Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn: Gunnar Smári
Egilsson.Friðrik Þór
Guðmundsson, Helgi Már
Arthursson, Jóhanna Sveins-
dóttir, Jónína Leósdóttir og
Óskar Guðmundsson.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ólafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471).
Guðrún Geirsdóttir.
Afgreiðsla:
Berglind Nanna Burknadóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
gðisyfirvöld eiga leikinn
LEIÐARI
AIDS: Heilbri
Ólafur Ólafsson landlæknir kom ný-
lega fram í sjónvarpsviðtali og lagði fram
nýjar og uggvænlegar upplýsingar um
útbreiðslu AIDS-veirunnar. Meðal annars
kom fram í máli landlæknis að tveir ein-
staklingar, karl og kona, sem hafa AIDS-
veiruna í blóði sínu samkvæmt mæling-
um, og eru bæði eiturlyfjaneytendur,
hafa að öllum líkindum smitað tugi ís-
lendinga og þar á meðal ungt fólk sem
ekki telst til hefðbundinna áhættuhópa
þegar alnæmi er annars vegar.
Ólafur Ólafsson landlæknir segir í við-
tali sem birtist í HP í dag, að ungt fólk
álíti, að ef það tilheyrir ekki áhættuhóp-
unum hommum eða sprautusjúklingum,
sé það varið gegn veirunni. Landlæknir
bendir á að svo sé ekki. AIDS-veiran sé
farin að breiða sig út fyrir fyrrnefnda
áhættuhópa og því verði ungt fólk að
endurskoða kynlífshegðan sína í Ijósi
nýrra staðreynda um útbreiðslu veirunn-
ar.
Helgarpósturinn birtir ennfremur í dag
ítarlegt viðtal við íslenskan karlmann
sem smitast hefur af AIDS. I viðtalinu
kemur fram að hann telur sig hafa smit-
ast af kvæntum manni. Sú fullyrðing
segir sína sögu. í viðtalinu kemur einnig
frma að hommar sem búa í hjónabandi
eða hafa samræði við konur, mynda nýj-
an áhættuhóp sem sýkir fjölda einstakl-
inga.
Tveir nafngreindir aðilar í Samtökun-
um 78 segja við Helgarpóstinn að stuðla
þurfi að samvinnu Samtakanna og heil-
brigðisyfirvalda um upplýsingu um sjúk-
dóminn AIDS og hvernig beri að standa
að forvörnum. Meðlimir Samtakanna 78
benda á, að almenningur í landinu svo
og fjölmiðlar hafi tilhneigingu að líta á
samkynhneigða sem hina holdsveiku
menn nútímans. Þeir benda ennfremur
á, að lítið sem ekkert sé gert fyrir smitaða
menn og sjúka og þeim ekki veitt nægi-
leg geðræn og félagsleg aðstoð.
Öllum þeim sem Helgarpósturinn hef-
ur rætt við í umfjöllun blaðsins um AIDS,
ber saman um að fjárveiting heilbrigðis-
yfirvalda til upplýsinga og forvarna sjúk-
dóminum sé allt of lág og gera verði rót-
tæka breytingu þar á og það fljótt. Helg-
arpósturinn tekur undir þessa skoðun.
AIDS-veiran er komin til íslands. Það
þýðir ekki lengur að stinga hausnum í
sandinn og segja: Þetta hendir ekki mig.
AIDS er ekki lengur einkasjúkdómur
homma og sprautusjúklinga.
Við verðum að bregðast við þessum
vágesti þegar í stað. Ólafur Ólafsson
landlæknir hefur sýnt lofsamlegt fram-
tak með því að vekja athygli á útbreiðslu-
hættunni og hann á einnig þakkir skildar
fyrir þá miklu upplýsingaherferð sem
embættið hefur skipulagt fyrir skóla og
vinnustaði. íslensk heilbrigðisyfirvöld
verða að koma á móti þessum góða hug
og dugnaði landlæknis með aukinni fjár-
veitingu.
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
Um leiklistar-
gagnrýni
í Helgarpóstinum þ. 23.10/86 er
„leiklistargagnrýni" skrifuð af Elísa-
betu Brekkan um sýningu Hlað-
varpans á „Veruleika".
Það er alltaf gaman að sjá ný and-
lit í umf jöllun um menningu og listir,
því maður lifir í þeirri von að fram
komi fólk sem vill vanda sig við að
gagnrýna, þ.e. að rýna í gegnum
verkið, setja það í samhengi við
þann samfélagsveruleika sem það
gerist í, og í leiklist að rýna í gegn-
um vinnu leikara, leikstjóra og
tæknifólks, sem gerir leikrit að leik-
sýningu.
Eitt af þeim vandamálum sem
leiklistin á við að etja er að leiklist-
argagnrýnendum hættir oft til að
vera of uppteknir af verkinu sem
þeir sjá og gleyma þessum síðast-
nefnda þætti, sem þó gefur leikriti
líf. Þetta á jafnvel oft við um okkar
reyndustu og elstu gagnrýnendur,
en við því er, að okkur skilst, ekkert
hægt að gera.
Því miður er þetta svo algengt að
nýir gagnrýnendur þekkja svo til
aðeins þessar fyrirmyndir að vinnu-
brögðum. Þegar Elísabet Brekkan
skrifar um „Veruleika" virðist hún
allavega ekki þekkja aðrar aðferðir.
Hún segir efnislega frá verkinu, eins
og hún hafi lesið það og sé að semja
útdrátt.
Við lestur gagnrýni hennar er
hvergi hægt að merkja að hún hafi
verið á leiksýningu. Svona vinnu-
brögð hafa enga þýðingu fyrir leik-
hópinn sem þarf að fá faglega úttekt
á vinnu sinni. Álit utanaðkomandi
aðila er mikilvægt fyrir leikara sem
vilja læra af mistökum og vita hvað
vel er gert svo þeir geti unnið úr
upplýsingunum og þroskast í list-
grein sinni.
„Leiklistargagnrýni" Elísabetar
sem líkist bókmenntagagnrýni, sem
hún er þó ekki afþví Elísabet kýs
eingöngu að rekja efni verksins,
segir okkur ekkert um leiksýning-
una sem hún sá, eða hvað? Fékk
hún kannski bara handritið lánað
áður en hún skrifaði?. Hafa lesendur
Helgarpóstsins einhverja sönnun á
því að leiksýning hafi átt sér stað?
Hvað finnst eiginlega ritstjórum
blaðsins um svona vinnubrögð? í
þágu og þjónustu hverra eru þau lát-
in viðgangast? Leikhússfólks?
Áhorfenda? Metnaðar blaðsins?
Gudný Helgadóttir
Ragnheidur Trygguadóttir
Súsanna Suauarsdóttir
P.S. Nína er ekki skilnaðarbarn. For-
eldrar hennar skildu fyrir fimm ár-
um. Pabbinn fékk þann gráa og
yngdi upp. Allt voðaiega venjulegt.
Nafnabrengl
Lúdvík en
ekki Sverrir
Þau leiðu mistök urðu í dálkum
Listapóstsins í síðasta tölublaði að
nöfn Sverris Kristjánssonar og Lúð-
ÍÞRÓTTIR
Hætti sem hetja
Það er farin að færast harka í spá-
keppni fjölmiðlanna. í síðustu viku
var aðalspámaður Þjóðviljans rek-
inn fyrir slælega frammistöðu og
kvaddi hann á tilheyrandi hátt því
hann náði bestum árangri spá-
manna að þessu sinni — með 9
rétta. Um Ieið komst Þjóðviljinn af
kuldalegum botninum. Staðan á
toppnum breyttist lítið, þeir bestu
voru allir með 7 rétta, en DV virðist
ætla að dragast aftur úr. í fyrsta sæti
er enn Bylgjan rneð 39 rétta, en
Heigarpósturinn og Ríkisútvarpið
með 38 rétta, Dagur er með 37,
Mogginn með 36 og DV 34, en lest-
ina reka Þjóðviljinn með 31 og Tím-
inn með aðeins 28. Það eru því 11
réttir á milli efsta og neðsta sætis. í
keppni HP og AB er staðan nú 32:31
fyrir AB.
Næsta vika er sprengivika ís-
lenskra getrauna og því um að gera
að íhuga seðilinn vel, því nú er pott-
urinn óvenju stór. Um leið birtist sú
nýbreytni að hafa einn leik úr þýsku
knattspyrnunni í dæminu. Eftir áfall
Sigurvinssonlausra Stuttgarts-
slökunaræfingar
Sallraeðistoöin
UERDU
SLÖKUNARTÆKNI
Snœlda og bœklingur fást í
bóka- og hljómplötudeildum
um allt land.
DREIFING KREATOR SÍMI 687075
víks Kristjánssonar brengluðust í
vinnslu greinar um íslenska sjávar-
hætti þess síðarnefnda. í greininni
stóð að Sverrir væri höfundur
verksins, sem er vitaskuld rangt.
Lúðvík Kristjánsson hefur unnið að
þessu yfirgripsmikla verki og á allan
heiður af tilurð þess. Hann hefur
helgað hátt í sextíu ár ævi sinnar í
vísindarannsóknir á íslenskum sjáv-
arháttum, sem núna hafa skilað
landsmönnum fimm bindum af
fróðleik um þennan snara þátt í lífi
og lífsafkomu þjóðarinnar. Loka-
bindið kemur út hjá Menningarsjóði
á morgun. Þess má geta að þá fer
fram athöfn í húsakynnum Menn-
ingarsjóðs, þar sem Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
mun heiðra Lúðvík fyrir fræði-
mennsku sína á sviði sjávarhátta.
Helgarpósturinn óskar Lúðvík til
hamingju með þessi tímamót í
fræðimennsku sinni, um leið og
blaðið biður hann velvirðingar á
nafnabrenglinu í síðasta blaði.
Ritstj.
Athugasemd
í smáfrétt í síðasta Helgarpósti
greindum við frá því, að Friðrik Páls-
son forstjóri SH og Magnús Gunn-
manna um síðustu helgi og stórsigur
W. Bremen á hálf Eðvaldssonlaus-
um Uerdingenmönnum mætti ætla
að valið þar væri öruggur útisigur,
en ég vel öruggt jafntefli. Seðillinn
er að öðru leyti nokkuð erfiður að
þessu sinni, aðeins leikur Everton
og Chelsea getur talist sæmilega
borðleggjandi. Sem fyrr fylgir hinni
einföldu spáröð 64-raða kerfi, þar
sem er að finna 6 aukamerki. Gangi
ykkur vel!
LEIKVIKA 12 Leikir 8. nóvembnr 1906 K
1 X 2
1 Stumnrt - W.Mdor fírcrnen 2 Coventry - Nott'm Foicr.t 3 fvoiton - ('holson i $
4 1 rieoster - f Jowcnstle 5 Mnn. City - Ar.ton Villn G Norwich - Tottonham J • 1 X •
7 Oxford - Mnn. United 8 O.P.R. - l.ivcrpool 9 Shcíf. VVed. - Southarnpton 1 tx • a.
10 Wntford - Charlton 11 Wimblodon - Lnton 12 nirmingham - Oldham 1 1 •
arsson hjá SIF hafi verið þess letj-
andi, að stofnaður yrði fiskmarkað-
ur í Reykjavík og reynt að koma
þeim sjónarmiðum á framfæri við
borgarstjóra.
Friðrik Pálsson hefur óskað eftir
því við Helgarpóstinn, að fram
komi, að þetta sé rangt og hvorki
hann né Magnús hafi reynt að hafa
áhrif á gang málsins í Reykjavík.
Hins vegar tók Friðrik fram, að
hann væri hlynntur stofnun frjáls
fiskmarkaðar í Reykjavík.
Helgarpósturinn birtir þessa leið-
réttingu hér með, en við tökum að
sjálfsögðu fram, að þessu var varp-
að fram sem tilgátu enda sagt, að
„hermt væri“ o.s.frv.
-Ritstj.
LAUSNIR Á
SKÁK-
ÞRAUT
Til þess að hægt sé að svína tígli
tvisvar og síðan komast inn í borð-
ið svo hægt sé að taka á fjórða tíg-
ulinn, þá verðum við að gera sér-
stakar ráðstafanir. Þetta er vanda-
laust ef laufið er skipt 3-2, en ef
það liggur 4-1, þá verðum við að
vera viðbúnir því. Til þess að
tryggja sig gegn háu einspili aust-
urs (tíunni eða áttunni), þá látum
við fyrst laufaníuna, sem við tök-
um með gosanum. Þá svínum við
tíglinum og látum níuna, sem vest-
ur mun taka. Hann lætur sjálfsagt
lauf. Borðið tekur á kónginn og í
hann kösturn við dömunni úr því
að austur er laufalaus. Þá er tígli
svínað aftur og tían hélt. Tígulásn-
um spilað og þá féll kóngur aust-
urs. Laufinu svínað og fjórði tíg-
ullinn tekinn. Fimm slagir í laufi,
þrír í tígli og einn í spaða, gera
samtals níu slagi og þarmeð er
þrautin unnin.
Þannig voru öll spilin:
♦ 10-6-5-3
Q _
O G-7-4-3
+ Á-K-G-7-2
♦ K-G-8-4
CÁ-7
O D-8-2
+ 10-6-5-4
♦ Á-9
♦ D-7-2
7 D-10-8-6-3-2
OK-6-5
+ 8
K-G-9-5-4
O Á-10-9
+ D-9-3
10 HELGARPÓSTURINN