Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 31
LISTAPOSTURI Verk Ragnars Arnalds, Uppreisn á ísafirði, frumsýnt: „Sterk samtímaleg skírskotun“ — segir Randver Þorláksson sem fer með aðalhlutverkið „Mér finnst ég ekkert vera að leika niður fyrir mig. Mér finnst ég alltaf vera tuttugu og fimm," segir Randver Þorláksson, sem reyndar er ekki nema þrjátíu og sex. Þann 17. júní 1892, á afmœlisdegi Jóns forseta sem þá var látinn, sat Skúli Thoroddsen sýslumadur í stofu sinni á ísafiröi, áreiöanlega ad drekka full látins leidtoga ásamt vinum sínum, þegar póstskipid Lára flautar og á land stígur Lárus Bjarnason málafœrslumadur med konunglegt erindisbréfí höndunum, gerður út af örkinni af Magnúsi Stephensen landshöfðingja til að rannsaka mál Skúla sem grunaður var um embœttismisferli. Út af þessu spunnust ,,Skúlamálirí' svo- kölluðu sem jafnframt eru megin- uppistaða leikrits Ragnars Arnalds, Uppreisnin á ísafirði, sem Þjóðleik- húsið frumsýnir nk. föstudagskvöld. Undir lok seinustu aldar eru fylg- ismenn lýðræðis og þingræðis víða í norðanverðri Evrópu að berjast Ásta framlengir Mikil aðsókn hefur verið að sýn- ingu Ástu Ólafsdóttur í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg 3b. Því var ákveðið að framlengja hana um eina viku. Sýningin er opin frá 16—20 virka daga og lýkur næstkomandi laugar- dag 27. september og er þá opin frá 14—20. Á sýningu Ástu eru mál- verk, skúlptúr, hljóðinnsetning, myndbönd og fleira sem gestir geta skoðað og hugleitt. við seinustu leifar einræðistímans, einnig í Danmörku og á Islandi. Og Ragnari Arnalds sýndist að einmitt í helstu þátttakendum „Skúlamál- anná' slægi saman gömlum og nýj- um tíma með óvenjulega skýrum hætti og hann fékk áhuga á að lýsa því þegar þessum fylkingum lýstur saman hér norður á hjara veraldar. En til þess að svo mætti verða var óhjákvæmilegt að leiða fram mik- inn fjölda persóna enda koma fram nálægt fimmtíu persónur í þessari uppfærslu Þjóðleikhússins. Þar af á um helmingur fyrirmyndir í veru- leikanum. En af sjálfu leiðir að leik- rit er aldrei sagnfræði og því eru leikatriði verksins fráleitt endur- sögn á sögulegum staðreyndum, hvorki atvik né orðaskipti. Hlutverk höfundar er að geta í eyðurnar og færa söguna í nothæfan búning þar sem lögmál leiksins situr þó ævin- lega í fyrirrúmi. Því verður til ný atburðarás út frá hinni sagnfræðilegu, og persónur sem kannski bera nöfn sögufrægra persóna, eiga stundum fátt sameig- inlegt með fyrirmynd sinni annað en nafnið og verða fulltrúar fyrir annað og meira en sjálfar sig eins og almennt gildir um uppdigtaðar per- sónur. Skúli Thoroddsen (1859—1916), sá sem varð fyrir þeim pólitísku of- sóknum sem Ragnar Arnalds spinn- ur verk sitt út frá, var einn kunnasti stjórnmálamaður landsins á sinni tíð og sat á Alþingi í aldarfjórðung. Hann var sýslumaður á ísafirði í 8 ár, en eftir að honum var vikið úr embætti, stjórnaði hann kaupfélagi á staðnum, rak eigin verslun og hélt áfram ritstjórn Þjóðviljans, sem hann hóf að gefa út 1886. Hann var giftur Theodóru sem síðar varð þjóðkunn fyrir þulur sínar, kvæði og smásögur. I Uppreisn á Isafirði fer Kjartan Bjargmundsson með hlut- verk Skúla, en Lilja Þórisdóttir með hlutverk Theodóru. En með stærsta hlutverkið í leikn- um , hlutverk Lárusar Bjarnasonar málafærslumanns, fer Randver Þor- láksson. Þegar þessir atburðir ger- ast, var Lárus 25 ára gamall, nýút- skrifaður lögfræðingur, en síðar átti það fyrir honum að liggja að verða landskunnur stjórnmálamaður, seinast rektor og hæstaréttardóm- ari. HP spjallaði við Randver sem fer nú með eitt stærsta hlutverk sitt á fjölum Þjóðleikhússins til þessa og spurði hann fyrst í smá stríðni hvort honum þætti erfitt að „leika svona niður fyrir sig“, en Randver er 36 ára og því ellefu ára aldursmunur á hon- um og Lárusi. En mörgum er sjálf- sagt minnisstætt þegar Randver lék býsna langt niður fyrir sig, eða sjö ára snáða í Óvitum Guðrúnar Helgadóttur um árið. „Nei, blessuð vertu, þetta er eng- inn aldursmunur," svaraði Randver hlæjandi. „Það er ekki svo margt sem gerist á þessum ellefu árum í lífi manns. Mér finnst ég að minnsta kosti alltaf vera tuttugu og fimm. Þar við bætist að eftir myndum að dæma þá voru þessir aldamótakarl- ar miklu ellilegri en gengur og ger- ist með jafnaldra þeirra í dag. Þá hefur þessi dýrkun á æsku og ung- legu útliti sem nú er sjálfsögð ekki verið komin í tísku." Aðspurður hvort persóna hans sjálfs ætti eitthvað sameiginlegt með persónu Lárusar svaraði Rand- ver að um það væri erfitt að dæma, því hann vissi harla fátt um per- sónuleika Lárusar og daglega háttu. „Ég hef aðeins séð eina beina útlits- lýsingu á honum. Þá er hann sagður halla undir flatt við komuna til Isa- fjarðar. Og hvað túlkunina varðar þá gengur það heldur ekki að herma nákvæmlega eftir persón- unni sem maður leikur, jafnvel þótt hún sé söguleg og ýmislegt sé um hana vitað." Þá taldi Randver Þorláksson að Uppreisn á ísafirði hefði mikið gildi, og þá einkum sagnfræðilegt og póli- tískt. Hann segist sannfærður um að þó að Ragnar Arnalds væri að skrifa um póiitík síðasta áratugar 19. aldar hljóti hann að taka mið af stjórnmál- um dagsins í dag. „í verkinu takast á öndverð öfl sem auðvitað eru við lýði enn þann dag í dag. Ég tel að þetta verk hafi sterka samtímalega skírskotun," sagði Randver. Það er Brynja Benediktsdóttir sem leikstýrir Úppreisn á ísafirði, með Guðjón Pedersen sér til aðstoð- ar. Páll Ragnarsson sér um lýsingu en Sigurjón Jóhannsson um leik- mynd og búninga. Frumsýning er sem fyrr segir nk. föstudagskvöld, 26. sept., kl. 20. -JS „Vor.andi verður Fröken Emelía einn af föstu punktunum f Iffi lausráðins leikhús- fólks þegar fram líða stundir," segir Guð- jón Ftedersen, einn af stofnendum nýja atvinnuleikhússins. Fröken Emelía hitar sig upp Lausráðið leikhúsfólk býr við mik- ið starfsóöryggi. Veturinn samfellt púsluspil, oft erfitt að velja og hafna verkefnum til að dæmið gangi upp og færri fá verkefni en vilja hjá at- vinnuleikhúsunum. Því hafa at- vinnuleikarar sýnt talsvert frum- kvæði í því undanfarin ár að skapa sér fastan starfsvettvang fyrir utan stofnanaleikhúsin sem ekki rúma alla. Og nú er Guðjón Pedersen, alias Gíó, í startholunum með eitt slíkt ásamt öðrum, þótt enn séu ýmsir þræðir á huldu varðandi starf- semina og þá einkum eilífðar vandamál íslensks leikhússfólks, nefnilega húsnæði. En Guðjón er bjartsýnn. „Við ætlum að kalla leikhúsið Frú Emelíu og vonandi verður það einn af föstu punktunum í lífi lausráðins ieikhússfólks þegar fram líða stund- ir,“ sagði hann í samtali við HP. „Af þeim sem eru í kompaníi með mér má nefna leikarana Ellert Ingi- mundarson, Bryndísi Petru Braga- dóttur og Þór Tulinius, svo og Haf- liða Arngrímsson leikhúsfræðing. Við höfum síðan sáð mörgum fræj- um hér og hvar og þau eru um það bil að skjóta rótum þessa dagana." Fyrsta viðfangsefni Frú Emelíu verður leikritið Mersedez eftir þýska höfundinn Thomas Brass. Það er Hafliði sem þýðir verkið en Guðjón leikstýrir. Æfingar hefjast um næstu mánaðamót og stefnt er að frum- sýningu um miðjan nóvember. Þetta er jafnframt fyrsta verkið sem Guð- jón leikstýrir hjá atvinnuleikhúsi, en hann hefur oft sett upp hjá áhugamannaleikfélögum, svo og Svörtu og sykurlausu. Þá hefur hann verið aðstoðarleikstjóri í tveimur uppsetningum á sviði Þjóð- leikhússins, Villihunangi eftir Tsjekov og svo núna í Uppreisninni á lsafirði eftir Ragnar Árnalds sem verður frumsýnt nk. föstudag. -JS BÓKMENNTIR Þeir kunna að vanda sig SKAGFIRDINGABÓK. RIT SÖGUFÉLAGS SKAGFIRÐINGA. XV (1986). Ritstjórn: Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll Isaksson, Sölvi Sveinsson. Skagfirðingabók er ekki beinlínis kölluð ársrit, en þó lætur nærri að hún hafi verið ár- viss hin síðari ár, og er heil bók í rauninni hvert hefti; þetta er t.d. yfir 220 síður. Sögu- félag Skagfirðinga hefur staðið að útgáfunni af miklum myndarbrag. Ritstjórnin hefur á seinni árum færst í hendur yngri manna, ekki þó þannig að mannaskipti séu þar óheppilega ör, og er ritstjórnarverkið ber- sýnilega unnið af elju og kunnáttu. Greinar eru búnar til prentunar á samræmdan og vandaðan hátt — sjálfsagt af höfundum oftast nær, en samræmið sýnir að ritstjórnin er til- búin að lagfæra þegar þarf. Talsvert er lagt í myndskreytingu. Prófarkir eru vandlega lesnar. Missagnir eru skipulega leiðréttar í þriðja hverju hefti; þannig eru hér tíu leið- réttingar við síðustu hefti. Skrár um manna- nöfn og staðanöfn birtast einnig á þriggja hefta fresti, og fylla þær hér 45 tvídálka síð- ur, þéttprentaðar. Lauslegur samanburður, einungis við þetta hefti, bendir til að skrárn- ar séu mjög rækilega samdar og réttar; milli- vísanir eru einkar vandaðar. Það þarf að vera gott og merkilegt efni sem verðskuldar svo vandaða ritstjórn og út- gáfu. Og efnisval Skagfirðingabókar uppfyll- ir nokkuð vel þær kröfur sem gera má til héraðssögurits: Það þarf að vera sæmilega fjölbreytt, einstakar greinar ekki ofurlangar, fræðilegur veigur í helstu greinunum, hluti efnisins áhugaverður fyrir utanfélagsmenn líka. Skagfirðingabók flytur að þessu sinni níu greinar eða þætti, auk leiðréttinga og nafna- skráa, og skal hér drepið á hinar lengri. Langrnesta grein heftisins, nær 60 síður, er „Af Solveigu og séra Oddi“ eftir ritstjórnar- manninn Sölva Sveinsson. Hann greinir frá hvarfi séra Odds frá Miklabæ og afturgöngu Miklabæjar-Solveigar, rekur mjög vandlega allar sannsögulegar heimildir um þau hjóna- leysin, einnig síðari frásagnir í þjóðsögum og skáldskap. Um þetta er að vísu mikið áður ritað, en þá er einmitt gagnlegt að fá alla þræði dregna saman eins og Sölvi gerir hér. Raunar er ekki hægt að segja að málið gangi upp eins og leynilögreglusaga; nokkur dul er enn um atvik, þannig að Sölvi eyðileggur ekki alveg draugasöguna. Hann ritar vel og rökvíslega og birtir mikið orðrétt úr heimild- um. Annar ritnefndarmaður, Sigurjón Páll ísaksson, ritar styttri grein: „Gömul heimild um Hraunþúfuklaustur", þar sem einnig er stillt saman heimildum um óleyst vandamál, þ.e.a.s. staðinn Hraunþúfuklaustur í Vestur- dal, hvað það hafi eiginlega verið og hvenær. Áherslan er hér á heimildum, einkum bréf- kafla einum frá 18. öld, sem komið hafa í leit- irnar síðan síðast var ritað yfirlit um þetta efni. Enn er ritstjóri að verki, Hjalti Pálsson, sem skráir, aðallega eftir frásögn Tryggva Guðlaugssonar og þó með stuðningi af dómsskjölum, þáttinn „Landabrugg á bann- árunum". Hygg ég hann sé einna fróðlegust lesning í heftinu, þeim sem ekki eru mjög sögulega sinnaðir. Heimildarmaður var sjálf- ur margdæmdur bruggari, raunar ekki stór- tækur. Frásögn hans bregður skýrri birtu á tvöfeldni þá og sýndarmennsku sem gerði bannlögin og framkvæmd þeirra að skrípa- leik. Það er m.a. fróðlegt hvernig pólitík kem- ur inn í frásögnina. Af sveitungum bruggar- ans voru þeir helst iðju hans andvígir sem fylgdu öndverðum stjórnmálaflokki. Hins vegar þurfti hann aldrei að greiða sektirnar þrjár: hann gerði orð dómsmálaráðherran- um, flokksbróður sínum, að sér kæmi það illa, og voru þær strikaðar út. (Þó ekki fyrr en eftir Helga Skúla Kjartansson ráðherra hafði loforð hans fyrir því að nú væri hann hættur.) Hannes skáld Pétursson, sem löngum hef- ur verið Skagfirðingabók innan handar, ritar hér af alkunnri íþrótt um „Slysför undan Flatatungu", banaslys í kláfferju árið 1929. Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum ritar æviþátt af Lilju Sigurðardóttur í Ásgarði og gerir það vel og skilmerkilega. Lilja hefur verið sérkennileg og stórbrotin hæfileika- kona, og fer vel á að skipa þætti af henni fremst í heftið. Þá er af hinum lengri greinum aðeins ónefnd „Samgöngur á sjó við Haganesvík á 20. öld" eftir Guðmund Sæmundsson frá Neðra-Hauganesi. Er það stutt og greinar- gott yfirlit um tilhögun siglinga á Haganes- vík og fjölda skipa og skipaútgerða sem þar koma við sögu. Ékki líflegt efni í sjálfu sér, en þar sem svifgrúm gefst til, svo sem í upphafi greinarinnar, sýnir Guðmundur sig prýði- lega ritfæran: „Þannig tengdi póstbáturinn saman um sex til sjö áratugi hinar dreifðu byggðir þessa hrikalega landshluta, þar sem vík skilur vini og fjörður frændur, en illfærir fjallshryggir bönnuðu samgöngur á landi mikinn hluta ársins fram um miðja þessa öld.“ HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.