Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 42

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Side 42
FRUMIEGUR HEIMIUSWNAOUR Boðið upp á ráðningu drauma og úrlausn persónulegra vandamala ef sendur er fimmhundruðkall og bréf í pósthólf í Breiðholti umsjón Jónína Leósdóttirl í septemberbyrjun í haust, birtist óvenjuleg smáauglýsing í DV undir flokknum „Ýmislegt“. Yfirskriftin var VANDAMÁL OG DRAUMAR, en innihaldið var eftirfarandi: Viltu fá ráöningu drauma þinna eða úrlausn persónulegra vandamála? Sendu okkur línu ásamt kr. 500 og við svörum um hœl. Algjör trúnaður. Draumar, póst- hólf 9061, 129 Reykjavík. Eins og kunnugt er, hefur mikil vakning orðið í neytendamálum undanfarið og sífellt er verið að kanna þá vöru og þjón- ustu, sem íslenskir neytendur fá fyrir aurana sína, svo ekki fari á milli mála hvað verið er að selja okkur. Við ákváðum því að gera lítilsháttar athugun á þeirri þjónustu, sem boðið er upp á í fyrrnefndri auglýsingu og kostar kr. 500, fyrirfram. Send voru þrjú bréf til pósthólfsins, ásamt greiðslu. Efniviður þeirra er fenginn úr bréfum til vandamálaráðgjafa erlends tímarits, sem staðfærð voru og þýdd á íslensku. Þarna er því um að ræða vanda- mál raunverulegs fólks og alls ekki skáld- skap eða glens. Látum við lesendum blaðsins eftir að dæma svör aðstandenda pósthólfsins í Breiðholtinu og hvort verðlagningin sé sanngjörn. Bréfin sex eru birt í heild sinni hér í opnunni. Reykjavík 4.9. ’86 Pósthólf 9061, 129 Reykjavík. Ágæta pósthólf. Ég hef miklar áhyggjur af dóttur minni, sem er 18 ára. Hún er skarpgreind og lýkur t.d. stúdentsprófi um næstu áramót. Vinkona hennar er dóttir bústjóra á sveitabæ og gegnum hana hitti dóttir mín eiganda býlisins. Þá var hún 13 ára og hún varð strax ástfangin af honum. Hann vissi ekkert um þetta fyrr en fyrir ári síðan og þegar hann komst að því hvaða hug hún bar til hans, talaði hann afskaplega skynsamlega við hana. Hann sagði henni að sér þætti ákaflega vænt um hana og hann vildi að hún fengi sem mest út úr lífinu, færi í langskólanám sem hún hefur áhuga á, o.s.frv. Um síðustu helgi átti ég svo langt og opinskátt samtal við hana dóttur mína. Hún sagðist hafa vitað að bóndinn færi alltaf i gönguferð á sunnudagsmorgnum og að fyrir mánuði síðan hefði hún setið fyrir honum. Þau gengu víst saman í 2—3 tíma og hafa gert það alla sunnudaga síðan. Hann sagðist kveljast vegna þess hve hann laðaðist að henni, en þau yrðu að taka tillit til þess hve aldursmunurinn væri mikill. (Hann er 54 ára!) Þrátt fyrir þetta voru þau allt í einu farin að kyssast og tjá hvort öðru ást sína fyrir tveimur vikum, án þess að ráða almennilega við sig. Og nú segist hún ætla að stefna að góðu stúdentsprófi, en giftast síðan þessum manni. Hún ætlar að eignast tvö börn með honum og fara svo í háskólann. Ég er algjörlega miður mín út af þessu. Hvernig get ég sannfært hana um það að hún muni örugglega hitta einhvern jafnaldra sinn og geta eignast með honum börn að námi loknu? Ég get ekki áfellst manninn, því ég veit að hún hefur elt hann á röndum. Hvernig getur maður ætlast til að karlmaður standist áleitni gáfaðrar og fallegrar stúlku, sem hefur elskað hann í 5 ár og vill að hann verði faðir barnanna sinna? 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.