Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 9
reikninga um einstök verkefni. Slíkt ástand er í raun óþolandi, þegar margir þeirra sem þekkja til starf- semi stofnunarinnar telja að ýmis- legt sé athugavert við fjárreiður hennar og endurskoðandi hefur krafist þess að tekið verði upp eftir- lit til varnar misnotkun, en því ekki verið sinnt. Þegar við bætist, að rök hníga að því að ekki fari nema um 10% af inn- lendu söfnunarfé til þeirra er það var gefið til, er hægt að spyrja sjálf- an sig hverjum Hjálparstofnunin hjálpi. Hjálparstofnun kirkjunnar er sjálfseignarstofnun og því ekki und- ir neinu opinberu eftirliti, eins og fram kemur í viðtali við Baldur Möller, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra, hér á opnunni. Eftirlitið er því eingöngu innanhússmál og í þessu tiifelli virðist það hafa brugð- ist. BALDUR MÖLLER FYRRV. RÁÐUNEYTISSTJÓRI: „ÓTÆKT AÐ EKKI SÉ TIL LÖGGJÖF YFIR SVONA STOFNANIR" Eins og fram kemur hér á opn- unni er Hjálparstofnun kirkjunnar sjálfseignarstofnun, eins og fleiri líknarstofnanir. Til að forvitnast um lagalega stöðu þessara stofn- ana, leitaði HP til Baldurs Möller, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. „Það er engin löggjöf til um þetta efni,“ sagði Baldur. „Sjóða- stofnanir og aðrar slíkar eru byggðar á fornum reglum frá ein- veldistímabilinu og engin lög til um þær. Það eru skipulagsskrár settar fyrir þessar stofnanir að forminu til og þær þurfa staðfest- ingu forsetans, eins og það heitir í dag. Þetta eru í raun tvö hundruð ára gamlar reglur um að stjórn- völd staðfesti stofnanirnar í um- boði þjóðhöfðingja. Reglurnar eru í raun og veru bara afgangur frá fyrri tímum. Það skortir þarna mun nákvæmari reglur og þetta hefur orðið áber- andi vandamál, þegar svona sjóðastofnanir hafa með höndum atvinnustarfsemi í einhverju formi. Ef tekið er dæmi frá seinni tímum, er hægt að benda á sjúkra- stofnanir eins og Bláa bandið, sem var ein fyrsta stofnunin sem byggði á þessum reglum. En það er í raun og veru ótækt eins og komið er, að ekki sé til löggjöf sem nær yfir þessar stofnanir. Slík löggjöf er til undirbúnings í ráðuneytinu, en hún er dálítið flókið mál að vinna. Ég get tekið fram, að það eru ekki nema fáein ár síðan slíkar löggjafir voru settar í Danmörku og Svíþjóð. Ég er ekki viss um að Norðmenn séu enn búnir að setja sér slíka löggjöf. Það er orðið brýnt, að það komi hér einhverskonar löggjafarað- gæslugrundvöllur vegna þess að í gegnum svona stofnanir er oft velt geysilegu fé. Þú nefndir Hjálpar- stofnun kirkjunnar, en það er í raun sammerkt með nær öllum svona stofnunum að þær byggja mikið á fjársöfnunum. Fleiri sams- konar stofnanir má neína.Krabba- meinsfélagið, Hjartavernd, SÁÁ o.s.frv. Við getum öll verið sam- mála um að hér sé um mjög þarfa starfsemi að ræða, en hún er ekki undir neinu opinberu eftirliti sem hægt er að kalla. Það má reyndar spyrja sig hversu langt við getum gengið í því að setja yfir þessar stofnanir eftirlit; vegna mannfæðar værum við að reisa mikla yfirbyggingu. Það er því vandratað á milli, en það er ljóst að það þýðir ekki að gera ekki neitt." flutningur á íslenskum matvörum og fatnaði oft virst tilgangslítill, ef litið er á heildarástandið. Þannig var t.d. farið með um 5 tonn af íslensk- um matvælum til Eþíópíu snemma árs 1985 (og sjónvarpsfréttamenn mættu út á Keflavíkurflugvöll til að fylgja þeim úr hlaði) á sama tíma og önnur Evrópulönd fluttu daglega fleiri hundruð tonn af mat til hung- ursvæðanna og höfnin og flugvöll- urinn í Addis Ababa voru sneisafull af offramleiðslu Vesturlanda. Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. rekstur stofnunarinnar og kostnað, en einungis um 1,5 milljónum kr. (um 3 millj. kr. á núvirði) verið varið í beina neyðar- og þróunaraðstoð. BÍLABRASK, ÍBURÐUR OG STEFNULEYSI HP er kunnugt um að nokkrum af ötulustu starfsmönnum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar hafi ofboðið svo óreiðan og stefnuleysið að þeir hafi gengið þar út í fússi, en hins vegar ekki verið tilbúnir til þess að tjá sig um þessa hluti opinberlega. Fyrir utan hversu erfiðlega geng- ur að fá upplýsingar um hvert ráð- stöfunarféð rennur og hver hin eig- inlega neyðar- og þróunarhjálp er, hefur mörgum sem til þekkja blöskrað aðrir, en ef til vill minni, þættir i starfsemi Hjálparstofnunar- innar. Stofnunin kaupir t.d. og selur bifreiðir á hverju ári og oft fara þannig fleiri en ein bifreið í gegnum bókhald stofnunarinnar, án þess að sýnt sé að Hjálparstofnunin sem slík þurfi yfir höfuð að eiga bifreið. Iburður á skrifstofu stofnunarinnar og hár ferðakostnaður starfsmanna hennar erlendis hefur einnig farið fyrir brjóstið á mörgum, sem telja að stofnun er sinnir kristilegu hjálp- arstarfi eigi síður að berast mikið á. Þessir og aðrir svipaðir þættir í starfseminni hafa verið ræddir með- al þeirra sem gerst þekkja til, en þeir hafa aldrei komið upp á yfirborðið og, samkvæmt heimildum HP, ekki verið teknir fyrir á aðalfundum eða á fundum framkvæmdastjórnar stofnunarinnar. Þeir viðmælendur HP, sem best þekktu til stjórnunar á Hjálparstofn- un kirkjunnar bentu einnig á að stjórn og framkvæmdastjórn virtust lítið velta fyrir sér stefnu stofnunar- innar í þróunaraðstoð. Vildu sumir þeirra jafnvel meina að Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefði í raun litla sem enga afgerandi stefnu í þessu grundvallarverkefni hennar. ÞRÍÞÆTT GAGNRÝNI Tveir fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, Jón Ormur Hall- dórsson og dr. Joakim Fischer, hafa skrifað opinberlega um skoðanir sínar á aðstoð Vesturlanda við Þriðja heiminn. Ekki þarf glöggan mann til að sjá að í þessum greinum er spjótunum beint gegn Hjálpar- stofnuninni, án þess þó að hún sé þar nefnd á nafn. Slíkri gagnrýni á Hjálparstofnun- ina má skipta í þrennt; í fyrsta lagi vegna aðgerða hennar í Þriðja heiminum, í öðru lagi vegna innri starfsemi stofnunarinnar og í Þriðja lagi vegna samskipta við almenning á Islandi. Hjálparstofnun kirkjunnar ein- beitir sér nær eingöngu að neyðar- hjálp. Þótt erfitt sé að skella skolla- eyrum við neyðarkalli eru það göm- ul sannindi, að ef þú gefur hungruð- um manni fisk í dag verður hann svangur aftur á morgun. Ef þú kenn- ir honum hins vegar að veiða, þá verður hann saddur til æviloka. Á grundvelli þessa gamla sannleika hafa flestar vestrænar hjálparstofn- anir lagt höfuðáherslu á þróunar- hjálp, þar sem íbúum Þriðja heims- ins er hjálpað til sjálfsbjargar. Meg- inþunginn í starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur hins vegar verið á að koma matvælum, og þá oftast ís- lenskum fiski eins og t.d. hinum landsfrægu skreiðartöflum, og fatn- aði til hungursvæða. Vegna ein- angrunarstefnu íslensku hjálpar- stofnunarinnar gagnvart systur- stofnunum erlendis hefur þessi AÐ SAFNA MEIRA I DAG EN í GÆR Stærsti hlutinn af starfsemi Hjálp- arstofnunarinnar snýst síðan um safnanir til að fjármagna þessa neyðarhjálp. Hún virðist ekki hafa neina stefnu í þróunarmálum, aðra en hlýða kalli þegar það berst. Því er einungis litlu broti af fjármagni hennar varið til verkefna sem geta aðstoðað íbúa Þriðja heimsins til sjálfsbjargar. Stofnunin virðist einn- ig veigra sér um of við að taka póli- tískar ákvarðanir og hefur því t.d. lent í því að dreifa matvælum á svæðum í Eþíópíu, þar sem fólk var flutt nauðugt, og því í raun ýtt undir þessa nauðungarflutninga í stað þess að berjast gegn þeim. Einnig hefur stofnunin verið gagnrýnd fyr- ir of mikla einangrunarstefnu gagn- vart samskonar stofnunum erlendis og því misst af tækifærum til að dreifa kostnaði við undirbúning og eftirlit með þróunarverkefnum. Reyndar sögðu nokkrir af viðmæl- endum HP, sem þekktu til innviða Hjálparstofnunarinnar, að viljinn til að safna meira í dag en í gær væri helsta driffjöðurin í starfinu. Þá hefur Hjálparstofnunin verið gagnrýnd fyrir hvernig hún kynnir Þriðja heiminn fyrir íslenskum al- menningi. Aðaláherslan er lögð á fréttir og myndir frá hungursvæðinu — sérstaklega þegar safnanir standa fyrir dyrum. Síðan er gefið í skyn að íslenskur fiskur og íslenskar lopa- peysur geti leyst þau vandamál, sem greint er frá. Þetta þykir mörgum mikil synd, þar sem eitt stærsta hlut- verk þróunarhjálpar er að eyða for- dómum og skapa traust á milli þeirra sem byggja norðurhvelið og þeirra, sem byggja það syðra. Það þarf tæpast að efa að íslensku þjóð- inni er treystandi til þess að bregð- ast við rökum engu síður en mynd- um af sveltandi fólki. EKKERT OPINBERT EFTIRLIT Hér að framan hefur verið greint frá litlum hluta þeirrar gagnrýni á Hjálparstofnun kirkjunnar og vest- rænt hjálparstarf yfirleitt, sem birst hefur hérlendis og erlendis og herma má upp á íslensku hjálpar- stofnunina. Það eru skiptar skoðan- ir um þessi mál og hart deilt á al- þjóðlegum vettvangi um stefnu- mörkun í þróunaraðstoð. Kannski snýst gagnrýnin á Hjálparstofnun- ina þvi einna helst um það að taka ekki þátt í þessum skoðanaskiptum af fullum krafti og koma þessari um- ræðu ekki fyrir almenningssjónir á íslandi. Hvort sem þessi gagnrýni er rétt- mæt eða ekki er ljóst, að mikið vantar á að Hjálparstofnunin standi þannig að upplýsingum um starf- semi sína til þeirra sem gefa til hennar fé að fullnægjandi þyki. Kynningin á starfseminni er oft lituð af komandi söfnunum og eftir reynslu HP að dæma, ætlar stofnun- •in ekki að gefa út sundurliðaða Baldur Möller. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.