Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 30
LEIÐARVISIR HELGARINNAR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins „Ég ætla austur yfir helgina — austur í Landbrot og renna fyrir sjó- birting. Ég fer með erlendum kunningjum mínum og það verður ærinn starfi. Kem ekki í bæinn fyrr en á sunnudag aftur. Það er afar gott að komast frá hvunndagserlin- um og geta slakað á útí náttúrunni stöku sinnum. Maður verður að slaka á frá fjölmiðlum og vinnu endrum og eins í góðra vina hópi." SÝNINGAR ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. GALLERl ISLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Sýningin Reykjavík í myndlist þar sem 60 Reykjavíkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningin er opin kl. 14—22. Sýn- ingin Reykjavík í 200 ár opin til 28. sept. LISTASAFN HÁSKÓLA ÍSLANDS, í Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. GALLERl BORG Harpa Björnsdóttir sýnir 20 myndir unnar með þlandaðri tækni. Sýningin stendur frá 18. september til mánaðamóta og er opin frá 10—18 virka daga en 14—18 um helgar. Harpa Björnsdóttir er fædd árið 1955 og lauk námi frá Nýlistadeild Mynd- lista- og handlðaskóla íslands 1981. Harpa málar og vinnur I grafík, myndir af konum og körlum, fuglum og fiskum, sem á stundum renna saman við mann- skepnuna og verða að táknmyndum um tvíeðli, erótík og afl skáldskaparins. EDEN HVERAGERÐI G.R. Lúðvíksson hefur opnað sína 13. myndlistarsýningu í Eden Hveragerði. Sýningin stendur til 7. okt. G.R. Lúðvíks- son sýnir þar olíu, vatnslitamyndir ásamt skúlptúrum úr rúgmjöli og grjótskúlptúr. GALLERf LANGBRÓK Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12—18, laugardaga frá kl. 12—16. NÝLISTASAFNIÐ Sýning Ástu Ólafsdóttur á málverkum, skúlptúr, hljóðinnsetningu, myndbönd- um o.fl. hefur verið framlengd fram á laugardagskvöld. Hún er opin frá kl.; 16—20 virka daga, en frá kl. 14—20 á laugardag. NORRÆNA HÚSIÐ Laugardaginn 27. september verður opn- uð sýning á verkum norska málarans Edvard Munch og stendur hún yfir til 2. nóvember. Hún er opin daglega frá kl. 14—19. Sunnudaginn 28. september kl. 17 heldur forstöðumaður Munchsafnsins í Osló, Arne Eggum, fyrirlestur með lit- skyggnum um Edvard Munch og list hans. GULLNI HANINN í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur heldur Sólveig Eggerz sýningu á Reykja- víkurmyndum í húsakynnum veitinga- hússins Gullna hanans að Laugavegi 178. Hún er opin frá kl. 11.30—14.30 og frá kl. 18 alla daga en lokað er ( hádeginu á sunnudögum. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er op- inn daglega frá kl. 10—17. GALLERl GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERÍ GRJÓT Samsýning. Jónina Guðnadóttir, kera- mík; Ragnheiður Jónsdóttir, grafík; Þor- björg Höskuldsdóttir, málverk; örn Þor- steinsson, málverk; Magnús Tómasson, málverk; Steinunn Þórarinsdóttir, skúlpt- úr og Ófeigur Björnsson, skartgripir og skúlptúr. Opið virka daga kl. 12—18. MOKKA-KAFFI Hafin er sýning á sérhannaðri prjónavöru Ólafar Sigurðardóttur (Lóu). Sýningin stendur yfir í september. INGÓLFSBRUNNUR Um þessar mundir stendur yfir Ijós- myndasýning Jóns Júlíusar, sem standa mun yfir til 10. október. Opið 8—18. CAFÉ GESTUR Nú hangir á veggjum sýning Axels Jó- hannssonar, sem hann kallar einfaldlega „Skissur". Opið daglega á virkum dögum frá 11—00.30, en til 2.30 um helgar. ÁRBÆJARSAFNIÐ Safnið er opið 13.30—18 alla daga nema mánudaga. ÁSGRfMSSAFN Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga 13.30—16. LEIKHÚS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Verkefni í áskrift eru: „Uppreisnin á Isa- firði" eftir Ragnar Arnalds, „Tosca" eftir Puccini, „Aurasálin" eftir Moliére, „Ball- ett" eftir Jochen Ulrich, „Rúmúlus mikli" eftir Durrenmatt, „Yerma" eftir F.G. Lorca og „Lend me a tenor" eftir Ken Ludwig. Verð pr. sæti kr. 3200. Miðasala kl. 13.15-20. Sími 11200. — Uppreisnin á ísafirði er frumsýnt á föstudag, önnur sýning laugardag, sú þriðja sunnudag. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Nú er verið að sýna Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson og Upp með teppið, Sól- mundur! eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Og á morgun (26. sept.) hefjast aftur sýn- ingar á leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Svartfugli, skáldsögu Gunnars Gunnars- sonar um Sjöundármorðin og réttarhöld- in sem þeim fylgdu. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og samdi hún einnig leik- handrit. Leikmynd og búninga hannaði Steinþór Sigurðsson. Tónlist er eftir Jón Þórarinsson. Lýsingu annast David Walters. Með helstu hlutverk fara: Jakob Þór Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Soffía Jakobs- dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Kjartan Ragn- arsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Gísli Halldórsson, Gísli Rúnar Jónsson, Stein- dór Hjörleifsson, Guðmundur Rálsson, Sigurður Karlsson, Valgerður Dan, Karl Guðmundsson og Margrét Helga Jó- hannsdóttir. VIÐBURÐIR BUBBI OG MX21 Samkvæmt okkar kokkabókum lýkur hringferð Bubba og félaga með ærlegum dansleik ÍKeflavík nú á föstudagskvöldið, 26. september. Samkvæmt sömu bókum voru hljómleikar Bubba með gítar, munn- hörpu og rödd á Hólmavík á miðvikudag síðustu opinberu tónleikar Bubba í því formi að sinni! NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR Á laugardag kl. 14.30 leikur Sinfóníu- hljómsveit islands í Háskólabíói. Stjórn- andi er Páll R Pálsson og verða tekin fyrir verk eftir Abrahamsen, Kalevi Aho og John Speight. Sama dag kl. 17 verður framin elektr- ónísk tónlist í.Norræna husinu. Verk eftir Enström, Fersen/Rudi, Romanowsky, Sermiia og Þorstein Hauksson. Á sunnudag kl. 16 leikur Anna Áslaug Ragnarsdóttir á píanó að Kjarvalsstöðum verk eftir Nörgaard, Rasmussen, Nör- holm, Nevanlinnaog Hjálmar H. Ragnars- son. Sama dag kl. 20.30 í Bústaðakirkju gef- ur að hlýða á Electric Phoenix. Á mánudag kl. 17 ættu unnendur fær- eyskrar tónlistar að mæta til leiks ( Nor- ræna húsið. Kl. 20.30 um kvöldið verður mikið að gerast í Langholtskirkju, því þá verður framin kórtónlist og koma fram Hamrahlíðarkórinn, Langholtskirkjukór- inn og Hljómeyki. Verk eftir Lorentzen, Jennefelt, Rautavaara og Werle. Á þriðjudag leika Kammersveit Reykja- víkur og Musica Nova á Kjarvalsstöðum frá kl. 20.30. Stjórnandi Miklos Maros. LABBAÐU OG HANA NÚ! Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 27. september. Lagt af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Garðar bæjarins skarta haustlitum. Bú- ið ykkur vel. Markmið göngunnar: Sam- vera, súrefni, hreyfing. Allir aldurshópar. Nýlegað molakaffi. NÁMSTEFNA Iðntæknistofnun hef ur ákveðið að efna til námstefnu um nýja tækni í iðnaði. Nám- stefnan verður haldin föstudaginn 26. september að Borgartúni 6 (gömlu rúg- brauðsgerðinni). Námstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja. Námstefnan tengist verkefni sem Raf- tæknideild Iðntæknistofnunar vinnur að í samvinnu við Iðnþróunarsjóð og nefnist „Ný tækni í iðnaði". FUNDUR UM DÆGURLAGATEXTA Nú á laugardaginn verður fyrsti fundur Félags áhugamanna um bókmenntir á þessu hausti. Fundarefnið er óvenjulegt eins og þykir við hæfi: Textar fslenskra dægurlaga. Hvernig hafa þeir þróast undanfarinn áratug eða svo? Hvernig eru þeir núna? Hvernig líta textahöfundar á sig? Hvernig líta bókmenntamenn á þessa texta? Þrjú framsöguerindi verða flutt: Andrea Jónsdóttir og Mörður Árnason lýsa þróun síðustu ára og meta stöðuna núna. Indriði G. Þorsteinsson talar sem gagnrýnandi og Valgeir Guðjónsson sem textaskáld. Fundarstjóri er Vilborg Dag- bjartsdóttir. Fundurinn verður haldinn ( Odda, næsta húsi við Norræna húsið, ( salnum glæsilega á fyrstu hæð. Hann hefst klukk- an tvö eftir hádegi, klukkan 14.00, laugar- daginn 27. september. FOLD '86 Um helgar er nú mikið að gera f Vatns- mýrinni, því þar fer nú fram ýmiss konar þjóðleg iðja, séríslenskar uppákomur í námunda við torfhús og önnur torfverk. Um næstu helgi, laugardag og sunnudag frá kl. 15, getur að líta bardagalist, glímu, bogfimi og jafnvel fallhlífarstökk. Auk þess sviðsverkið Seifur. Fjör fram eftir kvöldi. BIÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBÍÓ Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Þessi mynd Spielbergs fær hjá okkur einkunnina „Látlaus, fögur, hrífandi, mjög góð, kvikmyndataka frábær, sömuleiðis klippingin, tónlist Quincy Jones og leikur, þar sem Whoopy Goldberg rfs hæst, að öðrum ólöstuðum..." Sýnd kl. 5 og 9 í sal 1. KynKfsgamanmál á Jónsmessunótt (A Midsummer night's sex comedy) Eitt af virtustu meistaraverkum Woody Allens mætt til leiks á íslandi — að v(su enn án íslensks texta, hvort sem Sverri l(k- ar betur eða verr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 ( sal 2. Cobra Stallone í sal 3 kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir þá sem eru 16 ára og eldri... BIÓHÖLLIN Eftir miðnætti (After hours) Grínmynd Martins Scorsese, sem hlotið hefur góða dóma. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Poltergeist 2: Hin hliðin ★★★ Hryllingurinn sem margir biðu eftir. Þó svo að Fbltergeist II jafnist e.t.v. ekki á við fyrirrennara sinn hvað frumleik og mark- sækni handritsgerðarinnar varðar, þá bregst hún svo sannarlega ekki vænting- um áhorfenda sinna varðandi framan- greint. Myndmál hennar er svo kraftmik- ið, að við komumst engan veginn hjá því að hrífast með, hversu fjarstæðukenndur sem söguþráðurinn annars kann að virð- ast. Ftoltergeist er fyrst og fremst veisla fyrir augað. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Svikamyllan (Raw deal) ★ Spennumynd með Arnold kraftajötni Schwarzenegger undir handleiðslu leik- stjórans John Irvins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Fyndið fólk í bíó (You're in the Movies) Sjálfstætt framhald hinna myndanna þar sem illgjarnir og hugmyndaríkir menn rýja aðra menn á förnum vegi öllu sjálfs- áliti og -virðingu. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5 og 9. Myrkrahöfðinginn (Legend) ★★★ Stórmynd leikstjórans Ridley Scott (Ali- en) með Tom Cruise og Tim Curry í farar- broddi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Villikettirnir Sýnd kl. 7 og 11. Barnasýningar laugardag og sunnudag kl. 3 í öllum söl- um. BfÚHÚSIÐ Á fullri ferð í L.A. (To live and die in LA) ★★★ Leikstjóri er William Friedkin en í aðal- hlutverki er William Retersen. Sjá Lista- póst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Skógarlíf (Jungle book) Barnasýning kl. 3 á sunnudag HÁSKÓLABfÓ Þeir bestu (Top Gun) ★★★ „Top Gun er á margan hátt dásamleg kvikmynd og einkum fyrir þá sök, að hún getur skoðast sem skólabókardæmi um það, hvernig staðið skuli að gerð áhrifa- ríkrar áróðurskvikmyndar fyrir nánar til- tekinn málstað." Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.15. LAUGARÁSBÍÓ Salur A Rottufangi i Dallas (Hostage in Dallas) Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er hér á ferðinni rottutryllir, sem gerist í borg J.R., vinabæ Davíðsborgar. Nátt- úrulífsmyndir af jörðu niðri — þeir sem vilja út fyrir bregði sér í sal B. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Lepparnir (Critters) ★★ Critters er ein af þessum myndum, sem maður getur engan veginn verið viss um hvort skoðast skuli sem skopstæling á sjálfum sér, eða hvort aðstandendum hafi í raun búið alvara í huga, og ætlað sér að koma í verk einhverju, sem um síðir reyndist þeim aldeilis um megn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur C Skuldafen (Money Pit) ★ Aðalhlutverk Tom Hanks og Shelley Long undir leikstjórn Richard Benjamins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Barnasýningar Kl. 3 í öllum sölum (Ronja ræningjadóttir kl. 2.45). REGNBOGINN Til varnar krúnunni (Defence of the realm) ★★★ „Hörkuþriller" segir Mrún. Yfirleitt veit hún hvað hún syngur, blessunin. Sýnd kl. 7, 9 og 11.15. BMX meistararnir ★ Hjólreiðamynd fyrir unglingana og kannski alla fjölskylduna ef því er að skipta. Sjá Listapóst. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Jekyll og Hyde aftur á ferð Grínmynd af klikkaðri sortinni. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15, og 11.15. Martröð á þjóðveginum (Hitcher) Roger Hauer og C. Thomas Howell leika undir stjórn Roberts Harmon. Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedíum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. STJÖRNUBÍÓ Salur A Algjört klúður (A fine mess) ★★ Enn einn farsinn frá Blake Edwards. Aðal- hlutverk eru í höndum Ted Danson og Richard Mulligans. Sjá Listapóst. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Salur B Karate Kid II Hinn mjóslegni og strákslegi Ralph Macchio þjarmar að japönskum löndum vinar síns Ftet Morita og er það alls ekki al- gjört klúður hjá þeim félögum. Sýnd kl. 3, 5 og 9. Ógleymanlegt sumar Leikstjóri er Jack Fisk en í aðalhlutverki er engin önnur en Sissy Spacek. Sýnd kl. 7 og 11. TÓNABÍÓ Hálendingurinn (Highlander) ★★ Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð börnum innan 16 ára. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.