Helgarpósturinn - 22.01.1987, Side 26

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Side 26
Gunnar B. Kvaran listfræð- ingur og Steinþór Sigurðsson listmálari fyrir framan eitt verkanna á sýningunni um íslenska abstraktlist. Smartmynd. íslenska abstraktlistin á Kjarvalsstöðum: „Hefdi átt að gerast fyrr“ segir Gunnar B. Kvaran listfræðingur og annar hönnuða sýningarinnar „Þetta er fyrsta opinberunin á nýrristefnu Kjarvalsstaba. Fyrir val- inu vard ad halda stóra yfirlitssýn- ingu á abstraktlist, sem er sú tegund myndlistar sem hvad mest hefur ein- kennt íslenska listasögu á þessari öld.“ Þannig fórust Gunnari B. Kvaran listfræðingi orð í samtali við Helgar- póstinn um yfirlitssýningu á ís- lenskri abstraktlist, sem opnuð var á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Og nýja stefnan er sú ákvörðun menningarmálanefndar Reykjavík- ur, að Kjarvalsstaðir auki eigið sýn- ingahald í framtíðinni. Gunnar B. Kvaran hefur hannað sýninguna, ásamt Steinþóri Sigurðssyni mynd- listarmanni, sem bætir því við, að þetta sé yfirgripsmesta sýning á ís- lenskri abstraktlist frá upphafi. Á sýningunni eru 178 verk, bæði málverk og höggmyndir, eftir 48 listamenn, og er verkunum stillt upp í tímaröð. Þannig er ætlunin að sýna fram á tengsl listamannanna innbyrðis, á sama tíma og hægt verður að fylgjast með breytingum og þroskaferli einstakra listamanna. Allt er þetta gert til að sýningin verði skýr og aðgengileg fyrir áhorfendur. „Út úr sýningunni má lesa ákveð- ið vægi, sem listamennirnir hafa,“ segir Gunnar B. Kvaran, ,,og það er greinilegt að hlutur Svavars Guðna- sonar í íslenskri abstraktlist er gífur- lega stór, mun stærri en annarra. Hann byrjar að skapa abstraktlist tíu árum á undan kollegum sínurn." Elstu verk sýningarinnar eru þó ekki eftir Svavar, heldur menn eins og Finn Jónsson og Jóhannes Kjar- val, máluð snemma á 2. tug aldar- innar. Þau falla þó ekki undir hreina abstraksjón, að sögn Gunnars. „Það er líka merkilegt," heldur Gunnar áfram, „að á þessari sýn- ingu er ekki verið að gera úttekt á gamalli list, heldur er þetta mynd- mál, sem er í stöðugri gerjun." Aðspurður um séríslensk ein- kenni á abstraktlistinni hér á landi, segir Gunnar að í upphafi hafi ekki farið mikið fyrir fræðilegri umræðu meðal íslenskra listamanna, öfugt við það sem gerðist t.d. í Frakklandi. Þess vegna hafi verið greinilegar til- vísanir í náttúruna í myndum lista- manna á borð við Svavar Guðna- son, Þorvald Skálason og Kristján Davíösson. „Skortur á gagnrýni og heim- spekilegum grunni varð til þess að listamennirnir þurftu að sækja í hlutveruleikann," segir Gunnar. Á sýningunni eru myndir eftir unga myndlistarmenn, sem þeir hafa málað á allra síðustu árum og því liggur beint við að spyrja hvort ein- hver munur sé á list hinna eldri og þeirra yngri. „Mér finnst ungu abstraktlista- mennirnir standa óeðlilega nálægt fyrirrennurum sínum," segir Gunn- ar. „Það hefur ekki komið fram af- gerandi kynslóðaskipting. Ungu listamennirnir virðast ekki búnir að fara í gegnum reynsluskeið þeirra eldri." Einn munur er þó sá, að lista- mennirnir notast við fleiri efni í myndgerðinni nú, og kemur það sérstaklega fram í höggmyndalist- inni. En hvers vegna að setja upp fyrst núna, þegar þess er gætt að abstrakt- listin spannar nær alla íslensku lista- söguna? „Þessi hugmynd hafði ekki komið upp áður, en þegar farið var að ræða um að setja upp stóra sýningu, var það samdóma álit manna, að tími væri kominn fyrir abstraktlistina. Það hefði kannski átt að gerast fyrir fimm eða tíu árurn," segir Gunnar B. Kvaran. I tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar um tengsl ab- straktlistarinnar við aðrar listgrein- ar, svo sem bókmenntir og tónlist. Sýningarskráin er mjög vegleg og hefur hún að geyma greinar um ís- lenska abstraktlist eftir nokkra af helstu listfræðingum þjóðarinnar. Sýningin íslensk abstraktlist er opin daglega kl. 14—22 og lýkur henni 22. febrúar. KVIKMYNDASJÓÐUR hefur enn frestað úthlutun fjár til ís- lenskra kvikmyndagerðarmanna, og er núna búist við, að það verði gert um næstu mánaðamót. Um- sóknir um lán úr sjóðnum voru ná- lægt 70 að þessu sinni og verða um 45 milljónir króna til skiptanna. Kvikmyndasjóður fékk 55 milljónir á fjárlögum, en um 10 milljónir fara í kaup á húsnæði undir sjóðinn og Kvikmyndasafn íslands. Fyrir val- inu varð Laugavegur 24, hið gamla húsnæði Fálkans. SÖNGLEIKURINN „Haiió litla þjóö" verður frumsýndur hjá Leikfélagi Hafnarfjardar í lok mán- aðarins. Undirtitill verksins er: „Um óvenjuhraða uppstigningu Daníels Jóakimssonar (Dalla djók) eftir inn- viðum kerfisins". Forvitnilegt, ekki satt? Textann gerðu þau Benóný Ægisson og MagneaJ. Matthíasdótt- ir, en tónlist er eftir Jón Steinþórs- son og Hörd Bragason. Andrés Sig- urvinsson leikstýrir verkinu, og eins og segir í kynningarbréfi frá leikfé- laginu, þá er „hamast við að æfa“ í Hafnarfirði þessa dagana. Upp- færsla söngleiksins er umfangs- mesta verkefni L.H. til þessa og eru möguleikar leikhússins nú nýttir til hins ýtrasta, bæði hvað varðar tón- list, dans, kvikmyndir og mynd- bönd. Þar að auki er fyrirhuguð plötuútgáfa í kjölfar sýningarinnar, sem að sjálfsögðu verður í Bœjar- bíói... HALLDÓR Dungal heitir ung- ur myndlistarmaður, sem ætlar að opna fyrstu einkasýningu sína í Gallerí Svörtu á hvítu við Óðinstorg á laugardaginn kl. 16. Sextán mál- verk verða á sýningunni, annars vegar af íslensku landslagi, „máluð eftir minni“, og hins vegar einhvers konar expressjónismi undir spænsk- um áhrifum. Undanfarin ár hefur Halldór búið nokkuð jöfnum höndum á íslandi og suður á Spáni, í Malaga héraði, og þar eru flestar myndirnar málað- ar. Heim kom hann fyrir nokkrum mánuðum, gagngert til að undirbúa þessa sýningu. Hann stóðst ekki þrýstinginn frá fólki, sem var að hvetja hann til að sýna. „Annars væri ég ekki hér,“ segir Halldór. Um málverkin segir hann, að þau séu leikur að litum, og birtan á Spáni gefi honum þá „kontrasta", sem aðeins sterk sól getur gefið. Og litanotkunin er mikil. „Málverkið heimtar sitt," segir hann. „Þó að ég hafi ekki efni á að splæsa í liti, ræð ég ekki við þetta.“ Halldór hefur áður sýnt á samsýn- ingunum UM og Gullströndin andar, sem báðar voru haldnar 1983. Hon- um hefur og verið boðið að halda sýningu suður á Spáni og getur vel verið að úr því verði. Mörg ár eru liðin síðan hann lauk námi frá MHÍ og um sýningatregðunasegir hann: „Eg vildi ekki sýna fyrr en ég var kominn með persónulegan stíl.“ Halldór reiknar með að fara fljót- lega aftur til Spánar. „En það er spurning hvort ég get lifað af annað nætursólarlaust sumar. Það var út af heimþrá, sem ég fór að mála ís- lenskt landslag úti á Spáni. Ég ætl- aði aldrei að gera það, en svo braust það bara út.“ Sýning Halldórs í Gallerí Svörtu á hvítu stendur til 8. febrúar. KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson Astarróður Bíóhásiö: Skólaferdin (Oxford Blues) ick Bandarísk, árgerö 1986. Framleiðendur: Cassian Elwes og Elliot Kastner. Leikstjórn: Robert Boris. Handrit: Boris og Kastner. Kvikmyndun: John Stanier. Tónlist: John Du Prez. Adalleikarar: Rob Lowe, Ally Sheedy og Amanda Pays. Skólaferðin er á margan hátt afskaplega hugnæm mynd um unga fólkið og sver sig talsvert í ætt við þau verk sem undanfarið hafa tekið á hefðbundnum þanka- gangi fólks í venjulegu umhverfi, semsé; hversdagssaga. Að öðru ieyti er Skólaferðin dæmigerð unglingamynd þar sem annað- tveggja er róið á miðin neðan mitt- is og svo angurs í garð kennara og hvað þeir heita nú allir þessir yfir- boðarar manna á milli tektar og tvítugs. Robert Boris hefur hér tekist að fjalla vingjarnlega um nokkrar helstu langanir unga fólksins, hugsanir þess og heimsmynd. Skólaferðin er víða mjög fallega tekin ástarsaga, svo jaðrar við angurværð á stundum. Hún minn- ir eilítið á Chariots of Fire í fram- setningu sinni, þó svo hér sé það róður í Oxford sem strekkir vöðv- ana. Rob Lowe og Ally Sheedy, sem síðast áttu samleik í St. Elmo’s Fire leika hér á als oddi í hlutverk- um Kana sem takast á við breskar hefðir skólanna í Anglíu. -SER Gamantýri Regnboginn: Eldraunin (Firewalker) ★★ Bandarísk, árgerö 1986. Framleidendur: Golan/Globus. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Handrit: Robert Cosnell. Kvikmyndun: Alex Philips. Tónlist: Gary Chang. Aðalleikarar: Chuck Norris, Lou Gossett og Melody Anderson. íslandsvinurinn Lou Gosset hef- ur það meðal annars fram yfir Chuck Norris að hafa leikið heldur fjölbreyttari hlutverk í jgegnum tíðina, til dæmis á sviði. A meðan — og sjálfsagt alla tíð — hefur Norris verið að blóðga nasir með- bræðra sinna, ýmist fyrir framan vini sína eða vélina. Núnú. Hér skella þessir félagar sér í gamanrullurnar og veit ég ekki betur en svo að Norris sýni þarna fyrstu sannmannlegu bros- viprurnar í kvikmynd. Eldraunin er ærslafullur útúrsnúningur úr Romancing the Stone, Indiana Jones og þvíumlíkum leitarmynd- um að gulli og gersemum. Gamla brýnið J. Lee Thompson, sem hóf kvikmyndagerð, leik og handrits- gerð um það leyti sem ofannefnd- ir áðalleikarar hans byrjuðu að pissa í kopp, leggst hér í fram- leiðslu Jerúsalem-bræðra. Og árangurinn; helsti hraðsoðin leikstjórn — og stundum hrapal- lega einföld, en brýnið vinnur það upp með hraðanum og galsanum sem hann á ennþá eftir í hjarta sér. Eldraunin er ágæt afþreying, sem hefði getað, með trúnaði á við- fangsefnið, orðið afbragðs skemmtun. -SER Andstœður Stjörnubíó: Andstœöur, (Nothing in Common) ★★ Bandarísk, árgerð 1986. Framleiðandi: Alexandra Rose. Leikstjórn: Garry Marshall. Handrit: Rick Podell og Mike Preminger. Kvikmyndun: John A. Alonzo. Tónlist: Patrick Leonard. Aðalleikarar: Tom Hanks, Jackie Gleason, Eva Maria Saint, Sela Ward, Barry Corbin og Bess Armstrong. Það er skemmst frá því að segja: Jackie Gleason leikur hreint ynd- islega í þessu skólabókardæmi um mynd sem farið var af stað með áður en handritið var klárað og fullkannað. Andstæður segir af Max og Lorraine, rosknum hjóna- kornum sem eiga drenginn David, bráðefnilegan auglýsingamann á stökustu uppleið í þjóðfélaginu. Max er andstæða hans, maður sem er að missa tökin á sinni vinnu vegna elli, en þorir ekki að horfast í augu við vandann, heldur þvert á móti; þrjóskast við, verður önugur — og svo fer að kella yfir- gefur hann. Þar við taka sáttaum- leitanir sonarins og viðkynning hans við foreldra sína, tilfinningar og hugarheim, sem höfðu aldrei svo mikið sem hvarflað að uppan- um a tarna. En sem fyrr segir vantar á hand- ritið svo þessi mynd nái marks. Efniviðurinn er ekki brotinn til mergjar, uppbyggingin er veik og persónusköpunin alltof seint nógu sannfærandi. Tom Hanks fer þó einkar vel með sína rullu á köfl- um. Gleason er flottur. Og þessi mynd, sem ber léttleikann með sér, kemur ágætlega við mann þegar upp er staðið, að undan- skildum handritsgloppum. -SER Strákapör Laugarásbíó: Willy Milly ★★ Bandarísk. Árgerð 1986. Framleiðandi: M. David Chilevich. Leikstjórn: Paul Schneider. Handrit: Carla Reuben, Walter Carbone eftir sögu Alan Friedmans. Kvikmyndun: Dominique Chapius. Aðalhlutverk: Pamela Segall, Eric Curry, Mary Tanner. I dag eru börn og unglingar á aldrinum 13—20 ára með kaup- sterkari aðilum á kvikmynda- og myndbandamarkaðnum, og því „eðlilegt" að stór hluti framleiðsl- unnar sé lagaður að „þörfum" þeirra. Stíft er spáð í tíðarandann og með hliðsjón af uppgangi macho- eða karlrembusvínsdýrk- unar þeirrar, er vart hefur orðið meðal vestrænna ungmenna á liðn- um misserum, er því ekki nema eðlilegt að ætla að aðra hverja unglingshnátu dreymi um að verða strákur. Svo er því einnig að sjálfsögðu málum háttað um hagi vinkonu okkar, hennar Milly. Dag og nótt húkir hún uppi á þaki og spáir í stjörnurnar gegnum sjónauka sinn. Nema hvað, að nóttina eftir sólmyrkvann hefur henni orðið að ósk sinni. Af skauti hennar hefur þá nótt upp vaxið það tól, er tryggja mun henni óskorinn og ævarandi tilverurétt meðal hinna jafnt réttsýnni, sem náðum prýdd- ari þegna þjóðfélagsins... Þó svo að hugmyndin að baki handritsgerð myndarinnar sé um margt bæði bráðsmellin og ekki síður á margan hátt býsna frum- Ieg, þá vantar töluvert á að mögu- leikar hennar séu nýttir til fulln- ustu. Of miklu púðri er eytt í hálf- perversan hégóma er tengist efn- inu, án þess þó að skrefið sé nokk- urn tíma stigið til fulls og nægjan- lega skilmerk greining sé gerð á þeim grátbroslegu aðstæðum, sem höfundum myndarinnar tekst þrátt fyrir allt á stundum að áskapa persónum sínum. Ó.A. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.