Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 33
REYKJAVIKl 26.SEPTEMBER — 4.0KTÓBER1986| Sinfóníuhljómsveit íslands, stjórn- andi Páll P. Pálsson. Verk eftir Abra- hamsen, Kalevi Aho og John Speight. Norrœna húsiö kl. 17.00 Elektrónísk tónlist. Verk eftir En- ström, Persen/Rudi, Romanowsky, Sermilá og Þorstein Hauksson. Sunnudagur 28. sept. Bústaðakirkja kl. 20.30 Sönghópurinn Electronic Phoenix flytur verk eftir ýmsa höfunda, þ.á m. Norðmanninn Kolberg. Þetta er mjög virtur sönghópur sem notar raftækni til að breyta hljóðum. Mánudagur 29. sept. Norrœna húsið kl. 17.00 Flutt verða ný færeysk verk eftir Rasmussen, Pauli í Sandagerði og Bj. Restorff. Langholtskirkja kl. 20.30 Kórtónlist: Hamrahiíðarkórinn, Langholtskirkjukórinn og Hljóm- eyki flytja verk eftir Lorentzen, Jennefelt, Rautavaara og Werle. Priðjudagur 30. sept. Kjarvalsstaðir kl. 20.30 Kammersveit Reykjavíkur og Musica Nova ásamt einsöngvurun- um Ilona Maros, Maria Höglind og Anssi Karttunen flytja verk eftir Sandström, Lindberg, Nilsson og Mellnás. Stjórnandi Miklos Maros. Tekið skal fram að dagskráin gæti hugsanlega breyst eitthvað en nán- ari upplýsingar veita Tónverk sf., í síma 17765 og Tónskáldafélag ís- lands í síma 24972. -JS Purpuraliturinn kemur út á íslensku: „Spannar allt til- f inningalitróf id“ Kvikmyndin The Color Purple, Purpuraliturinn, gengur nú fyrir fullu húsi í Austurbœjarbíói enda hefur hún farið mikla sigurför víða um heim. Og þá ekki síður bók bandarísku skáldkonunnar Alice Walker sem leikstjórinn Steven Spielberg byggir myndina á. Alice Walker, sem hefur verið mjög virk bœði í kvennahreyfingunni og sam- tökum svertingja vestanhafs, var búin að skrifa lengi og þá aðallega Ijóð áður en hún sendi frá sér þessa bók 1982. Ári síðar hreppti hún hin virtu PuMizer-bókmenntaverðlaun og einnig The National Book Award. Nú hefur Ólöf Eldjárn snarað The Color Purpleyfír á íslensku og kem- ur þýðingin út hjá Forlaginu innan skamms, bœði innbundin og í kilju. HP bað Ólöfu að greina frá inntaki þessarar vinsœlu bókar, þeim vandamálum sem hún stóð frammi fyrir við það að koma henni yfir á ís- lensku, svo og að bera lítillega sam- an bók og mynd. „Bókin er í rauninni ævisaga blökkukonu í Suðurríkjum Banda- ríkjanna sem er fædd undir alda- mótin," sagði Ólöf. „Síðan koma fjöldamargar aðrar persónur við sögu, aðallega þó systir hennar, og konan sem er ástkona mannsins sem hún er látin giftast. Úr þessu stóra galleríi persóna sem fram eru leiddar eru þær eftirminnilegustu allar konur. Bókin er meira og minna skrifuð á bréfaformi. Allur fyrri hluti henn- ar er bréf aðalpersónunnar Celie til guðs vegna þess að faðir hennar, eða sá maður sem hún telur föður sinn, hefur bannað henni að segja nokkrum frá því sem hendir hana og því bregður hún á þetta ráð. Síð- an þróast þetta smám saman út í það að hún fer að skrifa bréf til syst- ur sinnar sem jafnframt svarar henni.“ — Kanntu einhverjar skýringar á þessum feiknarlegu vinsœldum bókarinnar? „Þær hljóta að einhverju leyti að stafa af breiðri lífssýn höfundar, og því að hún tekur málstað hinna undirokuðu. Bókin fjallar eiginlega um allt er máli skiptir í tilverunni: líf og dauða, gleði, sorg, hún spannar allt litróf mannlegra tilfinninga. Þetta er virkilega mannbætandi bók sem allir ættu að lesa.“ — Hvernig finnst þér Spielberg hafa tekist til að gera mynd eftir bókinni? „Það hefur áreiðanlega verið erf- itt að búa til kvikmyndahandritið þó ekki væri nema bara vegna bréfa- formsins sem bókin er skrifuð á. Því er myndin allt annar hlutur en bók- in. Myndin er í sjálfu sér ágæt og ég er sérstaklega mjög ánægð með leikkonurnar í henni. Mér finnst hún þó glansmynd miðað við bók- ina, hins vegar er mjög fátt í mynd- inni sem ekki er hægt að finna grunn í bókinni. Aftur á móti sleppir Steven Spiel- berg ansi mörgu og hann skautar léttilega yfir það sem ef til vill myndi valda of mikilli hneykslan, og jafnframt því sem gæti reynst of átakanlegt. Hins vegar ber á það að líta að þessi mynd var upphaflega fjögurra klukkutíma löng frá Spiel- bergs hálfu, en var skorin niður í tvo og hálfan tíma að kröfu dreifenda myndarinnar um heimsbyggðina. Hann sleppir semsé mörgu og bætir auk þess inn hlutum sem ég er síður en svo sátt við. Þótt allt sem gerist í myndinni eigi sér meira og minna stoð í bókinni orkar túlkun Spielbergs oft tvímælis. Ég hafði þó þrátt fyrir allt mjög gaman af að sjá myndina þótt glans- mynd sé og hvorki gleði bókarinnar né sorg komist almennilega til skila vegna úrfellinganna." — Hvaða vandamálum stóðstu frammi fyrir þegar þú afréðst að þýða bókina? „Purpuraliturinn fjallar eiginlega um allt sem máli skiptir í tilverunni: l(f og dauða, gleði og sorg. Þetta er virkilega mannbaetandi bók sem allir ættu að lesa," segir Ólöf Eldjárn. „Já, þetta var ekki beinlínis auð- veldasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Bókin er skrifuð á mállýsku sem ég veit ekki betur en sé töluð enn upp til sveita í Suðurríkjum Bandaríkjanna, samt þannig að hún er öllum skiljanleg. Vera kann að Alice Walker hafi eitthvað lagað mállýskuna til. Hún er afskaplega lík því sem kallað er negramál eða svört enska á þann hátt að sleppt er ýmsu sem er í raun óþarfi merking- arlega eins og þriðju persónu s-i. Nútíð og þátíð sér maður frekar á samhenginu heldur en á orðmynd- inni sjálfri. Það sem ég þurfti því fyrst og síð- ast að gera mér grein fyrir var það hvernig ég ætti að taka á þessari mállýsku því auðvitað er ekkert samsvarandi til í íslensku. Mér varð fljótlega ljóst að ekki kom til greina að fara að búa til eitthvert tungumál sem enginn hefur talað hér á landi. Það yrði bara tilgerðarlegt auk þess sem þessari mállýsku væri enginn greiði gerður með því að þýða hana yfir á eitthvað sem verkar sem afbakað mál. Því brá ég á það ráð að þýða þetta bara yfir á venjulegt tal- mál, þó með þeim tilfærslum að reyna dálítið að draga saman orð og t.d. að sleppa fornöfnum. Og ég held að það verki ekkert mjög illa. Þar við bætist að Alice Walker hefur fyrst og fremst fengist við Ijóðagerð og það er mjög mikil Ijóð- ræna í Purpuralitnum. Ég hef pínu- lítið reynt að sigla eftir því. En mál bókarinnar í heild er mjög snubbótt, klippt og skorið, og því þurfti ég líka að taka mið af, mjög stuttum setn- ingum, sem ganga ágætlega yfir á íslensku." — Gastu haft einhverja hliðsjón af öðrum þýðingum? „Ég gat haft nokkra hliðsjón af þeirri dönsku varðandi merkingu orða sem ég hafði aldrei séð áður. En danska þýðingin er bara „lige ud af landevejen", varla er borið við að snara orðaleikjum heldur eru þeir látnir fljóta með á ensku. Norðmenn tóku aftur á móti þann pól í hæðina að þýða bókina yfir á einhverja af- dalamállýsku og ég get ekki ímynd- að mér að það hafi tekist vel,“ segir Ólöf Eldjárn. Og þá geta aðdáendur myndar- innar The Color Purple farið að hlakka til útkomu þýðingar Ólafar, en það verður eftir um það bil hálf- an mánuð. -JS LEIKMST Svipmyndir frá aldamótum Leikfélag Reykjavíkur: Upp með teppið Sól- mundur eftir Guðrúnu Asmundsdóttur. Bundið mál eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikendur: Guðmundur Ólafsson, Bríet Héðinsdóttir, Guðmundur Pálsson, Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, Gísli Halldórsson, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Jakob Pór Einarsson, Helgi Björnsson, Hanna María Karlsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Margrét Ólafsdóttir, Harald G. Haralds, Steindór Hjörleifsson, Pía Nóadóttir, Porsteinn Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. Á þessu leikári fagnar Leikfélag Reykjavík- ur 90 ára afmæli og er það við hæfi að því sé fagnað með því að búa til sýningu sem sækir efnivið sinn til fortíðar leikfélagsins. Þetta verk hefur Guðrún Ásmundsdóttir tekið að sér og ferst henni það um sumt vel úr hendi en um annað miður. Mér sýnist Guðrún hafa ætlað sér tvennt, annarsvegar að rifja upp á sviðinu nokkur brot úr sögu leikfélagsins og hinsvegar að bregða upp svipmyndum frá sýningum á fyrstu árum þess. Hið fyrra tekst henni ágætlega. Fróðleik úr fundargerðabókum frá árdögum félagsins er haganlega fyrir komið svo og margvíslegum upplýsingum um upphaf félagsins og hússins. Er það athyglisvert að það eru eiginlega iðnaðarmennirnir sem reistu húsið af mikl- um myndarskap sem hafa forgöngu um að leiða saman það fólk í bænum sem eitthvað hafði fengist við leiklist. Við sögu koma nafnþekktar persónur svo sem þær Stefanía Guðmundsdóttir og Gunn- þórunn Halldórsdóttir, lndriði Einarsson, Einar Kvaran, Kristján Þorgrímsson, Helgi Helgason og fleiri. I samskiptum þessa fólks er leitast við að sýna starfsemi þess í bliðu og stríðu, ágreining og deilur, ríg og samkeppni. Má ætla að höfundur þurfi ekki að sækja langt fyrirmyndir sínar þó stuðst sé við sögu- legar heimildir. Reyndar verða sum þessi atriði svolítið snubbótt og hætt við að þeir sem ekki þekkja neitt til sögu leikfélagsins á þessum árum átti sig ekki alltaf til fulls á því hvað er á seyði. Einna best heppnað er þó aðal tengiefni sýningarinnar, sagan af þeim skötuhjúum Sólmundi og Guðrúnu. Sólmundur er eins- konar reddari fyrir félagið, en Guðrún flæk- ist þangað inn og endar sem saumakona. Þau Bríet Héðinsdóttir og Guðmundur Ólafs- son eru hreint yndisleg í þessum hlutverk- um. Sýningin væri harla máttlaus og litlaus án þeirra. Hinn þáttur sýningarinnar, atriði úr sýn- ingum frá því í gamla daga, gengur ekki eins vel upp. Höfundi er um að kenna að þessi atriði eru of löng, sérstaklega hið fyrsta. Það er úr leikriti sem heitir ævintýri úr Rósen- borgargarði og er hefðbundinn farsi. Það atriði verður beinlínis leiðinlegt þegar á líð- ur. Hin atriðin eru ekki eins mikið of löng, en of löng samt. Hitt er svo á ábyrgð leikstjóra hvernig hann lætur leika þessi sýnishorn. Meiningin er væntanlega að sýna leikhús- gestum mynd af því hvernig leikið var um aldamótin. Það er vissulega vitað að þá var yfirleitt leikið af meiri ýkjum í látbragði en nú tíðkast og eru gamlar kvikmyndir til vitn- is um það. Hinsvegar er ég ekki viss um að þessar ýkjur hafi verið svo miklar að verki á fólk sem hreinn afkáraskapur í dag. Hefði leikstjóri átt að gæta meira hófs í ýkjum sín- um, því óþarfi er að gefa undir fótinn með það að hinir horfnu listamenn hafi verið hreinir kjánar. Ég er viss um að þetta var ekki ætlun leikstjórans en svona kemur þetta samt út, a.m.k. gagnvart mér. Annað sem vitað er um leikmáta þessa tíma er að þá tíðkaðist mikið svokallaður primadonnuleik- ur, þ.e.a.s. ein stjarna er í leikritinu en aðrir leika meira og minna til þess að gera hana sem glæstasta, en mun minna lagt upp úr samstilltum leik og heildarsvip sýningar. Þessum þætti finnst mér leikstjórinn ekki koma til skila eins og vert væri. Nú ætla ég svo sem ekki að fara að hafa skoðun á því hvernig þessi sýning ætti að vera öðruvísi en hún er, en mér sýnist að affarasælla hefði verið að hafa sýnishornin fleiri og mun styttri eða þá að byggja verkið utan um sýningu á einu leikriti. eftir Gunnlaug Ástgeirsson Leikendur gera margt vel í þessari sýn- ingu. Ég hef áður minnst á kostaleik þeirra Bríetar og Guðmundar. Guðmundur Pálsson býr til skemmtilega mynd af iðnaðarmannin- um Guðbirni. Þeir Aðalsteinn Bergdal og Jakob Þór Einarsson leika mörg smá hlut- verk ágætlega auk þess sem þeir syngja mjög vel. Ragnheiður Elfa Arnardóttir gerir virðulega og glæsilega persónu úr Stefaníu Guðmundsdóttur, en ekki finnst mér Soffía Jakobsdóttir gera sér eins góðan mat úr Gunnþórunni Halldórsdóttur og efni standa til. Þær Hanna María Karlsdóttir og Guð- björg Thoroddsen vinna vel úr nokkrum smáum hlutverkum. Einnig má nefna Harald G. Haralds, Margréti Ólafsdóttur að ógleymdum þeim Gísla Halldórssyni og Steindór Hjörleifssyni sem eru traustir í sín- um hlutverkum. Um tónlistarhlið sýningarinnar sér Jóhann G. Jóhannsson og er sú vinna öll hin vandað- asta. Leikurinn gerist allur á sviðinu í Iðnó og er það nýtt ágætlega, en búningarnir eru vand- aðir og falla vel að sýningunni og setja svip- mót aldamótanna á verkið. Þessi minningarsýning hefur því tekist misjafnlega eins og gengur, margt er vel unn- ið af einstökum atriðum en heildin nær ekki alvegsaman. Allt um það er rétt að óska leik- félaginu til hamingju með afmælið og óska því langra lífdaga þó það yfirgefi senn gamla Iðnó. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.