Helgarpósturinn - 22.01.1987, Qupperneq 33
Yfirmáta, lauflétt krossapróf fyrir þá, sem vilja fá úr
því skoriö í eitt skipti fyrir öll hvort þeir eru
heimakœra manngerðin, nautnaseggir eða yfirborðs-
mennskan uppmáluð.
1. Pegarþú stígur inn úr dyrunum heima hjá
þér á föstudagskuöldi, segist maki þinn hafa
þegiö matarboö hjá kunningjum fyrir ykkar
hönd og þú veröir aö skella þér í sparifötin hiö
snarasta. Viöbrögö þín eru eftirfarandi:
a) Þú verður himinlifandi, setur hraðamet í
sturtunni og stígur út í leigubíl með bros á
vör hálftíma síðar.
b) Þú færð maka þinn til þess að afþakka boð-
ið og þið farið þess í stað ein á vinsælan
matsölustað seinna um kvöldið. (Þú hafðir
tekið frá borð, en áttir eftir að segja maka
þínum frá því.)
c) Þú tekur ekki í mál að fara með svo skömm-
um fyrirvara, en útbýrð uppáhaldsréttinn
ykkar, sem þið snæðið við kertaljós.
2. Ef þú fengir aö uelja þér bíl eftir eigin
höföi, án tillits til þess huaö hann kostaöi,
myndiröu:
a) Fá þér sparneytinn framdrifsbíl.
b) Fá þér skemmtilegan sportbíl.
c) Fá þér dugmikinn jeppa.
3. Hvernig vildiröu verja œuikvöldinu?
a) I lítilli íbúð í einbýlishúsi barnsins þíns.
b) I þjónustuíbúð fyrir aldraða, þar sem mál-
tíðir væru sameiginlegar og boðið upp á
spilamennsku, föndur og skemmtanir inn-
an húss.
c) í villu á Kanaríeyjum.
4. Efþú yröir aö samþykkja aöfá dýr á heim-
iliö, myndirðu velja:
a) Páfagauka — af því að það er svo auðvelt að
koma þeim í fóstur.
b) Fiskabúr með sjaldgæfum skrautfiskum.
c) Labradorhund, sem búið væri að þjálfa.
5. Segjum svo, aö heimili þitt yröi alelda og
þú gœtir einungis bjargaö einu af eftirfarandi.
Hvaö myndiröu velja?
a) Fjölskyldualbúmið.
b) Minkapelsinn.
c) Minnisbók með heimilisföngum og síma-
númerum.
6. Pú veröur fyrir því óláni aö leggjast í
flensu og mátt einungis fá eitt erlent tímarit aö
lesa í rúminu. Fyrir valinu veröur:
a) Stern, því þú ætlar að nota tækifærið og
hressa upp á þýskukunnáttuna.
b) Newsweek, því þar færðu heimsmálin í
hnotskurn.
c) Economist, því þig hefur lengi langað að
komast í gegnum eitt slíkt hefti til þess að
verða samræðuhæfur í kunningjahópnum.
7. Báöar sjónvarpsstöövarnar eiga í útistöö-
um viö starfsmenn sína og ákveöa að loka í
viku. Pú mátt fá eina vídeómynd á þessu tíma-
bili og velur:
a) Emmanuelle.
b) Casablanca.
c) Falling in love.
8. Piö hjónin farið saman út aö boröa. Þú
fœrö þér:
a) Kjötrétt með sósu, soðnum kartöflum og
grænmeti — pilsner/vín hússins.
b) Blóðuga piparsteik, franskar og hrásalat —
gott rauðvín.
c) Humarhala í hvítlaukssmjöri — þurrt hvít-
vín.
.9. Segjum sem svo, að þú œttir aö dvelja á
eyöieyju um nokkurra mánaða skeið. Hvaöa
persónu af gagnstæöa kyninu myndiröu vilja
hafa hjá þér?
a) Maka þinn.
b) Ómar Ragnarsson.
c) Jón Óttar Ragnarsson.
d) Hólmfríði Karlsdóttur.
e) Ragnhildi Gísladóttur.
10. Pú ert í miklu hófi, þar sem fólk skiptist
í smœrri hópa eftirþví hvert áhugasviö þess er.
Þú þefar uppi fólk sem er aö tala um:
a) Muninn á skemmtistöðunum í Reykjavík.
b) Okurmálið.
c) Framhaldsþættina á Stöð 2.
Stigagjöf á bls. 10.
leftir Jónínu Leósdóttur
teikning Jón Óskar
HELGARPÓSTURINN 33