Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 47

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Síða 47
FRÉTTAPÓSTUR Stefán Ben. hættir Stefán Benediktsson, fyrrum þingmaður Bandalags jafnað- armanna og núverandi liðsmaður Alþýðuflokksins, til- kynnti sl. þriðjudagskvöld að hann hygðist ekki gefa kost á sér á framboðslista alþýðuflokksmanna i Beykjavik fyrir næstu kosningar. Tilkynning Stefáns fylgdi í kjölfar fréttar á Stöð 2, sem höfð var eftir ónafngreindum bandalagsmönn- um. Stefán Benediktsson hefur lýst því yfir í viðtölum við fjöl- miðla, að hann hafi ekkert ólöglegt aðhafst. Hann viður- kennir þó að hafa fengið að láni HO þúsund krónur af fé Bandalagsins til þess að standa straum af hluta af kostnaði, sem hann varð fyrir á ferðalögum í þágu BJ árið 1984. Segir Stefán fé þetta greitt að fullu og að enginn skuldi neinum neitt í Bandalagi jafnaðarmanna. Ennfremur hefur það komið fram i viðtölum f jölmiðla við þingmanninn, að hann hafi fengið 200 þúsund króna lán hjá skrifstofu BJ árið 1985 á meðan hann beið eftir bankaláni. Ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun sinni að hætta við prófkjörsþátttöku innan Alþýðuflokks segir Stefán vera þá að aflétta þeim þrýstingi, sem þessi áburður skapi á f jölskyldu sína og núverandi og fyrrverandi flokkssystkin. Guðmundur G. í slaginn Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að hann taki þátt í prófkjöri flokksins i höfuðstaðnum fyrir næstu alþingiskosningar. Guðmundur stefnir á fyrsta sætið á lista Pramsóknar, en það gera einnig þau Haraldur Ólafsson, þingmaður, Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, dag- skrárgerðarmaður og innkaupastjóri. Bolli Héðinsson, hag- fræðingur, hafði áður tilkynnt um þátttöku í prófkjörinu í Reykjavík, en hann hefur nú dregið sig í hlé af persónuleg- um ástæðum. Alnæmissmitberar sviptir sjálfræði? Tveir íslenskir fíkniefnaneytendur, sem sýktir eru af al- næmi, eru taldir hafa smitað fjölda einstaklinga af hinni ill- ræmdu veiru. Eiturlyfjasjúklingarnir tveir, karl og kona, hafa fengið sérstök fyrirmæli frá læknum varðandi varnar- aðgerðir gegn frekara smiti. Að sögn landlæknis kemur til greina að svipta þau sjálfræði, ef þau fara ekki að þessum fyrirmælum. Karlmaðurinn mun nýverið hafa farið af landi brott. Skýrslan um Hjálparstofnun kirkjunnar Nefnd sú sem dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði til þess að rannsaka starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar, skilaði skýrslu sinni um siðustu helgi. Nefndin tekur i flestum meginatriðum undir gagnrýni Helgarpóstsins, sem hratt þessari umræðu um stofnunina af stað fyrir nokkrum vikum, og segir forráðamenn m.a. hafa lent á nokkrum villigötum. Leggur nefndin til, að starfsmenn Hjálparstofnunarinnar brejrti um starfshætti, dragi úr útgjöldum og auki allt aðhald í rekstrinum, fyrir utan brejrtingar á bókhaldi. Hasar hjá Framsókn á Norðurlandi Um síðustu helgi fór frama aukakjördæmisþing Framsókn- arflokksins á Norðurlandi eystra og hreppti Guðmundur Bjarnason, þingmaður, fyrsta sæti framboðslistans, sem ákveðinn var á fundinum. Valgerður Sverrisdóttir á Lóma- tjörn fókk kosningu í annað sætið. Stefán Valgeirsson, þing- maður, hafði áður lýst því yfir að hann tæki ekki við öðru en fyrsta sætinu og þegar úrslit um kjör í það lágu fyrir, hélt hann stutta ræðu um svokallaða ,,aftöku“ sína, bað um tveggja mínútna þögn og gekk úr salnum. Miklar vangavelt- ur eru nú um það hvort Stefán fari í sérframboð. Hópuppsagnir fóstra Um 80% fóstra hjá ríki og borg hafa sagt upp störfum frá 1. febrúar. Kröfur eru enn í mótun, en ljóst er að fóstrur munu krefjast umtalsverðra launahækkana og hika ekki við að láta uppsagnirnar taka gildi ef tilboð frá viðsemjendum reynist ófullnægjandi. Fréttapunktar • Undirbúningur að stofnun fiskmarkaðar er hafinn i Hafnarfirði. • Um helgina er búist við niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu háskólamenntaðra kennara um það hvort HÍK sameinist KÍ. • Gunnar G. Schram, sem skipaði annað sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins i siðustu kosningum, lenti i sjötta sæti í skoðanakönnun flokksins fyrir alþingiskosningarnar að vori. Gunnar var þó færður í 5. sætið i tillögu kjörnefndar um uppstillingu listans og er þar með kominn framfyrir Víglund Þorsteinsson, sem fékk þremur atkvæðum meira en þingmaðurinn í könnuninni. • Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, hefur þegið boð sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra um að skipa annað sæti framboðslistans þar í komandi kosningum. • í febrúar á næsta ári verður haldið skákmót í Reykjavik á vegum fyrirtækisins IBM og mun Kasparov, heimsmeistari í skák, að öllum líkindum keppa á mótinu. • Hreyfing er að komast á viðræður aðila vinnumarkaðar- ins um næstu kjarasamninga. • Fíkniefnalögreglan hefur handtekið eiganda og tvo starfsmenn ákveðins fyrirtækis í Reykjavik i tengslum við smygl á amfetamíni, en ekki hefur verið upplýst hve mikið magn hér er um að ræða, enda er rannsókn ólokið. Andlát Dr. Henrik Frehen, kaþólski biskupinn á íslandi, lést í Reykjavík aðfaranótt 31. október. Kristin Anna Þórarinsdóttir, leikkona, lést á Borgarspital- anum um síðustu helgi. BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÓS veitir eftirtalda þjónustu: tjöruþvott, djúphreinsun teppa og sœta, mótorþvott, mössum bónum og límum ó rendur. Opiö virka daga kl. 8—19. Opið laugardaga kl. 10-16. Bón- og þvottastööin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177 samaRa V\^sr 5BLPÍ ^IUJNn/ Þá hefur hún slitið barnsskón- um Lada Samara og sýnt að hún stendur upp úr í hópi fram- hjóladrifinna bíla. Þar haldast í hendur útlit hennar, eiginleikar og kostir. Rúmgóður og örugg- ur fjölskyldubíll sem er hannað- ur fyrir aðstæður sem við þekkjum allan ársins hring. Lada Samara 4 gíra kostar að- eins 247 þúsund með ryðvörn. Góð greiðslukjör. Skiftiborð Verslun Verkstæöi Söludeild 38600 39230 39760 31236 Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 HELGARPÓSTURINN 47

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.