Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 29
andi sem hér hefur komið fram verði að burðast með ónefnið Helgi hálfi? Ekki má segja um Steina dúx að hann hafi orðið fúx í lífinu, en tæpast þó matvinnungur. Matgogg- ur var hins vegar nafni hans, sem nauðugur gekk frá leifðu. Alltaf voru til í að fá sér smávegis snarl þeir Árni rúgbrauð og Viddi puisa. Sjaldan hefur nokkur átt jafn góðar stundir yfir dúkuðu borði og Einar matbros. Eiturlyfja og fíkniefna er neytt á margs konar lund, svo sem kunnugt er. Mikla hasspæa bakaði Guðni skítur, á meðan Stjáni gramm og Gunni moli létu sér nægja minni skammta. Fíknilyfjum fylgja glæpir eins og skuggi sól. Stebbi sem kall- aður var glæpur var annálað hrekkjusvín í þann tíð, en mun nú hafa horfið frá villu síns vegar. Engu er líkara en jörðin hafi gleypt hann Bubba þjóf, sem bjó í Skuggahverf- inu; nema hann sé fiuttur út á land? Fáir slagbrandar voru svo rammger- ir að þeir stæðust vopn Kidda kú- beins, en Ella kúbein er í raun og veru aðeins afbökun á Kolbeins. Gleðilegt er að heyra að Sæbbi rotta sér nú aftur orðinn nýtur þjóðfélags- þegn. LÓÐSAR OG ÞORSKABÍTAR Haiigrímur strandagraður var kynsterkastur einhleypingur í Strandasýslu fyrir margt iöngu, en eftir að hann kvæntist hefur hann fyrir orð tengdamóður sinnar reynt að láta kalla sig strandaglanna eða bara strandó! Á Hellissandi býr mikill sjarmör og heitir Haukur töfratippi, en kunnur hjónadjöfull í Reykjavík lætur sig hafa að kenna ekki mikilvægan líkamspart sinn við neina töfra. Munurinn á Siggu á bakinu og Gunnu stöng var sá að sú fyrrnefnda átti heima við Laugaveg- inn og rækti þar starf sitt, en sú síð- arnefnda lagði snörur sínar suður með sjó. Þá var Magga móðurtá frá náttúrunnar hendi gædd einstak- lega góðri gáfu til að gleðja karl- mannlega lund á síðkvöldum. Endalaust væri hægt að telja upp þá samferðamenn sem hafa hlotið viðurnefni. Enn hefur ekki verið minnst á Önund tréfót, Jón kópa, Pétur þríhross, Einar efnilega, Stebba á löppinni, Lalla bíó, Didda slólí, Óla sirkus, Palla kína, Palla spýtu, Sigga sífulla, Bjarna danska, Dóra bróður, Gudda sníp, Sigga bjólu, Jónas svafár, Gvend kúlu- penna, Jóa á hjóiinu og Óla skans, svo einhverjir séu nefndir. Heldur ekki á Ingu sjóveiku, afbökun úr ættarnafninu Zoéga. En ætli fram- angreind runa ætti ekki að nægja til að sýna svo ekki verður um villst að viðurnefnin, sem sum bera vott um mikla hugkvæmni uppfinninga- mannanna, lifa enn góðu lífi hér á landi, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr, og ekkert síður í stórum kaupstöðum en til sveita og í sjávar- plássum. Það má velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort viðurnefnin ís- lensku séu ekki eins konar vísir að ættarnöfnum eins og þau tíðkast í öðrum löndum. Hér hefur reyndar aldrei orðið algengt að barn tæki upp viðurnefni föður síns, en þó má minna á að í Hafnarfirði var til fjöl- skylda, þar sem fyrirvinnan var lóðs, svo og húsfreyjan, börn þeirra hjóna og barnabörn. Greinarhöfundur þakkar samt sínum sæla fyrir að þurfa ekki að burðast með viðurnefni ættföður síns, sem kallaður var þorskabítur. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9-21 l\IEMA SUNNUDAGA FRÁKL. 11-18 í TILEFNI DAGSINS BJÓÐUM VIÐ 20% HÁTÍÐARAFSLÁTT AF ÖLLUM KÖKUM FRAM YFIR HELGI bravið I dag opnar að Hraunbergi 4 (gegnt Gerðubergi) í Breiðholti, BAKARÍIÐ BRAUÐBERG. Brauðberg er eitt glœsilegasta bakarí/konditori ó landinu, með íullkomnustu tœki og sérhannaða danska innréttingu sem ó sér enga hliðstœðu hérlendis. Á boðstólum verða ilmandi brauð og íógœtar kökur, bakaðar at kökugerðar- meisturum Brauðbergs. Einnig flest annað sem gott bakarí getur boðið og að auki mjólkurvörur í úrvali. Við vekjum sérstaka athygli ó opnunartímanum, en við opnum kl. 7:45 mónudaga - föstudaga. Opið sem her segir: Mónudaga - föstudaga 7:45-18:00 Laugardaga 9:00-16:00 Sunnudaga 10:00-16:00 Hraunbergi 4, 111 Rv(k. s 77272 BAKARI K0NDIT0RI HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.