Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 19

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 19
u ■ ýlega var haldið þing íþróttasambands ísiands og virð- ast atburðir þar ætla að draga dilk á eftir sér. Ýmsum þeim, sem höfðu horn í síðu framkvæmdastjóra sam- bandsins, Sigurðar Magnússonar, þótti þar mælirinn fyiltur og Sigurð- ur beinlínis sýna af sér dónaskap við þingheim á ýmsan hátt — meðal annars er hann gagnrýndi óvægi- lega starfsmann sambandsins og flutti óundirbúnar munnlegar tillög- ur. Nú heyrum við að stjórn sam- bandsins hafi borist áskoranir frá Ungmennasambandi Kjalarnes- þings og Ungmennasambandi Borgarfjarðar um að Sigurði verði sagt upp og fylgir sögunni að ef þetta dugir ekki til, verði farið út í allsherjar undirskriftasöfnun. Ýmis sérsambönd munu þegar hafa dreg- ið úr samskiptum sínum við aðal- stöðvar ÍSÍ og leita frekar eftir fyrir- gi^iðslu hjá Ungmennasamþandi íslands. . . « l kjölfar hinnar dramatísku út- göngu Stefáns Valgeirssonar og Norður-Þingeyinga af kjördæmis- fundi Framsóknarflokksins á Húsa- vík á dögunum er allt komið á för og flaug um héruð nyrðra. Undirtektir undir sérframboð hafa verið mjög góðar. Athyglisvert þykir að Stefán hefur stillt þessu máli pólitískt upp: Framsóknarflokkurinn sé að breyt- ast í þéttbýlisflokk. Því til staðfest- ingar sé formaður flokksins Stein- grímur Hermannsson að flytja sig suður í Reykjanes til framboðs. 1 öðru lagi sé flokksforystan í sama tilgangi með puttana í framboðs- málum í Norðurlandi eystra og hafi barist á móti Stefáni nyrðra. Hér sé um meðvitaða áherslubreytingu að ræða, — að breyta dreifbýlisflokkn- um fyrrverandi í þéttbýlisflokk. Og síðan leggja menn saman tvo og tvo og fá það út, að mikil þörf sé á dreif- býlisflokki í stað Framsóknarflokks- ins. Þess vegna þurfi ekki endilega að líta á hugsanlegt sérframboð í Norðurlandi eystra einangrað. Áhugamenn um sérframboðið hafa þegar haft samband við óánægða framsóknarmenn í Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum og þar ku vera nokkur hljómgrunnur fyrir hliðstæðum sérframboðum. Ingólf- ur Guðnason á Hvammstanga, sem var með sérstakt framboð við síðustu alþingiskosningar hefur ver- ið nefndur til þessarar sögu og herma heimildir nyrðra að hér gæti allt að eins verið í fæðingu nýr stjórnmálaflokkur, Dreifbýlis- flokkurinn. .. LÁTID OKKUR TAKA BETRI MYND TRONUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 54207 BJARNI JÖNSSON LJÓSMYNDARI VATN SMIÐSTÖÐVAR afkastamiklar og fyrirferðarlitlar. 12 og 24 volta fyrir bifreiðir, vinnuvélar og báta. Aðeins kr. 6.800- Bosch miðstöðvarmótorar 24ra volta fyrir Man, Benz o.fl. Þyrill s.f. Tangarhöfða 7 2. hæð Sími 685690 Mildur hárlitur ENNTASKOLII ISLANDS 1 Sími: 27644 Box 1464 121 Reykjavík <A Handmenntaskóii Islands er fimm ára gömul stofnun, i sem yfir 1100 nemendur hafa stundað nám við. Skólinn býður upp á kennslu í teiknun og máluny skrautskrift og barnateikninau og föndri í BREFASKOLAFORMI. Þú I færð sena verlcefni frá okkur og lausnir þínar verða leið- j réttar og sendar þér aftur. Innritun í skólann fer fram fyrstu viku hvers mánaðar. Þeir sem enn hafa ekki beðið um kynningarrit skólans, geta fyllt út nafn og heimilis- I fang hér að neðan og sent skólanum eða hringt í síma I 27644 milli kl. 14 og 16. (Ath. fastur símatími). Hér er tækifærið sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þess- | ar ofannefndu greinar á auðveldan og skemmtilegan . hátt. Þú getur þetta líka. Ég óska eftir aö fá sent kynningarrit HMI mér aö kostnaöarlausu Nafn................................... Heimilisfang............................ i HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.