Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 18
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart Þegar ég gekk upp tröppur glœsilegs húss í Vogunum fyrir skemmstu, vissi ég ekkert hvað biði mín handan við hurðina. Þetta var heimili manns, sem langflestir vita hver er — en vita þó ekki hver er. Það er að segja: við þekkj- um hann ísjón, en vitum fœstnokkuð um hann annað en það, að maðurinn stendur nœr dauðanum en flestir aðrir hér á landi. Hann er daglega í návígi við það, sem við hin óttumst mest og neitum í lengstu lög að horfast í augu við. Maðurinn heitir Davíð Ósvaldsson. Hann er útfararstjóri — tók við afföð- ur sínum, sem á sínum tíma hafði tekið við af föður sínum. Útfararstjóri í þriðja lið í karllegg hjá Líkkistuvinnu Eyvinds Árnasonar — einu elsta fjöl- skyldufyrirtœki í Reykjavík. Þetta var það eina sem ég, eins og svo margir aðrir, vissi um manninn. Þó hafði égséð hann í hverri einustu jarðarför, sem ég hafði farið í um œvina. LANGAÐI AÐ LÆRA AÐ FUÚGA Hið óvænta tók við um leið og dyrnar lukust upp fyrir tilverknað dyrasímahnapps á efri hæð- inni. Fyrir innan var ekki nokkur lifandi vera, en ég gekk hins vegar beint á .... barnavagn. Og uppi á stigabrúninni mátti heyra barnahjal og glaðlega kvenmannsrödd, sem bauð mig vel- komna. Þarna stóð þá húsmóðirin, Guðný Helgadóttir, með einkasoninn og hinn raunveru- lega húsbónda heimilisins, átta mánaða mynd- arpilt. Þetta var einkabarnið á bænum, hann Oswaldur, sem átti eftir að vera viðstaddur við- talið til enda og stela senunni ótal sinnum frá föðurnum, sem þó var meiningin að væri í aðal- hlutverkinu. _ Bakvið konuna og barnið birtist síðan Davíð Ósvaldsson, útfararstjóri, og þá lá við að ég sneri við og bæði afsökunar á ónæðinu. Ég hélt nefni- lega að ég hefði farið húsavillt. Þessi strákslegi, ljóshærði maður gat ekki verið útfararstjórinn, sem gengur svo alvarlegur í bragði á undan syrgjandi líkfylgdum. Þessi unglegi fjölskyldu- faðir í Vogunum var gjörólíkur kjólfataklædda manninum — næstum eins og af annarri kyn- slóð. En mikið rétt — ég var á réttum stað. Og þegar við höfðum komið okkur fyrir í stórri og bjartri stofunni, öll fjögur, spurði ég Davíð hvernig stæði á því að hann hefði gerst útfararstjóri. Var kannski gengið út frá því alla tíð að hann fylgdi í fótspor feðranna? „Nei, blessuð vertu. Ég ætlaði mér aldrei að fara út í þetta og sór að málin skyldu ekki þróast þannig hjá mér, eins og pabba. Hann hafði nefni- lega aldrei ætlað að taka við af föður sínum heldur, en svo æxlaðist þetta bara svona. Þetta fór hins vegar á sama veg hvað mig varðar. Pabbi dó þegar ég var rétt rúmlega tví- tugur og ég tók við útfararþjónustunni til bráða- birgða, en síðan eru liðnir meira en tveir áratug- ir.“ — Hvers vegna var þad þér á móti skapi ad feta í fótspor födur þíns og afa? „Það kom nú margt til, sem erfitt er að rekja í smáatriðum. Þó held ég að einn ákveðinn at- burður hafi haft þar mikið að segja. Hann átti sér stað þegar ég var svona 18 eða 19 ára. Þá þurfti ég að fara með föður mínum að ná í lík unglingspilts, sem hafði orðið undir dráttarvél. Aðkoman var svo óhugnanleg, að ég var lengi að ná mér á eftir. Þessi atburður varð meðal annars til þess að ég ákvað að leggja eitthvað annað fyrir mig.“ — Hvaö langaöi þig til aö gera meö lífiö? „Helst hefði ég viljað læra flug, því ég er af- skaplega mikill áhugamaður um þá íþrótt. Ég er hins vegar með svo lélega sjón, að flugnám kom aldrei til greina. Því var nú verr. En ég fór í Sam- vinnuskólann og vann um nokkurra mánaða skeið hjá Bifreiöum og landbúnaöarvélum, áður en vinnan við útfararþjónustuna tók alfarið við. Allan tímann var ég samt á þönum í kringum starf föður míns, bæði í frístundum og þegar ég gat fengið mig lausan úr vinnu." — Vildi pabbi þinn ad þú tœkir viö af sér? „Veistu, ég hef nú bara aldrei hugleitt það. Ég hreinlega veit það ekki.“ MIKLAR BREYTINGAR EFTIR STRÍÐ — Þú hefur greinilega veriö viöloöandi þessa atvinnugrein frá því aö þú manst eftir þér. Hef- ur starfiö breysi mikiö á þeim tíma? „Já, töluvert. Nú er t.d. yfirieitt ekki náð í lík manna í heimahús eins og áður var, heldur för- um við oftast á sjúkrahúsin í þeim erindum, því yfirgnæfandi meirihluti fólks deyr á sjúkrastofn- unum. Húskveðjur hafa líka lagst af. Það varð svona upp úr 1950 og við það breyttist starf útfarar- stjórans heilmikið. Húskveðjurnar fóru fram sama dag og jarðarfarirnar, en þetta voru bæna- stundir á heimili hins iátna. Éins og þú getur ímyndað þér, voru heimahús manna ekki alltaf vel til þess fallin að hýsa þessar athafnir. Húsa- kynnin voru oft svo þröng að erfitt var að at- hafna sig þar með kistur. Það þurfti jafnvel að taka úr glugga til þess að þetta tækist. Oft þurft- um við að halda á kistunni niður þrönga, bratta stiga og jafnframt að gæta þess að blóm og kransar dyttu ekki af kistunni. Eftir jarðarfarirnar var síðan iðulega athöfn úti í kirkjugarði, með sálmasöng og bænum, svo þú sérð að þetta er allt orðið mun einfaldara í sniðum núna. Stríðið rak endahnútinn á þessar breytingar. Það var líka upp úr stríðinu, eða árið 1948, sem bálfarir voru teknar upp hérlendis. Menn eins og dr. Gunnlaugur Claessen og Sveinn Björnsson, forseti, beittu sér fyrir stofn- un Bálfarafélags íslands árið 1930 og á tímabili voru lík send til Skotlands til brennslu. Þau voru þá höfð í sérstökum kössum, sem hannaðir voru með þennan flutning í huga, en þetta var auðvit- að aflagt um leið og bálstofan í Fossvoginum tók til starfa. Bálfarafélagið tók m.a. þátt í kostnað- inum við byggingu bálstofunnar. Þetta voru af- skaplega framsýnir menn, sem að þessu stóðu." — Hver var svo fyrsti íslendingurinn, sem brenndur var hérlendis? „Það hittist nú þannig á, að það var dr. Gunn- laugur Claessen, sem einmitt hafði unnið sem dyggilegast að þessu og skrifað margar blaða- greinar um málið." VINSTRIMAÐUR JARÐAÐUR í RAUÐRI KISTU — Hvaö gerir útfararstjóri nákvœmlega? „Ég hjálpa fólki einfaldlega með allt, sem það þarfnast aðstoðar við eftir lát ættingja eða vinar. Það hringir í mig jafnt á nóttu sem degi og ég reyni að leiðbeina því eftir bestu getu. A smíða- stofunni eru kisturnar smíðaðar, ég færi líkið í líkklæðin ef þess er óskað og kem því fyrir í kist- unni. Síðan er ég náttúrulega viðstaddur athöfn- ina — allt fram til þess að kistan fer ofan í mold- ina.“ — Er hœgt aö velja um margar geröir af kist- um — mismunandi fóöur, viöartegundir eöa slíkt?' „Kisturnar eru allar eins, aðeins misstórar. Hins vegar er hægt að fá þær í hvaða lit sem er, þó fólk athugi það oft ekki. Ég man t.d. eftir manni, sem jarðaður var í dumbrauðri kistu. Það var táknrænt fyrir stjórnmálaskoðanir hans. Einnig kom eitt sinn til mín maður og bað um að þau hjónin yrðu jarðsett í svörtum kistum þegar þar að kæmi. Þau höfðu séð þetta á ferða- lagi erlendis og orðið svo hrifin af þessu." — Kemur fólk mikiö til þín í lifanda lífi meö fyrirmœli varöandi útförina? „Það er afskaplega sjaldgæft. Fólk hugsar helst ekki um dauðann, ef það getur bægt hugsuninni frá sér. Gamalt fólk er þó oft búið að gera ákveðnar ráðstafanir, jafnvel skrifa lista yfir eignir sínar og nöfn þeirra ættingja, sem þær eiga að fá. Einnig lætur fóik oft eftir sig fyrir- mæli um hvernig það óskar að staðið sé að útför- inni, hvaða sálma eigi að syngja og annað þess háttar. Það er oftast fullorðna fólkið, sem er svona forsjált því dauðinn er því nálægari. Þó eru þeir einnig til, sem hreinlega geta ekki dáið, því þeir eru svo hræddir við dauðann!" — Hefur fólk einhverjar sérþarfir hvaö varöar útfarir? „Ja, það eru oft ýmsir smáhlutir settir í kist- una, t.d. hárlokkur eða annað, sem hafði til- finningalega þýðingu fyrir hinn látna. Áður fyrr var líka alltaf sett sálmabók eða eintak af Passíu- sálmunum í kisturnar, en það er ekki jafnal- gengt lengur." — Fara allir eins klœddir í kistuna, Davíö? „Flestir fara í venjulegum líkklæðum, já. Það kemur hins vegar fyrir að gamalt fólk sé búið að taka til sérstaka náttkjóla, og jafnvel sængurföt, sem það vill láta jarðsetja sig í. Svo eru einstaka tilvik þegar beðið er um að fólk sé jarðað í fatn- aði, sem á einhvern hátt er táknrænn fyrir það.“ — Hafa útfararstjórar í hinum ýmsu löndum samband sín á milli?" „Vissulega. Það eru t.d. gefin út tímarit innan þessarar starfsgreinar. Við fáum líka heimsóknir útlendinga hingað. í fyrra voru t.d. staddir hér um það bil tuttugu Austurríkismenn, sem starfa við útfararstofn- anir þar í landi. Þeir urðu verulega hissa á því hve þéttskipaðar kirkjurnar voru hér á landi við útfarir. Þetta fannst þeim merkilegt og áttu því ekki að venjast frá heimalandi sínu. Einnig voru þeir undrandi á því hve vel hirt leiðin voru í kirkjugörðunum, löngu eftir dauða fólksins." RAKST Á EIGINKONUNA í SNJÓSKAFLI — En svo viö víkjum aö persónulegri málum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.