Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 19
Davíd. Þú átt þennan myndarlega einkason, 8
mánada — ertu tiltölulega nýkvœntur?
„Já, ég er það. Við erum búin að vera gift í tvö
ár... rákumst á í snjóskafli í Þingholtunum —
bókstaflega!
Drengurinn okkar fæddist síðan fyrir 8 mán-
uðum, eins og þú veist þegar, sem er reyndar
fullkomið kraftaverk. Konan mín varð mjög veik
þegar hún var komin þrjá mánuði á leið og
þurfti að gangast undir uppskurð og liggja rúm-
föst á Fæðingardeildinni það sem eftir var með-
göngutímans. Hún var hins vegar í einstaklega
góðum höndum Þóru Fischer, kvensjúkdóma-
og fæðingarlæknis, sem eiginlega má segja að
eigi son okkar. Hann á líf sitt henni að þakka.
Hún reyndist okkur vægast sagt frábærlega.
Barnið var tekið með keisaraskurði, en ég
var vissulega viðstaddur. Það var alveg ólýsanleg
tilfinning að sjá drenginn í fyrsta sinn, skal ég
segja þér. Um leið og ég sá hann, var ég viss um
að allt yrði í besta lagi. Þetta er mesta gleðistund
lífs míns — ég fylltist þvílíkri hamingju og fegin-
leika, að því verður ekki með orðum lýst!“
— Segðu mér — hvernig eru viöbrögð fólks,
þegar það heyrir hvaða starfi þú gegnir?
„Fólki bregður stundum. Einstaka sinnum
verður það vandræðalegt eða fer að hlæja.
Mörgum finnst þetta óhugnanlegt starf og
sumt fólk tekur á sig krók, ef það sér líkbílinn
eða líkfylgd. Það er óttinn við hið óþekkta, sem
þarna er að verki."
— Hvað fannst vinum þínum og kunningjum
um starf föður þíns, þegar þú varst krakki?
„Þeir bjuggu náttúrulega allir í nágrenninu og
útfararþjónusta föður míns var þeim ekkert ný-
næmi. Við lékum okkur iðulega á verkstæðinu
— fengum þar spýtur og nagla og annað slíkt.
Þetta var því afar lítið mál.“
VERST ÞEGAR UM BÖRN
ER AÐ RÆÐA
— Hvernig er að eiga einatt samskipti við fólk,
sem er í þeirri erfiöu aðstöðu að hafa misst ná-
kominn œttingja?
„Ég kynnist viðskiptavinum mínum yfirleitt
mjög vel, því þessar aðstæður í lífi fólks losa um
ýmislegt innra með því. Það opnar sig því fyrir
mér og ræðir um allt milli himins og jarðar. Við-
skiptin verða yfirleitt á allan hátt mjög innileg.
Það er líka stórkostlegt að sjá hve fólk er al-
mennt trúað. Langflestir eru til dæmis fullvissir
um líf eftir dauðann og það gefur fólki auðvitað
mikinn sálarstyrk og ró við þessar erfiðu að-
stæður. Fullvissan veitir mikinn innri kjark.
Þegar andlát gamals fólks ber að garði, er það
einnig oft töluverður léttir fyrir aðstandendur,
sem t.d. hafa horft upp á aldraða foreldra sína
verða sífellt meira ósjálfbjarga. Maður heyrir
þetta á því hvernig fólk tekur til orða þegar það
hefur samband við okkur."
— Hvað finnst þér verst í sambandi við starf
þitt, Davíð?
Umhugsunarlaust svarar hann:
„Þegar börn deyja, t.d. vöggudauða. Þá eru
sálarkvalir fólks mestar. En þó einnig þegar þeir,
sem eftir lifa, kenna sjálfum sér að einhverju
leyti um dauðsfallið. Það er líka afskaplega erf-
itt.“
ALLIR JARÐAÐIR Á
SVIPAÐAN MÁTA
— Er ekki erfitt fyrir viðskiptavini þína að
þurfa að sinna hinum ýmsu hagnýtu atriðum í
kringum jarðarförina, þegar þeir eru að takast
á við mikla sorg og söknuð?
„Það verður nú einmitt til þess að auðvelda
fólki þennan tíma, því það er best að takast á við
framkvæmdaatriðin og hlaupa ekki frá raun-
veruleikanum. Það er miklu fremur tíminn eftir
útförina, sem er mönnum erfiður. Þá er öllu um-
stangi lokið og tómleikinn og einmanaleikinn
setjast að."
— Er mikill munur á útförum eftir því í hvaða
trúarsöfnuði hinn framliðni er?
„Nei. Það eru allir jarðaðir á svipaðan máta."
— Hefur starfiö áhrif á þitt einkalíf? Getur þú
t.d. farið út að skemmta þér, án þess að fólki
finnist óviðeigandi að sjá þig t.d. eldhressan á
dansgólfinu?
„Veistu, ég er svo mikill heimilismaður að
þetta hefur einfaldlega ekki komið til. Ég fer
mjög lítið út, en þá helst á einhvern veitingastað
— og ekki annað. Það hefur þess vegna ekkert
reynt á það, hvort starfið setji á mig hömlur að
þessu leyti. Auðvitað rasaði maður út eins og
aðrir, en það gekk yfir á tveimur árum eða svo,
þegar ég var um tvítugt."
— Hvernig veröu frístundum þínum — svona
að frátöldu því aö vera með syninum?
Oswald litli hafði verið til skiptis í fangi föður
síns og móður á meðan á viðtali okkar Davíðs
stóð og það fór ekki milli mála hve stóru hlut-
verki hann gegnir í lífi foreldranna. Mig renndi
því í grun, að eftir tilkomu hans hefðu tómstund-
ir Davíðs tekið nokkrum áShckaskiptum. Hinn
stolti faðir horfði á son sinn með glampa í aug-
um, á meðan hann svaraði spurningunni.
„Auðvitað breyttist þetta óskaplega mikið við
fæðingu þessa litla manns hérna. Nú finnst mér
ekkert jafnstórkostlegt og að vera með honum.
Hins vegar er ég mikill áhugamaður um flug,
eins og ég sagði þér, og ég er á kafi í Flugsögufé-
laginu. Ég hef mjög gaman af alls kyns grúski.
Hér áður fyrr náði áhuginn yfir sagnfræði al-
mennt — ekki eingöngu sögu flugsins. En núna
hefur sonur minn meira aðdráttarafl."
HRÆÐIST EKKI DAUÐANN
— Davíð, hefur nálœgðin við dauðann ekki
DAVÍÐ
ÓSVALDSSON
ÚTFARARSTJÓRI
í HP-VIÐTALI
áhrif á líf þitt?
„Því er ekki að neita að maður hefur annað
viðhorf til dauðans en flest fólk og það gerir auð-
vitað nálægðin. Mér finnst þetta jákvætt fyrir
mig, þó það komi einnig á móti að erfitt er að
horfa upp á vanlíðan fólks, sem oft er mitt hlut-
skipti í þessu starfi. Hið jákvæða er hins vegar
það, að maður er sífellt minntur á að við erum
qU dauðleg. Það verður til þess að hægja á
manni í kapphlaupiííii G£ :í.rcKa að veraldlega
hluti tekur maður ekki með sér yfir í annau IlL“
— Hrœðist þú dauðann?
„Nei. Ég er ekki hræddur."
— En þér var brugðið, þegar óvíst var um líf
sonarins — eins og gefur að skilja?
Nú greip Guðný fram í fyrir bónda sínum og
sagði: „Það hefði eiginlega frekar átt að leggja
hann inn á spítalann en mig. Hann var gjörsam-
lega miður sína á þessum tíma.“ Og svo brosti
hún til Davíðs og rétti honum frumburðinn, sem
teygði hendurnar í átt til föður síns.
„Ég get tæpast lýst því hvílíkur léttir það var,
þegar ljóst var að veikindin höfðu ekki haft nein
áhrif á kútinn litla. Þegar Þóra lyfti honum upp,
hugsaði ég nú sem svo, að það gæti verið ansans
ári gaman að vera fæðingarlæknir í einhvern
tíma. Það var mikið gleðiefni að vera viðstaddur
komu lífs í heiminn svona til tilbreytingar.“
— / lokin langar mig aö spyrja þig hvort þú
verðir var við þá sem eru í kistunum?
„Já, ég verð það. Það er oft eins og viðkom-
andi láti á einhvern óútskýranlegan hátt vita af
sér og það er mjög misjafnt andrúmsloft í jarðar-
förum. Mér finnst stundum eins og hinn látni
hafi hönd í bagga, þegar ég er að koma líkinu
fyrir í kistunni — einnig við athafnirnar. Ég á
samt erfitt með að lýsa þessu nákvæmlega.
Þetta er meira tilfinning en eitthvað, sem hægt
er að skilgreina.
Þó get ég tekið sem dæmi þegar við önnuð-
umst útför manns, sem þekktur var fyrir að vera
sífellt að grínast og gera mönnum góðlátlega
grikki. Við þá athöfn fór ýmislegt úrskeiðis, sem
aldrei hafði gerst áður, og við þóttumst vissir um
að hann væri að hrekkja okkur. Einnig kom það
einu sinni fyrir að orgelleikarinn gleymdi nótun-
um sínum í strætisvagninum á leiðinni í kirkj-
una. Nauðsynlegt var að bjarga þessu við og því
hófst jarðarförin ekki á réttum tíma. Mér var
ókunnugt um það fyrr en eftir á, að hinn látni
var víst þekktur fyrir að vera alltaf of seinn og
ættingjunum fannst töfin því dæmigerð fyrir
þennan einstakling."
— Gœlirðu enn við þá hugmynd að skipta um
atvinnugrein?
„Nei. Éftir fæðingu Oswalds er ég staðráðinn í
að halda þessu áfram."