Helgarpósturinn - 13.11.1986, Side 40

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Side 40
aðfaranótt þriðjudagsins um hvort ætti að láta toppana fjúka. Þeir sem vildu að kirkjuleg stofnun gæfi for- dæmi í þessu máli fyrir þaulsetna menn sem orðið hafa uppvísir að mistökum, afglöpum og hagsmuna- árekstrum urðu undir. Þeir beygðu sig í lokin undir að þekking núver- andi starfsmanna stofnunarinnar væri það mikil að hún þyldi ekki þá blóðtöku. Þessi afstaða er merkileg þar sem aðeins einn fastur starfs- maður, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjórí, var á listanum yfir þá sem hugsanlegt var að yrðu látnir fara. Samkvæmt því hefði mátt ætla að þekking annarra starfsmanna yrði eftir hjá stofnun- inni. Svo er þó ekki. Allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar, Gunn- laugur Stefánsson, Sigurjón Hreiðarsson og Jenný Ásmunds- dóttir, lýstu yfir stuðningi við Guð- mund með því að gefa í skyn að ef hann færi fylgdú þau honum.. . 11 tlit er fyrir að bokautgef- endur breyti um auglýsingataktík fyrir þessi jólin sem eru framundan. Hingað til hafa stærstu útgáfurnar jafnan valið giska fimm af bókum sínum til mestrar kynningar — sem þeir telja þá vera „sölubækurnar" — og auglýst þær hvað grimmast og mest í sjónvarpi. En nú eru aldeilis aðrar forsendur komnar til sögunn- ar. Stöðvarnar eru orðnar tvær, auk þess sem RUV tók upp á því nýverið að hækka auglýsingaverð sitt um 25 prósent í einu lagi, þrátt fyrir fyrir- sjáanlega minna gláp. HP heyrir að bókaútgefendur tali nú saman um að draga verulega úr sjónvarpsaug- lýsingum fyrir næstu jól og leita frekar til prentmjðlanna, einkum tímarita, auk útvarpsstöðvanna, þar sem einna best náist til afmarkaðra markhópa eins og það er kallað í þessum geira viðskiptanna... s ffl^töð 2 skaut ríkissjónvarp- inn ref fyrir rass í málefnum fegurð- arinnar og sýnir beint í kvöld, fimmtudagskvöld Miss World keppnina um gervihnött frá Lond- on. Þetta framtak stöðvarinnar er þó ekki einvörðungu henni að þakka, því Samband íslenskra samvinnufélaga „sponsorerar" þennan dagskrárlið, þ.e.a.s greiðir fyrir útsendingu hans. Það verður því SÍS-merkið sem rammar af þetta vinsæla efni — og hrein spurning hvort mönnum komi þetta sam- bland á óvart: SÍS og fegurð. En greinilegt að nýjum herrum fylgja nýir siðir við Sölvhólsgötu... Kfllnn hefur Stefán Valgeirsson ekki látið uppi um hugsanlegt utan- flokkaframboð sitt í Norðurlands- kjördæmi eystra, en í kjördæminu hafa gengið undirskriftalistar hon- um til stuðnings. Innstu koppar í Framsókn fyrir norðan staðhæfa að á undirskriftalistunum séu fæstir framsóknarmenn og það sem meira er, Stefán njóti ekki einu sinni fylgis 40 HELGARPÓSTURINN hins harða framsóknarkjarna í Norður-Þingeyjarsýslu. Rétt er þó að geta þess að nokkrir Stefáns- menn á Þórshöfn tala máli bóndans frá Auðbrekku... SSins og fram hefur komið í fréttum ætlar Stefán Guðmunds- son, alþingismaður úr Norður- landskjördæmi vestra, sér fyrsta sæti Framsóknar í kjördæminu en þar situr fyrir þungaviktarmaður- inn Páll Pétursson frá Höllustöð- um. Þegar fréttin barst varð Páll hvumsa við, hugsaði sitt ráð í nokkra daga og er búinn að finna krók á móti bragði. „Krókurinn" er sá að Páll sem að sjálfsögðu stefnir í fyrsta sætið áfram ætlar að styðja Sverri Sveinsson, veitustjóra á Siglufirði, í annað sætið. Þar með er Páll búinn að mynda bandalag á milli Húnvetninga og Siglfirðinga, jafnframt því sem hann á mikinn stuðning í sveitum Skagaf jarðar. Tal- ið er að BB-framboð Ingólfs Guðnasonar á Blönduósi sé búið að vera og raunar segir sagan að Páll þingflokksformaður sé búinn að „ná ástum“ margra Vestur-Hún- vetninga aftur. Með þessu má telja nær víst að Stefán Guðmundsson mun eiga í vök að verjast með Sauð- árkrók nánast einan á bak við sig og gæti farið svo að hann félli á eigin bragði og hreinlega dytti útaf þingi.. . þótt þú stefnir á háa vexti Kjósir þú að stunda Lotusparnað, hefur þú alltaf baktryggingu. Það er ekki síst þetta öryggi sem gerir Lotusparnað að almennri sparnaðar- aðferð sem allir geta stundað. Teljir þú þig einhvern daginn hafa meiri not fyrir spariféð í öðru en að safna á það Lotuvöxtum — þá tekur þú það formálalaust út. Og þú hefur engu tapað, því þú nýtur auðvitað ávöxtunar þeirrar lotu sem þú laukst. Hafir þú ekki lokið fyrstu lotu, nýturðu að sjálfsögðu ávöxtunar og verð- tryggingar Innlánsreiknings með Ábót allan tímann. ÞETTA ÖRYGGl ,KUNNA FORSJÁLIR AÐ META 1. LOTA: 18 mánuðir 16,04% ársávöxtun 1_- ■ 2. LOTA: 24 ir 16,59% n 3. LOTA: 30 H 17,15% n 4. LOTA: 36 H 17,71% ir L O T U c PARNAfil JR einföld og örugg sparnaðarleið. \ ! L \_ L_V._-U. u_.\Lv_L Þú færð allar upplýsingar um Lotusparnað á afgreiðslustöðum bankans.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.