Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 27
BERLlNARMÚRINN: „FORMLEG LANDAMÆRI" I agust 1961 hófust Austur-Þjóö- verjar (og Rússar) handa vid aö reisa Berlínarmúrinn. Á Þjóövitja- máli þeirrar tíöar hét þetta aö ,,koma upp formlegum landamœr- um á mörkum borgarhlutanna “ og „gaddavírsmunnsöfnuöur" harö- lega gagnrýndur. Tuttugasta og annan ágúst birtist á leiðarasíðu Þjóðviljans greinin „Gaddavírshugleiðing". Þar var „sannieikanum" umbúðalaust kom- ið á framfæri með eftirfarandi gull- molum: „Til að binda enda á hið svívirði- lega svindlbrask að fullu og öllu, svo að ekki sé minnst á hina svívirði- legu njósna- og undirróðurstarf- semi, sem allir vita að rekin hefur verið í Vestur-Berlín, var gripið til þess ráðs að setja upp gaddavír". „Flóttamannastraumurinn vestur yfir fer minnkandi ár frá ári, en fólksflutningar austur yfir fara vax- andi“. „Almenn ánægja austanmegin. Uppsetning gaddavírsins kom eng- um á óvart í Austur-Þýskalandi. Þar var líka almannarómur að tími væri til kominn og meir en það að binda endi á svartamarkaðsbraskið og aðra þá svívirðu sem viðgekkst í Vestur-Berlín sökum hins óeðlilega ástands". Greininni lauk með miklum spá- dómsorðum: „Og gaddavírinn verð- ur tekinn niður aftur“. Ritstjórar blaðsins voru Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson og Sigurður Guðmundsson. Og gaddavírinn sá hvarf vissulega. En við tók ramm- gerður múr... GADDAVÍRS HUGLElilNl SPUTNIK: SIGUR SÓSÍALÍSKS ÞJÓÐSKIPULAGS Fjóröa október 1957 skutu Sovét- menn fyrsta gervitunglinu á braut og þóttu þaö mikil tíöindi. Slœm tíö- indi fyrir vestan, því Spútnik þýddi aö Sovétmenn vœru aö taka forystu á tœknisviöinu, en góö tíöindi fyrir austan. Og Þjóðviljinn fagnaði auðvitað: Mikilvægri orrustu í vísindastríði stórveldanna hafði lokið með sigri Sovétríkjanna. í leiðara var sérstak- lega vitnað í Tass: „Gervitunglin eru fyrsta sporið á ferðum manna milli reikistjarnanna, og svo virðist sem okkar kynslóð eigi eftir að lifa það, að menn hins nýja þjóðfélags sósíal- ismans geri djörfustu vonir mann- kyns að veruleika með frjálsu og vökulu starfi". Skömmu síðar kom annar leiðari í Þjóðviljanum með eftirfarandi fagnaðarorðum: „Gervihnötturinn er ekki aðeins vottur um snilligáfu vísindamanna og tæknifræðinga heldur óhrekjanlegt tákn um afrek þess þjóðskipulags sem hefur ger- breytt Sovétríkjunum á ótrúlega skömmum tíma. . . ætli stórstígar framfarir í tækni og vísindum séu ekki undirstaða þess að öll alþýða geti lifað við menningu, frelsi og góð kjör?" Spútnik endurspeglaði sam- kvæmt Þjóðviljanum anno 1957 þá þróun sem væri fyrirboði þess hvernig fara myndi í keppni auð- valdsskipulags og sósíalisma. FORHEIMSKUNARBLAÐA" svo víðtæk og hvöss, að segja má að hann hafi tætt stefnu hans sundur, svo að þar standi ekki steinn yfir steini" sagði í aukablaði Frjálsrar þjóðar 20. febrúar og Tíminn sagði tveimur dögum síðar: „í stuttu máli sagt, þeir hafa „afmáð" félaga Stalín". Sama dag og Krúsjeff flutti leyni- ræðu sína birti Þjóðviljinn greinina „Það sem Mikojan sagði á flokks- þinginu í Moskva" og var það svar við , ,fréttaflutningi forheimskunar- blaða". Aður hafði birst greinin „Rússagrýlumenn miður sín“. Þjóð- viljinn viðurkenndi að ýmsir ræðu- menn á þinginu hefðu gagnrýnt gerðir sínar og mistök, en að nokk- uð hafi verið sagt í líkingu við ofan- greint var af og frá. Nú er það hins vegar viðurkennd söguleg staðreynd að á þinginu hafi Krúsjeff, Mikojan og fleiri endan- lega sett Stalín út í kuldann: Hann hafi misnotað vald sitt, hefði staðið fyrir fölsuðum ákærum og órétt- mætum dómum gegn hollum kommúnistum, hefði ekki búið land sitt sem skyldi undir innrás Þjóð- verja, hefði gert sig sekan um alvar- leg skipulagsmistök og borið ábyrgð á klofningi Sovétríkjanna og Júgó- slavíu 1948. Pravda bætti um betur skömmu síðar og sagði Stalín hafa virt að vettugi grundvallarregluna um „samvirka forystu", hefði iðu- lega tekið ákvarðanir einn, hefði af- skræmt grundvallarreglur flokksins og brotið í bága við lögmál bylting- arinnar. VATN + velUðan »*> - ■ ._..■ ÉSim Þaö jafnast ekkert á viö nýstandsett baðherbergi frá PARMA í Hafnarfirði. útborgun 20%. Eftirstöövar í allt að 9 mánuöi. HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK Hugsaöu þér þvottavél af svipaöri stærö og venjuleg heimilisþvottavél en með af- köst á viö nokkrar slíkar. Hugsaðu þér síöan þurrkara og strauvél sem skila þvottin- um þurrum, stroknum og ilm- andi án tafa. Ef þú getur séö þetta fyrir þér, þá ertu að hugsa um WE 60, WE 120 háþeytivindu- þvottavélamar og W 74 lág- þeytivindu- þvottavélamar frá Wascator ásamt þurrkara og strauvél. Þetta eru kjörin tæki í þvotta- hús fjölbýlishúsa, smærri fyrirtækja, veitingahúsa, lítilla hótelao.fl. o.fl. Kynntu þér iðnaðarþvotta- tækin frá Wascator ef þú vilt tæki sem eru miðuð við 24 tíma notkun á sólarhring árið út og inn. Slíktæki mala eigendum sínum gull fyrr en þá grunar. Viðhalds- og varahluta- þjónustu annast sérhæfðir starfsmenn þá sjaldan á þarf að halda. HF. Við veitum faglega ráðgjöf um tækjakaup og upp- setningu þvottahúsa sé þess óskað.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.