Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 15
hjóla í svona samsetningu. Þetta er
ein skýringin á því hversu Þórður
Olafsson (forstöðumaður banka-
eftirlitsins) er djarfur. Við höfum
ekki blandað okkur í pólitískt starf.
En það er aldrei að vita hvað gerist.
Nú er verið að skora á mig að taka
þátt í prófkjöri. Aldrei að vita nema
ég gíni við þeirri flugu. Ég hef geng-
ið í gegnum mikla reynslu í þessu
stríði við bankaeftirlitið og ég hef
einnig fengið gífurlegan stuðning
frá fólki. Það er verið að ýta mér útí
pólitíkina.
— Hvaða skýringu hefur þú sjálf-
ur á málarekstri bankaeftirlitsins
gegn Ávöxtun? Hefur Seðlabankinn
horn í síðu þinni?
— Guð minn góður, ég veit enga
skýringu. Ég vil taka það skýrt fram
að ég á ekki í stríði við Seðlabank-
ann, heldur bara ein persóna sem
ekki hefur látið þessa starfsemi í
friði í mörg ár. Ég hef talað við Geir
Hallgrímsson seðlabankastjóra um
þessi mál og hann er mjög skilnings-
ríkur. Hann myndi aldrei gera svona
hluti einsog bankaeftirlitið hefur
gert. Sömuleiðis hef ég talað við
viðskiptaráðherra og ég verð að
segja það að mér leið mun betur eft-
ir það góða samtal, sannkölluð
ánægja að mæta slíkum skilningi.
Og nú horfir þetta öðruvísi við og
ekki vildi ég vera í Þórðar sporum í
dag eftir þessa niðurstöðu.
FRAMSÓKNARMENN Á
HÖTTUNUM
Nú slær Ármann á léttari nótur og
talið berst að stíl bissnissmanna.
Hann segist leggja mikið uppúr
konservatívu og traustvekjandi yfir-
bragði fjármálastarfsemi. Hann
klæði sig til að mynda á íhaldssam-
an máta hvunndags en eigi það til
að Iífga uppá tilveruna með öðruvísi
klæðaburði.
— Annars munaði litlu á dögun-
um að mótstöðumönnum mínum
tækist að losna við mig úr þessum
heimi. Ég var að tína bréf niðrí
pappírstætarann hérna og slipsið á
mér festist í tætaranum og munaði
engu að ég yrði hengdur á staðnum.
Mér tókst að slæða hendinni í
slökkvarann á síðasta sekúndubroti.
— En hverjir eru mótstöðumenn-
irnir?
— Þeir eru margir, en ótrúlega
margir framsóknarmenn hafa orðið
mér fjötur um fót. Sjáðu til dæmis
þetta mál hans Þórðar gegn mér.
Hann gerir það sem hann kallar
könnun hjá mér í fyrra vegna þess
að til stóð að við yrðum aðilar að
Verðbréfaþinginu. Hann fær tvo
menn, Tómas Árnason og Björn
Tryggvason, til að skrifa saksóknara
bréfið um rannsókn á okkar starf-
semi. Þetta hafði verið fengið við-
skiptaráðuneytinu til umfjöllunar.
Og hverjir skrifa þaðan? Enginn
Hvers konar jarðvinnsla,
gröfuþjónusta og vinnuflokkar
fyrir minni og stærri framkvæmdir.
Snjómokstur fyrir stofnanir og
fyrirtæki. Við bjóðum fasta samninga.
Vanir menn. Þrautreynt moksturs-
kerfi. Góð tæki. Útvegum
gróðurmold í garða.
Reykjavík
S: 68-52-42
Selfossi
S: (99) 1693
Bíldshöfða 16 112 Reykjavík
GOÐ HUGMYND
í HELGARMATINN!
ísfugl
Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit
Sími: 666103
HELGARPÓSTURINN 15