Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 8

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 8
eftir Halldór Halldórsson myndir: Jim Smart HAFSKIPSRANNSÓKNIN - SAKBORNINGARNIR REYNDU AÐ SNÚA Á SKIPTARÁÐANDA OG RLR HELGIÆFÐI llil SAMRÆMDAN OG UPPLOGINN FRAMBURD VIÐ HÚSLEIT HJÁ BJÖRGÓLFI, RAGNARI OG HELGA FUNDUST SKJÖL, SEM KOMU UPP UM SAMSÆRIÐ Ein af nidurstöðum rannsóknar Rannsóknarlög- reglu ríkisins á Hafskipsmálinu er sú, að sex þeirra manna, sem í upphafi uoru álitnir bera þyngstar sakir í málinu hafi með einum eða öðrum hœtti sammœlzt um framburð sinn við yfirheyrslur hjá skiptaráðanda og rannsóknarlögreglu. Þykir full- sannað, að þessir menn hafi œft upplognar sögur og skýringar á sakarefnum í vissum tilvikum og þessum æfingum hafi Helgi Magnásson fv. löggiltur endurskoðandi Hafskips hf. stjórnað. sóknaraðilum auk þess, sem Sigur- þór Guðmundsson aðalbókarinn fyrrverandi hefur greint ítarlega frá máli þessu öllu. Helgi hefur á hinn bóginn neitað því að hafa tekið þátt í því að búa til sögu um tilurð þess- ara tveggja útgáfa þrátt fyrir viður- kenningar hinna þriggja. Mál þetta varð strax uppvíst við rannsókn skiptaráðenda eftir að þeir höfðu tekið við búi Hafskips til þrotaskipta. Þá fundust í búinu gögn fyrir sama tímabil, sem voru í veru- legum fjárhæðum ólík. Þetta var annars vegar samanburðarskjal til Hafskipsnota, sem fjallaði um sama tímabil og annað plagg af nákvæm- lega sama toga með sömu fyrirsögn, sem hafði verið sent Útvegsbanka íslands. Samkvæmt „innanhússplagginu" hljóðaði tap Hafskips fyrstu átta mánuði ársins 1984 upp á 25 millj- ónir tæpar eða um 19 milljónum króna hærri upphæð en milliupp- gjör Helga endurskoðanda. Þannig hljóðaði tapið samkvæmt endur- skoðandanum upp á 6 milljónir og það var sú tala, sem Útvegsbankinn fékk að sjá. Við rannsóknina hefur verið sýnt fram á, að með bókhalds- leikfimi breytti endurskoðandinn einum sex stórum liðum í bókhald- inu til þess að ná því að sýna „glæsi- legri" útkomu. Þessi „bókfærsla" var borin undir þá Árna, Þórð, Helga, Pál Braga Kristjónsson, Ragnar Kjartansson og Sigurþór bókara og þeir spurðir Annars vegar mun vera um að ræða framburð Árna Árnasonar fv. fjármálastjóra Hafskips og Þórðar H. Hilmarssonar fv. framkvæmda- stjóra hagdeildar varðandi saman- burð á rekstraráætlun og rekstrar- reikningi dagsettum 31. ágúst 1984, en slíkur samanburður fannst í tveimur útgáfum við rannsókn málsins. Hins vegar munu svo þeir Björg- ólfur Guðmundsson forstjóri og Ragnar Kjartansson stjórnarfor- maður fyrrverandi búið til skýring- ar ásamt Helga Magnússyni á eigna- færslu upp á 39,4 milljónir króna á milli áranna 1984 og 1985 til þess að „lagfæra" lokaniðurstöðu ársreikn- ingsins fyrir 1984 (sem sýnt þykir að var gróflega falsaður, eins og HP sagði í grein snemma í sumar). Helgi Magnússon hefur í blaða- viðtali, heilum bókarhluta og í Kast- ljósviðtali lýst yfir því, að sú frelsis- svipting, sem þeir Hafskipsfélagar voru látnir sæta með gæzluvarð- haldi, sé réttarfarshneyksli og rök- stutt það m.a. þeim rökum, að enga nauðsyn hafi borið til svo harkalegr- ar aðgerðar, þar sem öll gögn máls- ins hafi legið fyrir meira og minna, og í þokkabót skrifleg. Aðalskýring þeirra, sem unnu að rannsókninni mun vera sú, að brýna nauðsyn bæri til að tryggja, að þeir félagar næðu ekki saman til þess að samræma framburð sinn, eins og sannazt hafði og sannaðist enn bet- ur eftir að gæzluvist þeirra var hafin. Þá fundust nefnilega skjöl, sem bentu beinlínis til þess, að efnt hefði verið til „Ieikæfinga" vegna hugsan- legra spurninga í yfirheyrsium. Við húsleit hjá Björgólfi Guðmundssyni, Ragnari Kjartanssyni og Helga Magnússyni fundust skjöl með minnisatriðum, sem sýndu, að þeir félagar höfðu hitzt og lagt skipulega á ráðin um framburð vegna við- kvæmra atriða. Helgi Magnússon mun hafa neitað því að hafa tekið þátt í slíku, en rannsóknarlögreglan telur sig vita betur, m.a. vegna tilvísana til skoð- ana og álits Helga í pappírum Ragn- ars og Björgólfs, þar sem til dæmis er sagt: „HM telur, að . . .“ o.s.frv. Varðandi framburð Árna Árna- sonar og Þórðar H. Hilmarssonar um ástæður þess, að til væru tvær útgáfur af samanburði á rekstrar- reikningi og rekstraráætlun er rétt að taka strax fram, að báðir hafa þeir Árni og Þórður viðurkennt að hafa reynt að villa um fyrir rann- Helgi Magnússon fv. lögg. endurskoð- andi Hafskips: Stjórnaði æfingum á upp- lognum sögum og skýringum á sakarefn- HÚSLEIT VARPAR LJÓSI Á HLUTAFJÁRSVINDLIÐ RAGNARLAUG HELGIÞAGDI Þeir félagar Ragnar Kjartansson og Helgi Magnússon hafa báðir verið sakleysið uppmálað í opin- berri „skýrslugerð" sinni um Haf- skipsmálið. Meðal annars hafa þeir báðir vikið lítillega að hinum fræga hluthafafundi í febrúar í fyrra, þegar hlutafé var aukið um 70 milljónir króna. Niðurstaða rannsóknar RLR er sú, að forsvars- menn Hafskips hafi beitt blekking- um og kynnt stöðu félagsins með röngum upplýsingum gegn betri vitund. í tilviki sem þessu er það endur- skoðandans að leggja fram tölur í áætlanir um endurmat og fyrning- ar auk þess, sem hlutafélagslögin kveða á um, að endurskoðandi hlutafélags skuli gefa vegna hluta- fjárútboðs skýrslu um stöðu við- komandi fyrirtækis. Þetta van- rækti Helgi Magnússon og sat sem fastast á fundinum — og þagði. Við yfirheyrslur hefur hann ásamt Ragnari Kjartanssyni, þá- verandi stjórnarformanni, borið því við, að hann hafi ekki vitað um þessa skyldu sína! Á fundinum var kynnt áætlað rekstrartap upp á 55 milljónir króna vegna ársins 1984, en fals- aði ársreikningurinn fyrir 1984 sýndi um 96 milljón króna tap, en hefði átt að sýna einhverjum tug- um milljóna meira tap. Við húsleit á skrifstofu Helga Magnússonar í Síðumúla fundust hins vegar plögg frá þvi í janúar 1985 (stuttu fyrir hluthafafundinn) áætlanir um rekstrarútkomu árs- ins 1984. Þessar áætlanir voru tvær. Önnur gerði ráð fyrir um 100 milljón krónatapi 1984, en hin 115 milljón króna tapi. Nokkrum dögum síðar sat svo þessi löggilti endurskoðandi Haf- skips á hluthafafundinum og hlýddi á Ragnar Kjartansson kynna viðstöddum hluthöfum hugsanlegt tap 1984 upp á um 55 milljónir. Hann vissi betur, eins og þau plögg sýna, sem RLR fann við húsleitina. Það stefndi í helmingi meira tap samkvæmt útreikningum Helga, en hann og forsvarsmenn Haf- skips hf. hafa kosið að halda því leyndu. í bréfi saksóknara til RLR var sérstaklega beðið um rannsókn á hugsanlegum blekkingum vegna hlutfjáraukningar. Þar segir: „Grunur þykir leika á því að for- ráðamenn Hafskips hf. hafi með ósannindum og blekkingum vakið og hagnýtt ranga hugmynd um fjárhagsstöðu félagsins hjá þeim, er lögðu til aukið hlutafé til félags- ins að fjárhæð yfir kr. 70.000.000 í kjölfar hluthafafundar 8. febrúar 1985 og með því atferli gerst sekir um stórfellt brot gegn XXVI. kafla hegningarlaganna. Ennfremur að þeir starfsmenn félagsins, er lögðu forráðamönnunum liðveislu í þessum efnum, hafi gerst sekir um hlutdeild að því broti." Talan um tapið 1984 er reyndar upp runnin úr bráðabirgðaupp- gjöri Helga fyrir árið 1984, sem búið er að sanna, að var lagfært, rangt og falsað uppgjör. Þetta er eitt dæmið um þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru í þessu makalausa Hafskipsævin- týri. Og svo leyfa menn sér að undrast, að sá einstaklingur, sem lagði fram nær einn fjórða hluta- fjáraukningarinnar, Finnbogi Kjeld, skuli hafa höfðað mál vegna blekkinga þeirra Hafskipsmanna! 8 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.