Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN Efnahagur flestra Evrópuríkja er nokkuð háður gengi Bandaríkjadollars. í nágranna- löndum okkar hefur því mikið verið fjallað um fall dollarsins og afleiðingar á efnahagslíf annarra landa. í tímaritinu Spiegel sem kom út á mánudaginn segir, að „bandaríska efna- hagsundrið" hafi ekki verið annað en blekk- ing, fjármögnuð með lánum. Nú er komið að skuldadögum „reaganist- anna“, segir í grein tímaritsins. Gert er ráð fyrir að hallinn á bandarísku fjárlögunum verði á þessu ári 230 milljarðar dollara. Á fimm árum hefur Reagan-stjórnin meir en tvöfaldað skuldahalann og Reagan hefur aukið skuldirnar meira en allir forsetar á undan honum í 200 ár — samanlagt. Nú er svo komið að þetta stærsta viðskipta- ríki heims er orðið það skuldugasta með yfir 100 milljarða dollara skuld og hefur þarmeð skotið Mexíkó og Brasilíu á bakvið sig. Þetta gat gengið svo lengi sem hagvöxtur blómstraði, en sífellt meiri fjármagnsþörf þrýsti stöðugt á hærra gengi dollarans, og þarsem bandarísk fyrirtæki drógust afturúr alþjóðlegri samkeppni, þá kom í Ijós að fyrir Bandaríkjamenn fæst ekkert til langframa ókeypis. Ríkið, fyrirtækin og heimilin höfðu lifað um efni fram. Það var komið að skulda- dögum. A sl. ári var viðskiptahalli Bandaríkja- manna 124 milljarðar dollara. Frá 1980 hafa 52 þúsund fyrirtæki farið á hausinn, fleiri en fóru yfirum í kreppunni miklu. Bankarnir lenda í þrotum. Ríkið yfirtók t.d. í fyrsta skipti stórbanka, Continental Illinois, 1984. Svipuð örlög eru búin öðrum stórbönkum. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 150 bankar muni loka. Með áframhaldandi vaxtalækk- unum vill ríkisstjórnin i Washington reyna að vernda efnahagslífið frá frekari áföllum. Af þeim ástæðum hafa Bandaríkjamenn þrýst mjög á um hjálp og aðstoð frá stærstu viðskipíalöndum sínum; Japan og V-Þýska- landi. Háir vextir í Þýskalandi gætu t.d. leitt til þess að dollarinn héldi áfram að falla. Astand dollarans nú hefur leitt til þess að minna fer fyrir aðdáendum „bandaríska eftir Óskar Guðmundsson Dollarinn fellur. Vextir lækka á alþjóðamarkaði. Hafa skilað íslenska þjóðarbúinu um 3 milljörðum í minni gjald- eyrisútlátum. Minnkandi vægi Bandaríkja- markaðar í íslenskum utanríkisviðskiptum. Dalur er ei dalur meir efnahagsundursins" í Evrópu en á síðustu ár- um. Og nú er svo komið að margir óttast áframhaldandi fall Bandaríkjadollars með slæmum afleiðingum fyrir Island, einsog lesa mátti í grein í DV í gær eftir Þór Fridjóns- son efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Hann segir m.a. að frekara fall dollarans „hefði óhjákvæmilega í för með sér lakari lífskjör hér á landi“. Um þetta eru hagfræðingar alls ekki sam- mála. Dollarinn er nú um miðjan september 30% lægri en hann var þegar hann var hæst- ur gagnvart öðrum myntum í febrúar 1985. Algengustu viðmiðunarvextir í alþjóða peningaviðskiptum, Libor-vextir voru að meðaltali 8,5% á árinu 1985. í ágúst og septembermánuði voru Libor-vextir komnir niður í um 6% og að meðaltali á þessu ári gætu þeir orðið um 7%. Þeir fóru hæst í 18,6% árið 1981. Erlendar skuldir okkar ís- lendinga eru í lok þessa árs um 74 milljarðar króna. Um helmingur þessara lána er á Libor-vöxtum. Vaxtalækkunin frá því í fyrra, um 1,5% til 2% skilar okkur því a.m.k. hálf- um milljarði króna. Til viðbótar þessu má geta þess að á árinu 1984 voru Libor-vextir um 11% þannig að á tveimur árum hefur vaxtalækkunin skilað okkur um 3 milljörð- um króna í lægri gjaldeyrisútgjöldum. „Lækkun dollarsins og tilheyrandi vaxta- lækkun er nokkuð sem menn höfðu verið að bíða eftir og vonast til. Hún er að hluta til komin vegna virkni markaðslögmálanna en að hluta vegna samstarfs seðlabanka stærstu iðnríkjanna," segir Birgir Arnason hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun um þetta mál. Iðnríkin voru reiðubúin til ýmissa fórna fyrir dalinn, m.a. til að slá á vaxandi tilhneig- ingu í Bandaríkjunum til verndarráðstafana; tolla og innflutningshafta sem sífellt hefur borið meira á síðustu misseri, og við íslend- ingar fengið að finna smjörþefinn af bæði í hvalamálinu, Rainbow-málinu og jafnvel varðandi starfsemi Flugleiða í Bandaríkjun- um. Að öllu jöfnu hefði fall dollarsins átt að leiða til aukins viðskiptahalla og lakari lífs- kjara, þarsem við seldum okkar aðalafurð, fiskinn á Bandaríkjamarkað. En það hefur hins vegar alls ekki gerst. Ástæðan er sú að fiskverð hefur hækkað á Bandaríkjamarkaði á móti gengislækkun dollarsins síðustu misseri. En það kemur fleira til; þegar dollarinn lækkar að óbreyttu verði á fiski, þá hækkar verðgiidi Evrópumynta og það verður væn- legri kostur að flytja afurðirnar á svæði með sterkum gjaldmiðlum. Þetta hefur einmitt orðið þróunin; ferskfiskútflutningur til Bret- lands og annarra Evrópuríkja er eðlileg við- brögð við því að fiskurinn hefur hækkað meira í þessum löndum en í Bandaríkjunum. I Evrópu er líka vaxandi eftirspurn eftir ís- lenskum fiski. „Fyrir íslendinga skiptir auðvitað meira máli að samtímis gengisfellingu dollarsins er uppsveifla í heimsbúskapnum, lækkandi vextir á alþjóðamarkaði og Bandaríkjamark- aður heldur áfram að vera seljendamarkað- ur gagnvart okkar afurðum," segir Már Gud- mundsson hagfræðingur hjá Seðlabanka. Einsog Jónas Kristjánsson benti á fyrir nokkru í DV þá hafa markaðsaðstæður sitt- hvað að gera með pólitíska stöðu íslendinga gagnvart Bandaríkjamönnum. Og ýmisiegt bendir til þess að minni hlutdeild Banda- ríkjamarkaðar í afurðum íslendinga geti leitt t.d. til sjálfstæðari utanríkisstefnu að mati margra. Þróunin virðist vera í þá átt, að ís- lendingar verði síður háðir Bandaríkjamark- aði — og þarmeð dollarnum — en áður. Á tímabilinu janúar til maí 1985 var hlutdeild vöruútflutnings til Bandaríkjanna 27,7% af heildarútflutningstekjum tímabilsins. Á sama tímabili í ár var hlutdeild Bandaríkja- markaðar komin niðrí 22%. „Dollarinn er náttúrlega ekki svipur hjá sjón frá því á fastagengistímabilinu þegar hann var megingrundvöllur gjaldeyrisvið- skipta bæði á Islandi og í heiminum," sagði Már Guðmundsson hagfræðingur. Þannig hefur dollarinn ekki aðeins fallið heimafyrir, heldur útum víðan völl, hefur ekki lengur þá tröllauknu mynd á sér í skáld- skapnum sem hann hafði á sinni tíð, — og hann fellur í kauphöllum heimsins. Og lífs- kjör okkar eru ekki lengur jafn bundin þess- um dulúðga gjaldmiðli. Einsog segir í orðtak- inu: Dalur er ei dalur meir. eftir Magnús Torfa Ólafsson Framboð með nýju sniði til forsetaefnis í Bandaríkjunum kom fram í síðustu viku. Fyrra miðvikudag stóð útvarps- og sjón- varpsprédikarinn Pat Robertson frammi fyr- ir hljóðnemum í Stjórnarskrársalnum í Washington og kunngerði, í lokaðri sjón- varpsútsendingu, að hann hygðist keppa að forsetaframboði fyrir Repúblikanaflokkinn að tveim árum liðnum, kæmi í ljós að það væri guðs vilji. Og mælikvarðinn sem hann leggur á afstöðu almættisins til forseta- drauma sinna, er undirtektir og örlæti þess áheyrendaskara, sem hann hafði safnað að ávarpi sínu með háþróuðustu áróðurs- og út- breiðslutækni sem völ er á. Skilorðsbundin framboðstilkynning Pat Robertsons var send um gervihnött til þess skara áhorfenda og heyrenda, sem tekist hafði að safna saman í 216 samkomusölum víðsvegar um Bandaríkin. Smölun á sam- komurnar annaðist fyrirtækið Victory communications International í Arizona. Það sendi frá sér bréf með fundarboði á nöfn og heimilisföng, fengin með því að kaupa eða leigja póstdreifingarlista af 75 samtök- um og stofnunum. Bréfin voru að sjálfsögðu stíluð sem einkabréf frá Pat Robertson til vina og trúarsystkina. Baptistaprédikarinn Robertson er meðal þeirra sem á síðustu áratugum hafa gert heit- trúarboðskap í útvarpi og sjónvarpi í Banda- ríkjunum að stórrekstri. Fyrirrennarar eins og Billy Sunday og Billy Graham voru ekki miklir bógar fjárhagslega borið saman við sporgöngumennina, sem nú láta mest að sér kveða. Frá aðalstöðvum í Virginia Beach í Virg- iníufylki rekur Pat Robertson fjölmiðlafyrir- tækið Christian Broadcasting Network og önnur því tengd fyrirtæki, sem velta 230 milljónum dollara á ári undanfarið. Helsta fjáruppsprettan er betl prédikarans í útsend- ingum í útvarpi og sjónvarpi frá vakninga- samkomum hans, tungutalssamkomum og lækningasamkomum. Hrifnir hlustendur senda dollarana sína á númerin sem birtast á sjónvarpsskjánum. Safnast þegar saman kemur, þótt hver og einn leggi ekki mikið af mörkum. Dreifikerfið sem komið er upp, með nöfnum og utanáskriftum gefenda, er svo notað til að koma á framfæri ritum, tón- böndum, myndböndum og hverju einu frá Sjónvarpsprédikari tekur stefnu á Hvíta húsid fyrirtækjasamsteypu prédikarans. Og í ræðu sinni fyrir viku tengdi Pat Robertson rækilega saman skírskotun til guðs vilja og örlætis stuðningsmanna sinna. Hann komst svo að orði: „Hver er guðs vilji með mig í þessu efni? Ég get fullvissað ykkur um, að ég veit hver er vilji guðs með mig ... Hafi að ári liðnu frá deginum í dag, hinn 17. september 1987, þrjár milljónir skráðra kjósenda undirritað áskoranir og tjáð mér, að þeir muni biðja, þeir muni vinna, þeir muni gefa til fram- gangs kjöri mínu, þá gef ég kost á mér.“ Pat Robertson þreifaði fyrst af alvöru fyrir sér um stuðning til að keppa um forsetafram- boð fyrir repúblíkana í Michiganfylki í ágúst, þegar þar fór fram kjör flokksfulltrúa í kjör- deildum. Hann og stuðningsmenn hans segj- ast ánægðir með árangurinn. Hins vegar er árs frestur settur endanlegri ákvörðun um baráttu fyrir útnefningu í forsetaframboð. Með því móti er unnt að tengja fjöldann, milljónirnar þrjár sem safnað verður til að undirrita áskoranir, nánari persónulegum böndum við forsetaefni sitt. Þar að auki losn- ar frambjóðandaefni, sem ekki gefur kost á sér nema til hálfs, undan lagaskyldu til að veita keppinautum rúm til jafns við sjálfan sig, þegar hann notar eigið útvarps- og sjón- varpskerfi sér til framdráttar, eins og Pat Robertson hyggst gera. Sigrar Ronalds Reagans í tvennum síðustu forsetakosningum i Bandaríkjunum eiga ekki síst rót að rekja til þess, að honum tókst að afla sér stuðnings áhrifamikilla útvarps- og sjónvarpsprédikara, Pats Robertsons og hans nóta. Hjá þessari fylkingu rennur bandarísk þjóðremba og kristin bókstafstrú saman i hugmyndagraut, sem Hollywood- leikarinn í Hvíta húsinu er allra manna leikn- astur að hræra í. Hjartans mál „siðavanda meirihlutans," eins og Jerry Falwell sjónvarpsprédikari kall- aði hreyfingu sína, eru að lögleyfa bænir í skólum og lögbanna fóstureyðingar. í báðum málum er árangur af sex ára stjórn Reagans enginn. Urskurðir Hæstaréttar Bandaríkjanna í báðum málum, sem byggðir eru á strangri túlkun stjórnarskrárákvæða um takmarkan- ir ríkisvaldsins, standa óhaggaðir. Meirihluti repúblikana í Öldungadeild þingsins hefur ekki hrokkið til að ná fram lagafrumvörpum sniðnum til að hnekkja þeim. Ötulastur Reagansmanna við að hnjóða í afstöðu Hæstaréttar er Ed Meese, dóms- málaráðherra og einkavinur forsetans. Sum- ir hæstaréttardómarar hafa svarað ráðherr- anum fullum hálsi. En jafnframt því að at- yrða Hæstarétt fyrir að standa í vegi fyrir trúariðkunum í ríkisskólum, hefur dóms- málaráðherrann sigað innflytjendaeftirliti og alríkislögreglu á söfnuði og klerka, sem skotið hafa skjólshúsi yfir fólk á flótta undan dauðasveitum í löndum eins og E1 Salvador og Guatemala. Skilningur Reagan-stjórnar- innar er sá, að þeir skuli ekki njóta réttinda pólitískra flóttamanna, sem sæta ofsóknum harðstjóra sem hún hefur velþóknun á. Annar ráðherra, sem deilt hefur á afstöðu Hæstaréttar, er William E. Bennett mennta- málaráðherra. En nú hefur hann einnig séð ástæðu til að veita Pat Robertson ofanígjöf. Bennett fékk ekki orða bundist, þegar pré- dikarinn staðhæfði að kristnir Bandaríkja- menn væru öðrum þjóðhollari og fjölskyldu- trúari. Framboðstilburðir Pats Robertsons eru til marks um að hann eygir möguleika á því að safna um sig fylgi, sem hreifst með af boð- skap Reagans um afturhvarf til fornra dyggða og þjóðarstolts, en hefur orðið fyrir vonbrigðum með árangurinn. Sömuleiðis er nú að koma á daginn, að Ronald Reagan ætl- ar að skilja eftir sig tóm í forustu fyrir repú- blikönum. Lýðhylli forsetans hefur ekki hrin- ið á neinum samstarfsmanna hans. En víðsvegar um Bandaríkin eru að verki þaulskipulagðir hópar fylgismanna Pats Robertsons, Phyllis Shclafly, Jerry Falwells og annarra slíkra, að móta þjóðlífið eftir sínu höfði með þrýstingi á yfirvöld á hverjum stað. Sérstök áhersla er lögð á að móta kennslu og námsefni í skólum. Nýleg skýrsla samtakanna „People for the American Way", sem berjast gegn ritskoðun og einstefnu, leiðir í ljós að skólayfirvöld sýna vaxandi til- hneigingu til að láta undan kröfum þrýsti- hópanna. Bækur eru fjarlægðar úr skóla- bókasöfnum, námsefni sett á svartan lista. Sögur Williams Faulkners eru dæmdar óhollar skólaæsku Kentucky. Fornaldareðlur má ekki nefna í námsbók í Lousiana, af því það telst stuðningur við kenninguna um þró- un tegundanna. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.