Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 13
Ef þú hefur yfirdráttarheimild hjá Spron ... eru óvænt útgiöld ekkert stórmál! l HP í liðinni viku vorum við að velta fyrir okkur því hvort útflutn- ingur á Svala gæti verið niður- greiddur. Ástæðan var sú. að tíð- indamaður okkar í Lundúnum komst að því að þessi svaladrykkur væri mun ódýrari þar ytra en heima á Fróni. Nú getum við upplýst, að út- flutningur Davíðs Schevings Thorsteinssonar er ekki niður- greiddur. Skýringarnar á „útlenda verðinu" eru fólgnar í margannál- uðu verðmyndunarkerfi Alþingis og hins opinbera. Við útflutning á Svala gerist nefnilega eftirfarandi: 1. Framleiðandi fær endurgreiddan toil af innfluttu hráefni; 2. Hann fær endurgreiddan uppsafnaðan sölu- skatt; 3. Á Bretlandseyjum þarf ekki að greiða vörugjaldið og í 4. lagi er söluskattur 70% hærri á íslandi en á Bretlandi. Þá mun álagning á Sval- ann á Bretlandi vera minni þessar vikurnar á meðan unnið er að kynn- ingu vörunnar á nýjum markaði. Davíð Scheving sagði við HP, að hægt væri að lækka verðið á Sval- anum um heiming hérlendis, ef búið væri við sömu skilyrði og á Eng- landi. í fyrra greiddi fyrirtæki Davíðs 40 milljónir króna í opinber gjöld af Svala, sem er u.þ.b. ‘h af heildarinnkomunni af þessari vöru. Þetta voru samanburðarfræði um íslenskan iðnvarning á innlendum og erlendum markaði. .. Ítokksstjórn Alþýðuflokksins kom saman á þriðjudaginn var. Til- efnið var að undirbúa flokksþing- ið á Hótel Örk. Á sjötugasta afmæl- isári flokksins. Átti á fundinum að undirbúa mál þau sem rædd verða á þinginu og stilla upp frummælend- um vegna almennra umræðna um hin margvíslegustu efni. Til fundar- ins mættu 15 flokksstjórnarfull- trúar, auk formanns flokksins. Samtals sextán manns. Gekk fund- urinn vel fyrir sig. Kom fram að þeg- ar væru um 400 manns búnir að skrá sig til flokksþings. Er það von al- þýðuflokksmanna, að þátttaka verði í samræmi við þátttökutil- kynningar og ekki í samræmi við áhuga manna á starfi flokksstjórn- Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis tók upp þá nýbreytni fyrir tveimur árum að bjóða yfirdráttar- heimild á tékkareikning- um, allt að 10.000 krónur. Þetta mæltist vel fyrir. Áskilið er þó að viðskiptin við sparisjóðinn hafi verið stöðug, traust, án van- rækslu eða vanskila. Þar sem sparisjóðurinn hefur alltaf lagt áherslu á góða þjónustu hefur yfir- dráttarheimildin verið hækkuð um helming í 20.000 kr. Þannig vill sparisjóðurinn veita við- skiptavinum sínum aðgang að varasjóði ef óvænt útgjöld bera að. Sækja þarf um nýja og breytta yfirdráttarheimild í sparisjóðnum og nýir viðskiptavinir fá hana samþykkta þegar þeir geta sýnt fram á föst launareikningsviðskipti. Regluleg greiðsla trygg- ingabóta á innlánsreikn- ing teljast föst viðskipti. Heimildargjald er reiknað á þá yfirdráttarheimild sem veitt er og vextir reiknaðir á yfirdráttar- stöðu hvers dags. Þessi kostnaður er skuldfærður á viðkomandi tékkareikn- ing síðasta dag hvers mánaðar. Vaxtanóta er skrifuð út og send reikn- ingshöfum mánaðarlega. Sparísjóður Reykjavíkurog nágrennis SKÓLAVORÐUSTIG 11 HÁTÚNI 2B AUSTURSTRÓND 3 r RAMMA SXGTON 20 - 105 REYKJAVIK - Álrammar 15 stærðir Margir litir Smellurammar 20 stærðir Plaköt mikið úrval Innrömmun Opið á laugardag

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.