Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURIIMN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson.Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthúrsson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Úskar Guðmundsson. Útlit: Jón Öskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstof ustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ölafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Guðrún Geírsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. Syndaaflausn Það er fátt, sem kemur jafnilli- lega við kaunin á vel höldnum Vest- urlandabúum og fréttamyndir af magamiklum, sveltandi blökku- mönnum í Afríku — þessum lifandi beinagrindum með stóru, brostnu augun. Af og til þrengir þessi óhugnanlega sjón sér inn á hlý og vernduð heimili okkar og það dyn- ur á hljóðhimnunum að við eigum bræður og systur úti í heimi, sem stráfalli í þúsunda tali. Með slíkan fréttaflutning fyrir augum og eyr-. um, getur reynst erfitt að kyngja konfektmolanum með kvöldkaffinu og sektarkennd á við þessar að- staeður greiða leið að okkur. Þessa staðreynd hafa hjálpar- stofnanir um heim allan notfært sér (áranna rás, enda hefur það sýnt sig að fólk er fljótt að seilast (budduna þegar hunguröldur ganga yfir í fjar- lægum heimshlutum. Þetta veitir gefendunum eins konar syndaaf- lausn — þeir hafa lagt sitt af mörk- um og geta sofið rótt ( þeirri full- vissu, að hafa ekki horft aðgerðar- lausir á sveltandi systkini s(n. Matvælaaðstoð og önnur bein hjálp við fjarlægar þjóðir er mjög áþreifanleg og höfðar til almenn- ings á afar áhrifaríkan hátt, eins og t.d. Band-Aid tónleikarnir sanna. Það er auðvelt að sýna fólki fram á hungur og klæðaleysi Afríkubúa. Auðveldara en að auka þekkingu á aðstæðum og staðbundnum vandamálum í fjarlægum heimsálf- um. Þegar fólki eru færðar þján- ingar þúsunda meðbræðra sinna inn á stofugólf, láta viðbrögðin ekki á sér standa. Það er hins vegar spurningin hvort þetta höfðar ekki svo kröftuglega til ávlsanahefta okkar, hinna almennu borgara Vest- urlanda, vegna þess að þaö vekur ánægjutilfinningu okkar sem gef- enda. Við hugsum sem svo, að nú höfum við látið gott af okkur leiða, öndum léttar og fáum okkur ábót á diskinn með góðri samvisku. Það fer kannski minna fyrir þvi að gef- inn sé gaumur að því hvernig þiggj- anda kærleikshjálparinnar reiði af næsta dag eða næsta ár. HP er þeirrar skoðunar að ef eitt- hvert vit á að vera í aðstoð vel- megunarþjóða við þróunarlöndin, hljóti að vera nauðsynlegt að fræða almenning um þessar fjarlægu þjóðir og hvað komi þeim að gagni til langframa. Slíkt fræðslustarf þarfnast hins vegar mikillar vinnu i langan tíma svo það beri jafnríku- legan ávöxt (gjafafé og hinar dæmi- gerðu hungurfréttir, sem hingað til hafa einkennt fjáröflunaraðferðir hjálparstofnana, bæöi hérlendis og erlendis. inn að manna fréttastofu Stöðvar 2 og virðist þetta allþokkalegur hóp- ur. Hins vegar tókst Páli ekki að lokka alla þá til sín, sem hann vildi og meðal þeirra, sem hryggbrutu hann var Guðni Bragason frétta- maður á sjónvarpinu. Annars höf- um við heyrt, að það sé nú orðið hálfgert stöðutákn hjá fjölmiðlafólki að hafa fengið tilboð um vinnu á nýju sjónvarpsstöðinni og ólíkleg- ustu menn farnir að hreykja sér án þess að nokkur hafi talað við þá. .. tilkomu Stöðvar 2 hafa myndbandaleigueigendur bæj- arins sest á rökstóla og pælt í leiðum til að svara harðnandi samkeppni. HP hefur heyrt, að helsta svar myndbandaleiganna verði m.a. að bjóða fólki að gerast áskrifendur uppá 1000 krónur á mánuði og út á þetta gjald geti fólk tekið ótakmark- að af spólum út. Núna kostar leigan á hverri spólu 180 krónur. Þeir sem eru að velta þessu fyrir sér eru m.a. J.B. Myndbönd, sem eiga einar sex myndbandaleigur í Reykjavík... mM ■ æstkomandi mánudag- ur verður síðasti vinnudagur Víöis- bræðranna í Mjóddinni, þeirra Eiríks og Matthíasar Sigurðs- sona. Á þriðjudag verður vöru- talning og á miðvikudag opnar verslunin aftur — sem kaupfélag. Þeir sem áður störfuðu fyrir dug- mikla kaupmenn í einkarekstri verða nú starfsmenn kaupfélagsins í Mjóddinni. Skjótt skipast veður í lofti... Y ■ misleg tiðindi eru úr kjöri Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur til flokksþings. Til dæmis gerðist það að Geir A. Gunnlaugsson, gjald- keri flokksins, fékk ekki nema 36 atkvæði af rúmlega 100 möguleg- um. Þær Ásgerður Bjarnadóttir, Bryndís Schram og Kristín Arn- alds voru allar kosnar, en höfðu áð- ur verið kjörnar fulltrúar Kvenfé- lags Alþýðuflokksins. . . l^5kkert lát er á menningarstarf- semi þeirra Hlaðvarpakvenna þó að misvel hafi gengið að innheimta hlutafé það sem konur út um hvipp- inn og hvappinn eru búnar að skuld- binda sig til að greiða. Enn eru nokkur hundruð þúsund útistand- andi og útlit fyrir að þurfi að fá lög- fróða menn í innheimtuaðgerðirn- ar. Aftur á móti hefur verið talsverð- ur straumur erlendra ferðamanna í Hlaðvarpann í sumar og margir þeirra hafa fest kaup á hlutabréfum sem voru náttúrlega greidd út í hönd. Það er Hlaðvarpakonum jafn- framt nokkur sárabót að nú nýverið fengu þær styrk úr Leiklistarráði, svo og viðurkenningu frá samtök- unum Gamli miðbærinn. { sumar sýndi Alþýðuleikhúsið einþáttung Strindbergs, Hin sterkari, í öðrum myndlistarsal Hlaðvarpans, við góðar undirtektir. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Hún er nú að æfa á vegum Alþýðuleik- hússins nýtt íslenskt verk sem mikil launung ríkir yfir enn sem komið er. Stefnt er að frumsýningu í lok októ- ber í myndlistarsalnum. Hitt þykja e.t.v. merkari tíðindi að Súsanna Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hlaðvarpans, hefur skrifað leikrit fyrir Hlaðvarpaleik- húsið sem nú er verið að æfa undir leikstjórn Helgu Bachmann. Það verður sett upp í kjallaranum þar sem Helga setti upp Reykjavíkur- sögur Ástu í fyrra. Frumsýning verður um miðjan október þannig að eftir mánuð verða tvær leiksýningar gangandi í Hlaðvarpanum. Verk Súsönnu er klukkutíma einþáttungur þar sem greint er frá samskiptum móður og dóttur; móðirin sem leikin er af Guðnýju Helgadóttur er um fimmtugt, en dóttirin í höndum Ragnheiðar Tryggvadóttur er aft- ur á móti komin undir þrítugt. Verk- ið snýst um inntak frelsisins, hvort konan hafi nokkurn tíma fengið frelsi og hvort kvennabaráttan hafi verið háð á réttum nótum. Að mati Súsönnu mun svo ekki vera. Myndlistarsýningar munu hefjast aftur í Hlaðvarpanum 7. nóvember, en þá opnar Guðmundur Björg- vinsson einkasýningu. . . D ílalækkun ríkisstjórnar- innar fyrr á árinu — kjarabót laun- þega — hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá sumum. í fyrstu lækk- uðu bílar verulega, jafnt nýir sem gamlir. Fljótlega varð eftirspurn eft- ir nýjum bílum svo mikii að umboð- in önnuðu því engan veginn að flytja nógu mikið inn. Nýlegir bílar á bílasölum ruku út og eigendur þeirra hækkuðu eðlilega verð sinna bíla — eða slepptu því að lækka þá nokkuð frá því sem var fyrir tolla- lækkun. Engu að síður fóru fjöl- margir út í að kaupa nýja og nýlega bíla — allt í þeirri trú að verðið hefði stórlækkað. Verð á nýlegum bílum hefur því haldist hátt, enn eru bið- listar hjá umboðunum og þess tæp- lega að vænta að grynnki á þeim fyrr en 1987 árgerðirnar koma á markaðinn nú á næstu vikum. Sum- ir spá því að þá verði líka verðhrun á nýlegum, notuðum bílum sem fylgist þá að við árstíðabundna haustlækkun á bílum... o _, _ geiranum er að salan er fullt eins mikil nú eins og hún var dagana fyr- ir verslunarmannahelgi. Því hefur lengi verið trúað að bílasala sumars- ins næði hámarki fyrir þessa mestu ferðahelgi ársins og dytti síðan nið- ur. Að athuguðu máli hafa þessi lög- mál ekki gilt árum saman og ungir bílasalar þekkja þetta aðeins af af- spurn. En goðsagnir úr sölu- mennsku geta verið ærið þrálát- ar... ÍÞRÓTTIR Sá getspakasti úti í kuldanum Stjórn íslenskra getrauna og fram- kvæmdastjóra þess fyrirtækis virð- ist í mun að tryggja það, að getspak- asti íþróttafréttamaður landsins fái ekki að vera þátttakandi í árlegri fjölmiðlakeppni íslenskra getrauna. í vor sigraði Friörik Þór Cuö- mundsson blaðamaður á Alþýðu- blaðinu. Hann skipti um vinnustað og starfar nú á Helgarpóstinum og gerði að hluta til í fyrravetur. Þá voru t.d. íþróttafréttamenn harla óhressir með að Friðrik væri með og báru fyrir sig að Alþýðublaðið sinnti illa umfjöllun um enska knatt- spyrnu. Þrátt fyrir andbyr fór Friðrik með sigur af hólmi og hlaut í verðlaun ferð til Wembley í Lundúnum. Nú hefur Helgarpósturinn óskað eftir því við Birnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Getrauna að HP yrði skráður sem þátttakandi í fjöl- miðlakeppninni. Hún tók því af og frá og vísaði til þess, að stjórn hefði samþykkt að eingöngu dagblöðin fengju þátttökurétt án þess þó að sama stjórn kynnti sér hvort HP ætl- aði að fjalla sérstaklega um ensku knattspyrnuna í vetur. Leikur grun- ur á um, að samtrygging dagblaða- íþróttafréttamanna hafi haft áhrif á niðurstöðu stjórnar. Niðurstaðan er allavega sú, að getspakasti blaðamaðurinn er úti- lokaður úr keppninni — og um ieið aukast líkur hinna íþróttafrétta- mannanna á því að þeir komist á úr- slitaleik á Wembley næsta vor. Þetta breytir því ekki, að Friðrik Þór Guðmundsson, verðlaunahaf- inn frá því í vor, mun spá í HP í vetur. Getraunaseðillinn fyrir komandi helgi lítur svona út: 1 Coventry - Watford 2 Luton - Man. City 3 Man. United - Chelsea I I 1 4 Norwich - Newcastle 5 Nott’m Forest - Arsenal 6 Oxford Utd. - Charlton i i X 7 Q.P.R. - Leicester 8 Sheff. Wed. - West Ham 9 Tottenham - Everton i f * 10 Wimbledon - Southampton 11 Birmingham - Ipswich 12 Sunderland - Stoke 1 ± LAUSNÁ SPILAÞRAUT Það vandamál hefur skapast, að ef austur kemst inn á spaðakóng, þá skipti hann um og spili tígli. Þá minnka möguleikarnir sem við reiknuðum með. Ef þú gengur út frá því að kóngarnir sem vantar, séu skiptir hjá andstæðingunum, þá munu þeir taka með tígulásn- um og vona að spilin liggi 3—3 í spaða, sem jafnvel getur orsakað þvingun. Þá uppgötvum við of seint að spaðinn liggur 4—2 og að austur á báða kóngana sem vant- ar. Til þess að verja tígul-klípuna, verðum við að svína spaðanum „öfugt“. Rétti spilamátinn er að taka tromp og enda í borðinu. Þá er síðasta hjartað trompað heima. Svo spilum við spaða að ásnum og síðan litlum spaða til drottningar- innar. Komi kóngurinn siglandi frá austri, getum við losnað við tap- slaginn í tígli í spaðadrottninguna. Ef spaðadaman verður tekin með kóng vesturs. En ljósi punkturinn er þó alltaf sá, að við þurfum ekki að taka ákvörðun um tígulinn fyrr en við vitum um legu spaðans og hvort við getum losnað við tígul- inn með því að henda honum í spaðann. Þannig voru öll spilin: S A-G-2 H 10-6-3 T D-5 L D-G-9-54 10-9-8-3 Á-K-D-8-5 8-7-2 6 S H T L S H T L D-7-6-4 K-5 G-9-7-2 K-10-9-6-4-3 2 Á-G Á-K-10-8-7-3 Hveragerði 14. ágúst 1986. Nei takk ég er á —^ bílnum ENNTASKOLI ÍSLANDS Sími: 27644 Box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli íslands er fimm ára gömul stofnun, sem yfir 1100 nemendur hafa stundað nám við. Skólinn býður upp á kennslu í teiknun og málun, skrautskrift og barnateikninau og föndri í BREFASKOLAFORMI. Þú færð send verkefni frá okkur og lausnir þínar verða leið- réttar oa sendar þér aftur. Innritun í skólann fer fram fyrstu viku hvers mánaðar. Þeir sem enn hafa ekki beðið um kynningarrit skólans, geta fyllt út nafn og heimilis- fang hér að neðan og sent skólanum eða hringt í síma 27644 milli kl. 14 og 16. (Ath. fastur símatími). Hér er tækifærið sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þess- ar ofannefndu greinar á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. Ég óska eftir að fá sent kynningarrit HMl mér að kostnaöarlausu Nafn...................................... Heimilisfang............................. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.