Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Qupperneq 26
SAGT ER FRÁ ÞVÍ HVERSVEGNA KRAKKARNIR GETA HORFT Á UPPÁHALDSTEIKNIMYNDIR SÍN- AR TREKK í TREKK ÁN ÞESS NOKKURNTÍMA AÐ ÞREYTAST Á ENDURTEKNINGUNNI. Kvikmyndir sérstaklega œtlaðar börnum eru það fjölmiðlaefni, sem hvað sjaldnast er tekið til umfjöllun- ar á síðum sem þessum. Þörfin fyrir slíka umrœðu er engu að síður brýn, og þá einkum í Ijósi þeirrar ofþenslu er nýlega hefur orðið vart í fram- boði hverskyns fjölmiðlaefnis hér á landi, og ekki síst fyrir þann aldurs- hóp er hér um rœöir. í fljótu bragði er ekki svo auðvelt að gera sér fulla grein fyrir því hvað valdi þessum takmarkaða áhuga þeirra, er um þessi mál fjalla á síð- um dagblaða og tímarita. Hluti skýr- ingarinnar gæti þó að einhverju leyti einfaldlega legið í þeim mikla aldursmun, sem þrátt fyrir allt er til staðar milli markhóps þessa nán- ar tiltekna myndefnis og kvik- myndagagnrýnenda. Yngri börn lesa sjaldnast dagblöð, nema þá þær síður er þeim eru sérstaklega ætlað- ar, og aldursmunurinn virðist einn- ig, ef fljótt er á litið, útiloka velflest okkar hinna fullorðnu frá þeim grunnforsendum er ákvarða reynsluheim barna... og þar með taldar þær forsendur er ráða mestu um, á hvern hátt þau í raun upplifa t.d. það fjölmiðlaefni er við berum á borð fyrir þau. Umfjöllun af þessu tagi verður þó að teljast bæði þörf og brýn, og ekki síst fyrir þá sök, að hún gæti alltént hjálpað okkur hin- um eldri til aukins skilnings á hvaða hlutverki jafnt teiknimyndir ýmis- konar sem og annað fjölmiðlaefni gegnir fyrir hina ýmsu aldurshópa barna og þ.a.l. crðið til að auka skilning okkar á þörfum þeirra hvað þetta varðar. FJÖLSKYLDUMYNDIR OG ANARKISMI Umfjöllun þessarar greinar ein- skorðast við teiknimyndir af þeirri einföldu ástæðu, að þær eru það fjölmiðlaefni, sem hefur gegnum tíðina notið hvað mestra vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. Ef litið er yfir úrval þeirra teiknimynda, sem boðið er uppá í t.d. kvikmynda- húsum, sjónvarpi og á myndbanda- leigum landsins, kemur brátt í ljós, að efnislega má í grófum dráttum skipta þessu myndefni í tvo flokka: Annars vegar s.k. fjölskyldumyndir, hvers höfuðmarkmið er að innprenta og móta félagslegan þroska og skilning barna á þeim þjóðfélags- lega raunveruleika er þau búa við. Og hins vegar þær myndir, sem einna helst einkennast af einskonar stór- felldlega brengluðum anarkisma, hvers eini megintilgangur virðist við fyrstu sýn vera að vinna bæði ljóst og leynt gegn þeim uppeldis- fræðilegu markmiðum, sem stefnt er að í fyrrnefndu tegundinni. Skal þetta nú skýrt nánar: Sem dæmi úr fyrri flokknum má nefnaZJwneymyndaflokk þann, sem Bíóhöllin hefur af lofsverðri fram- takssemi boðið yngstu áhorfend- unum uppá á liðnum misserum. Undir þennan flokk falla einnig myndir, með efnisinntaki á borð við það, sem einkennir t.d. hinar marg- frægu s.k. HeMan-myndir eða Masters of the Universe, þó svo að viss hluti þeirra fylli að nokkru skil- yrði beggja flokkanna. Síðari flokk- urinn einkennist síðan af persónu- gervingum á borð við Tomma & Jenna, Villa spœtu og kanínuna óforbetranlegu Bugs Bunny, að ógleymdum vissum valinkunnum persónugerðum úr myndsmiðju sjálfs Walt Disneys. ÞJÓÐFÉLAGIÐ OG INNRÆTING Ef við lítum nánar á fyrri flokkinn, verðum við þess fljótlega áskynja, að þar eru ríkjandi viss fastákveðin meginþemu, sem ganga eins og rauður þráður gegnum nánast allar þær myndir er fylla þann flokk. Höf- uðmarkmið þessara mynda (hvort sem það er meðvitað eða ómeðvit- að af hálfu framleiðenda) er eins og áður sagði að stuðla að þjóðfélags- legri (í sumum tilfellum jafnvel póli- tískri) innrætingu þeirra skilorðs- bundnu samskiptareglna og grund- vallarviðhorfa til lífsins og tilver- unnar, sem ríkjandi eru i þjóðfélag- inu á hverjum tíma. Framangreind innrætingarstarfsemi hefur fyrir- fundist, og er til staðar í öllum menningarheildum, og verður í reynd að teljast nauðsynleg (í hvaða formi sem hún kann svo að vera), til þess að yfir höfuð sé hægt að halda viðkomandi þjóðfélagsheild nokk- urnveginn snurðulaust gangandi. Til þess að koma boðskap sínum til skila og jafnframt í þeim tilgangi að komast s.a.s. beint að hjartarótum ómótaðrar barnssálarinnar, nýta framleiðendur þessara mynda sér einkar hugvitsamlega útfærðar að- ferðir eða meginþemu, sem eiga sér beina samsvörun í bæði hugarheimi barnsins, svo og þeim fastmótuðu skilyrðum er stjórna þroskaferli þess. Sem dæmi um framangreind meginþemu má nefna þann meðvit- aða eða ómeðvitaða kvíða, er við könnumst öll við úr bernsku, og sem tengist vitneskjunni um það, að öll munum við um síðir vaxa úr grasi, og verðum þ.a.l. í fyllingu tím- ans að yfirgefa fyrir fullt og allt hið verndaða öryggi bernskustöðv- anna. Sögupersónur á borð við Gosa, Mjallhvíti og systkinin í kvik- myndinni um Pétur Pan voru allar hrifsaðar úr faðmi kjarnafjölskyld- unnar og varpað fyrirvaralaust út í hinn stóra og torræða heim fullorð- inna fyrir aldur fram. Þeim tókst líka öllum um síðir að finna réttu leiðina til baka til „viöunandi" líf- ernis, en þó ekki fyrr en eftir miklar þolraunir og eldskírnir ýmiskonar, sem allar miðuðu að því að sýna þeim framá, að eina haldbæra lausnin á vanda þeirra var að gang- ast undir hefðir og venjur þeirra skilorðsbundnu siðalögmála, er full- trúar hinnar háviktoríönsku borg- arastéttar telja hvað helgust sér- einkenni nútíma vestræns þjóð- skipulags. SVART OG HVÍTT, GOTT OG VONT Þannig varð Gosa t.d. að lærast mikilvægi þeirrar tvöföldu siðgæð- isfullyrðingar hinna fullorðnu, að „sannleikurinn sé sagna bestur", og jafnframt að sanna karlmennsku sína við björgun föðurins úr búk hvalsins, áður en hamingjan féll honum endanlega í skaut. A sama hátt varð Mjallhvít að sýna og sanna, að hún væri fær um að axla þá ábyrgð er fylgir húsmóðurhlut- verkinu með dvergana sem „brúð- ur“, eða eftirmynd bæði raunveru- legra barna, svo og hins útivinnandi heimilisföður, áður en hún gat sofn- að „Þyrnirósarsvefninum“ og hafið biðina löngu eftir draumaprinsin- um. Þessum glettilega útsmognu áróðurskvikmyndum er s.s. ætlað það meginhlutverk, að á sem áhrifa- ríkastan hátt réttlæta fyrir börnun- um nauðsyn þess, að þau gangi sjálf- viljug að t.d. þeim kynferðisbundnu félagslegu hlutverkum, sem þeim síðarmeir eru ætluð innan þjóðfé- Iagsheildarinnar. Ógnvaldurinn stóri (stjúpmóðirin, nornin, tívolí- eyjan þar sem illa siðuðum óknytta- strákum í kvikmyndinni um Gosa var á skipulegan hátt breytt í asna) er síðan vísbendingin um það hvað börnin eigi í vændum ef þau eru ekki hlýðin, þ.e. gangist ekki undir þau skilorðsbundnu siðalögmál sem ríkjandi eru í þjóðfélaginu á hverj- um tíma. Allar enda þessar fjölskyldu- myndir síðan á þann veg, að sögu- hetjunum (staðgenglum yngstu áhorfendanna) er eftir hrakningana skilað aftur heim í öruggan faðm kjarnafjölskyldunnar. Heima er best þrátt fyrir allt, og umfram allt: þrátt fyrir þau skilorðsbundnu boð og bönn, sem pabbi og mamma eru í sífellu að þröngva uppá okkur lítil- magnana. Boð og bönn, sem lúta að því að móta okkur að þeirra fyrir- mynd, án tillits til þess hvort okkur líki það betur eða verr... og oftast án þess að gefa okkur færi á að sann- prófa, hvort yfirleitt sé um aðra val- möguleika að ræða. SJARMERANDI KVIKINDI Þessar röksemdafærslur leiða óneitanlega af sér spurninguna um það, hvort allt fjölmiðlaefni sem ætl- að er börnum geti talist háð þeim skilyrðum, er rakin hafa verið hér að framan. Þeirri spurningu verður einvörðungu svarað bæði játandi og neitandi. Og erum við þar með komin að hinum síðari af flokkun- um tveimur, er nefndir voru í upp- hafi greinarinnar. Nefnilega hinum hreinræktaða anarkisma ærsla- mynda á borð við teiknimyndirnar um Tomma og Jenna, sem hvert mannsbarn í landinu ætti núorðið að kannast við úr barnatímum Rík- isútvarpsins-Sjónvarps. Hvað er það í fari þessara ófyrirleitnu, en engu að síður svo ómótstæðilega sjarm- erandi kvikinda, sem heillað hefur milljónir barna víða um heim... tvær kynslóðir Vesturlandabúa, svo gjörsamlega upp úr skónum, að sambærilegrar hliðstæðu verður vart leitað í gjörvallri menningar- sögunni? Eða á þetta fyrirbrigði sér kannski hliðstæða samsvörun í eldri samfélögum? Jú, reyndar. Flest eldri menningarsamfélög eiga sér ein- hverskonar þjóðsagnir af skúrk- inum hugvitssama, sem jafnframt er svo óforbetranlega glettinn og slóttugur, að viðkomandi ráðamönn- um stafar stór hætta af... án þess þó að þeir geri nokkuð afgerandi í málinu, og stuðli jafnvel í vissum tilvikum að verndun þessara einstaklinga (sbr. margfrægt samband konunga og hirðfífla þeirra á miðöldum og stjórnendur furstadæma í Evrópu á 17. og 18. öld, sem gjarnan tóku Commedia dell’arte-leikhópa undir sinn verndarvæng, þrátt fyrir hversu þjóðfélagslega gagnrýnið þetta leikhúsform var í raun í eðli sínu). Ástæðan? Jú, þjóðfélagslegt hlutverk þessara slóttugu, en engu að síður kankvísu, ærslabelgja var einfaldlega að þjóna sem nokkurs- konar öryggisventlar fyrir t.d. þær augljósu mótsagnir er ríktu í siðferðilegum kennisetningum kirkjunnar annarsvegar og hinsveg- ar í samskiptum hins kirkjulega og veraldlega valds við þegna sína. SVÖRUN VIÐ INN- RÆTINGARVIÐ- LEITNINNI Hinn anarkíski galgopaháttur persónugervinga á borð við Tomma og Jenna, Bleika pardusinn og viss- ar týpur úr persónusafni Walt Disneys getur talist hafa svipuðu hlutverki að gegna fyrir félagslega mótun barna í vestrænum nútíma- samfélögum. Þessar persónur búa allar yfir vissum fastmótuðum eigin- leikum, sem eiga sér beina samsvör- un í reynsluheimi barna. Fyrir utan hinn yfirþyrmandi ungæðislega en þó hrokafulla sjarma, sem þær hafa gjarnan til að bera, eru þær nær undantekningarlaust gjörsamlega ónæmar fyrir þeim siðferðilegu; boðum og bönnum, sem umhverfi þeirra leggur þeim á herðar, stendur aukinheldur allsendis á sama um til- finningar annarra, hugtök eins og samviskubit og kvíði fyrir framtíð- inni eru þeim algjörlega framandi, og umfram allt: þær virðast aldrei geta lært nokkurn skapaðan hlut af mistökum sínum. Barnæska okkar einkennist, eins og rætt hefur verið hér að framan, af eilífri baráttu okk- ar til aukins skilnings á tilgangi þeirrar einstrengingslegu félagslegu mótunar, sem foreldrar og aðrir úr nánasta umhverfi okkar leitast í sífellu við að þröngva uppá okkur. Ást barna á þessum uppreisnar- gjörnu anarkistum teiknimyndanna getur því skoðast sem nokkuð rök- rétt svörun við framangreindri inn- rætingarviðleitni þjóðfélagsins. Hlutverk þessara elskverðugu litlu skúrka er s.s. einkum tvíþætt: HJÁLPTIL AUKINS SKILNINGS Annars vegar sjá börnin í þeim sjálfstæða og frjálsborna einstakl- inga, sem opinskátt storka „yfir- valdinu"... og komast upp með það! Á þann veg geta þessar persónur stutt barnið í baráttunni fyrir mótun eigin persónugerðar, og jafnframt í baráttunni fyrir eigin sjálfsforræði, gegn foreldravaldinu, sem að sjálf- sögðu er ekki ætlað að vara um alla framtíð (þess er einnig vænst af hálfu þjóðfélagsins, að einstakling- urinn verði fær um að standa á eigin fótum er fram líða stundir. Framan- greint getur því einnig skoðast sem liður í þeirri þróun). Hins vegar eru þessar myndir kjörinn vettvangur fyrir börnin að hreinlega nema og gera sér gein fyrir, hvað er leyfilegt og hvað ekki í samskiptatengslum þeirra við nánasta umhverfi sitt. Eins og áður var nefnt, þá eru þessir ófyrirleitnu litlu anarkistar teikni- myndanna allsendis ófærir um að læra nokkurn skapaðan hlut af mis- tökum sínum. Þetta gildir hins veg- ar ekki um flesta sæmilega viti- borna aðdáendur þeirra af yngri kynslóðinni. Og erum við þar með komin með upp í hendurnar hluta skýringarinnar á því, hvers vegna börn geta óendanlega hlustað aftur og aftur á uppáhaldsævintýri sín og séð uppáhaldsteiknimyndir sínar trekk í trekk, án þess að nokkurn- tíma þreytast á endurtekningunni. Það er m.ö.o. ekki sjálft formið sem heillar, heldur þjóna þessar frásagn- ir einfaldlega því uppeldislega hlut- verki að hjálpa barninu til aukins skilnings á þeim vægast sagt marg- slungna og torræða þjóðfélagslega raunveruleika er það býr við. Fram- angreint undirstrikar einnig mikil- vægi þess, að við látum börnin ekki ein um að ráða í þær eyður, sem sök- um reynsluleysis þeirra eru óhjá- kvæmilegur ljóður á skyntúlkun þeirra á nefndu fjölmiðlaefni. Ef handleiðslu foreldra eða annarra nákominna aðstandenda nýtur ekki við, á framangreindur misskilningur óneitanlega á hættu að verða tilefni ýmiskonar misbagalegra rangtúlk- ana á eðli lífsins og tilverunnar, sem að sínu leyti gætu síðar meir orðið barninu fjötur um fót, á leið þess til meiri þroska og skilnings á eigin félagslega hlutverki í framtíðinni. Tommi og Jenni: Ötlmabært ofbeldi og enganveginn við hæfi barna...? Eða litli ,,ég" eina ferðina enn á skjön við annars óbrigðula innrætingarmaskínu pabba og mömmu? 26 HELGARPÓSTURINN leftir Ólaf Angantýsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.