Helgarpósturinn - 22.01.1987, Síða 8
Þróunin
FÉSÝSLAN
Velta banka og sparisjóða hefur tvö- til þrefaldast að
raunvirði á fáeinum árum. Enginn fœr hróflað við SIS. í
flutningastarfseminni er sitt hvað, umfang eða afkoma.
Eru olíufélögin bundin óumbreytanlegu lögmáli? Flug- <
leiðir í hœstum hœðum.
Bankar, sparisjódir og önnur fjár-
málafyrirtœki hljóta að teljast ,,sig-
urvegararnir“ í umróti íslensks við-
skiptalífs undanfarin ár. Þegar litið
er á framreiknaðar veltutölur
stœrstu tslensku fyrirtœkjanna
kemur í Ijós, að velta banka og
sparisjóða í þjóðfélaginu hefur tvö-
faldast að umfangi. A sama tíma og
flest íslensk fyrirtœki, jafnt opinber,
einka- og samvinnufyrirtœki, hafa
átt við miklar sveiflur að stríða í
veltu sinni frá 1979, flest hver staðið
í stað eða átt við samdrátt, hafa
bankar og sparisjóðir blómstrað og
„fitnað eins og púkinn á fjósbitan-
um“ — effrá er talið árið 1984, þeg-
ar vextir voru gefnir frjálsir og þess-
ar peningastofnanir áttu tímabund-
ið í harðri samkeppni. Fá fyrirtœki
önnur í hópi þeirra stœrstu hafa
vaxið jafn áberandi að umfangi, en
þau eru þó til. Þannig hefur velta
Flugleiða aukist að raunvirði frá
1980—1985 um 65% og annar áber-
andi „spútnik“ viöskiptalífsins á
þessu tímabili var Hafskip, sem jók
veltu sína og umfang úr 730 milljón-
um árið 1979 í 2.440 milljónir árið
1985 — en var síðan tekið til gjald-
þrotaskipta eins og allir vita. Ekki
fara alltaf saman, umfang og af-
koma!
Helgarpósturinn hefur skoðað
veltu íslenskra fyrirtækja á 7 ára
tímabili. Veltutölurnar eru fengnar
úr árlegum listum tímaritsins
Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyr-
irtæki íslands, en þær tölur hafa síð-
an verið framreiknaðar miðað við
gildi framfærsluvísitölunnar í des-
ember 1986. Hér skal ítrekað að
veltutölur segja ekkert til um rekstr-
arafkomu eða eiginfjárstöðu.
PENINGASTOFN-
ANIRNAR BLÓMSTRA
Sem fyrr segir hefur umfang
banka og sparisjóða svo gott sem
tvöfaldast á þessu stutta tímabili.
Heildarvelta 13 stærstu banka og
sparisjóða nam árið 1979 um 11,1
milljarði króna á núvirði. Árið 1983
var umfang þetta komið upp í 21,7
milljarða. En 1984 áttu sér stað um-
talsverðar breytingar á fjármála-
markaðnum, þegar vextir voru
meðal annars gefnir frjálsir. Á því
ári hrundi velta þessara peninga-
stofnana í samkeppninni niður í
rúmlega 14 milljarða. En „áfallið"
varaði skammt, því 1985 höfðu
þessar peningastofnanir náð sér
nær að fullu og velta þeirra komin í
20,2 milljarða króna.
Enn eru það ríkisbankarnir sem
gnæfa yfir aðrar peningastofnanir.
Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, arf-
taki og frændi Pálma Jónssonar. Upp-
gangur Hagkaups hefur verið mikill síð-
ustu árin, umfangið hefur tvöfaldast að
raungildi á 7 árum og auk þess hefur ver-
ið haldið á ný mið. Tilkoma Miklagarðs
hefur lltt dregið úr veltuaukningunni.
En yfirburðir þeirra hafa minnkað
til muna, því það eru einkabankarn-
ir og sparisjóðirnir sem hafa verið í
mestri sókn. Má í þessu sambandi
nefna, að innbyrðis hlutfall Lands-
bankans, Bánaðarbankans og Út-
vegsbankans í heildarveltu þessara
stærstu banka og sparisjóða lækk-
aði á tímabilinu úr 76,6% í 70,3%. Á
þessu tímabili jókst þannig velta
þessara þriggja ríkisbanka um 67%,
en heildarvelta stærstu einkabank-
anna og sparisjóðanna um 130%. Á
þessu tímabili hefur raunveruleg
veltuaukning mest orðið hjá Iðn-
aðarbankanum (210%) og Verslun-
arbankanum (190%) eða um það bil
þrefaldast. Árið 1985 var góður
hagnaður af rekstri flestra þessara
peningastofnana, en áberandi und-
antekning er þó Útvegsbankinn,
með hundruð milljón króna tap.
SAMVINNUVELDIÐ
SAMT VIÐ SIG
Samband íslenskra samvinnufé-
laga er enn risi íslensks viðskipta-
lífs. Velta SÍS þessi ár hefur verið
nokkuð stöðug í kringum 15 millj-
arða króna á ári. SÍS ber ægishjálm
yfir önnur íslensk fyrirtæki og
greinilegt að mikið „viðskiptaund-
ur“ þarf til, ef SÍS á nokkurn tíma að
velta af stalli sínum. Samvinnu-
hreyfingin á fleiri fulltrúa meðal
stærstu fyrirtækja landsmanna, því
ofarlega á listanum er olíufélag sam-
vinnuhreyfingarinnar Essó, Slátur-
félag Suðurlands, Osta- ogsmjörsal-
an, Samvinnubankinn, Samvinnu-
tryggingar og auðvitað stærstu
kaupfélögin, hverra stærst er Kaup-
félag Eyfirðinga á Akureyri (KEA)
með um 5 milljarða króna veltu.
Heildarvelta tilgreindra samvinnu-
fyrirtækja og 10 stærstu kaupfélag-
anna hljóðar árlega upp á yfir 40
milljarða króna — sem samsvarar
áætluðum heildarútgjöldum ríkis-
ins fyrir 1987.
FLUTNINGAR: FRÁ
SKÝJUNUM TIL
HAFSBOTNS!
Miklar hræringar hafa orðið í
flutningastarfseminni á þessu tíma-
bili. Fiugleiðir hafa verið í stöðugri
sókn þetta tímabil. Velta fyrirtækis-
ins var 1980 um 4.480 milljónir
króna, en umfangið hefur síðan
vaxið stig af stigi og varð 7.370 millj-
ónir króna árið 1985 og hafði því
aukist um 65% að raunvirði á 5 ár-
um. Helsti samkeppnisaðilinn, Arn-
arflug, hefur hins vegar átt við
sviptivinda að glíma. Umfang Arn-
Davlö Scheving Thorsteinsson, iðnrek-
andi með meiru. Fyrirtæki hans Smjörlíki-
Sól hefur vaxið og dafnað, veltan aukist
að raungildi um 80% 1981—1985. Hann
á einn eða á hlut I fleiri fyrirtækjum og
ekki má gleyma þvl að Davíð er formaður
bankaráðs Iðnaðarbankans, þess banka
sem hefur vaxið mest að umfangi, því þar
á bæ þrefaldaðist veltan að raungildi frá
1979 til 1985.
í viöskiptalífinu 1979—1985:
ER FARSÆLUST
Sigurðar Helgasynir, fráfarandi og núverandi forstjórar Flugleiða. Sigurður yngri tók við
fyrirtæki, hvers velta jókst um65% aðraunvirðiáéárum eða umtæplega 3.000 milljón-
ir króna. Helsti samkeppnisaðilinn, Arnarflug, hefur á hinn bóginn mátt glíma við miklar
sveiflur í veltu og rekstrarörðugleika upp á síðkastið.
arflugs jókst þannig úr 270—280
milljónum króna árin 1979—1980
upp í 900—1.100 milljónir króna
1981—1983. En veltan dróst mikið
saman 1984 og fór niður í 670 millj-
ónir. 1985 var síðan ár mikils átaks
hjá fyrirtækinu og fór veltan þá upp
í tæplega 1.500 milljónir, en um leið
átti fyrirtækið í verulegum rekstrar-
erfiðleikum.
Gengi skipafélaganna hefur verið
misjafnt. Nú er Hafskipsævintýrið
sem kunnugt er úti, en það fyrirtæki
jókst að umfangi ævintýralega fyrir
andlát sitt. Veltan fór þannig úr
700—800 milljónum króna
1979—1980 alla leið upp í 2.440
milljónir króna árið 1985. En í lok
þess árs var fyrirtækið síðan lýst
gjaldþrota eins og alþjóð veit. Á
sama tímabili hefur velta Eimskips
verið tiltölulega stöðug. Velta
Eimskips jókst úr 2.900 milljónum
1979 í yfir 3.900 milljónir árið 1981,
en í tíð núverandi ríkisstjórnar
hefur velta fyrirtækisins hins vegar
minnkað nokkuð stöðugt niður í
tæplega 3.500 milljónir króna árið
1985.
OLIUFÉLÖGIN: LÖGMÁL
AÐ VERKI?
Þrír stæðilegir þursar sjá um sölu
og dreifingu á olíu- og bensínvörum,
Olíufélagið hf (ESSÓ), Skeljungur
(SHELL) og Olíuverslun íslands
(OLÍS). Sem kunnugt er er vart hægt
að tala um samkeppni þarna á milli,
nær væri að tala megi um óum-
breytanlegt lögmál á þeim sérkenni-
lega markaði. Heildarvelta þessara
olíufélaga var á þessu tímabili á
milii 12.500 og 13.500 milljónir
Geir Hallgrlmsson, núverandi Seðla-
bankastjóri, en til skamms tlma stjórnar-
formaður Árvakurs hf. (Morgunblaðsins)
um árabil. Árvakur jók veltu sína að raun-
gildi úr 350 milljónum króna árið 1979 í
612 milljónir árið 1985. Mikið „bákn" og
ört vaxandi!
króna. Heildarveltan jókst á tímabil-
inu 1979—1982 um 430 milljónir, en
1983—1985, eða í tíð núverandi rík-
isstjórnar hefur veltan á hinn bóg-
inn dregist saman um 1.000 milljón-
ir rúmar. Á hinn bóginn hefur gengi
þeirra innbyrðis haldist nokkuð í
jafnvægi og innbyrðis hlutföll að því
er virðist fastmótuð. Hlutfall ESSÓ
hefur þannig verið 41—44%, hlutfall
SHELL 31-33% og hlutfall OLÍS
24—27%. Ef hægt er að tala um ein-
hvers konar þróun innan þessara
marka, þá hefur hlutur ESSÓ heldur
aukist hin síðari ár en hlutur OLIS
farið minnkandi.
TRYGGINGAFÉLÖGIN:
4—5 MILLJARÐAR
Velta stærstu tryggingafélaganna
hefur verið stöðug þetta tímabil, en
þó má tala um hæga sókn. Þannig var
velta 7 stærstu tryggingafyrirtækj-
anna rúmlega 4.100 milljónir króna
árið 1979, en rúmlega 4.500 milljón-
ir árið 1985. Eins og með olíufélögin
virðast innbyrðis hlutföll trygginga-
félaga á milli lítt breytingum háð.
Ein undantekning er áberandi þó,
en það er hrun Tryggingar hf„ hvers
velta hefur farið úr 670 milljónum
króna árið 1979 niður í 270 milljónir
króna árið 1985. Önnur trygginga-
félög hafa skipt þessum milljónum
nokkuð jafnt sín á milli og verið í
sókn, en þá einna síst hið rótgróna
Sjóvá. Samvinnutryggingar hafa
haldið stöðu sinni á toppnum í
tryggingabransanum og nam veltan
þar á bæ rúmum milljarði króna ár-
ið 1985, en að öðru leyti er velta
stærstu tryggingafélaganna um það
bil 500—700 milljónir króna á ári.
AF SPÚTNIKUM
VIÐSKIPTALÍFSINS
Nokkur fyrirtæki hafa verið í
verulegum og stöðugum vexti á
þessu tímabili hvað umfang varðar.
Minnst hefur verið á bankana, Haf-
skip sáluga, Flugleiðir og nefna má,
að opinber orkufyrirtæki hafa vaxið
mjög á undanförnum árum, en út í
þá sálma verður ekki farið hér. Af
öðrum „spútnikum" viðskiptalífsins
má nefna Hagkaup. Ljóst er að í smá-
söluverslun hefur veltan færst yfir á
æ færri hendur og hlutur Hagkaups
þar einna stærstur. Umfang þessa
fyrirtækis jókst úr 1.067 milljónum
króna árið 1979 í 2.130 milljónir
króna árið 1985 eða um 100%, auk
þess sem nefna má tilkomu IKEA-
deildarinnar (Miklatorg sf) árið 1985
með yfir 200 milljón króna veltu.
Þá varð Mikligarður strax að stór-
veldi með nær eins milljarðs króna
veltu árið 1985. Nokkur önnur fyrir-
tæki hafa verið í áberandi sókn þó
minni séu að umfangi. Þannig hefur
velta Árvakurs hf (Morgunblaðsins)
aukist úr 350 í 612 milljónir króna,
velta Húsasmiðjunnar úr 425 millj-
’ónum í 700—800 milljónir, velta
Smjörlíkis-Sól úr 330 milljónum í
yfir 600 milljónir, velta BYKO úr 700
milljónum í 1.030 milljónir, velta
IBM World Trade úr 240 millj-
ónum í tæpar 700 milljónir, velta K.
Jónsson & co úr 212 milljónum í 480
milljónir og velta Vörumarkaðarins
úr 440 milljónum í 740 milljónir
króna. Þá má nefna að um tíma
jókst velta íslenskra aðalverktaka
ævintýralega. Hún fór úr 700—760
milljónum 1979—1981 alla leið upp
í 1.800 milljónir króna árið 1983, en
hefur síðan fallið, niður í 1.070 millj-
ónir króna árið 1985.
OG ÞÁ ERU ÞAÐ
FALLISTARNIR
Eins og gefur að skilja hefur um-
fang útflutningsfyrirtækja verið
mjög sveiflukennt liðin ár. Sum út-
flutningsfyrirtæki á sviði sjávarút-
vegs og vinnslu hafa nánast horfið,
t.d. Samlag skreiðarframleiðenda
og Lýsi hf. Ný og öflug fyrirtæki hafa
komið í staðinn á þessum vettvangi
svo sem Fiskafurðir hf, Andri hf, og
Marbakki hf, en sveiflurnar eru
áberandi og varhugavert að tala um
ákveðnar tilhneigingar. Ýmis rót-
gróin fyrirtæki á öðrum sviðum
hafa dalað mjög að umfangi hin síð-
ari ár. Má nefna eftirfarandi fyrir-
tæki: Mjólkursamsalan og Mjólkur-
bú Flóamanna, Útgerðarfélag
Akureyringa, Karnabœr, O.Johnson
& Kaaber/Heimilistœki og áður var
minnst á fall Tryggingar hf.
íslenskt efnahagslíf einkennist af
miklum sveiflum. I sveiflum þessum
verða sumir undir en aðrir koma í
staðinn. Meginniðurstaðan hér er
hins vegar sú, að það eru peninga-
stofnanirnar sem eru ótvíræðir sig-
urvegarar í umróti viðskiptalífsins
1979-1985.
SKYRINGAR
1. Framreikningur veltutalna mið-
ast við þróun framfærsluvísitöl-
unnar til loka árs 1986. Vankant-
arnir eru auðvitað ýmsir, en lærð-
ir menn eru nokkuð sammála um
að sú vísitala gefi grófa en einna
réttasta mynd af þróun verðlags-
ins. Það er ef til vill helst hvað út-
flutningsfyrirtækin varðar sem
vankantarnir eru stærstir, þar eð
gengið spilar þar talsvert inn í.
2. Veltutölurnar eru fengnar úr
listum Frjálsrar verslunar, sem ár
hvert birtir skrá yfir 100—150
stærstu fyrirtæki landsins. Þar er
velta skilgreind sem brúttótekjur,
þ.e. heildartekjur áður en nokkur
kostnaður eða umboðslaun eru
dregin frá. Tölurnar tala í flestum
tilfellum sínu máli, en velta banka
og sparisjóða er talin brúttó vaxta-
tekjur ásamt verðbótum og trygg-
ingafélög eru reiknuð eftir bók-
færðum iðgjöldum.
3. Ljóst er að stofntölur eru mis-
munandi og hér fyrst og fremst
um gagnlegar og fróðlegar vís-
bendingar að ræða. Sérstaklega er
samanburðurinn marktækur inn-
an hverrar atvinnugreinar, eins og
hér hefur verið miðað við. Hér er
ekki um neinn endanlegan dóm
að ræða, en í réttu samhengi eru
upþlýsingar þessar þó all mark-
tækar.
8 HELGARPÓSTURINN
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart o.fl.