Helgarpósturinn - 13.11.1986, Qupperneq 2
ÚRJÓNSBÖK
,,..ert in terra pax hominibus bonae voluntatis“.
eftir Jón Örn Marinósson
Jón Óskar
Á öldum áður, þegar gætti mjög léttúðar
og andvaraleysis almúgans í vestrænum
samfélögum, batt kirkjan trúlitla sauði sína á
pínubekk og fól virðulegum rannsóknar-
dómurum að fletta ofan af líferni undanvill-
inga, hinum síðastnefndu til sáluhjálpar og
öðrum til viðvörunar. Með því að strekkja á
útlimum þeirra, sem til rannsóknar voru,
fleyga þyrna undir neglur þeirra á tám og
fingrum og signa þá með glóandi töngum
mátti flýta málsmeðferð og tryggja sanna en
um leið mannúðlega niðurstöðu.
Nú hefur orðið kúvending á þessari hefð-
bundnu skipan hlutanna. Handhafi hins ver-
aldiega framkvæmdavalds setur á laggirnar
nefnd, skipaða fulltrúum sauðanna, og felur
henni að taka nokkra kirkjunnar menn til
rannsóknar og upplýsa staðreyndir. Ekki hef-
ur verið látið uppi um hvort hinn þríhöfða
rannsóknarréttur dómsmálaráðherra beitti
við könnun á starfsemi hjálparstofnunar
fornum og þrautreyndum aðferðum til þess
að knýja fram játningu, en hitt er ljóst að
málsmeðferð tók mjög skamman tíma. Nið-
urstaða rannsóknarréttarins er einnig mark-
verð fyrir þær sakir hversu hún lýsir mikilli
djúpskyggni, kærleika og mannúð: „Nefnd-
armenn eru sammála um að þeir hafi fengið
þá tilfinningu að stjórnendur hafi einlægan
vilja til þess að sinna vel verkum sínum.“
Hér kveður svo sannarlega við annan tón
en í kveðjuávarpi bæjarfulltrúa á Akureyri til
síns hitaveitustjóra. Þarf engan að undra að
andlög rannsóknarréttarins skyldu brosa
fagnandi eftir að hafa fengið slík meðmæli
með undirskrift þriggja tilfinninganæmra
manna. Sjálfur hef ég ævinlega í ræðu og riti
lagt áherslu á að fólk eigi, þegar það dæmir
um athafnir annarra, að meta fremur ein-
lægan vilja til verka en verkin sjálf. Öll vitum
við, hvort sem við erum þjónar Krists,
Mammons eða stjórnmálahugsjónar, hversu
lítið hald er í að láta einungis verkin tala;
miklu áhrifaríkara að tala heldur þindarlaust
og lýsa einlægum vilja sínum til góðra verka,
allra best að tala svo mikið að maður kemur
engu öðru í verk. En verði ekki sneitt hjá
verkunum, þegar lagt er mat á menn og mál-
efni, er að sjálfsögðu í anda mannúðarstefnu
og bróðurkærleika að fella dóm á grundvelli
hins einlæga vilja sem liggur að baki verk-
unum.
Því miður er það svo að hinn einlægi vilji
er oft harla lítils metinn; þekkjast jafnvel
dæmi pess að hann sé ekki talinn til nokk-
urra málsbóta. í hvert skipti, sem hendir mig
af einhverjum illskiljanlegum orsökum á fjöl-
sóttu veitingahúsi að gleyma því að ég er
giftur maður og sönnun þess situr alein og
yfirgefin í rökkvuðum afkima salarins í þrjár
klukkustundir á meðan ég nýt mannlegra
tjáskipta til fullnustu á barnum, legg ég ávallt
á það megináherslu í umfjöllun málsins í
hjónaherberginu undir morgun að það hafi
verið einlægur vilji minn að sinna vel kon-
unni. Þessi skírskotun til hins einlæga vilja,
orðuð af skjálfrödduðum manni á titrandi
hnjám við rúmstokk, ber hvorki heyranleg-
an né sýnilegan árangur í slíkum tilfellum.
Breytir engu þó að því sé lýst sem í hróplegri
andstöðu við einlægan vilja að ég skyldi
hverfa af vettvangi í tiltekið einkasamkvæmi
án þess að rifjaðist upp fyrir mér hverjum ég
hafði boðið út að skemmta sér fyrr um kvöld-
ið. Þarna eru verk mín látin tala með óbæri-
legum afleiðingum.
Kunningja mínum varð það á fyrir nokkr-
um dögum að fara í sparibauk gamallar
tengdamóður sinnar, þegar hann vantaði
upp í afborgun af nýja bílnum. Þegar upp
komst, lýsti hann því sem einlægum vilja sín-
um að reyna að gera tengdamóður sinni allt
til hæfis og þola hana fram í andlátið, en
rannsóknarnefndin virti ekki viðlits þessa
málsvörn. Rannsakendur gáfu ekki einu
sinni í skyn að þeir hefðu fengið á tilfinning-
una að kunningi minn hefði þennan einlæga
vilja.
Öllum má ljóst vera hvílík ósköp geta dun-
ið yfir sé þess ekki gætt að muna eftir ein-
lægum vilja og virða hann til jafns við verk-
in. Þegar kosið er um skipan sæta á fram-
boðslista stjórnmálaflokka, er það svo sem
eðlilegt má teljast einlægur vilji frambjóð-
enda að taka aðeins öruggt sæti, og þennan
vilja eiga kjósendur að virða. Úrslit próf-
kjörsins, sem eru í andstöðu við einlægan
vilja einstakra frambjóðenda, eru í andstöðu
við tilgang kosninganna og lýðræðislega
hefð. Til allrar hamingju hafa sumir fram-
bjóðendur svo mikinn áhuga á að tryggja
bæði réttlæti og lýðræði að þeir sjá til þess
með öllum ráðum og ærnum fjárútlátum að
úrslit prófkjörs verði í samræmi við einlægan
vilja sinn. I öðrum tilfellum hins vegar gerist
það að úrslit prófkjörs eru í andstöðu við ein-
lægan vilja frambjóðenda og þá er voðinn
vís, einkanlega ef kjósendur neita að meta
hinn einlæga vilja frambjóðenda til jafns við
sinn eigin og breyta úrslitunum. Sums staðar
hafa menn reynt að bægja voðanum frá með
því að birta ekki úrslit, en annars staðar hef-
ur einlægur vilji kjósenda fengið að ráða
ferðinni, hvort sem hann kom að norðan eða
sunnan. í versta dæminu af slíku tagi var
brugðist við einlægum viija framsóknar-
manns af engu minni hörku en brugðist var
við einlægum vilja mínum í hjónaherberg-
inu hinn minnisstæða morgun. Og þessum
framsóknarmanni til hróss verður að segja
að hann sýndi sömu hugprýði og ég frammi
fyrir aftökusveitinni og hafði yfir sömu til-
vitnun í gamlan skáldskap:
„..skalk þó glaðr
með góðan vilja
ok óhryggr
heljar bíða.“
í þessum hendingum er að finna kjarna
málsins, gildi hins góða og einlæga vilja sem
vakti fögnuð í brjóstum forráðamanna hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og skein út úr bros-
mildum andlitum þeirra. Er óskandi að hin
mannúðlega áhersla, sem rannsóknarréttur
dómsmálaráðherra lagði á einlægan vilja,
smiti út frá sér og verði gildur þáttur í dóm-
um þjóðarinnar um misfellur í starfi og frávik
frá lýtalausri hegðun. Þá get ég — og fleiri
mínir líkar — haldið áfram á sömu braut og
friður mun ríkja á jörðu svo lengi sem finnast
gullnar skreiðartöflur í grasi.
(Já, hér gæti verið „amen“ eftir efninu.)
HAUKURÍHORNI
$
'líúLuUtrx
Rannsókn
kaffibauna-
máisins
„Nú getur ekkert bjargað
þeim lengur, nefha ef til vill
galdrar..."
2 HELGARPÖSTURINN