Helgarpósturinn - 13.11.1986, Page 35
SKIPTANNA
Forsetar Alþingis. Ingvar Gíslason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Salóme Þorkelsdóttir. Forsetar eiga að fá greinargerðir
frá formönnum þingflokka um ráðstöfun fjár til sérfræðiaðstoðar. Það er ekki gert.
þýðubandalag kr. 1.313.200, Al-
þýðuflokkur kr. 787.920, Bandalag
jafnaðarmanna kr. 525.280 og
Samtök um kvennalista kr. 393.960.
Auk þessa úthlutar nefndin sér-
stökum blaðastyrk til Alþýðublaðs,
Tíma og Pjóðvilja. Þetta er gert með
því að kaupa mánaðarlega á árinu
1986 150 eintök af hverju blaði. Þá
er Dagur á Akureyri einnig keyptur
og kaupir ríkið um 100 eintök af því
blaði mánaðarlega. Gert er ráð fyrir
að mánaðaráskrift kosti 500,00 kr.
Samtals er flokksblöðum þessum út-
hlutað 3.3. milljónum á þessu ári.
Samtals hefur þessi stjórnskipaða
nefnd því úthlutað 28 milljónum
króna til flokkanna. Annað hvort
beint til þingflokka, eða til blað-
anna. Þingflokkar, og flokkar, fá því
úthlutað af forsetum Alþingis eða
frá stjórnskipaðri nefnd um 35 millj-
jónum króna á þessu ári.
Davlð Scheving Thorsteinsson styður
flokkana fjóra — þar með talið Alþýðu-
bandalag.
í þessu sambandi skal tekið fram,
að Kristín S. Kvaran fékk ekki út-
hlutað sérstaklega sem þingmaður
utan flokka, þegar hin stjórnskipaða
nefnd gekk frá tillögum sínum í jan-
úar s.l. Var hún reiknuð með BJ.
Bandalagi jafnaðarmanna var hins
vegar gert að greiða henni til baka
það sem hún hefði átt að fá, skv.
tillögu frá nefndinni eftir að hún
sagði sig úr BJ. Fékk hún því úthlut-
að eins og þingmaður utan flokka á
endanum, samtals kr. 229.320.
(131.320 til dagblaða og/eða lands-
málamálgagna og 98.000 til útgáfu-
mála). Þar að auki fékk Kristín S.
Kvaran framlag frá forsetum Al-
þingis til sérfræðiaðstoðar þannig
að hún, sem þingmaður utan flokka,
fékk um 260.000 kr. á árinu 1986 til
þingmannarekstrarins.
HVERT RENNA
PENINGARNIR?
Eins og áður sagði renna styrkir
til þingflokka og sérfræðiaðstoðin
venjulega beint til íramkvæmda-
stjóra flokkanna, eða beint til gjald-
kera þeirra. Fæstir þingflokkar gefa
út sérstök málgögn, enda þótt flokk-
arnir sjálfir gefi út ýmiss konar blöð
og blöðunga.
Kristín Halldórsdóttir, þingmaður
Samtaka um kvennalista, upplýsti í
samtali við HP, að allir þeir fjármun-
ir, sem Samtök um kvennalista
tækju í styrkjum frá fjármálaráðu-
neyti, eða forsetum Alþingis, gengju
beint til skrifstofu samtakanna. Þar
væru þeir notaðir til þess annars
vegar, að launa starfskonu þing-
flokksins og hins vegar til útgáfu-
mála á vegum Samtaka um kvenna-
lista. Samtökin gæfu út fréttabréf,
en auk þess rynni ákveðin upphæð
til útgáfu Veru. Kristín Halldórsdótt-
ir sagði ennfremur, að kvennalista-
konur hefðu kannað það í upphafi,
þegar þær fengu fyrst úthlutað úr
ríkissjóði, hvernig ætlast væri til að
þessu væri varið og hvort þeim bæri
að gera grein fyrir ráðstöfun fjárins
og að þeim hefði þá verið tilkynnt,
að ráðstöfun væri algjörlega á valdi
þingflokkanna sjálfra. Þeir réðu því
hvernig þeir verðu þessu fé. Samtök
um kvennalista fengu á árinu 1986
kr. 3.397.427 í útgáfu-, blaða- og sér-
fræðistyrk.
Kristín S. Kvaran fékk úthlutað
eins og þingmaður utan flokka fyrir
árið 1986. Hún upplýsti í samtali við
HP, að hún hefði notað það fé sem
henni var úthlutað til að undirbúa
mál sem hún flytur á þingi um sam-
félagsþjónustu. „Ég þurfti að ferðast
til Norðurlandanna til að kynna mér
ýmislegt í sambandi við þetta mál,“
sagði Kristín S. Kvaran. Hún var
spurð, hvort stór hluti framlaganna
væri ekki ætlaður til útgáfu og hvað
hún hefði gefið út, eða hygðist gefa
út fyrir þetta fé. „Það er nú teygjan-
legt hugtak hvað þú gefur út og
hvað ekki, hvort það er útgáfa á
þingmáli, eða hvað þú ert að gera.
Mér vitanlega hefur það aldrei verið
skilgreint hvernig fé þetta á að
nota.“
Kristín S. Kvaran var einnig spurð
um það hvort hún héldi bókhald yfir
greiðslur tengdar þessum styrkjum.
„Ég held bókhald fyrir sjálfa mig, en
hef ekkert verið að sýna það, enda
reiknaði ég með að skila forsetum
Alþingis því í árslok."
BÓKHALDSLEYND
Samkvæmt heimildum HP rennur
það fé, sem í yfirliti frá fjármála-
ráðuneyti er klárlega merkt til
ákveðinnar starfsemi, beint í flokks-
sjóði. Ekki er haldið sérstakt bók-
hald vegna þessa fjár og fiokkar
ekki skyldaðir til að gera öðrum en
sjálfum sér grein fyrir ráðstöfun fjár-
ins. í þessu efni er Framsóknarflokk-
ur undanskilinn svo sem áður er sagt.
Einn liður fjárframlaganna er
styrkur til kjördæmamálgagna.
Sumir flokkar gefa ekki út kjör-
dæmamálgögn, en taka samt við
þessum styrk. Geir A. Gunnlaugs-
son, gjaldkeri Alþýðuflokksins, var
spurður um það hvort styrkurinn til
kjördæmamálgagnanna gengi til
kjördæmablaðanna. „Við gefum út
blöð í flestum kjördæmum og ætli
við notum hann ekki til að gefa út
blöð í þessum kjördæmum." Geir A.
Gunnlaugsson vildi ekki upplýsa
hvert styrkurinn rynni í smáatrið-
um. Hann sagði að þetta fé rynni til
útgáfumála. Geir var þá spurður að
því hvort haldið væri sérstakt bók-
hald yfir þetta fé og sagði hann að
svo væri ekki. „Við getum ekki gefið
ykkur neina sérstaka sundurliðun á
því hvernig þessu fé er varið. Fénu
er varið í samráði við þingflokk og
framkvæmdastjórn og við gerum
viðkomandi aðiljum grein fyrir ráð-
stöfun fjárins," sagði Geir A. Gunn-
laugsson.
Alþýðuflokkur gerir, eins og aðrir
flokkar, út á happdrættismiða. í
samtalinu við Geir A. Gunnlaugsson
kom fram, að tekjur flokksins af
happdrætti voru um 900 þúsund
krónur á ári. Hann sagði jafnframt
að flokkurinn nyti ekki styrkja frá
einstökum fyrirtækjum. Og þegar
HP fór fram á að fá aðgang að bók-
haldi flokksins sagði Geir: „Við telj-
um ekki að við þurfum að gera
ykkur sérstaka grein fyrir því.“
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
sagði þegar hann var spurður um
hvort bókhaldið væri opið: „í skipu-
lagsreglum flokksins segir að reikn-
ingar skuli lagðir fyrir miðstjórn og
er það gert. Við höfum ekki riðið á
vaðið með að birta okkar bókhald."
Af þeim stjórnmálasamtökum
sem HP ræddi við um reikninga var
Bandalag jafnaðarmanna einu sam-
tökin sem gátu og vildu gefa upp
bókhald sitt. Hér er átt við Bandalag
jafnaðarmanna í þeirri mynd sem
það var áður en þingmenn BJ gengu
til liðs við aðra flokka.
í ljósi þeirrar ónákvæmni sem rík-
ir í fjármálum flokkanna, þeirrar
staðreyndar að þeir eru ekki bók-
haldsskyldir og geta ekki gert grein
fyrir nema takmörkuðum hluta
þeirra fjármuna sem þeir velta, þá
fer að verða spurning hver „glæp-
ur“ Stefáns Benediktssonar var —
og hver er „glæpur" hinna.
Fyrirtæki
styrkja flokksstarf
- SVAVAR ÞRÆ.TIR ENN
Baldur Oskarsson er fyrrver-
andi framkvœmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins. HPspurði hann eft-
irfarandi spurninga um styrki til
Alþýðubandalags í tilefni um-
mœla Svavars Gestssonar þess
efnis að flokkurinn þœgi enga
styrki frá fyrirtœkjum.
— Hefurþú farið í fyrirtœki í því
skyni að safna fé fyrir Alþýðu-
bandalagið?
„Ég tók þátt í því, að fara til fyr-
irtækja — bæði til að selja þeim
happdrættismiða, útvega vinn-
inga vegna happdrætta og fá eins
konar „sníkjuauglýsingar“.“
— Fórstu í þessar ferðir að
beiðni einhvers í flokknum?
„Það var litið svo á, að það væri
í eðli starfsins að reka flokkinn
með öllum mögulegum ráðum.
Þessar sníkjur okkar voru fyrst og
fremst til einstakra verkefna, eins
og t.d. þegar við vorum að byggja
hús okkar að Hverfisgötu 105. Þá
komu framlög af þessu tagi og
sömuleiðis í happdrætti tengd
kosningu."
— Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalags, hefur svarið
fyrir allan stuðning frá fyrirtœkj-
um til Alþýðubandalags og fullyrt
að flokkurinn njóti ekki og hafi
ekki notið styrkja frá fyrirtœkjum.
Er hugsanlegt, aö Svavar hafi ekki
vitað um þennan stuðning?
— Ég tel eðlilegt að Svavar
Gestsson svari þessu sjálfur. Það
hefur ekki verið hlutverk æðstu
forystumanna flokksins að sjá um
fjármál hans.“
— Þú hefur þá skilað þessu fé til
flokksins?
„Ég afhenti það, já, á flokksskrif-
stofunni og varðandi húsið, þá af-
henti ég þeim aðilum féð, sem
höfðu húsið á sinni hendi f.h. Sig-
fúsarsjóðs."
— Leitaðir þú til fyrirtœkja
Davíðs Schevings Thorsteinssonar
f.h. Alþýðubandalagsins?
„Af gefnu tilefni vil ég taka það
fram, að flestir þeir aðilar sem ég
leitaði til með þessum hætti utan
flokks fóru fram á það við mig, að
þetta yrði trúnaðarmál á milli við-
komandi og mín. Ég get hins veg-
ar sagt í tilefni þess, að Davíð
Scheving hefur opnað þetta mál
með sínum hætti, þá get ég upp-
lýst, að ég gekk tvisvar á hans
fund að því er ég man best og þá
lögðu fyrirtæki hans fram pen-
inga. í annað skiptið í sambandi
við húsið og í hitt skiptið í sam-
bandi við kosningar. Var það í vor
sem leið. Það er því rétt hjá Davíð
Scheving Thorsteinssyni, Alþýðu-
bandalagið hefur fengið fé frá fyr-
irtækjum hans."
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalags hefur haldið því
fram opinberlega, að flokkurinn
nyti ekki styrkja frá fyrirtækjum. I
tilefni viðtalsins við Baldur
Oskarsson spurði HP Svavar um
þessa fullyrðingu hans. „Ég hef
alltaf sagt og stend við það að Al-
þýðubandalagið hefur ekki verið
með fé frá fyrirtækjum í neinum
mæli í flokksreksturinn." Svavar
var þá spurður, hvort hann liti ekki
á kosningabaráttu sem flokks-
rekstur. „Auðvitað er hún það,“
svaraði Svavar. ,,Ég fullyrti að Al-
þýðubandalagið nyti ekki styrkja
til flokksrekstrar frá fyrirtækjum.
Það kann að vera, að eitt og eitt
fyrirtæki hafi slæðst þarna með
vegna þess að þau hafa verið
tengd okkar stuðningsmönnum,
en ég veit hins vegar ekkert um
það hvort einstök fyrirtæki hafi
keypt happdrættismiða af okkur. í
flokksrekstur er hverfandi lítið um
önnur framlög en þau sem koma
beint frá félögunum," sagði Svavar
Gestsson.
Baldur Óskarsson og Svavar Gestsson. Orð gegn orði.
Úthlutun fjár til þingflokka
Á linuritinu má sjá hlutfallslega skiptingu þeirra tæplega 25 milljóna króna, sem þing-
flokkar fá til ráðstöfunar á árinu 1986. Þingflokkar þurfa ekki að gera grein fyrir ráðstöf-
un fjárins.
7.377.826
4.753.947
3.836.667
2.919.386
3.020.747
2.791.427
B
HELGARPÓSTURINN 35