Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.12.1986, Qupperneq 33

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Qupperneq 33
þegar einkaaðilar eru í samkeppni við ríkisfyrirtæki. Svo hefur verið síðan einkafyrirtækjum var gefinn kostur á að keppa við Póst og síma á hluta af fjarskiptamarkaðnum. Samkeppnisaðilar Pósts og síma unnu fyrir nokkru lítinn sigur á ris- anum. Fjármálaráðuneytið tók þá í lurginn á risanum, eftir ábendingu eins af litlu samkeppnisaðilunum, fyrir frjálslega túlkun á tollaflokk- un. Þannig var að Póstur og sími hafði flutt inn hugbúnað í sjálfvirkar símstöðvar í tollaflokki sem tilheyrir hugbúnaði í tölvur. Það má víst ekki. Samkvæmt skilningi fjármála- ráðuneytisins eru tölvur tölvur og símstöðvar símstöðvar. Póstur og sími fékk því bágt fyrir og það gladdi að sjálfsögðu margan sím- tólainnflytjandann.. . Þ að er með ólíkindum hvað nýjasta tækni gerir mögulegt. Þeir Bylgjumenn notuðu hana t.d. nýstárlega í jóladagskránni, sem þeir tóku að hluta til upp fyrirfram. Til þess að þurfa ekki að vera sífellt að skipta um segulbandsspólur, var tónlistin tekin upp á venjulegar vídeókassettur. Vídeótæki var tengt við upptökuhljóðverið, sett í gang á hálfum hraða og þannig mátti taka upp 8 klukkustundir af útvarpsefni á vídeóspólu, sem annars má nota í 4 stunda sjónvarpsupptöku. Þetta hljómar furðulega, en satt er það engu að síður . . . Þ að er ekki allt dýrt á íslandi. í Símablaðinu sem nýlega kom út upplýsir Þorsteinn Óskarsson að stofn- og afnotagjald Pósts og síma- málastofnunarinnar sé mun lægra en annars staðar á Norðurlöndun- um. Munar þar allt að 300%. Póst- burðargjald er einnig lægst á ís- landi. Það borgar sig sem sagt ekki að fara til Norðurlandana að hringja á sama hátt og það er hagkvæmt að versla í Glasgow. . . LESENDAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS Munid að senda inn spurningalistana. Látið aðeins annan happdrættismiðann fylgja. Geymið hinn. LESENDAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. ÉBRunnBúraFÉLflG ísinnos Bl LÍFTRYGGING GAGNKVTMT TRYGGINGAFELAG Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 H M M N D áá Tímarit þeirra sem áá w w fylgjast með * * HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.