Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 34
Félag áhugamanna um bókmenntir efnir til fundar: ✓ Islensk dægurlagatextagerd Á nk. laugardag 27. september kl. 14 mun Félag áhugamanna um bók- menntir standa fyrir umrœöufundi um íslenska dœgurlagatexta í húsi félagsuísindadeildar Háskólans í Odda. Lífleg umrœda fór fram um þetta efni ueturinn '79—80 með út- gangspunkt í ,,gú anótextum" Bubba Morthens, og snerust þœr ekki síst um það huort telja mætti téða texta til skáldskapar eða ekki. Það er nú e.t.u. ekki mergurinn málsins. „Nú vaknar sú spurning hvort ein- hverjar umtaisverðar breytingar hafa orðið á dægurlagatextum und- anfarin ár þegar á heildina er litið," sagði Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri sem situr í stjórn Félags áhuga- manna um bókmenntir í samtali við HP. „Hvort verið geti að talsverður vaxtarbroddur íslenskrar ljóðlistar leynist á þessum vettvangi, hvort einhverjir angar gömlu ljóðlistar- innar hafi vaxið þarna og dafnað." Silja telur þetta verðugt rannsókn- arefni. Hvað sem því líður er hún ekki frá því að börn og unglingar í dag geri meira af því að syngja ís- lenska dægurlagatexta en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Þá vaknar spurningin hvaða eigindir það eru sem textarnir hafi í ríkari mæli nú en þá. Framsöguerindin á fundinum eru þrjú, mælt af munni þeirra Indriöa G. Þorsteinssonar rithöfundar, Val- geirs Guðjónssonar hljómlistar- manns og textagerðar, og þá munu blaðamennirnir Mörður Árnason og Andrea Jónsdóttir setja saman sameiginlega tölu að Ieikmanna hætti þar sem þau velta fyrir sér hvort hægt sé að greina einhverja strauma og stefnur í dægurlaga- textagerð frá stofnun hljómsveitar- innar Hljóma á fyrri hluta sjöunda áratugarins og fram til dagsins í dag. Þau ætla að líta yfir söguna, eða „vaða á stórum stígvélum yfir þetta tímabil" eins og Mörður komst að orði í samtali við blaðið. Eitt af því sem þau munu velta upp er hvort menn beiti fyrir sig enskum textum á einhverjum tímabilum öðrum fremur. Valgeir Guðjónsson Stuðmaður hefur samið urmulinn allan af text- um og á fundinum á laugardaginn ætlar hann að tala um textagerð út frá sjónarhóli höfundar. „Þetta verða sjálfsagt heldur óformlegar vangaveltur," sagði Valgeir í samtali við HP. „Um að gera að njörva þetta ekki of mikið niður fyrir fram því með því móti á maður sjens á að koma sjálfum sér skemmtilega á óvart. Ég mæti bara með tunguna vel smurða og kannski tek ég gítar- inn með. Hver veit. Hvort ég sé hræddur um að verða tekinn í karphúsið? Ja, það hefur nú eiginlega enginn umboð til að gefa forskrift fyrir dægurlagatextum. Þeir hljóta alltaf að koma heim í heilabú hvers og eins, þess sem sem- ur og þess sem nýtur. En það er mjög þarft að ræða þessa textagerð. Þetta er nú það sem dynur á þjóðinni all- an sólarhringinn." Indriði G. Þorsteinsson rithöfund- ur er elstur frummælenda fundarins og væntanlega sá sem er best í stakk búinn til að bera saman gamalt og nýtt. „Jú, ég ætla m.a. að athuga hverju hefur farið hnignandi í vinnslu dægurlagatexta í tímans rás," sagði Indriði í samtali við blað- ið. „Menn hafa að mínu mati glutrað niður ákveðnum hlutum sem skipta máli í textagerð. Þetta er orðin skrýtin súpa, þó að textarnir geti oft á tíðum verið ágætis orðræða. Tímarnir eru líka breyttir að því leyti að dægurlög eru orðinn svo stór hluti af lífi fólks, t.d. með til- komu stöðva sem útvarpa poppi all- an sólarhringinn," bætti Indriði við. „í mínu ungdæmi heyrði maður þessa texta einungis á dansleikjum og gleymdi þeim síðan. Þeir voru ekki þessi ósköp í lífi manns eins og nú. Nú geta menn hæglega orðið þjóðhetjur af töktum og tilbrigðum einum saman. Þetta er undarlegt og út úr kú orðið. Þessi ballöðutími minnir mig á dansæðið sem greip um sig á miðöldum. Spurning hvað hann endist lengi," sagði Indriði G. Þorsteinsson ábúðarmikill. Þá vill stjórn Félags áhugamanna um bókmenntir hvetja fundargesti til að sitja ekki hljóða hjá, heldur koma með styttri eða iengri innlegg um einstaka texta eða höfunda, eða hvaðeina sem þeim kann að koma í hug. Fundarstjóri verður Vilborg Dagbjartsdóttir. „Enginn hefur umboð til að gefa forskrift að dægurlagatextum. Þeir hljóta alltaf að koma heim í heilabú hvers og eins, þess sem semur og þess sem nýtur. En það er mjög þarft að ræða þessa textagerð," segir Valgeir Guðjónsson Stuðmaður, einn frummæl- enda fundarins. Bergþóra á barnasnældu Hingað til hafa ungmenni þurft að lesa og syngja sjálf Skólaljóðin og uerður suo sjálfsagt um hríð enn. Hins vegar er búið að einfalda mál- ið svolítið núna, þut Bergþóra Arna- dóttir þjóðlagasöngkona hefur tek- iö sig til ásamt félögum og komið 16 skólaljóðum og lögum á hljóð- snœldu. A annarri hliðinni eru lögin og ljóðin 16 flutt af Bergþóru, en á B- hliðinni eru lögin einungis leikin og það í öfugri röð þannig að þegar búið er að leika eitthvert lag á A-hlið sungið, þá er hægt að snúa snæld- unni við og fá sama lagið, sem þá er einungis leikið. Á snældunni er hluti þeirra laga og ljóða, sem 10 til 11 ára börnum er ætlað að læra og er hljóðsnældan „Skólaljóð 1“ hugsuð sem kennslu- gagn að einhverju leyti. Næst á svo að búa til snældu handa 12—14 ára nemendum. POPP Paul McSmiths PRESS TO PLAY — Paul McCartney EMI/Fálkinn Press To Play er fimmtánda platan á löng- um og öldóttum sólóferli Pauls McCartneys. Oft hef ég furðað mig á því sem gamli Bítill- inn hefur látið frá sér fara. í blaðaviðtali sem tekið var við hann á dögunum kom og í ljós að Paul var mér hjartanlega sammála! Sjálf- ur hefur hann stundum verið standandi hlessa á eigin óvandvirkni og gagnrýnisleysi á verk sín. Paul er nú kominn vel á fimmtugsaldurinn eins og á gráum hárum má sjá. Það fer því tími að verða kominn til að hann sendi frá sér meistaraverkið. — Nema það hafi kannski verið gefið út meðan hann starfaði með félögum sínum þremur í frægri hljóm- sveit frá Liverpool. — Alltént getur Press To Play ekki talist toppurinn á ferli þessa heims- kunna poppara. Þó er hún langt frá því að vera með því slakasta heldur einhvers staðar við meðallagið. Flestir popparar sem eru komnir á fimm- tugsaldurinn hafa markað sér tónlistarstefnu fyrir löngu. Og henni breyta þeir trauðla. í mesta lagi að þeir leyfi sér að flippa ofurlítið á B-hliðum tveggja laga platnanna sinna. Paul McCartney er enn að leita sér stefnu ef marka má lagavalið á Press To Play. Hann langar auðheyrilega til að keppa við þá sem eru vinsælastir hjá táningum um þessar mundir. Einnig vill hann halda tryggð við gamla aðdáendur. Því miður blandast þetta tvennt ekki vel. Því er heildarmynd plötunn- ar full grautarleg og stefnulaus fyrir minn smekk. Og nú kemur þversögnin í öllu saman og haldið ykkur fast: Paul McCartney stendur sig ágætlega í báðum hlutverkum sínum. Hann getur rokkað hressilega (samanber Move Over Busker og Angry) og hann getur ennþá samið ágæta íhaldssama tónlist til að höfða til þeirra sem stöðnuðu í kringum 1970! (Dæmi: Footprints, Only Love Re- mains, Talk More Talk.) Hvers vegna er svo verið að kvarta? Jú, fyrst og fremst vegna stefnuleysis Pauls sem fyrr var getið og þess að hann virðist ekki geta gert það upp við sig til hverra hann eigi fyrst og fremst að höfða. Þegar Paul McCartney tekur upp plötu get- ur hann hóað í svotil hvern sem er sér til hjálpar. Á Tug Of War (1982) voru all bland- aðir ávextir í stjörnuhópnum: Denny Laine, Stanley Clarke, Carl Perkins, Steve Gadd og Stevie Wonder svo að nokkrir séu nefndir. Á Pipes of Peace (1983) voru til dæmis Ringo Starr, Andy McKay og Michael Jackson. Ekki vantar stóru nöfnin á vinnulista Press To Play. Þar eru Carlos Alomar, Phil Collins, Pete Townshend og Ray Cooper meðal annarra. Og ekki má gleyma Eric Stewart fyrrum liðs- manni lOcc sem leikur með Paul á öllum þremur plötunum sem hér hafa verið nefnd- ar. Hann virðist nú fara með öllu stærra hlut- verk en áður því að hann semur sex af tíu lögum plötunnar með Paul McCartney. Eins manns sakna ég sem spilaði stóra rullu á Tug Of War og Pipes Of Peace: George Martins. Hann er ekki í upptökustjórasætinu að þessu sinni heldur Hugh Padgham. Sá er svo sem enginn aukvisi en miðað við heildar- útkomuna á plötunum tveimur sem fyrr var vitnað til hefði McCartney ekki veitt af að hafa einhvern pottþéttari til að stjórna sér. Sérfræðingar mínir í upptökustjóramálum segja mér reyndar að þeir George og Paul hafi verið búnir að mjólka hvor út úr öðrum allt sem þeir gátu. Því hafi leiðir orðið að skilja. 1 blaðaviðtalinu sem ég vitnaði til í upphafi þessarar umsagnar segir Paul McCartney meðal annars að það sé gaman að eldast og þroskast. Ég tel — eftir að hafa hlustað á Press To Play allnokkrum sinnum — að gamli gráni ætti að leyfa tónlist sinni að eldast og þroskast með sér. Það er allt gott um það að segja að fylgjast með þróun hljóðvera og nýta sér hana út í ystu æsar. En með þessum nýju tækjum þurfa menn ekkert endilega að framieiða táningabólur frekar en þeir sjálfir vilja. Og þegar húð manna er orðin jafn slétt eftir Ásgeir Tómasson og felld og sjá má á umslagi Press To Play þá eru allar bólur í hróplegu ósamræmi við það sem ætti löngu að vera orðið húðtryggt. THE QUEENIS DEAD — The Smiths Rough Trade/Grammið Af óviðráðanlegum orsökum hefur dregist úr hömlu að hrósa nýjustu plötu The Smiths dálítið. Fjórmenningarnir Morrissey, Marr, Andy Rourke og Mike Joyce eru í stöðugri framför. Sérstaklega vil ég benda á batnandi gítarleik Johnnys Marrs. Hann er nú þéttari og tækni- legri en nokkru sinni fyrr. The Smiths nota nú í fyrsta skipti strengjasveit á plötu og það var einmitt Marr sem útsetti tónlistina fyrir hana. Textar Morrisseys eru sem fyrr innhverfir og þunglyndislegir. í hróplegu ósamræmi við létta og hressa tónlist Marrs. Reyndar skil ég ekki alltaf um hvað Morrissey er að syngja en textarnir eru áreiðanlega ekkert verri fyrir það. Einsemdin er honum ofarlega í huga eins og svo oft áður og í titillaginu kemst hann að þeirri niðurstöðu að lífið sé mjög langt þegar menn eru einmana. Skarplega athugað. Fyrir utan það að Johnny Marr sýnir mikl- ar framfarir á gítar frá því á Meat Is Murder þá er hljómsveitin í heild sinni orðin á ein- hvern hátt mun veraldarvanari en áður. Sem hlýtur að vera eðlileg þróun því að fátt verra gæti komið fyrir en að staðna í upphafi ferils síns. Það er því ánægjulegt að heyra að The Smiths halda enn áfram að vaxa þótt þeir séu fyrir löngu komnir í úrvalsdeildina. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.