Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 11

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 11
þess að reyna að ófrægja ákveðna aðila og gera þá tortryggilega. VANDI HITAVEITU AKUREYRAR Þar sem hvatinn að atburðarás síðustu vikna hjá Hitaveitu Akureyr- ar er hár orkukostnaður hjá notend- um veitunnar, er rétt að huga að ástæðum þess. Það er einkum tvennt sem hefur farið á annan veg en upphaflega var gert ráð fyrir: 1. Fjármagnskostnaður orðið miklu meiri en gert var ráð fyrir. 2. Vatnsöflun hefur gengið miklu verr og orðið mun dýrari en gert var ráð fyrir. Onnur atriði svo sem minni mark- aður, minni vatnsnotkun og aukinn kostnaður vegna tvöfalds dreifikerf- is og kyndistöðvar eru fyrst og fremst afleiðing þessara tveggja atriða. Fyrra atriðið stafar af þróun vaxta og gengis og er á sína vísu þjóðfé- lagslegt vandamál. Síðara atriðið teljum við að vart hafi verið hægt að sjá fyrir, þó svo að einhverjir telji sig hafa varað við óhóflegri bjartsýni. Verkfræðistofa Norðurlands hf. Sigurdur Hermannsson Verkfr.st. Sigurðar Thoroddsen hf. Haraldur Sveinbjörnsson ÁRÉTTING Að gefnu tilefni skal tekið fram, að upplýsingar þær sem komu fram í grein um verðlagningu lyfja, sem birtist í síðasta HP, voru hafðar eftir landlækni, Ólafi Ólafssyni, en hann veitti leyfi til þess að efni úr Frétta- bréfi lækna væri notað. Ritstjóri Fréttabréfs lækna er Birna Þórðar- dóttir. Ritstj. Athugasemd frá Skáís Vegna túlkunar í fjölmiðlum á nið- urstöðum skoðanakönnunar, sem birtist í Helgarpóstinum 6. nóvem- ber si. vilja forsvarsmenn Skáís taka fram eftirfarandi. í greinargerð með niðurstöðu seg- ir: ,,ii) Horfið þið á Stöð 2? (frá „dálít- ið“ til „mjög mikið"). í „Töflu B kem- ur fram að 71,3% úrtaksins (þ.e. 273 af 400) horfir á Stöð 2. í þessari könnun var ekki gerð tilraun til að flokka áheyrendur með hliðsjón af því hvort þeir horfðu „dálítið" eða „mjög mikið“ á Stöð 2. Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga þegar niður- stöðurnar eru skoðaðar. Að öðru leyti vísast í umræddar töflur og greinargerð í HP, 6/11 '86, bls. 27. LAUSNIR Á SKÁK- ÞRAUT 31 Niels Höegh Hér er krossgötuþemað á ferð- inni, svörtu mennirnir flækjast hvor fyrir öðrum: 1. Rc7 hótar bæði Dd8 og Dg7 1. - Bxc7 2. Dg7 1. - Hxc7 2. Dd8 32. Ari Guðmundsson 1. Rd8l Kd5 2. Dd4 1.- Kd3 d. Dd4 1.- Ke5 2. Dd4 Mátin eru lagleg. Kjartan Jóhannsson renni hýru auga til bankastjórastóls. í Búnaðar- bankanum gengur sú saga fjöllum hærra, og er sögð ættuð úr banka- ráðinu sjálfu, að í gangi séu samn- ingaviðræður um það að Kjartan fái stól Stefáns Hihnarssonar sem fer að hætta vegna aldurs. Kratar munu telja sig eiga þetta upphefðarstarf í kerfinu en verða að reiða sig á stuðning íhaldsins. Við leggjum áherslu á að þetta eru vangavelt- ur. . . l deiglunni er að Baldur Her- mannsson kjarneðlisfræðingur m.m. taki að sér þáttagerð fyrir Hrafn Gunnlaugsson á sjónvarp- inu, en Baldur hefur áður gert ýmis- lega þætti fyrir stofnunina. Nú er helst rætt um einhverskonar vís- indaþætti á breiðum grundvelli og því hnýtt aftan við; eins og Jónas frá Hriflu hefði staðið að málum.. . lESftir að tilkynnt hafði verið um frambjóðendur í forvali Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur rann mörgum kalt vatn milli skinns og hörunds, því fjöldi nánustu sam- verkamanna Ásmundur Stefáns- sonar meðal frambjóðendanna þótti helsti mikill. Kjörnefnd félags- ins hefur heimild tii að tilnefna fleiri þátttakendur í forvalinu og hafa nefndarmönnum borist ótal áskor- anir frá félögum að tilnefna Gudna Jóhannesson verkfræðing og for- mann ABR. Fylgjendur hans stefna á þriðja sæti listans og vilja Gud- rúnu Helgadóttur í annað sæt- ið... Í^kksforysta Alþýðuflokksins í Reykjavík fór heldur illa útúr próf- kjöri flokksins á Suðurlandi. Fulltrú- ar Ámunda Ámundasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, þeir Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Eyjólfur Sigurðsson, voru næstneðstir og jafnir í opnu próf- kjöri, sem Magnús Magnússon sigraði í með yfirburðum. . . mí ið rákumst á skondna klausu í vinnuverndarlögunum frá árinu 1966. Ekki hefur jafnræði kynjanna verið lengra komið en svo á þessum blómabarnatíma, að eftirfarandi var sett í 44. grein laganna: „í reglu- gerð má leggja bann við starfa kvenna innan 18 ára á veitingahús- um og skemmtistöðum, þar sem ætla má að siðferði þeirra sé sérstök hætta búin.“ Embættismenn þeir sem lögin sömdu hafa sem sagt talið siðferði kvenna meiri hætta búin en karla. Athyglisvert. . . D ■^Áannsóknalögregla ríkisins leitar nú að 21 árs gamalli sænskri konu sem talin er hafa verið í slag- togi með Sea Shephard mönnunum tveimur sem sökktu skipum Hvals hf. Stúlkan bjó með mönnunum á Herkastalanum og fór með þeim ut- an í flugvélinni á sunnudagsmorg- un. Stúlkan heitir Christina Madeling. .. ^PÍ/^álfundafélag félags- hyggjufólks hélt fund um tengsl verkalýðsfélaga og stjórnmála- flokka fyrr í vikunni. Einn frum- mælenda, Þorbjörn Guðmunds- son, var harðorður í garð sjálfstæð- ismanna í verkalýðshreyfingunni og sagði að flokkurinn notaði þá til þess að breiða yfir áhrif eigna- manna og til þess að geta veifað slagorðinu „Flokkur allra stétta". Samkvæmt þessari kenningu eru því Magnús L. Sveinsson, Guð- mundur H. Garðarsson og Björn Þórhallsson puntudúkkur . .. i Alþýðubandalaginu þykir það nokkrum tíðindum sæta að Skúli Thoroddsen, einn frambjóð- enda í forvali, skuli hafa verið með- mælandi framboðs Ásmundar Stefánssonar. Á hinn bóginn er einn meðmælenda Skúla Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri, en hún er eiginkona Ásmund- ar. Skúli tilheyrði áður þeim hópi fólks sem löngum hefur eldað grátt silfur við forsetann á ASÍ-skrifstof- unni... BÚNAÐARMNKINN TRAUSTUR BANKI OSA SIA Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að hann komist til viðtakanda á réttum tíma. ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404 Sendum um allan heim. HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.