Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 21
slegið öll aðsóknarmet Leikfélags- ins í fyrra eins og menn munu oft- sinnis hafa heyrt. Það eru þau Valdimar Örn Flygenring, Bryndís Petra Bragadóttir, Þór Tulinius og Edda Guðmundsdótt- ir og þau koma í stað Einars Jóns Briem, Ásu Svavarsdótturj Eddu Arnljótsdóttur og Karls Agústs Úlfssonar. Einar Jón er búinn að ráða sig til Leikfélags Akureyrar, Ása er flutt út til Bandaríkjanna, Edda ætlar að setjast á skólabekk í Leiklistarskólanum, en Karl Ágúst langar að sinna öðrum hugðarefn- um. . . ■ élag íslenskra bifreiðaeig- endasendi frá sér fyrir síðustu helgi könnun á því hversu dýrt væri að láta stilla ljós bifreiða á fjórum stöð- um á landinu og komst að þeirri niðurstöðu, að í heild væri þetta bissness upp á 32—38 milljónir króna á ári. Blaðamaður Helgar- póstsins getur bætt við þetta, að í vissum tilvikum er um hreint rán að ræða hjá Ijósastillingaverkstæðum. I tilviki blaðamannsins var það þannig, að hann kom með bíl sinn, var látinn bíða í 15 mínútur fyrir utan verkstæðið, komst loks að, kveikti á ljósunum, stefnuljósunum, framan og aftan, bremsuljósunum o.s.frv. Einn kannaði ljósin á meðan annar tók skráningarskírteinið, hripaði og stimplaði í það og klessti límmiða á rúðu. Allt tók þetta tvær mínútur og 10 sekúndur. Og hvað kostaði þetta svo? Jú, aðeins 300 krónur. Þetta samsvarar 9000 krón- um á tímann og hananú. . . A ■^Mtlþýðublaðið greinir frá því nýverið að margir fasteignasalar í borginni séu sáraóánægðir með hátt verð auglýsinga í Morgun- blaðinu sem lengstum hefur verið einrátt á þessum auglýsingamark- aði. Þannig er haft eftir fasteignasöl- um að þeir greiði allt að 20—30% af tekjum sínum til Morgunblaðsins og sumir fari jafnvel enn hærra. Við- brögð fasteigaasaia -hafírverið þaú að gefa út eigið auglýsingablað sem heitir Fasteignafréttir, verður út- gáfa þess hálfsmánaðarlega og því dreift ókeypis. Þá hefur Alþýðublað- ið það eftir iila stæðum fasteignasöl- um að um leið og þær lendi í van- skilum með dýra auglýsingareikn- inga hjá Morgunblaðinu sé lokað á frekari reikningsviðskipti, auglýs- ingar fáist þá einasta birtar á enn hærra verði gegn staðgreiðslu og settar aftan við allar reikningsaug- lýsingarnar. Af allri þessari umræðu rifjast upp fyrir HP gömul kjaftasaga þess efnis að fasteignaauglýsingar Morgunblaðsins dugi til að greiða öllum blaðamönnum þar laun og vel það. Hlálegt þegar við lítum til þess að allar fasteignasölurnar eru að selja sömu íbúðirnar og óreiða þeirra og Morgunblaðsins á þessari margþvældu vöru slík að húskaup- andi á í stökustu vændræðum með að finna nokkuð eða átta sig á að báðar álitlegu íbúðirnar sem hann sér í blaðinu í dag eru ein og hin Verð aðeins kr. 5.000 postsciMliim! sama, og hún leynist einnig í auglýs- ingum flestra hinna fasteignasal- anna. . . m*ám Kámi INNIHALD: 3 kg. óðalspylsa 3 kg. napoleon-bacon 3 kg. paprikupylsa 3 kg. nautahakk 2,5 kg. hangikjötsframpartar 2,5 kg. baconbúðingur Frábær sumarauki 5 daga helgarferð til MALLORKA Hin eldhressa hljómsveit Ingimars Eydals verður með í ferðinni og heldur uppi stanslausu stuði. Við leggjum af stað 29. október og verðið er frá 12.800 kr. fyrir manninn. Islenskir fararstjórar verða á staðnum. Gist verður á lúxusíbúðarhótelunum Royal Playa De Palma og Royal Jardin Del Mar. Gerið ykkur dagamun og komið með til Mallorka. Tilvalin ferð fyrir vinnufélaga, spilafélaga, saumaklúbba o.fl. HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 ’ Umboð á Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL HRAUSTLEG RYMINGARSALA 30 JL BYGGINGAVÖRUR Stórhöfða, Simi 671100 5 0% AFSLÁTTU R o í tilefni flutninga höfum viö tekiö rœkilega til ö byggingavörulagernum. í nýju húsakynnunum ó Stórhöfða bjóðum við um þessar mundir alls konar afganga og efnisbúta, flísar, hreinlœtistœki, teppi, teppamottur o.m.fl. med 30—507o afslœtti. Þú gerir ósvikin reyfarakaup ö þessari rýmingarsölu! OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10—16 HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.