Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 35
„Þaö vœri mjög gáfulegt og gœfulegt fyrir mannkyniö ef hægt
vœri aö sameina í heildrœnar lœkningar öll svið austrœnnar og vest-
rœnnar þekkingar. Það er nú svo aö í Vesturlöndum er oft ráöist á
sjúkdómseinkenni eins og aö þau séu aöal óvinurinn og dœlt ísjúkl-
ingaýmiss konar lyfjum. Þaö er allt oflítiö, eiginlega sama og ekkert
um fyrirbyggjandi adgeröir. Maöur veröur einmitt mjög var viö aö
fólk veröur œþreyttara á aö ganga á milli lœkna, þegar þaö fœr nýja
°S nýja lyfseöla og veit vart lengur hvaö er sjúkdómurinn og hvaö
aukaverkanir. Þaö er mörg þúsund ára reynsla á bak viö austrœn
lœkningavísindi, sem menn á Vesturlöndum œttu ekki aö hundsa.
Eg get nefnt lítiö og einfalt dœmi á nálastungum, að þaö er hœgt aö
nota punkt á þvagblöðruorkubrautinni til aö snúa fóstri sem er i vit-
lausri stellingu. I 90% tilfella hefur fóstriö snúiö sér innan sólar-
hrings. Margir lœknar hér og almennt á Vesturlöndum eru óánœgö-
ir meö núverandi ástand mála, meö þá heilbrigöisstefnu sem ríkj-
andi er og vissulega hafa oröiö hér ánœgjulegar breytingar síöastliö-
inn áratug eöa svo. Eg held aö segja megi aö viö séum aö ganga inn
í nýja öld. Þaö endar auövitaö meö því aö lœknar Vesturlanda kom-
ast endanlega aö því sem þó hefur verið vitað í þúsund ár, aö orka
feröast um líkamann á brautum
Viðmælandi Helgarpóstsins er
Soffía Lára Karlsdóttir, nuddari.
Hún býður þjökuðu nútímafólki upp
á nudd að austrænni fyrirmynd —
svokallaða Shiatsu-aðferd.
,,Eg var svo heppin að kynnast
japönskum nuddara, Yuichi Kaw-
ada, árið 1979 og lærði mjög mikið
af honum og félaga hans, sem er
sjúkraþjálfari. Það varð síðan æ
sterkara í mér að leggja þetta fyrir
mig sem starf og ég ákvað að fara til
Frakklands, þar sem ég nam í eitt ár
við ,,École de Massage Energétique
de Paris" og síðan til London, þar
sem ég var tvo vetur við „Kushi
Institute", að læra nudd og heild-
ræna heilsufræði. Þarna voru bestu
kennarar heims í þessum fræðum —
utan Japans. Og til að skilja orku-
flæðið enn betur tók ég einn vetur í
nálastungum við „The London
School of Chinese Medicine".
Shiatsu er ekki ein sérstök aðferð,
heldur þróað kerfi, samræming á
mörgum aðferðum sem urðu til í
Kína og Japan fyrir óralöngu.
Leyndardómurinn er fólginn í því að
þekkja og skilja orkubrautir líkam-
ans, þar sem ríkir háflæði — „Jitsu"
— og lágflæði — Kyo" — orkunnar,
rétt eins og með flóð og fjöru. Mað-
ur lærir ýmsar aðferðir til að hafa
áhrif á orkuflæðið, en þróar eigin
leiðir og auðvitað verður maður að
treysta á eigið innsæi og tilfinningu,
enda enginn líkami eins og vanda-
mál fólks af mismunadi toga. Teorí-
an sjálf þótt nauðsynleg sé má ekki
glepja hugann um of, hún getur
stundum afvegaleitt mann. Þetta er
svipað og að læra á píanó, fyrst lærir
maður nóturnar, en síðan verður
Sofffa Lára Karlsdóttir hefur numið
nudd, heilsufræði og nálastungufræði í
Paris og London.
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Árni Bjarnason
maður að þróa sig út frá þeim, nota
það sem maður hefur lært en finnur
jafnframt sinn eigin stíl.“
RÓTIN AÐ GÓÐRI
HEILSU
Shiatsu byggir ekki eingöngu á
því að nota nudd til að hafa áhrif á
orkuflæði líkamans í því skyni að
lækna og fyrirbyggja. Mikil áhersla
er og lögð á mataræði. Matur er
reyndar talinn rótin að góðri heilsu.
Soffía leggur þannig mikla áherslu á
gæði fæðunnar jafnframt nuddinu
og ætlar að standa fyrir matarnám-
skeiðum í náinni framtíð.
„Næringarskortur og óviðeigandi
fæða getur verið afar skaðlegt lík-
amanum. Það vita reyndar allir og
skilja, en bregðast ekki alltaf við á
viðeigandi hátt. Oft er fyrsta skrefið
að fara út í fæðubótarefni; vítamín,
steinefni og svo framvegis, síðan út
í breytt fæðuval. Stefna stjórnvalda
á þessu sviði er mjög stíf, en lyfja-
löggjöfin jafnframt óraunhæf og
vart til að hafa hendur á. Þannig eru
t.d. svokölluð hómópatísk lyf eða
smáskammtalyf bönnuð, þó þau
megi víðast hvar annars staðar fá
greiðlega og án lyfseðils og hafa auk
þess ekki aukaverkanir, eins og flest
lyf á markaðnum hafa. Eg ligg ekki
á þeirri skoðun minni að það þarf að
taka Iyfjalöggjöfina rækilega til end-
urskoðunar, það þarf að leyfa fólki í
ríkari mæli að velja og hafna — nú,
það ríkja nú óþarfa öfgar og fólki
hreinlega sagt að það sé of heimskt
til að geta valið sjálft á nokkurn hátt
og verði því að hafa vit fyrir því!
Fólk á að hafa frelsi og tækifæri til
að prófa það sem reynst hefur vel,
en á ekki að þurfa að fara undir jörð-
ina til að leita lækninga á annan
hátt en lífsstíll Vesturlanda býður
upp á. Það þýðir ekkert að horfa
framhjá þessu, það sem pressað er
niður þrífst undir yfirborðinu og
kemur síðan upp í óánægju og van-
trausti á læknastéttina. Og eins og
ég sagði áðan þá eru margir læknar
langt frá því að vera ánægðir með
að starfa við núverandi aðstæður,
en vilja heildrænar lækningar, þar
sem öll svið þekkingarinnar eru í
praksís og þar sem allir eiga að geta
fundið aðferðir og leiðir sem henta
þeim — um leið og aukin áhersla er
lögð á skynsamlega fæðu og holla
hreyfingu. Við núverandi aðstæður
er fólk að verða æ hræddara við
heilbrigðisyfirvöld og fer krókaleið-
ir. Við þurfum meiri umræðu um
þessi mál innan heilbrigðisstétt-
anna. Nú eru t.d. æ fleiri hjúkrunar-
fræðingar að gera sér grein fyrir
slæmum áhrifum lélegrar fæðu á
sjúkrahúsunum; bæði á starfsfólk og
sjúklinga!"
NÁTTTRÖLL SEM DAGAÐ
HEFUR UPPI
Soffía segir að núverandi tolla-
löggjöf og innflutningur séu fjand-
samleg þeim sem vilja hugsa um
gæði fæðunnar. í stað þess að stýra
neyslunni til viðurkenndrar holl-
ustuvöru eru slíkar vörur dýrar
vegna hárra tolla, sérstaklega græn-
meti.
„Hér gætu komið upp mörg
smærri fyrirtæki sem sérhæfa sig í
hollustufæði og vafalaust er framtíð
í því. En oft hugsa ég með mér að
þjóðfélagið virðist ekki í stakk búið
að veita fólki það, sem það virkilega
þarf í þessu þjóðfélagi neyslunnar.
Hvað náttúrulyf og aðrar heildræn-
ar leiðir varðar finnst mér kerfið
vera eins og nátttröll sem dagað hef-
ur uppi. Þrátt fyrir aukinn tækjakost
hefur heilsufar ekki batnað. Það
virðist nefnilega ekkert hægt að
gera fyrr en „eitthvað" hefur fundist
og þess vegna er hálf-heilbrigt eða
hálf-veikt fólk oft á tíðum afskipt."
Blaðamaður kveður Soffíu —
„lurkum laminn og fótum troðinn"
— reynslunni ríkari um áhrifamátt
Shiatsu-nuddaðferðarinnar. Soffía
fann marga spennubletti undir hör-
undi hins stressaða blaðamanns,
sem hefur markvisst misþyrmt
maga sínum, nýrum og fleiri líkams-
hlutum með óhóflegri kaffidrykkju
og ruslfæðu. Og ekki laust við að
hann geti tekið undir með Soffíu um
að oft verði fólk fyrst vart við að það
hefur líkama í raun og veru þegar
farið hefur verið um hann þjálfuö-
um höndum — og fótum!
HELGARPÓSTURINN 35