Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 6
eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Árni Bjarnason Helgarpósturirin birtir efnisatriöi svörtu ,,leyni- skýrslunnar“ um Sjúkrahús Keflavíkur: NÝSTÁRLEGT BÓKHALD OGGÖTÓTT Sjóður ekki stemmdur af í áraraðir — Launaiistar „illskiijanlegir“ — Ólag á skráningu orlofs — Forstöðumaðurinn skuldaði sjúkrahúsinu fé — „Óvenjulegar launagreiðslur“ til forstöðumannsins — Bókhaldið ónothæft til eftirlits og stjórnunar I kjölfar bœjarstjórnarskipta í Keflavík eftir kosning- arnar í uor uar skipud ný stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur. Stjórnin kaus sér endurskoöendur til aö fara yfir reikn- inga sjúkrahússins. Fljótlega rákust endurskoöendurnir á einkennileg uiöskipti sjúkrahússins og Þvottahúss Kefla- víkur. Þuí þótti ástœöa til aö kanna gaumgæfilega mál- efni sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja, sem rekin er ísamfloti uiö sjúkrahúsiö. Leyniskýrsla end- urskoöendanna aö lokinni þessari rannsókn leiddi til þess aö Eyjólfi Eysteinssyni, forstööumanni beggja stofn- ana, uar uikiö úr starfi í upphafi þessa árs. FUNDIRNIR HLERAÐIR Að sögn Ingólfs Falssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns sjúkra- hússins, hefur þetta mál þó lengri forsögu. Hann segir í viðtali, er fylg- ir þessari grein, að hann hafi fíjót- lega eftir að hann tók við for- mennsku farið þess á leit við heil- brigdisráðuneytiö að fram færi hlut- laus rannsókn á rekstri þessara stofnana. Sú rannsókn dróst á lang- inn og þegar niðurstöður hennar loks birtust voru þær í skötulíki. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnar- manna um hleranir á fundum þar sem skýrsla endurskoðendanna var rædd, hefur lítið komið fram um efnisatriði skýrslunnar. Henni var fyrst dreift meðal bæjarstjórnar- manna í Keflavík á þriðjudagskvöld- ið og verður ekki tekin fyrir á bæjar- stjórnarfundi fyrr en 3. febrúar. í gærkvöldi fengu sveitarstjórna- menn í öðrum sveitarfélögum sem eru aðilar að heilsuverndarstöðinni skýrsluna í hendur. Skýrsla endurskoðendanna er svört. Af henni má ráða að stjórnun sjúkrahússins og heilsugæslustöðv- arinnar var í mesta ólestri. Reikn- ingsfærslur og bókhald var þesslegt að ekki var hægt að hafa yfirsýn um reksturinn á hverjum tíma. Áætlanir stóðust ekki. Birgðasöfnun var óhófleg. Launalistar voru illskiljan- legir og í engu samræmi við bók- haldsfærslur launa. Sjóður hafði ekki verið stemmdur af í áraraðir. UM 900 ÞÚS.KR. GREIÐSLUR TIL FORSTÖÐUMANNSINS GAGNRÝNDAR En helsta ástæðan fyrir brottvikn- ingu Eyjólfs Eysteinssonar, forstöðu- manns, voru upplýsingar endur- skoðendanna um skuld hans við sjúkrahúsið og „óvenjulegar launa- greiðslur" til hans. Samkvæmt upp- lýsingum endurskoðendanna nam skuld Eyjólfs við sjúkrahúsið um 100 þús. kr. í desember 1986. „Óvenjulegar launagreiðslur" til hans á árunum 1982—1985 nema um 575 þús. kr. á núvirði. Þá gera endurskoðendurnir athugasemdir við reikninga er Eyjólfur hafði lagt fram og fengið greidda á árinu 1985, alls kr. 238.375. Eyjólfur sendi stjórn sjúkrahúss- ins greinargerð um þessar greiðslur þann 9. janúar síðastliðinn. Stjórnin féllst á skýringar Eyjólfs og því verða engin eftirmál vegna þeirra. En lítum fyrst á rekstur Sjúkra- húss Keflavíkur. Hinum kjörnu endurskoðendum, Reyni Ólafssyni og Þorbjörgu Gudnadóttur, varð strax Ijóst að mikla vinnu þurfti að leggja í endur- skoðun reikninga sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar. I skýrslu þeirra segir að „frá byrjun var ljóst að leiðbeina þurfti starfsmönnum um meðferð bókunarskjala og innra eftirlit". Endurskoðun hafði verið lít- il á árinu 1985 vegna þess að bók- haldi var skilað seint til Guðmundar R. Óskarssonar, endurskoðanda stofnananna, „eða u.þ.b. 15 dögum áður en hann fór í sumarfrí", eins og segir í skýrslunni. „STÓRFURÐULEGT", „SKIPULAGSLEYSI"... Endurskoðendurnir gera athuga- semdir vegna viðhalds og fram- kvæmda vegna skurðstofu. Þar kemur fram að á árinu 1985 unnu aðallega 3 iðnaðarmenn við sjúkra- húsið, án þess að verkefni þeirra hefðu verið boðin út. Þetta voru þeir Jón Ásmundsson, pípulagn- ingamaður, Guðmundur Þorleifs- son, rafverktaki og Viðar Jónsson, sem sá um trésmíði. Endurskoðendurnir taka fram að þeir séu ekki í aðstöðu til að draga réttmæti reikninga þessara manna í efa „þar sem engin skráning er fyrir hendi, hvorki á skrifstofu né hjá um- sjónarmanni fasteigna, um efnis- kaup og vinnuframlag verktaka". En athugasemdirnar segja sína sögu. Ekkert bendir til að reikningarnir hafi verið sannreyndir áður en þeir voru greiddir. Fæstir reikningarnir voru samþykktir af þeim sem óskaði eftir að verkið væri unnið. Reikning- arnir voru framlagðir eftir langan tíma, allt að 2 mánuðum, og margir í senn. Endanlegur kostnaður vegna breytinga á skurðstofu fór 190% fram úr kostnaðaráætlun. Upphaf- leg áætlun hljóðaði upp á 3,7 millj- ónir kr. en lokaniðurstöður urðu 10,9 milljónir kr. Endurskoðendurnir telja „stór- furðulegt" að vinna við skurðstof- una hafi ekki verið boðin út. Þeir segja að spurning sé hvort „skipu- lagsleysi" hafi ekki verið ein helsta ástæðan fyrir því hversu langt fram úr áætlun framkvæmdirnar fóru. SKULDA 7 ÁRA ÚTTEKT AF LYFJUM í skýrslunni er einnig staldrað við birgðir sjúkrahússins. Þar kemur í ljós að á árinu 1985 jukust lyfja- birgðirnar um 185%, birgðir af fatn- aði og líni um 130%, birgðir af hreinlætisvörum um 135% og mat- arbirgðir um 233%. Hreinlætisvöru- birgðirnar í árslok 1985 námu um 6 mánaða innkaupum, eða hálfsárs notkun. íi „FORSTOÐUMAÐURINN SPILAÐI FRITT - segir Ingólfur Falsson, fyrruerandi stjórnarformaöur sjúkrahússins sem baö um úttekt ráöuneytisins á sjúkrahúsinu. Nefndin geröi „andskotans ekkert". „Þegar ég tók uið formennsku stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur hafði Eyjólfur Eysteinsson, for- stöðumaður, uerið þarna í 13 ár og spilað frítt án nokkurs eftirlits," sagði Ingólfur Falsson, fyrruerandi stjórnarformaður, þegar Helgar- pósturinn bar undir hann þá hörðu gagnrýni sem fyrruerandi stjórnir sjúkrahússins fá í skýrslu endurskoðendanna. „Vissulega get- ur maður ekki farið að uœngja sig mikið þegar maður er að koma sér inn í hlutina, en á seinni hluta ársins 1985 óskaði fyrruerandi stjórn eftir að heilbrigðisráðuneyt- ið gerði úttekt á stofnunum. Eg gekk ríkt á eftir þessu. Varðandi gagnrýni í skýrslunni á lélegar fundargerðir get ég sagt Ingólfur Falsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Sjúkrahúss Keflavfkur og Heilsuverndarstöðvar Suðurnesja. að frá því að ég tók við for- mennsku, þann 1. ágúst 1984, hafa allar fundargerðir verið færð- ar og ekkert undan dregið. Stjórn- in kom saman reglulega í hverjum mánuði, en slíkt hafði ekki þekkst áður. Ég get sagt það, eftir að hafa lesið fundargerðir stjórnar sjúkra- hússins frá 1954 að þær voru fáar, kannski 2—3 á ári. En ég skal ekki segja um hvort þær hafi verið gall- aðar. En varðandi úttektina hjá ráðu- neytinu þá var skipuð nefnd tveggja manna. Annar þeirra, Guðjón Ólafsson, kom hingað í febrúar og spjallaði við mig einn eftirmiðdag á laugardegi í febrúar. Þegar við í stjórninni fórum að reka á eftir niðurstöðum í þessu máli síðastliðið vor kom skýrsla frá Guðjóni, en lítið hafði þá bæst við hana síðan við spjölluðum saman. Hinn nefndarmaðurinn gerði aldrei neitt. Það má því segja að þessi nefnd hafi gert „andskotans ekkert", svo maður orði það á hreinni íslensku. Það er mjög slæmt.“ — Hvað með fullyrðingar Eyj- ólfs um að stjórnin og formaður hennar hafi samþykkt launa- greiðslur til sín og fyrirkomulag á orlofsgreiðslum til starfsmanna? „Það hefur aldrei komið til um- ræðu, hvorki við mig né hefur það verið tekið upp á stjórnarfundum. Þegar maður hefur kynnt sér þetta mál, þarf maður ekkert að vera að klípa utan af því að for- stöðumaðurinn þurfti aðhald." 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.