknir, en hvað útlit varðar eru þeir einstaklega snyrtilegir og hafa „stíl“, eins og sagt er. Heimildamaður HP um ná- grannaþjóð Svía, frændur vora í Noregi, dvaldi við nám í Osló um nokkurra ára skeið. Hann segir það alls ekki rétt að í Osló sé ekkert um að vera á kvöldin, eins og þjóðsagan segir. Þetta mun hafa átt við fyrir all- nokkrum árum, en á síðari árum hefur skemmtanalíf í höfuðstað Norðmanna tekið miklum breyting- um — þá væntanlega til batnaðar að mati okkar Islendinga. Norðmenn hafa löngum þótt trú- ræknir í meira lagi og staðfesti við- mælandi okkar að það væri rétt. Mikið er um sértrúarsöfnuði í Nor- egi og víða upp til sveita eru kristi- legir flokkar með meirihlutavöld í stjórnsýslunni. A slíkum stöðum getur reglugerð jafnvel verið það ströng, að ekki megi selja gosdrykki eftir klukkan sex á kvöldin. Hvers vegna? spyrja kannski fáfróðir ís- lendingar. Jú, gosdrykkirnir gætu verið notaðir sem ,,bland“ út í sterk- ari veigar! Trúmál eru annars mikið í um- ræðu manna á meðal í Noregi og geta atriði þeim tengd orðið hin mestu hitamál meðal þjóðarinnar. Heiðingjar eru þó einnig til í landinu og hafa þeir reyndar með sér sterk samtök. Norðmenn gefa hollustumálum mikinn gaum, eins og Svíar. Þeir eru afskaplega uppteknir af útiveru og vetraríþróttum, en þrátt fyrir það eru reykingar almennt útbreiddari í Noregi en t.d. hérlendis. í Noregi er hins vegar ekki drukkið jafnmikið af sterkum drykkjum og á íslandi. Sagði heimildamaður okkar að námsmenn í Osló hefðu í hans tíð drukkið mest af öli og léttum vín- um, en sterkara áfengi hefði hann sjaldan eða aldrei séð um hönd haft í samkvæmum. Norðmenn eru einnig ólíkir okkur íslendingum að því leyti að þeir leggja mikla áherslu á að hafa vaðið fyrir neðan sig í fjármálum. Þetta kemur m.a. fram í lífsstíl og heimilis- högum, þar sem þessir frændur okkar leggja ógjarnan út í fjárfest- ingar nema vera þess fullvissir að þeir ráði við þær. í Noregi þykir það t.d. ekkert tiltökumál að vera síma- laus eða búa mjög þröngt, ef minnsti grunur er um það að pyngjan ráði ekki við meiri útgjöld en þegar hef- ur verið ráðist í. Norðmenn eru sem sagt ekki ýkja hrifnir af því að reisa sér hurðarás um öxl, eins og oft hendir okkur, frændur þeirra, hér á Fróni. Það er þar að auki einkenn- andi fyrir það, að þeir horfa meira til framtíðarinnar en íslendingar. Þetta lýsir sér t.d. í miklum áhuga á eftir- launakjörum, þegar sótt er um stöð- ur í atvinnulífinu — jafnvel meiri áhuga en á launakjörunum. Rússar fala ekki um peninga sem vandamál Næst héldum við lengra í austur og ynntum fyrrverandi Moskvubúa eftir því hver væru helstu einkenni Sovétmanna, ef yfirleitt er hægt að alhæfa eitthvað um allar þær millj- ónir sem það land byggja. Sagði heimildamaður okkar það einkum vera tvennt, sem hægt væri að herma upp á meirihluta þjóðarinn- ar. í fyrsta lagi töluðu menn í Sovét- ríkjunum aldrei um peninga sem vandamál. Annað hvort ættu menn peninga eða ekki, en þeir væru ekki endalaus uppspretta umræðna, eins og meðal margra annarra þjóða. í öðru lagi væri hægt að fullyrða að óvanalega trygg vinátta væri ein- kenni Rússa. Þeir væru að vísu ekki opnir í viðkynningu til að byrja með, en þegar vináttubönd hefðu myndast, væru þau nær órjúfanleg. Varðandi það ofdrykkjuorð, sem fer af Sovétmönnum samkvæmt þjóðsögunni, sagði viðmælandi okkar: „Rússar drekka vissulega bæði mikið og jafnt, en þeir drekka sig þó sjaldnar útúrfulla en íslend- ingar. Þegar maður sér drukkna manneskju á götu, sem getur auð- vitað skeð þar sem annars staðar, þá er það einhver utangarðsmaður. Það er hins vegar rétt sem haldið er fram, að áfengisvandamálið er tölu- vert í Sovétríkjunum." Þessi fyrrum námsmaður í Moskvu sagði Rússa þunglyndislega að sjá og að mjög þunglamalegt væri yfir öllu í höfuðborginni — bæði fólkinu og byggingunum. Þetta stingur hins vegar mjög í stúf við það hvernig fólkið er í raun og veru, þegar maður fer að kynnast því. Þá er það afskaplega glaðvært og kátt. Sovétmenn eru mjög þjóðernis- sinnaðir og standa vel saman — sem þjóð og einnig hver fjölskylda fyrir sig. í Moskvu er sem kunnugt er mikill húsnæðisskortur. Þar búa gjarnan margir ættliðir saman við þröngan húsakost og öll samhjálp þykir sjálfsögð og eðlileg. Rússar eru meðvitaðir um mat, engu síður en margar Vesturlanda- þjóðir, og þeir eru meistarar í súpu- gerð. Súpa er gjarnan uppistaðan í máltíðum, en önnur undirstöðu- fæða er brauð og kartöflur. Súpur Sovétmanna eru hins vegar ekkert líkar þeim pakkasúpum, sem hér eru á boðstólum. Þær eru matar- mikla og hreinlega heil máltíð útaf fyrir sig. Svisslendingar mófast af herskyldunni Nú vendum við okkar kvæði held- ur betur í kross og snúum til hins mikla velmegunarlands, Sviss. Leiðsögumaður okkar í því landi hefur um árabil haft mikil samskipti við Svisslendinga og verið þar meira eða minna „með annan fót- inn“, ef þannig má að orði komast. Hann segir að það sé nokkuð erfitt að gefa marktæka lýsingu á íbúun- um í Sviss, bæði vegna þess að þjóð- in skiptist í þrjá hópa eftir tungumál- um og sökum þess að þjóðarein- kenni þeirra séu alls ekki jafnafger- andi og t.d. hjá nágrönnum þeirra í Þýskalandi. Ef eitthvað mótar Svisslendinga meira en annað, er það að öllum lík- indum herskyldan. Hún setur að sögn heimildamanns okkar mikinn svip á þjóðina og lýsir sér m.a. í ein- stakri nákvæmni og ögun. Þessir eiginleikar eru áberandi hjá Sviss- lendingum, á öllum sviðum, og þeir eru einnig einstaklega snyrtilegir. Fólk í Sviss mun vera tiltölulega fljótteknara og opnara en Þjóðverj- ar, sem þeim er annars gjarnan líkt við. Sagði viðmælandi HP að mikið væri gert með bændur í þessu fjalla- landi, enda væri landbúnaður al- mennt talinn undirstaða efnahags- lífsins, jafnvel enn þann dag í dag. Heimildamaður okkar um Sviss klykkti út með því að fullyrða, að Svisslendingar væru ekki nándar nærri jafn frekir og íslendingar. ís- lendingar væru alveg örugglega frekasta fólk, sem hann hefði komist í kynni við. Það er aftur á móti önn- ur saga. Spónverjar eiga elcki samleið með rafmagnstenglum En áður en gagnrýnum augum var beint að eigin heimaslóðum, báðum við mann, sem dvalist hefur sem leiðsögumaður íslendinga á Spáni í mörg sumur, um að segja okkur frá helstu einkennum Spán- verja. Eins og varðandi aðrar þjóðir, er erfitt að alhæfa mikið um þjóð eins og Spánverja, sem samsett er úr mörgum þjóðarbrotum. Um þjóðina sem heild má þó segja, að þetta fólk er afskaplega listfengt og á t.d. flest auðvelt með að teikna. Spánverjar fyrirlíta á hinn bóginn tækni og fjöldaframleiðslu, og gera lítið með rafmagnstengla og annað slíkt „víravirki". Sagði heimildamaður HP að fá mætti næstum því hverjum Spánverja leir eða eitthvert náttúru- efni í hendur og hann gæti skapað úr því listaverk. Ef hann ætti hins vegar að setja kló á rafmagnstæki, væri voðinn vís. Andalúsíumenn búa á suður- strönd Spánar. Þeir eru lágvaxnir, brosmildir, innilegir vinir vina sinna, hjálpsamir, óhemjulega stolt- ir og auðmóðgaðir. Þeir eru að því leyti eins og börn, að þeir geta hleg- ið og grátið í svo til sömu andránni. Eitt helsta einkenni Andalúsíubúa er, að þeir lifa fyrir líðandi stundu. Þetta viðhorf er þeim ofarlega í huga og þess vegna reyna þeir alltaf að skemmta sér og láta sér líða vel — einnig í vinnunni! Kastilíubúar hafa líka sín sérein- kenni, samkvæmt heimildum hins þaulreynda leiðsögumanns. Þeir eru alvörugefnir, þóttafullir, en mjög glæsilegir ásýndum. Það er höfuðeinkenni þessa þjóðarbrots að falla allur ketill í eld um leið og eitt- hvað bjátar á. Þá er fórnað höndum og allt talið ómögulegt, en þegar Kastilíubúinn hefur fjargviðrast um stund, tekur hann sig til og leysir úr vandanum með glæsibrag. íslendingar hræddir við allt erlent Frá Spáni liggur leiðin að lokum heim til íslands og við spyrjum írsk- an karlmann, sem búið hefur hér á landi í nokkra áratugi, hvað hann geti sagt um séreinkenni íslensku þjóðarinnar. Svarið var komi áður en varði: „Þið eruð óttalega hrædd eða feimin við útlendinga og allt sem erlent er!“ Þar höfum við það. „íslenskir unglingar eru afskap- lega hávaðasamir og ungt fólk á Is- landi er sífellt borðandi og drekk- andi. Það gengur um með pylsu í annarri hendinni og kók í hinni. Þegar maður kynnist íslending- um upphaflega, eru þeir feimnir og seinir í viðkynningu. Þeir bera hins vegar virðingu fyrir þeim, sem reyna að kynna sér menningu þeirra og þjóðlíf og verða hlýir og hjálpfúsir vinir í raun. Fólk á Islandi á yfirleitt mjög erfitt með að segja NEI — við hverju sem er! Það er ein- kennandi fyrir þjóðina. Ekki má heldur gleyma því sem ís- lendingar kalla þjóðarstolt, en er sannast sagna fremur þjóðarremb- ingur. Þessi rembingur er á borð borinn á morgnana, kvöldin og um miðjan dag. Að síðustu er hægt að fullyrða að íslendingar eru lítið fyrir að standa í bréfaskriftum — að minnsta kosti í viðskiptalífinu. Þeir draga það í hið óendanlega að svara bréfum og vilja miklu fremur nota símann. Jafnvel þó svo það sé til Japans eða enn fjarlægari staða." leftir Jónínu Leósdóttur HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.