Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 23

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 23
/ árdaga vídeóvœbingar lands- byggdarinnar vard mönnum einkar tíörœtt um, hversu stór hluturýmis- konar ofbeldismynda var í úrvali þess myndefnis, er myndbandaleig- ur höfðu á boöstólum. Síðan hefur umrœða sá einhverra hluta vegna lognast útaf, eða öllu heldur drukknað í fjölmiðlafári því, er dun- ið hefur yfir landsmenn á liðnum misserum. Máliö hefur s.s. öðru fremur og nœr einvörðungu snúist um tœknilegar forsendur fjölmiðla- byltingarinnar (fjölda nýrra rása, vandkvæði er varða uppbyggingu dreifikerfa, afruglara ýmiskonar og gervitunglafjarskipti) á kostnað gagngerrar umrœðu um eðli og eig- inleika þess dagskrárefnis, sem boð- ið er uppá í þessum miðlum. Þegar litið er yfir myndefni það, sem myndbandaleigur höfuðborg- arsvæðisins hafa uppá að bjóða, og einkum ef mið er tekið af vinsælda- listum téðra útleigumiðstöðva, kem- ur óðara í ljós hvers kyns myndefni það er, sem fólk sækist hvað mest eftir. Það kemur aukinheldur eng- um á óvart lengur, að hinar ýmsu tegundir ofbeldiskvikmynda eru þar ofarlega á blaði. Hitt er öllu furðulegra, hvers vegna svo lítið hefur verið rætt um þetta fyrirbrigði á liðnum misserum. Og einkum með tilliti til þeirrar löngu alkunnu staðreyndar, að nútíma börn og unglingar sækja heimsmynd sína... viðhorf sín til lífsins og tilverunnar að miklu leyti til efnisinntaks þess myndefnis, er nútímafjölmiðlar hafa fram að færa. KENNINGAR Með hliðsjón af framangreindu er því ekki úr vegi að gerð verði hér á þessum síðum nokkur grein fyrir helstu kennisetningum er þessi mál varða, og sem menn jafnframt beita gjarnan fyrir sig, er áðurnefnda um- ræðu um ofbeldi í fjölmiðlum ber á góma. í bók sinni: „Theories of Mass Communicatiorí' fjalla bandarísku fjölmiðlafræðingarnir Melvin L. De Fleur og Sandra Ball-Rokeach m.a. all-ítarlega um helstu kenningar er varða þjóðfélagslegar afleiðingar ofbeldis í fjölmiðlum. Þar nefna þau máli sínu til stuðnings fjórar megin- tilgátur, er einkennt hafa niðurstöð- ur rannsókna á þessu sviði. Kveikj- an að þessum rannsóknum er að sjálfsögðu sú almenna fullyrðing, að færa megi sönnur fyrir því að beint orsakasamband sé á milli aukins of- beldis í fjölmiðlaefni þar í landi, og aukinnar tíðni ofbeldisglæpa. Þar- lendir fjölmiðlafræðingar hafa líkt og aðrir enganveginn verið á eitt sáttir um ágæti og trúverðugleika þessarar kennisetningar, og því hafa á liðnum árum verið gerðar fjöl- margar rannsóknir á þessu sviði í þeim tilgangi m.a. að sanna, eða af- sanna framangreinda fullyrðingu. Niðurstöður allra þessara kannana má síðan í grófum dráttum flokka undir einhverja af þeim fjórum meg- in-tilgátum er þau De Fleur og stjórn á eigin siðferðiskennd og láti innibyrgða (jafnvel ómeðvitaða) beiskju sína og reiði bitna á nánasta umhverfi sinu. RÉTTLÆTINGIN Félagsvísindamennirnir Albert Bandura og Richard Walters eru helstu forvígismenn þriðju kenni- setningarinnar. Hún byggir á þeirri staðhæfingu, að ofbeldi í fjölmiðlum virki hvetjandi á raunverulega of- beldishneigð vissra einstaklinga úti í þjóðfélaginu af þeirri einföldu ástæðu, að þeir taki sér atferli nánar tiltekinna ofbeldisseggja á skjánum og á hvíta tjaldinu til eftirbreytni og lagi lífsskoðun sína og atferlis- munstur að þeirri fyrirmynd. „Hvað ungur nemur gamall ternur" eru sígild sannindi hvað þetta varðar og eitt getum við tekið fyrir víst hvað þetta varðar: Þau ferli er stjórna persónu- og félagsmótun barna og unglinga eru jafn virk innra með þeim frammi fyrir sjónvarpsviðtæk- inu, sem undir annarskonar félags- legum kringumstæðum, er máli skipta hvað varðar áhrifavalda á þroskaferil þeirra. Ef Clint East- wood sáldrar blóðidrifnum innvið- um óyndismannanna um víðan völl í nafni friðar og jafnréttis, hljóta þessi tilþrif hans að teljast réttfætan- leg. Börn nema sem sagt ný atferlis- munstur af söguhetjum vinsælla sjónvarpsþátta og kvikmynda á ná- kvæmlega sama hátt og af hendi eldri systkina, foreldra og náinna vina úr kunningjahópnum. Þessar kenningar Walters og Bandura bera að sjálfsögðu ekki með sér að neyt- endur framangreinds fjölmiðlaefnis muni sjálfkrafa og skilyrðislaust nýta sér þessa nýfengnu reynslu sína og þekkingu á mannlegum samskiptatengslum í viðureign sinni við nánasta umhverfi sitt. 1 þess stað er svipað farið með þessa þekkingu og aðra, er við nemum á skólabekk í bernsku: Það kemur ekki til kasta hennar fyrr en vissar nánar tiltekn- ar félagslegar kringumstæður, er líkjast þeim er voru til staðar er við námum hin nýju fræði, krefjast þess að vitneskjan um þau verði kölluð upp á yfirborð meðvitundarinnar. Þannig er það réttlætiskennd stóra- bróður sem er að verki, er hann lemur systur sína í hausinn með skurðgröfunni sem hún hefur ný- verið í gáleysi rifið hjólin undan. í augum bróðurins er verknaðurinn bæði réttlætanlegur og sömuleiðis nauðsynlegur, til að koma í veg fyrir að slíkt vítavert gáleysi systurinnar endurtaki sig. STYRKUR FYRIR TRÚNA Fjórða kennisetningin er þau De Fleur og Rokeach nefna um áhrifa- mátt ofbeldis í fjölmiðlum hefur að miklu leyti spunnist útfrá skrifum félagsvísindamannsins Joseph Klappers um þessi mál á öndverð- um sjöunda áratugnum. Mikilvæg- ustu niðurstöður kannana hans benda til þess, að ofbeldi í fjölmiðl- um styrki hverskonar viðhorf, sem almennir neytendur fjölmiðlaefnis HELGARPÓSTURINN 23 FJALLAÐ UM ÞANN ÞÁTT KVIKMYNDA SEM ÖÐRU FREMUR VIRÐIST RÁÐA VIÐ VAL MYNDBANDA HJÁ FJÖLDA FÓLKS Rokeach taka til umfjöllunar í áður- nefndri bók sinni. AFLAUSN, BEISKJA OG VONBRIGÐI Fyrsta kennisetningin sem nefnd er í þessu sambandi er catharsis, eða aflausnarkenningin svokallaða. Hún byggir í höfuðdráttum á þeirri staðhæfingu, að í ofvernduðu um- hverfi nútímamanneskjunnar sé fátt um tækifæri til aflausnar þeirrar innibyrgðu beiskju og vonbrigða, er óneitanlega fylgja í kjölfar þess þjóðfélagslega misréttis, sem þrátt fyrir allt viðgengst í samfélaginu. Á máli sálfræðinnar er catharsis, eða aflausn þessara innibyrgðu nei- kvæðu hvata fólgin í því, að ein- staklingurinn losar um þá beiskju, er hlaðist hefur upp innra með hon- um, með óbeinni huglægri þátttöku í árásarhneigð annarra. Þeir sem aðhyllast þessa kennisetningu full- yrða sem sagt, að ofbeldishneigð megi halda í skefjum með ýmsum, jafnt sálfræðilegum sem félagsleg- um aðgerðum, sem m.a. fela í sér óbeina hluttekningu í óhlutlægum ofbeldisverkum á borð við þau, er kvikmyndir og sjónvarp bera dags daglega á borð fyrir okkur neytend- ur sína. Þessi kenning felur því óneitanlega í sér nauðsyn þess, að nútímafjölmiðlar hafi á boðstólum sem fjölbreytilegast efni, er tengist glæpum og afbrotahneigð manns- sálarinnar... og það í þágu vernd- unar einstaklingsins og lögbundins réttar hans til friðvænlegs lífernis. EYKST OFBELDISHNEIGÐ? Þjóðfélagsfræðingurinn Leonard Berkowitz er nefndur helsti forvígis- maður annarrar af þeim fjórum kennisetningum er þau De Fleur og Rokeach nefna í framangreindri bók sinni. Rannsóknir hans hafa gefið til kynna, að ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpi hafi í för með sér mark- tækar breytingar (jafnt líkamlegar sem tilfinningalegar) á hrifnæmi áhorfenda, sem að sínu leyti séu lík- legur hvati til aukinnar ofbeldis- hneigðar meðal neytenda slíks fjöl- miðlaefnis. Kenningar Berkowitz fela að sjálfsögðu ekki í sér þá full- ■■■eftir Ólaf AngantýssonHI yrðingu, að ofbeldi í fjölmiðlum hafi í öllum tilvikum hvetjandi áhrif á of- beldishneigð áhorfenda. í þess stað leggur hann ríka áherslu á, að fé- lagslegar kringumstæður skipti þar miklu máli. Þannig auka bág félags- leg kjör (atvinnuleysi og nýafstaðinn hjónaskilnaður svo dæmi séu nefnd) líkurnar á því, að nánar til- tekinn einstaklingur verði fyrir áhrifum af nefndu fjölmiðlaefni á þeirri stundu er það verður á vegi hans, og auki þ.a.l. líkurnar fyrir því að hann taki til við að berja á nán- asta umhverfi sínu. Hugarástand og hrifnæmi áhorfandans á sýningar- stundinni skiptir því miklu máli í þessu tilliti. Annað atriði er Berkowitz nefnir máli sínu til stuðn- ings er spurningin um, hvort nefnt fjölmiðlaofbeldi geti af hálfu áhorf- enda að einhverju leyti talist rétt- lætanlegt (t.d. ef um sjálfsvörn, eða hefndaraðgerðir gegn beittum mis- rétti er að ræða). Slíkar kringum- stæður telur hann auka líkurnar fyr- ir því, að áhorfendur (sem á annað borð telja sig búa við svipaðar að- stæður) missi um stundarsakir

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.