Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 20
s ^^^iðasta timarit Þjóðlífs fór í taugarnar á mörgum vinstri mönn- um vegna viðtals við Guðmund J. Guðmundsson. Engu að síður virð- ist það hafa verið gott sölumál, því Þjóðlíf er uppselt víða í söluturnum. Tímaritið hefur nýverið ráðið sér nýjan markaðsstjóra. Sú heitir Sig- ríður Pétursdóttir og hefur komið nálægt slíkum störfum áður. . . |f Ni^^jördæmisþing Alþýðu- flokksins verður haldið nú um helg- ina. Þar í kjördæminu eru menn að sjálfsögðu farnir að velta fyrir sér framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Eiður Guðna- son er sagður svo þrjóskur að ekki einu sinni vígreifustu uppstokkun- arkratar létu sér koma til hugar að reyna að fá hann til að skipta um kjördæmi. Hins vegar velta menn vöngum yfir því hver muni skipa annað sæti framboðslistans. í síð- ustu kosningum skipaði Guðmund- ur Vésteinsson á Akranesi þetta sæti, en honum var hafnað með miklu braki í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnakosningar, þannig að ekki er gert ráð fyrir honum í slag- inn. A hinn bóginn er kominn nýr maður til sögunnar í kjördæminu, maður sem vann mikinn kosninga- sigur í Borgarnesi í vor. Sá heitir Eyjólfur Torfi Finnsson og var einu sinni formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Grundarfirði... l friðlandi Vestfjarða — og lands- manna allra — í Vatnsfirði á Barðaströnd, þar sem sauðkindin ein á öruggt griðland, stendur sum- arbústaður — afgirtur og glæsilegur. Bústaður þessi var reistur fyrir tólf árum vegna þjóðhátíðar Vestfirð- inga 1974. Að lokinni hátíðinni var hann auglýstur til sölu og gert ráð fyrir að hann yrði fluttur á brott. Það hefur hins vegar ekki gerst. Hann var seldur Ragnari Guð- mundssyni, bónda á Brjánslæk, fyrir smámuni árið 1982. Sá sýslu- maður um söluna skv. umboði. Ragnar bóndi hefur, eins og áður sagði, girt bústað sinn af og hyggst hvergi fara, náttúruverndarmönn- um til mikillar hrellingar.. . rir nýir leikarar 'koma í stað annarra fjögurra í söngleiknum Land míns föður sem endursýnt verður 5. október og ku víst hafa Kennsla hefst 2. október. & Byijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. Innrítun í síma 72154 ki 11-19. Kermslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DAKCING RCJSSIAN METHOD Einnig býður skólinn upp á kenrtslu í spænskum dönsum: FLAMENCO, JOTA, SEVILLAHAS o.fl. Félag íslenskra listdansara. SKÚLAGÖTU 32-34 <><►<► BAUKURINN, KJÖRBÓKIN OG LANDSBANKiNN HJÁLPA ÞÉR AÐNÁENDUM SAMAN Þegar lítið fólk ræðst í stórar fjárfestingar er gott að minnast þess að margt smátt gerir eitt stórt. Smámynt sem safnað er í sparibauk og síðan lögð á Kjörbók stækkar og ávaxt- ast hraðar en þig grunar. Bangsa baukurinn fæst í öllum sparisjóðsdeildum Lands- bankans. Þegar spariféð úr honum er lagt inn er Kjörbók- in vísasta leiðin að settu marki. Barnið, baukurinn og bankinn leggjast á eitt; tölurnar hækka og að lokum ná endar saman. Kennum börnunum okkar að spara peninga og ávaxta þá, það er gott veganesti og gagnlegt. Jgr Landsbanki BL íslands ffiSLÆm Banki allra landsmanna f 100 ár 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.