Helgarpósturinn - 13.11.1986, Qupperneq 4
1
YFIRHEYRSLA
nafn: Guðmundur Einarsson fæddur: 6.2. 1950 heimili: Móaflöt 24, Garðabæ
staða: Framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar áhugamál Starfið bifreið: Volvo '86
heimilishagir: Giftur Þórstínu Unni Aðalsteinsdóttur, 3 börn laun: Föst laun: 63 þús. kr.
Gífurlegt áfall
eftir Gunnar Smára Egijsson myndir Jim Smart
í kjölfar greinaskrifa Helgarpóstsins um Hjálparstofnun kirkjunnar, og sídar
skýrslu rannsóknarnefndar er skipuö var vegna þeirra, hefur krafan um aö fyrir-
svarsmenn stofnunarinnar segöu af sér gerst æ háværari. Tengsl stofnunarinnar viö
kirkjuna hafa orðiö til þess að gera kröfuna um siðferðilegan styrk enn kröftugri.
Þar til síðastliðinn þriðjudag hafa forsvarsmenn Hjálparstofnunarinnar viljað
gera sem minnst úr hinni hörðu gagnrýni. Yfirlýsing stjórnarinnar boðaði hinsveg-
ar ýmsar breytingar á rekstri og aukið aðhald. En fyrirsvarsmennirnir sitja áfram.
Þess vegna er Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, í Yfirheyrslu HP.
— Það kemur f ram i yfirlýsingu stjórn-
ar Hjálparstofnunar kirkjunnar að fjár-
hagsáætlanir stofnunarinnar hafa farið
úr skorðum. Það er því sýnt að trúnaðar-
brestur hefur orðið á milli Hjálparstofn-
unarinnar og almennings. Telur þú for-
svaranlegt að sömu mönnum og leiddu
stofnunina á nokkrar villigötur, eins og
sagt er í skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar, sé falið að endurvinna trúnað al-
mennings?
„Ég held að ég geti ekki svarað þessu bet-
ur en stjómarformaðurinn hefur gert. Við
viðurkennum að Hjálparstofnunin hefur
orðið fyrir gífurlegu áfalli og ég, stjórnarfor-
maðurinn og framkvæmdanefndin buðumst
til að segja af okkur. Stjórnin hafnaði þeirri
beiðni á þeirri forsendu að hún treysti okkur
til að vinna traust almennings aftur."
— Þurftir þú að hugsa þig lengi um áð-
ur en þú gekkst að vilja stjórnarinnar?
„Ég neita því ekki að þegar að maður lend-
ir undir skriðu eins og þessari, sem meðal
annars birtist í því að hringt var heim í börn-
in mín með svívirðingar í minn garð við þau,
að þá er auðveldara að flýja en standa. En
þar sem stjórnin óskaði eftir því við mig að
ég stæði varð ég við því.“
— Árleg jólasöfnun Hjálparstofnunar-
innar er skammt undan. Ef útkoma
hennar verður á þá lund að sýnt sé að
stofnunin hefur ekki endurunnið trún-
aðartraust almennings, munið þú og
aðrir fyrirsvarsmenn stofnunarinnar þá
segja af ykkur?
„Eg get ekki svarað þessari spurningu
miðað við aðstæður í dag.“
— Stjórn stofnunarinnar er þannig
ekki að leggja málið í dóm almennings?
„Hjálparstofnunin á íslandi er ekki fyrsta
hjálparstofnunin sem verður fyrir gagnrýni
af þessu tagi. Það hefur tekið mislangan tíma
að ná aftur trausti. Við vitum um dæmi þar
sem hafa orðið mannaskipti og þar sem þau
hafa ekki átt sér stað. Það er ekki hægt að
draga lærdóm af því. Viö verðum að sjá hvað
setur."
— Nú á kirkjan að vera fyrirmynd okk-
ar í siðferðismálum. Hefði ekki verið
eðlilegt að hún hefði sýnt styrk í þessu
máli í kjölfar siðferðilegra umræðna í
þjóðfélaginu og afsagnarmála?
„Ég held að kirkjunnar menn skiptist
nokkuð í tvo flokka. Annars vegar þá sem
lesa skýrslu nefndarinnar og álit hennar á
starfsmönnum Hjálparstofnunarinnar. Þeir
sjá að þrátt fyrir gagnrýni hefur stofnunin
unnið mjög gott starf. Þeir sjá því ekki for-
sendur til þess að grípa til uppsagnar. Hins
vegar eru þeir sem einblína á fölnuð lauf-
blöð. Þeir fordæma skóginn."
— í skýrslu sinni tíundar nefndin
atriði sem hún telur ekki forsvaranleg,
ámælisverð, aðfinnsluverð, umdeilan-
leg, vafasöm og Hjálparstofnuninni ekki
hagstæð. Telur þú þessi atriði ekki nægj-
anlegar ástæður fyrir afsögn?
„Það er ekki átit stjórnarinnar, og nefndin
kemst í raun sjálf að þeirri niðurstöðu, að
þrátt fyrir gagnrýni hafi stofnunin unnið
mjög gott starf."
— Nefndin telur viðskipti Hjálpar-
stofnunarinnar og Skálholtsútgáfunnar
ámælisverð. Stofnunin greiddi útgáf-
unni m.a. fyrir verk sem aldrei voru unn-
in. Nú ert þú framkvæmdastjóri Hjálpar-
stofnunarinnar og áttir jafnframt sæti í
framkvæmdanefnd Skálholtsútgáfunn-
ar þegar þessi viðskipti fóru fram. Telur
þú það ekki næga ástæðu til þess að
segja af þér?
„Eg tel að þau viðskipti séu ámælisverð að
því leyti að við ákváðum að skipta við útgáfu
kirkjunnar. Hún var sett á laggirnar vegna
þess að menn bundu vonir við að ef kirkju-
legar stofnanir beindu viðskiptum sínum til
hennar yrði það nægilegur grundvöllur und-
ir starfsemina. Það vita allir um örlög þeirrar
útgáfu og margir þeirra sem skiptu við þá
stofnun hafa tapað fé. Við töpuðum ein-
hverju fé, en fengum hins vegar tryggingu í
bókalager sem okkur getur nýst til styrktar
öðrum líknarsamtökum. Þannig að ég tel
ekki ástæðu til uppsagnar þó við höfum skipt
við fyrirtæki sem fór illa.“
— En tengsl þín við Skálholtsútgáf-
una?
„Nei. Eins og ég sagði áðan þá var það
stefna allra stofnana kirkjunnar að skipta við
þetta fyrirtæki. Við gerðum eins og aðrar
stofnanir."
— Prestar hafa gagnrýnt að þú hafir
margföld prestlaun. Telur þú slíkt eðli-
legt?
„Laun mín eru ekki margfalt hærri en laun
presta. Ég er í launaflokki 149 í launastiga
BHM. Prestar hafa eitthvað aðeins minna, en
þeir eru opinberir starfsmenn sem við hjá
Hjálparstofnun erum ekki. Við fáum síðan
greitt fyrir yfirvinnu innan ákveðins ramma,
en við fáum hins vegar ekki að vinna önnur
störf úti í þjóðfélaginu. Við fáum heldur ekki
prósentur eða aukagreiðslur fyrir verk sem
við innum af hendi. Ég held að það sé ekki
sambærilegt að líkja launum mínum og
presta saman. Hér er líka um að ræða rekst-
ur, mannafla og forráð. Og vel að merkja, þá
set ég mér ekki laun sjálfur, heldur stjórnin.“
— Hefur það komið þér á óvart hversu
há laun þín þykja meðal almennings?
„Nei, ekki þegar litið er til þess með hvaða
hætti þetta er sett fram. Ég er afskaplega
þakklátur að ég fór ekki nema fjórar ferðir
annað árið og fimm ferðir hitt árið, þar sem
kostnaði við þessar ferðir var bætt ofan á
launin. Þannig að þetta hefði getað orðið
hærri tala með þeim útreikningi en raun
varð á."
— Telur þú að laun þín séu eðlileg fyrir
framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar
kirkjunnar?
„Já.“
— Nú á kirkjan að vera fyrirmynd okk-
ar í siðferðilegum málum. Ef lesenda-
bréf eru einhver mælikvarði á skoðanir
mannsins á götunni þá álítur stór hluti
almennings að Hjálparstofnunin hafi í
raun tekið fjárgjafir til hungraðra í
heiminum og notað til þess að greiða
laun og ferðakostnað starfsmanna
sinna. Er hér ekki um að ræða hrikalegt
siðferðisáfall fyrir kirkjuna?
„Ef lesendabréf eru sú endurspeglun af
almenningsálitinu sem þú gerir ráð fyrir þá
er það engin spurning að ef niðurstöður
þessa máls er túlkaðar með þessum hætti þá
er það mikið áfall. Hins vegar get ég ekki fall-
ist á svo grófa túlkun."
— Á kirkjan og Hjálparstofnunin ekki
fyrir höndum gríðarlegt átak til að end-
urvinna traust almennings?
„Jú, og ég vitna þar til kjörorðs ykkar á
Helgarpóstinum: „Helgarpósturinn veitir
aðhald". Það virðist hafa sannast í okkar
dæmi þó það hafi orðið á þá lund að gagn-
rýnin hafi orðið eins og skriða. Það jákvæða
sem hefur verið gert hefur gleymst en þó
hefur þetta orðið til þess að veita aðhald,
sem er nauðsynlegt. Við höfum orðið sam-
mála um að taka tillit til gagnrýni frá óvil-
höllúm aðilum til þess að fólk geti treyst því
sem við gerum."
— Komu viðbrögð fjölmiðla við
skýrslu rannsóknarnefndarinnar þér á
óvart — hversu ólík þau voru viðbrögð-
um fram kvæmdanefndarinnar?
„í sjálfu sér ekki. Þegar við lásum þessa
skýrslu þá sáum við strax að á einni blaðsíðu
voru gagnrýnisatriði samþjöppuð, ca. 10
sentimetrar, og þau voru ekki glæsileg. Við
gerðum okkur grein fyrir því að ef menn
vildu lesa þessa skýrslu með neikvæðu hug-
arfari þá væri þar efni í fyrirsagnir. Sú varð
raunin."
— Nú tóku nær öll blöðin mjög harða
afstöðu í leiðurum, sem varla stjórnast
af fyrirsögnum.
„Nei, ég neita því ekki að þessi umfjöllun
hefur verið mjög beinskeytt og hörð, og í
eina átt. Það sýnir manni hversu fljótt er að
snjóa yfir það sem vel hefur verið gert þegar
fram kemur gagnrýni."
— Hver heldur þú að sé dómur al-
mennings?
„Ég held að það sé augljóst að Hjálpar-
stofnunin þurfi að hugsa það gaumgæfilega
með hvaða hætti hún heldur starfi sínu
áfram. Hvort hún getur vænst sama stuðn-
ings og áður strax. Þetta er eitt af því sem
stjórn þessarar stofnunar verður að velta fyr-
ir sér. Hvort hún treystir sér til að óska eftir
framlögum frá almenningi ef Ijóst er að hún
nýtur ekki trausts. En það breytir ekki því að
við vitum af skjólstæðingum okkar. Við sem
þekkjum þessa skjólstæðinga með nafni,
höfum umgengist þá, lofað þeim aðstoð, við
gerum allt sem í okkar vaidi stendur til að
koma þeim til hjálpar."
— Munuð þið bíða þess að það fenni yf-
ir sporin og snúa ykkur þá til almenn-
ings á ný?
„Ég held að Hjálparstofnunin verði að
íhuga það. Það er of skammt á þessa
umræðu liðið til þess að það sé hægt að taka
þá ákvörðun. En ég á mér engan draum heit-
ari en að Hjálparstofnunin, með eða án mín
innanborðs, njóti þess trausts að geta höfðað
til almennings aftur."