Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 28
LEIKRIT RAGNARS ARNALDS UM SKÚLAMÁLIÐ UMDEILT
ÆTTINGJAR LÁRUSAR
ÍHUGUÐU MÁLSHÖFDUN
Samkvœmt áreiöanlegum heimildum Helgar-
póstsins eru afkomendur og skyldmenni
Lárusar H. Bjarnasonar, fyrrum sýslumanns og
fógeta, ævareiöir Ragnari Arnalds fyrir fram-
setningu hans á Lárusi í leikritinu „Uppreisn á
ísafiröi" sem nú er sýnt í Þjóöleikhúsinu. Hafa
afkomendurnir haft samband viö Ragnar og
íhuguöu jafnvel málshöföun. Aö athuguöu
máli kom hins vegar í Ijós aö ekki var grund-
völlur fyrir slíkri málshöföun, þegar fyrir
liggur aö börn Lárusar eru látin.
■■■■■■■■eftir Friðrik Þór GuðmundssonMMMH^^H
„Uppreisn á ísafirði" fjallar sem
kunnugt er um deilur Skúla Thor-
oddsen við Magnús Stephensen
landshöfðingja og aðra yfirvalds-
menn, sem sendu Lárus Bjarnason
vestur á ísafjörð til að rannsaka
embættisgjörðir Skúla í máli er
varðaði mögulegt harðræði Skúla í
garð Sigurðar „skurðar" Jóhanns-
sonar, sem sakaður var um morð.
Viðurkennd söguleg túlkun er að
sendiför Lárusar hafi verið liður í
aðför embættismannanna að Skúla,
en afkomendur Lárusar eru mjög
ósáttir við þá mynd sem Ragnar
dregur upp af Lárusi.
ÁSGEIR VILL STEFNA
RAGNARI
Það eru einkum barnabörn Lár-
usar sem nefnd eru til skjalanna, en
í Morgunblaðinu hefur Ásgeir
Jakobsson rithöfundur lýst því yfir
að ekki væri vanþörf á þvi að mál
yrði höfðað vegna túlkunar Ragn-
ars. í Lesbók Morgunblaðsins sl.
laugardag segir Ásgeir Jakobsson,
að eigin sögn fjarskyldur frændi
Lárusar:
„Nú er það svo, að gott skáldverk
verður ekki drepið með mála-
rekstri, en ég hef samt áhuga á að
stefna höfundinum fyrir hvernig
hann nafngreinir nýlátna menn,
sem eiga sér enn nána ættingja,
börn og barnabörn. Höfundur hefur
viljað treysta aðsóknina með þess-
um hætti. En þótt verkið verði ekki
drepið, sem ég hef heldur engan
áhuga á, þá er forvitnilegt að vita,
hversu langt höfundar mega ganga
í því að skrifa um tiltölulega nýlátna
menn, sem eiga á lífi svo nána ætt-
ingja, að það jafngildir að á sjálfa þá
sé ráðist. Þetta gæti orðið líflegt mál
og mætti reka það sem prófmál í
þessu efni.“
„AURI AUSIÐ YFIR
LÁRUS"
Lárus H. Bjarnason átti tvö börn,
Jóhönnu Kristínu og Pétur, sem
bæði eru látin. Það eru börn þessara
systkina sem hafa nú viðrað
óánægju sína með meðferð Ragnars
á Lárusi afa sínum í leikritinu, ekki
síst vegna tilbúins sambands Lárus-
ar við dönsku stúlkuna Díönu. Dótt-
ir Péturs, Hrefna mun hafa hringt
sérstaklega í Ragnar og mótmælt
túlkuninni á Lárusi og önnur barna-
börn Lárusar hafa tekið leikritið
óstinnt upp, meðal annars Gt'sli
Ólafsson, forstjóri Tryggingamið-
Lárus H. Bjarnason: Afkomendur hansog
skyldmenni könnuðu möguleikann á því
að höfða mál gegn Ragnari.
stöðvarinnar. Þá hefur Hákon
Bjarnason, fyrrverandi skógræktar-
stjóri, staðfest í samtali við Helgar-
póstinn að hann sá ástæðu til að
skrifa Ragnari sérstaklega um túlk-
un hans á þætti Lárusar í málinu, en
Hákon er bróðursonur Lárusar. Og
vitað er til þess að Pjetur Hafstein
Lárusson, rithöfundur og sonur áð-
urnefndrar Hrefnu, hefur boðað sér-
stök skrif um málið, en hann er nú
búsettur í Svíþjóð. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Helgar-
póstsins var kannaður grundvöllur
fyrir málshöfðun gegn Ragnari og
þá á sömu forsendum og Asgeir til-
nefndi í grein sinni og rakið var hér
að ofan. Niðurstaðan varð hins veg-
ar sú að ekki var forsenda fyrir slíkri
málshöfðun þar sem börn Lárusar
væru látin og grundvöllurinn brost-
inn þegar kemur að barnabörnum í
slíkum málum.
„Það er víst ekki hægt að fara út
í málarekstur þegar börnin eru ekki
á lífi, en þeim hefði verið innan
Ragnar Arnalds: Ættingjar Lárusar H.
Bjarnasonar hafa hringt (hann og skrifað
honum til að mótmæla meðferð hans á
Lárusi (Uppreisn á isafirði. „Lárust er leik-
persóna hjá mér," segir Ragnar við HP.
handar að fara í mál. En barnabörn-
in eru mörg hver á lífi og ef það
hefði gilt hið sama um þau eins og
börnin þá hefði verið mjög auðvelt
að fá Ragnar dæmdan. Þarna er auri
ausið yfir Lárus og minningu hans.
Þarna er að finna miklar missagnir,
hvort sem það er að yfirlögðu ráði
eða ekki,“ sagði Hákon Bjarnason í
samtali við Helgarpóstinn.
LEIKPERSÓNUR
„Ég hef ekki mikið orðið var við
þessa óánægju, en þó hef ég aðeins
orðið þess áskynja að þeim líkar
ekki alls kostar,“ sagði Ragnar Arn-
alds, höfundurinn sjálfur, um
óánægju ættingja Lárusar H.
Bjarnasonar. „Það hafa ýmsir talað
við mig, já, já. Ég hef ítrekað að það
kemur meðal annars skýrt fram í
viðtali við mig í leikskrá verksins og
öðrum viðtöium að leikrit eru aldrei
sagnfræði, ekki þetta leikrit frekar
en önnur. Lárus Bjarnason er þarna
fyrst og fremst leikpersóna og leik-
Skúli Thoroddsen sýslumaður: I sögunni
hefur hann iðulega verið túlkaöur sem
sjálfstæðishetja og Skúlamálið ótvírætt
talið aðför embættismannavaldsins gegn
honum...
persónur eru fulltrúar fyrir annað
og meira en þær stóðu sjálfar fyrir.
Þær fá almennt gildi en spurningin
er ekki í leikverki að herma ná-
kvæmlega eftir sögulegum stað-
reyndum eða apa eftir nákvæmar
upplýsingar — það gera sagnfræð-
ingar — en leikrit er allt annars eðl-
is. Um það bil helmingur af persón-
um verksins á sér enga fyrirmynd í
raunveruleikanum og aðrar persón-
ur eru auðvitað meira eða minna
mjög stílfærðar og oft sáralitlar
heimildir sem byggt er á. Þetta gildir
líka um atburðina, þeir eru mjög
stílfærðir og atriðin sem slík upp-
diktuð, þó að byggt sé á sögulegum
heimildum. Þó að söguþráðurinn sé
sagnfræðilega réttur í meginatrið-
um þá eru einstök atriði í leiknum
uppdiktuð og endurspegla ekki at-
burði nákvæmlega eins og þeir
gerðust. Þetta skilja auðvitað allir
sem sjá leikritið. Annað er nú ekki
mikið um þetta að segja," sagði
Ragnar.
MÁL OG MENNING
Sannar undantekningin regluna?
Engin meiri háttar rannsókn
hefir verið gerð á uppruna ís-
lenzkra málshátta, enda er það
ekki áhlaupaverk. I fornum kvæð-
um og fornum ritum íslenzkum er
fjöldi málshátta. Fræðimenn — er-
lendir sem íslenzkir — hafa safnað
þeim og gert þá þannig tiltæki-
legri þeim, sem vilja kynnast þeim
eða kanna þá. Elztu máisháttasöfn
íslenzk, sem geymzt hafa í hand-
ritum, ná aftur á 16. öld að
minnsta kosti. Frá 17. öld eru til
tvö merkileg málsháttasöfn, sem
út hafa verið gefin. Voru þau bæði
skráð í Svíþjóð af íslendingum,
sem þar voru heimilisfastir, þeim
Jóni Rúgmann (1636—1679) og
Guðmundi Ólafssyni (um 1652—
1695). Af yngri máisháttasöfnum,
sem út hafa komið, mætti nefna
safn Guðmundar Jónssonar á
Staðarstað (1763—1836), máls-
háttasafn Hallgríms Schevings
(1781—1861), málsháttasafn Finns
Jónssonar (1858—1934) og loks
það ágæta málsháttasafn, sem nú
er mest notað og þeir Bjarni Vil-
hjálmsson og Óskar Haíldórsson
tóku saman á vegum Almenna
bókafélagsins.
í engu þessara safna er reynt að
grafast fyrir um uppruna máls-
háttanna, enda hefir það ekki ver-
ið ætlunin. Undanfarið hefi ég dá-
lítið grúskað að gamni mínu í ís-
lenzkum málsháttum. Og því
meira sem ég grúska, þvi erfiðara
finnst mér verkefnið. Vel má vera,
að ég víki að málsháttum við og
við í þessum þáttum. Að þessu
sinni ætla ég að velta fyrir mér
málshættinum undantekningin
sannar regluna. Ég skal hrein-
skilnislega játa, að ég hefi aldrei
skilið þessa speki, og það varð
mér hvöt til að rannsaka uppruna
málsháttarins.
Ekkert bendir til þess, að þessi
málsháttur sé gamall í íslenzku.
Ég hefi ekki fundið hann í tiltæk-
um málsháttasöfnum, og í seðla-
safni Orðabókar Háskólans er
ekkert dæmi um hann í þessu
formi. Þar er þó dæmi um annað
afbrigði: „máltækið segir, að und-
antekningin staðfesti regluna". Til-
vitnunin er úr bókinni Noröur-
lands-síldin eftir Árna Friðriksson
fiskifræðing. Bókin kom út á Siglu-
firði 1944.
Orðið regla hefir ýmsar merk-
ingar í íslenzku. Regla getur t.d.
verið (1) „lögmál eða formúlá' (Pý-
þagórasarregla), (2) „ailföst venja"
(t.d. það er regla, að Helgarpóstur-
inn komi út á fimmtudögum), (3)
„fyrirmæli" (t.d. skólareglur, um-
ferðarreglur). Og fleiri merkingar
má finna, en enga merkingu hefi
ég fundið í orðinu regla, sem gerir
málsháttinn skiljanlegan. Ég á við,
að ég þekki enga reglu, sem hægt
er að sanna eða staðfesta með því
að finna undantekningu frá henni.
Málshátturinn er frá mínum bæja-
rdyrum séð rökleysa.
Til þess að fá vit í málsháttinn
undantekningin sannar (stadfest-
ir) regluna er ekki nægilegt að at-
huga notkun hans í íslenzku. Það
verður að rekja hann til uppruna
síns, en hans er að leita í rómversk-
um einkamálarétti. Á latínu var
sagt exceptio probat regulam in
casibus non exceptis. Orðrétt
merkir þetta „undantekningin
reynir á (prófar) regluna í málum,
sem ekki eru undanþegin". Sam-
kvæmt nýlegu þýzku riti um róm-
verskan rétt, sem ég styðst við, er
exceptio hér notað um „undan-
tekningu" frá skilyrðum til sakfell-
ingar í dómsmáli. Verjandi í máli
gat, sem sé, samkvæmt rómversk-
um rétti komið fram með máls-
varnaratriði, sem fólst í að gera
ætti undantekningu frá þeirri
reglu, sem málssóknin var reist á.
Ef dómsforseti taldi, að þetta máls-
varnaratriði (þessi „undantekn-
ing“) ætti að koma til álita við
dómsuppkvaðninguna, gat það
haft áhrif á dóminn. Undantekn-
ingin reyndi þannig á, hvort regl-
an, sem sökin var sótt eftir, stæð-
ist. Með öðrum orðum, undan-
tekningin sannaöi enga reglu, hún
reyndi á reglu.
Af því, sem nú hefir verið sagt,
er sýnt, að latneska setningin hefir
verið misskilin. Mönnum hefir, er
stundir liðu, ekki verið ljóst, hvað
fólst í latnesku sögninni probare.
Aðalmerking hennar er „prófa,
reyna á“ (á ensku „test, try"), en
þess má geta, að hún getur haft
merkinguna „sýna“ (á ensku
„demonstrate"). Hvar og hvenær
menn hafa fyrst misskilið hina
rómversku réttarreglu og gert
hana þannig misskilda að „spak-
mæli“, get ég ekki sagt. Vert er að
hafa í hyggju, að málshátturinn er
til í tveimur gervum á ensku:
exception proves the rule og
exception confirms the rule.
Enska sögnin prove er hin sama
og latínan probare og hefir bæði
merkinguna „prófa" og „sýna
fram á, sanna". Það er því ekki
loku fyrir það skotið, að misskiln-
ingurinn hafi orðið í ensku. Þetta
er þó fremur ósennilegt, m.a. ef
^jiöfð er hliðsjón af því, hve hin
misskilda merking orðasam-
bandsins nær til margra tungu-
mála. Mér virðist því sennilegra,
að menn hafi hreinlega misskilið
iatnesku setninguna, ef til vill
vegna þess að þeir hafi ekki vitað
um, að hér var um réttarreglu að
ræða. Eftir að misskilningurinn
var upp kominn, tóku menn að
nota „spakmælið", þar sem það
átti ekki við. í málum, sem ég hefi
athugað, er í málshættinum notuð
sögn, sem merkir „sanna, stað-
festa", sbr. frönsku les exceptions
confirment la régle, dönsku und-
tagelsen bekrœfter regelen,
sænsku ett undantag som bekráft-
ar regeln o.s.frv.
Mér virðist saga framan greinds
málsháttar mætti vera til viðvör-
unar þeim, sem telja sig geta sann-
að mál sitt með spakmælum, þó
að ég vilji á engan hátt gera lítið úr
gildi málshátta.
28 HELGARPOSTURINN