Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 17

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Side 17
níunda bekk sem flest reykja, fengu að sjá voða ógeðslega mynd um lungnauppskurð og ein stelpan gubbaði. Ég held að þau hafi flest hætt að reykja. Það er hægt að varast krabbamein með því að reykja ekki og borða hollan mat. Við tölum ekki mikið um eyðni en auðvitað hugsar maður um sjúkdóminn. Ætli allir verði ekki að nota smokka í framtíðinni." — Hefur tískan mikil áhrif á þig og félaga þína? „Smávegis — en samt reyni ég að fara eftir eigin smekk. Auðvitað mega fötin ekki vera hallærisleg: rósóttir kjólar og brúnar og appel- sínugular peysur — mér finnast þeir litir ekki fara vel saman. Mér finnst best að vera í víðum fötum og reyni að komast hjá því að fara í þröng föt." — Huernig er fullordið fólk? „Það er margt ágætt, en sumt ansi leiðinlegt. Stundum þegar ég er að selja happdrættismiða lítur fólk á mig einsog ég sé ekki til og er ekki einu sinni að hafa fyrir því að svara og allir krakkar þekkja það að vera að bíða eftir af- greiðslu í búð þegar einhver fullorðinn ryðst framfyrir mann og fær afgreiðslu. Svo segir maður kannski: „Ég var nú á undan þér," og þá er horft á mann með augnaráðinu: „Ég er nú fullorðinn og það er fyrir öllu." Ég er bara hrædd um að heimurinn breytist ekkert þegar við verð- um fullorðin. Þá förum við bara að haga okkur einsog fuilorðna fólkið og gleymum því hvernig það var að vera barn." SVO GAMAN AÐ VINNA SIG INN í HLUTVERK — Hvaö helduröu aö nýja áriö beri í skauli sínu? „Ég er nú enginn spámaður en ég vona að það verði meiri friður í heiminum en núna. Svo má hækka lágmarkslaunin. Ég segi nú bara einsog Flokkur mannsins fyrir kosningarnar. Þrjátíu þúsund krónur í lágmarkslaun. Ég ætla nú ekkert að vera með nein nýársheit en ég vona að ég geti hækkað mig í reikningi — ég þarf oft að berjast ansi mikið við hann." — Og aö lokum Nína, hvaö ætlaröu aö vera þegar þú ert oröin stór? „Mig langar að verða eitthvað sem engin kona hefur verið áður — eða þá leikkona. Það er svo gaman að lifa sig inní hlutverk. Verða annað fólk og hugsa: hvað ætli það mundi gera í þess- um sporum. Stundum þegar ég er að leika eitt- hvað fyndið þá reyni ég þó að gera það sem eng- um dytti í hug að gera. Kannski verð ég bara rit- höfundur — það er svo ofboðslega frábært að skrifa sögur"!

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.