Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST Á STOKKSNESI voru amer- ískir hermenn að mála þakplötur um daginn og voru þeir við verkið á túnbletti á stöðvarsvæðinu. Plöturnar voru málaðar brúnar. Að verki loknu kom í ljós, að at- gangurinn við verkið hafði verið þvílíkur, að talsvert hafði slest af brúnni málningu á grænt grasið. Þótti Bandaríkjamönnum hin mesta óprýði af brúnskellóttu grasinu þannig, að þeir gripu til þess snjallræðis að sprauta gras- blettinn — með grænni málningu. BOÐSKORT voru eilitið til um- fjöllunar á þessum stað fyrir tveimur blöðum eða svo. Við höldum áfram að fjalla um þennan merka málaflokk: Á ný- legu boðskorti frá nágrönnum okkar í húsgagnaversluninni Epal við Síðumúla mátti lesa þennan ofur frumlega texta: „Við frum- sýnum ný skrifstofuhúsgögn eftir Pétur B. Lúthersson kl. 17 fimmtu- daginn 30. október nk.“ Spurning hvað margir mættu í frumsýningarpartýið, sem að sjálf- sögðu hefur verið haldið eftir á ef að likum lætur. En að öllu gamni slepptu: Væntanlega bregðast menn úr öðrum geirum viðskipta- lífsins við með því að frumsýna til dæmis nýjar árgerðir bifreiða, frumsýna nýupptekna sendingu af kuldaúlpum, frumsýna breyttar umbúðir utan um súkkulaði, að maður tali nú ekki um frumsýn- ingu á gömlu kýrkjöti í nautakjöts- rekkum kjörbúðanna. Nú, svo má vel fara að tala um frumsýningar á fæðingardeildum spitalanna . . . VILHJÁLMUR Hjálmarsson, fyrrum ráðherra menntamála frá Brekku er maður orðheppinn. í sundlaugunum um daginn var mikið rætt um fall Stefáns Val- geirssonar og ósigur hans gegn Guðmundi Bjarnasyni í kosningun- um um 1. sæti í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Mönnum í heita SMARTSKOT pottinum varð tíðrætt um aðförina gegn Stefáni og einkum hugsan- legt sérframboð hans. Lengi vel mun Vilhjálmur ekki hafa lagt neitt til málanna. En að lokum sagði kempan frá Brekku: „Það er ein tilvísun úr Biblíunni sem ég hef aldrei skilið fyrr en nú. Og hún er svona: Hinir dauðu munu grafa hina dauðu.“ ÞAU TÍÐKAST nú hin breiðu hlaðborð. Arkarmenn austur í Hverageröi hafa til að mynda ákveðið að bjóða upp á svokall- aðan „brunch" að amerískum sið á milli klukkan ellefu og þrjú á sunnudögum í vetur. Og jDarna geta menn hæglega slegið um sig, því brönsinn — samsuða orðanna breakfast og lunch — inniheldur bæði heita og kalda rétti, osta, paté, ávexti og freyðivín. Og svo framarlega sem menn kaupa sér þennan bröns, fá þeir frían aðgang að sundlauginni og sauna stað- arins. Við bíðum með óþreyju eftir að sjá myndir af köldum hvitum kroppum tvista á sundlaugarbarm- inum með flösku í annarri hendi og vínberjaklasana í hinni, eða sem svarar til þykjustu Rómverja... FINNLAND verður í Evrópu næsta sunnudagskvöld, þ.e.a.s. á þeim nefndum skemmtistað við Borgartún, sem þetta haustið býður upp á svokölluð þjóðakvöld. Það ku vera hætt við fjöri, þvi varla verður annað i sérhönnuðu ittala glösunum en finlandia og svo það að mönnum verði kleift að hlaupa berrössuðum út i snjó- skaflana á eftir með hrís að berja úr sér hrollinn. „Þetta er bara ein leið til að standast samkeppni," segja menn úr bransanum þegar þeir eru inntir eftir því hvort svonalagað sé ekki einum of langt gengið ... I EINU afmælisblaða Þjóðviljans var viðtal við Magnús Torfa Ólafs- son fyrrverandi ritstjóra og sér- fræðing HP í erlendum málefnum, sem skýrði þar í fyrsta sinn frá því hvers vegna hann varð viðskila við Þjóðviljann í árslok 1962. „í odda skarst þegar ég hélt því fram að eigandi blaðsins, þá Sósíalista- flokkurinn, hlyti að sjálfsögðu að ráða ritstjóra, en ætti síðan að trúa ritstjóranum til að móta blað- inu ritstjórnarstefnu og ráða menn.“ Og „ég þóttist í þessu efni reka mig á vegg hjá ýmsum áhrifamiklum aðilum, sem af flokksins hálfu fjölluðu um útgáf- una. Þegar mér fannst ég ekki njóta þess stuðnings hjá meðrit- stjórum mínum sem ég hafði vænst, tók ég þá ákvörðun að segja upp störfum. . . Þetta mál snerist að mínum dómi um ákveðna grundvallarreglu, sjálf- stæði ritstjóra gagnvart útgefanda, burtséð frá því hverjir áttu í hlut." Einhvern veginn koma þessar túlkanir frá því fyrir aldarfjórðungi kunnuglega fyrir sjónir — og margt virðist lítt hafa breyst. HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Brot úr alþingisrímum Aftakan hefur farið fram, „Ég teldi þaö ákaflega óedlilegt ef mér en friður ríkir enginn. Stefán út með steyttan hramm yrdi velt úr fyrsta sœti." stikar afturgenginn. - KJARTAN JÓHANNSSON ÞINGMAÐUR í DV 5. Annar féll á öðrum stað, NÖVEMBER UM KOMANDI PRÚFKJÖR KRATA I örlög grimmust hreppti. REYKJANESKJÖRDÆMI. Upp menn reiddu egghvasst blað úr ávísanahefti. »,.» . Niðri. Eru fóstrurnar í fýlu? Pétur Axel Pétursson, 6 ára, skóladagheimilinu við Heiðargerði. „Nei. Þær eru alltaf í góðu skapi. En á leikskólanum sem ég var á voru þær stundum í fýlu." — Af hverju? ',,Æ, þær voru bara eitthvað í vondu skapi einhvern tímann, þegar börnin voru stundum óþekk. Þær voru að segja að við ættum að hætta að stríða." — En Pétur, nú ætla kannski allar fóstrurnar á öllum dagheimilunum að hætta vegna þess að þeim finnst launin ekki nógu góð. Hvað finnst þér um það? „Mér líst ekki nógu vel á það. (Af hverju?) Bara." — Finnst þér aö fóstrur séu alltaf blankar — eigi ekki nógu mikinn pening? „Þær eiga nú einhvern pening." — Heldur þú að það sé erfitt að passa ykkur börnin? „Það held ég nú. Það er stundum slagur hérna. (Bæði stelpur og strákar?) Já. Það er einn strákur sem er alltaf að berja stelpurnar." — Mundir þú vilja vinna við að passa börn þegar þú verður stór? „Nei. (Hvað myndir þú frekar vilja gera?) Ég vildi vera lögga, lögfræðingur, leikari og læknir. (Allt þetta í einu?) Nei, ég myndi hætta í einhverju og gera hitt." — Nú vilja fóstrur fá hærri laun. Finnst þér að fóstrur eigi að fá góð laun? „Hvað eru góð laun?" — Það er góð spurning. Heldur þú að þær eigi að fá meira en þær fá núna? „Já, Já." — Eiga fóstrur að fá t.d. eins mikið og borgarstjór- inn? „Nei... ekki svo mikið." — Hvað heldur þú að mamma þín myndi gera ef allar fóstrurnar hætta og barnaheimilunum yrði lokað? „Ef fóstrurnar myndu hætta þá myndi ég líka hætta hérna. Og fara eitthvað annað. Ég fer alltaf í skólann." — Gæti einhver annar passað þig ef fóstrurnar myndu hætta? „Þá myndi ég bara vera í skólanum. (En ef það er ekki hægt?) Þá flyt ég bara í annað land. (Hvaða land?) Bara eitt- hvað sem mamma vill." — Ef öllum barnaheimilum yrði lokað og þú gætir ekki verið allan tfmann f skólanum, heldur þú að mamma þín yrði að hætta að vinna? „Neeei. Þá lætur hún bara einhvern passa mig. (Bara ein- hvern?) Já." — En ef allar fóstrurnar hætta, heldur þú kannski að ráðherrarnir og borgarstjórinn myndu koma og passa ykkur? „Nei. (Af hverju?) Bara, þá hætti ég líka ef fóstrurnar myndu hætta." — Jafnvel þó að borgarstjórinn myndi koma og passa ykkur? „Þá myndi ég samt hætta. Hann myndi ekki koma. (Af hverju heldur þú það?) Því Reagan er kannski í einu landi og borgarstjórinn er f öðru landi og þeir eru alltaf einhvers staðar." — Þakka þér fyrir Pétur. Var þetta ekki bara gaman? „Jú, jú. Fínt." 260 fóstrur hjá rfkinu og Reykjavlkurborg sögðu upp um mánaöamótin með þriggja mánaða fyrirvara. Þetta eru um 80% þeirra fóstra er starfa á samtals 78 dagvistarheimilum þessara aðila, þar sem I gæslu eru um 4300 börn — auk þess sem 2000 börn eru á biðlista. Mikill skortur er á fóstrum og lökum launum um kennt, en byrjunarlaun þeirra eru 27.637 krónur. Eftir 18 ára starf hafa launin hækkað f tæpar 36 þúsund krónur. En hvað segja nánustu skjólstæðingar fóstranna — börnin sjálf? Við tókum einn 6 ára gutta tali. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.