Helgarpósturinn - 22.01.1987, Qupperneq 18
eftir Guðlaug Bergmundsson mynd Jim Smart
ER AGÆTIS UPPALANDI
Nýr madur hefur hreiöraö um sig á skrifstofu framkvœmdastjóra Arnar-
flugs. Kristinn Sigtryggsson heitir hann, liölega fertugur endurskoöandi,
fœddur vestur í Dýrafiröi, en flutti ungur til Reykjavíkur.
Kristinn tók verslunarpróf 1963 og hófstrax nám í endurskoöun hjá N.
Manscher undir handleiöslu Siguröar Jónssonar og Jóns Guömundssonar.
Tilviljun réöi því aö hann fór þessa leiö, svo og því aö hann hóf upphaflega
nám í Verslunarskólanum. Varla svo um nýju stööuna.
Kristinn er hávaxinn maöur og grannvaxinn, og þaö er langt frá því aö
hann líti út eins og hinn dœmigeröi forstjóri eöa framkvæmdastjóri.
Kannski er þaö skeggiö.
Nýi framkvœmdastjórinn var fyrst spuröur hvernig honum litist á aö vera
sestur í toppstólinn.
„í sjálfu sér líst mér mjög vel á það,“ segir
Kristinn og hallar sér makindalega aftur á bak
í stólnum á skrifstofu sinni á sjöttu hæð í Lág-
múlanum. „Þetta félag hefur reyndar átt í fjár-
hagserfiðleikum, en það er verið að vinna að því
að endurfjármagna það og endurskipuleggja til
að koma því út úr þeim vanda,“ heldur hann
áfram. „Starfið er mjög áhugavert. Þetta er
rekstur sem gaman er að fást við.“
— En áttu von á, að þetta verði erfiður stóll að
sitja í?
„Hann verður það nú kannski, sérstaklega til
að byrja með, á meðan fjármögnunarmálunum
er ekki lokið. En að öðru leyti er þetta líkt og
stjórnun er á fyrirtæki almennt."
— Hann blæs kröftuglega utan dyra núna,
áttu von á því, að það verði stormasamt um þig
í nýja starfinu?
„Ekki á ég sérstaklega von á því. Það eru auð-
vitað alltaf ákveðin mál í svona rekstri, sem
vekja athygli, þegar þau eru í gangi, eins og
samningagerð og annað slíkt. En ég vona að
það verði ekki stormasamt."
— Af hverju ekki? Viltu hafa logn?
„Nei, ekki segi ég það. En auðvitað er alltaf
mikið að gerast í svona starfi. Það er alveg ljóst.“
EKKI EFTIR GANGI
HIMINTUNGLA
— Mér var sagt, að ákveðinn stjórnarmaður
Arnarflugs hefði samþykkt þig sem fram-
kvæmdastjóra eftir að hann sá stjörnukortið
þitt. Á að reka fyrirtækið eftir gangi himintungl-
anna?
„Nei, það er af og frá. En þetta með stjörnu-
kortið er ekki alveg rétt með farið. Það er vissu-
lega gaman að segja söguna svona, en hún er
pínulítið öðru vísi. í raun og veru var búið að
ganga frá ráðningunni, en einn stjórnarmanna
velti því fyrir sér hvers vegna maður sem hafði
stýrt stærsta endurskoðunarfyrirtækinu í iand-
iriu vildi söðla um og fara yfir í rekstur af þessu
tagi. Skýringuna á því fékk hann í stjörnukort-
inu, að því er hann sagði sjálfur."
— Ætlarðu þá kannski með fyrirtækið upp í
stjörnurnar, úr því að ekki á að reka eftir þeirra
forskrift?
„Það er ekki hægt að halda sér niðri á jörðinni
í fluginu, en það er meiningin að fara varlega.
Það er fyrst og fremst stefnt að því að reka þetta
fyrirtæki vel, fá það til að skila hagnaði."
— Færðu ákveðinn tíma til þess, eða ætlarðu
þér sjálfur einhvern ákveðinn tíma?
„Nei, en það er vonast til, að fyrirtækið skili
hagnaði strax á þessu ári. Og enn hefur ekkert
komið á daginn, sem segir að svo geti ekki orð-
ið.“
— Líturðu fyrst og fremst á þig sem starfs-
mann stjórnarinnar, eða muntu sjálfur hafa
frumkvæði í rekstri og stjórnun fyrirtækisins?
„Það verður sambland af þessu tvennu. Það er
jú hlutverk stjórnarinnar að leggja línurnar,
setja stefnuna. Síðan er það mitt hlutverk að út-
færa þessa stefnu og reka fyrirtækið í þeim
anda, sem hún gerir ráð fyrir. Hins vegar hlýt ég
alltaf að hafa mínar skoðanir og koma með mitt
innlegg í stefnumörkunina, þar sem ég er í nán-
um tengslum við það sem er að gerast í fyrirtæk-
inu dag frá degi.“
— Hefurðu einhverjar sérstaðar aðferðir í
huga, sem þú hyggst beita við stjórnun fyrir-
tækisins, eins og að leita eftir hugmyndum hjá
almennum starfsmönnum. Eða mun allt koma
beint að ofan?
„Nei, ég er mótfallinn þannig vinnubrögðum.
Aðferð mín er sú, að hinn almenni starfsmaður
fái að láta í sér heyra, og að fá út úr hverjum
manni það sem í honum býr.“
ALLTAF AÐ LÆRA
— Áttu einhverjar fyrirmyndir í fyrirtækja-
rekstrinum, annað hvort innlenda forstjóra eða
erlenda?
„Vissulega á ég fyrirmyndir, en hins vegar
kannski ekki neinn einstakan stjórnanda"
— Hvernig er fyrirmyndarstjórnandinn?
„Hann er skipulagður, þarf að kunna að færa
störf niður á við og má aldrei byggja allt á sjálf-
um sér, þannig að hann verði ómissandi og megi
ekki hverfa frá einn einasta dag. Hann þarf að
kunna að notfæra sér þau stjórntæki, sem hægt
er að nota við reksturinn, eins og bókhald, áætl-
anagerð og hvers kyns „statistík", og náttúrlega
númer eitt, tvö og þrjú verður hann að hafa
hæfileika til að stjórne og vinna með fólki.“
— Hvernig líturðu á sjálfan þig sem stjórn-
anda? Hefurðu náð þessu nú þegar, eða er þetta
eitthvað sem þú stefnir að?
„Sjálfsagt er það nú sambland af hvoru
tveggja. Ég hef talsverða reynslu í að.stjórna, en
maður er alltaf að læra. Og það sem ég held, að
sé raunverulega rauði þráðurinn í þessu, er að
vita alltaf af því, að maður getur gert betur.“
— Vissirðu eitthvað um flugrekstur áður en þú
komst hingað?
„Ákaflega takmarkað. Að vísu eru fyrirtæki af
þessum toga í viðskiptahópi fyrri vinnustaðar
míns, en öðru vísi þó. Ég notaði haustið því til að
læra og skoða."
— Hvernig bar ráðningu þína að? Hvernig
gerist það, að endurskoðandi er beðinn um að
gerast framkvæmdastjóri flugfélags?
„Ég hafði sagt á ákveðnum stöðum, að ég
gæti alveg hugsað mér að breyta til, og fara í
viðameira stjórnunarstarf. Mér fannst ekkert
vitlaust að söðla um og gera eitthvað nýtt, eftir
að hafa verið endurskoðandi hjá sama fyrirtæk-
inu í rúm tuttugu ár. Þetta barst svo einhvern
veginn til eyrna stjórnarmanna í Arnarflugi, og
þeir leituðu til mín.“
— Þurftirðu að hugsa þig lengi um, áður en þú
ákvaðst að taka boðinu?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég þurfti fyrst og fremst
að skoða þau gögn, sem lágu fyrir um rekstur-
inn til að gera mér grein fyrir því hvort það, sem
ég væri að taka að mér væri yfirleitt hægt. Eftir
að ég komst að þeirri niðurstöðu, að það væri
hægt, var áhuginn fyrir hendi."
ALLT ER FERTUGUM FÆRT
— Hvað veldur því að þú ákvaðst allt í einu að
stökkva, takast á við nýja hluti, eftir að hafa unn-
ið allan þinn starfsaldur hjá sama fyrirtækinu?
„Það má kannski segja, að þegar menn eru í
kringum fertugt, sé kjörinn tími til að taka af-
stöðu í svona málum. Maður sest niður og skoð-
ar sína stöðu. Maður er búinn að vera í sama
starfi í rúm tuttugu ár, og því ekki að takast á við
eitthvað annað.“
— Var ekkert erfitt að taka ákvörðunina um
að gera eitthvað nýtt? Það hlýtur óneitanlega
að myndast einhver tregða, þegar maður hefur
verið í sama starfinu jafn lengi og þú.
„Það hefur hvarflað að mér eftir á, en það fór
ákaflega lítið fyrir því, þegar á hólminn var
komið. Mér varð þá helst hugsað til félaga
minna á Endurskoðunarmiðstöðinni, sem ég
hafði unnið með í mörg ár, og samstarfið hafði
verið framúrskarandi gott. Það er vissulega
missir að slíkum mönnum. En það er ekki þar
með sagt að ég muni ekki hafa samband við þá
áfram."
— Hafði það verið búið að gerjast lengi með
þér að breyta til?
„Já, það var búið að vera í meðferð í heilabú-
inu í að minnsta kosti ár, sem ef til vill veldur því,
að það verður ekki eins mikið átak, þegar að því
kernur."
— Hver er kveikjan að því, að þú fórst að
hugsa þér til hreyfings?
„Kveikjan, má segja, voru breytingar á mín-
um högum að öðru leyti og ég ákvað því að stíga
skrefið til fulls."
— Er ekki áhætta fyrir þig að fara frá traustu
fyrirtæki í veikburða? Sérstaklega ef maður lítur
til þess, að fyrirrennarar þínir hafa ekki verið
mjög lengi í starfinu?
„Vissulega er það áhætta. En það eru fleiri
störf til en þetta. Ég skildi hins vegar þannig við
mína félaga, að ég get gengið til samstarfs við þá
aftur, ef mér sýnist ástæða til þess einhverra
hluta vegna.“
ÓÆSKILEGUR HJUPUR
— Mér hefur verið sagt, að það hafi komið
ýmsum á óvart, að þú skyldir fara frá Endur-
skoðunarmiðstöðinni til Arnarflugs. Skilurðu af
hverju það getur hafa komið mönnum á óvart?
„Já, ég get vel ímyndað mér, að menn hafi séð
mig sem „karakter", sem yrði þarna til æviloka.
Og það kemur mér ekkert spánskt fyrir sjónir."
— Varstu þannig, að menn gátu dregið þá
ályktun?
„Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér
hvernig aðrir sjá mig, og þess vegna er erfitt að
svara þessu. Ég hef svo oft heyrt að menn hafa
séð mig öðru vísi en ég sjálfur. Það kemur helst
fram í góðra vina hópi á barhorni eða einhverj-
um slíkum stöðum, að maður fær að heyra
hvernig maður er. Og stundum kemur það aftan
að manni."
— Sjá menn þig þá kannski í röngu ljósi?
„Það er ekkert víst. Það getur vel verið, að
maður setji stundum utan um sig einhvern hjúp,
sem óæskilegt er að gera, án þess að maður taki
eftir því sjálfur."
— Heldurðu að þú hafir gert það, úr því það
kom mönnum á dvart að þú skyldir flytja þig
hingað?
„É.g skal ekki segja, en það getur vel verið. Ég
er þannig gerður, að ég tala ekki mikið um sjálf-
an mig, eða mín mál. Það er því kannski ekki allt
of opið fyrir öllum hvað ég er að hugsa."
— Mig langar til að víkja aðeins að fyrri starfs-