Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 22
KRON VANN KAPPHLAUPIÐ UM VÍÐI Keyptu Víði í Mjóddinni fyrir 250 milljónir 100 mi • / • / onir i útborgun Þáttaskil í verslun Hagkaup töpuðu slagnum Borgarstjóri í viðræðum um kaupin Tugir verslana að fara á hausinn f Reykjavík Heildsalar æfir Verslunin Viöir í Mjóddinni var seld á mánudag. Kaupandi var KRON — Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Kaupverd er 250 milljón- ir og er KRON gert ad greida 100 milljónir át — fyrir áramót. Örar greiðslur til áramóta benda til þess, aö Verslunin Víðir hafi staðið illa. Með eigendaskiptum eru duglegir kaupmenn — og djarfir — keyptir út úr verslunarrekstri og kaupfélag kemur í þeirra stað. Innrás KRON í Breiðholtiö er annar sigur sam- vinnumanna í því verslunarstríöi, sem staðið hefur í Reykjavík í nokk- ur ár. 250 mSLLJÓNíR FYRIR VERSLUN Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum HP höfðu nokkrir aðilar aðrir augastað á Versluninni Víði. Hag- kaup voru inní myndinni fram á síð- asta dag. Heildsalar veltu þeim möguleika fyrir sér að kaupa Víði, auk þess sem Sláturfélag Suður- lands hafði áhuga á verslun í Breið- holti. Forráðamenn þess fyrirtækis hafa vaxandi áhyggjur af því hve illa SS-verslanirnar ganga og óttast innrás kaupfélags í Breiðholtið. En, eins og áður sagði, KRON vann kapphiaupið. Bauð 250 milljónir á móti Hagkaupum, sem buðu um 180 milljónir. Stjórnarfundur KRON á þriðjudag staðfesti bráðabirgðasam- komulag fulltrúa KRON og eigenda Víðis. Verslunin Víðir á byggingarétt uppá þrjár hæðir í Mjóddinni. Munu Víðisbræður hafa velt þeim mögu- leika fyrir sér, að byggja húsið upp og selja hæðirnar tvær til að auð- velda sér rekstur verslunarinnar. Á annarri hæð var áformað að reisa verslunar- og skrifstofuhúsnæði, en á þriðju hæðinni var fyrirhugað að koma fyrir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Viðræður höfðu farið fram við borgarstjóra, Davíð Oddsson, í þessu sambandi og leist honum, og embættismönnum borg- arinnar, vel á staðsetningu Félags- málastofnunar á þessum stað. Borgarstjóri staðfesti í samtali við HP, að þessar viðræður hefðu farið fram. Hann sagði, að staðurinn hentaði starfsemi Félagsmálastofn- unar og benti á, að það húsnæði sem stofnunin væri í nú, væri ófull- nægjandi fyrir þá starfsemi sem félli undir hana. Aðspurður um kaup- verð — 60 milljónir — sagði borgar- stjóri, að ekki hafi verið rætt um verð í þessu sambandi. En kaupir borgin af KRON? „Staðsetningin skiptir okkur máli. Ekki eigendur," sagði borgar- stjóri, Davíð Oddsson. Það er því ekki útilokað, að borgin kaupi efstu hæðina í Mjóddinni. Sá er munurinn að seljandi yrði ekki Víðir, heldur KRON. ÞATTASKIL Með kaupum KRON á Víði verða þáttaskil í verslun í Reykjavík. Ef fyrirtækið hefði ekki náð Mjóddinni undir sig hefði Mikligarður, KRON og SÍS verið dæmdir úr leik í þeirri miklu samkeppni sem nú ríkir á sviði matvöruverslunar í Reykjavík. Með kaupunum er framsókn Hag- kaupa stöðvuð og er það snar þáttur í þeirri ákvörðun KRON að kaupa Víði. Með því að Hagkaup hefðu keypt Víði, eins og til stóð, þá hefði fyrirtækið eignast „kirkju í hverri sókn“. Verslun í Breiðholti, aðra í Skeifunni (sem Hagkaup ætlar ekki að leggja niður þegar í nýja húsið er komið), þá þriðju í nýja húsinu, fjórðu í Húsi verslunarinnar, fimmtu á Laugaveginum og þá sjöttu í Aust- urstræti. Þetta var áætlun Hag- kaupa og hefði leitt til þess að þeir næðu til sín um 60% allrar verslunar með matvöru í Reykjavík. Talið er víst að í kjölfar kaupa KRON á Víði muni öll verslunarstarf- semi kaupfélaganna á höfuðborgar- svæðinu verða endurskoðuð. Gert er ráð fyrir að Mikligarður muni starfa áfram, eins og Hagkaup í Skeifunni, enda þótt báðar verslanir hafi tímabundin starfsleyfi á báðum stöðum. Verslun borgarinnar stefnir því á tvær hendur. Hagkaup og kaupfélagið. Ástæðan fyrir því að Víðisbræður verða að láta undan í hinni miklu samkeppni er líklega sú, að þeir hafa ekki haft nægilegt fjármagn í upphafi til að geta staðið undir þeim miklu framkvæmdum, sem þeir réð- ust í með uppbyggingu fyrirtækisins í Mjóddinni. Talið er að húsið sjálft hafi kostað um 130 milljónir og að innréttingar, tæki og lager hafi kost- að annað eins. Samtals hátt á þriðja hundrað milljónir króna. Fyrirtækið tók á sínum tíma um 40 milljóna króna lán til kaupa á tækjum og inn- réttingum og voru þessi lán í er- lendri mynt. Afgreidd eftir umfjöll- un í langlánanefnd ríkisstjórnar. Þess utan er talið að fyrirtækið hafi tekið allt að 70 milljónir að láni inn- anlands til að fjármagna fram- kvæmdir fyrirtækisins. Til að standa undir þessum dýru lánum urðu Víðisbræður að taka mikið fé út úr rekstri fyrirtækisins og lentu þcir cif leiðandi í mcugs konar greiðsluerfiðleikum gagnvart heild- sölum og öðrum. Búnaðarbanki er nefndur til í þessu sambandi, en „fit- kostnaður" fyrirtækisins var gífur- lega mikill. Ekki er talið, að þeir hafi leitað til „útleysará' (efnaðir kaupsýslumenn sem leysa út vörusendingar gegn þóknun) í sínum viðskiptum, en sú aðferð hefur gert mörgum kaup- mönnum erfitt fyrir síðustu misseri. Það voru m.ö.o. erfið erlend lán, og hár fjármagnskostnaður sem felldi Víðisbræður. VERSLANIR Á HAUSNUM Gífurleg samkeppni er í matvöru- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Og þeir sem stunda smásöluverslun ótt- ast mjög þær breytingar sem fyrir- sjáanlegar eru í versluninni. Telja margir kaupmenn að samkeppni muni harðna enn frekar með þeim atburðum sem nú hafa gerst. Ástandið er svo alvarlegt, að 30 verslanir hafa neyðst til að hætta starfsemi sinni á síðustu sextán mánuðum. Og álíka fjöldi kaup- manna berst í bökkum. Staða margra þeirra gagnvart innflutn- ingsaðilum — heildsölum er hrika- leg í mörgum tilvikum og hreint ekki ólíklegt að fjöldi verslana muni loka á næstu tólf til átján mánuðum. Með opnun Miklagarðs hófst það einvígi í verslun sem nú stendur hæst á milli Hagkaupa og kaupfé- laganna. Með því að markaðir hafa lækkað vöruverð hefur verslunin færst frá smákaupmönnum og yfir í markaðina. Þeir hafa til skamms tíma getað boðið mun lægra vöru- verð en smákaupmenn, en á síðustu mánuðum hefur dregið saman með smákaupmönnum og mörkuðum í verði vöru. Þessi mikla samkeppni hefur haft það í för með sér, að álagningarprósenta í smásöluversl- un hefur farið lækkandi. Er að með- altali um 17% nú, á móti 21—22% fyrir nokkrum misserum. Lækkun álagningar hefur komið verst við smákaupmenn. Markaðirnir hafa hins vegar fleytt sér áfram með því að stórauka eigin innflutning á vör- um og fara framhjá heildsölum. Hagkaup er dæmi um þetta, en þeir flytja í vaxandi mæli inn sína vöru sjálfir. Fyrirtækið kaupir þá vöruna beint inn. Frá Hollandi, Þýskalandi eða Bretlandi og fer framhjá heild- sölum, sem í mörgum tilvikum kaupa sömu vöru inn frá Skandinavíu fyrir 10—15% hærra verð en ella. Töluverður skjálfti er í röðum inn- flutningsaðila vegna þess sem gerst hefur í verslun á síðustu tveimur ár- um. Missa þeir spón úr aski sínum með sjálfstæðum innflutningi mark- aðanna og fækkun verslana í Reykjavík. Hafa sumir þeirra haft áhuga á að reyna að snúa vörn í sókn gagnvart mörkuðunum með því að hasla sér völl í smásöluversl- un sjálfir, en án árangurs. Einn stærsti heildsaii iandsir.S tx t.cí.m. talinn hafa mikinn áhuga á að kom- ast yfir stórverslun til að koma vöru sinni á markað, en hann hefur misst töluvert af viðskiptum eftir að Hag- kaup fóru að flytja sjáifir inn sína vöru. í þessu sambandi hefur Vöru- markaðurinn verið nefndur, en skv. heimildum HP er sala á Vörumark- aðinum í burðarliðnum. Heyrst hefur að kaupendur séu S.S., Heild- verslunin Sund og ónefndur athafna- maður. Um framtíðina er ekkert vit- að annað en það, að með sigri sam- vinnumanna í kapphlaupinu um Víði má gera ráð fyrir mikilli sam- keppni á milli KRON og Hagkaupa. Sú tvípólun gæti pressað smásölu- álagningu enn frekar niður og beinn innflutningur haft veruleg áhrif á innflutningsverslun í landinu. Lágt vöruverð er af hinu góða fyrir neyt- endur. Smákaupmenn verða hins vegar að bregða skjótt við og endur- reisa eitthvað af þeim innkaupa- samtökum, sem þeir hafa stofnsett í því skyni að kaupa ódýra vöru inn. Aukinn innflutningur — beinn inn- flutningur — og viðskipti við stórar verslunarkeðjur erlendis myndu hafa það í för með sér, að heildsalar misstu enn einn spón úr aski sínum. Ólafur Sveirissqn, verðandi kaup- félagsstjóri KRON, vildi í samtali ekki upplýsa HP um það hvernig KRON fjármagnaði kaupin á Víði. Kunnáttumenn í verslun telja að það sem ráðið hafi úrslitum í kapp- hlaupinu um Verslunina Víði, hafi verið, að KRON hefur betri aðgang að bankakerfinu í landinu. Nefna menn þar til sögunnar pólitísk áhrif KRON í ríkisstjórn og ríkisbönkum og í langlánanefnd, sem lánað hefur til verslunarinnar í landinu, auk að: gangs að sjóðum Sambandsins. í ljósi þess, að Mikligarður tapaði heilum sex milljónum á síðasta ári eru bankamenn hissa á kaupunum á Víði. Aðrir telja að lífsvon KRON liggi í Mjóddinni. Án verslunar í Breiðholti væri KRON illa statt. 22 HELGARPÓSTURINN leftir Helga Má Arthúrsson mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.