Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 38

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 38
HELGARDAGSKRÁiN Föstudagur 23. janúar 18.00 Litlu Prúðuleikararnir. 18.25 Stundin okkar — Endursýning. 19.00 Á döfinni. 19.10 Þingsjá. 19.30 Spítalalíf (MASH). 20.00 Fréttir. 20.35 í þorrabyrjun. Haukur Morthensog. hljómsveit flytja lög af ýmsu tagi. 21.25 Fröken Marple — Fingurinn — Síðari hluti (The Moving Finger) Breskur sakamálamyndaflokkur. 22.20 Kastljós — Þáttur um innlend mál- efni. 22.55 Grípið þjófinn. (To Catch a Thief) Bandarísk bíómynd frá árinu 1955. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlut- verk Grace Kelly og Gary Grant. Al- ræmdur innbrotsþjófur hefur sest í helgan stein. Hann veröur þess þá v(s- ari að einhver hefur tileinkað sér vinnubrögð hans og ákveður að finna skálk þann í fjöru. 00.45 Dagskrárlok. Laugardagur 24. janúar 14.55 Enska knattspyrnan — Bein út- sending. 16.45 íþróttir. Sterkasti maður í heimi. 18.00 Spænskukennsla: Hablamos Es- panol. Fyrsti þáttur. Spænskunám- skeið í þrettán þáttum ætlað byrjend- 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. 18.55 Gamla skranbrúðin (The Old Curiosity Shop) 8. þáttur. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir. 20.30 Lottó. 20.35 Nýtt líf — Fyrri hluti. íslensk gam- anmynd um tvo æringja á vertíð í Eyj- um. Leikstjóri Þráinn Bertelsson. 21.25 Fyrirmyndarfaðir. 21.50 Harry Belafonte heldur söng- skemmtun. Bandarískur sjónvarps- þáttur frá tónleikum söngvarans. 22.45 Darraðardans (Hopscotch) Banda- rísk bíómynd frá árinu 1980. Aðalhlut- verk Walter Matthau, Glenda Jackson og Herbert Lom. Fyrrum starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna skrifar opinskáa bók með þeim afleiðingum að ýmsir vilja hann feigan. 00.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 22. janúar 17.00 Myndrokk. 18.00 iþróttir. 19.00 Teiknimynd. Glæframúsin (Danger- mouse). 19.30 Fréttir. 19.55 Ljósbrot. 20.15 Morðgáta (Murder She Wrote). 21.00 Hugleysinginn (Coward Of The County). Bandarísk kvikmynd með Kenny Rogers. Við andlát föður síns, sem dó í fangelsi, gaf Tommy Spenc- er loforð um að hann myndi aldrei gera neinum mein. Verður þetta þess valdandi að hann verður kallaður hug- leysingi af mörgum. 22.35 Hinir ósigruðu (The Undefeated). Bandarísk kvikmynd með John Wayne, Rock Hudson og Bruce Cabot. Myndin segir frá fornum fjend- um sem taka höndum saman að þrælastríðinu loknu, um að fara til Mexíkó. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum hrakningum. 00.25 Dagskrárlok. Föstudagur 23. janúar 17.00 Að skorast undan (Running Out). Bandarísk kvikmynd. Elisabeth St. Clair giftist 15 ára og varð móðir 16 ára. Ábyrgðin varð henni ofviða og hún yfirgaf heimilið. Mörgum árum seinna sneri hún heim aftur. . . 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Mikki Mús og Andrés önd. 19.30 Fróttir. 20.00 Dynasty. 20.45 Kókaín um víða veröld. Fréttaskýr- ingarþáttur í umsjón Þóris Guð- mundssonar. 21.25 Stolt (The Pride of Jesse Hallam). Bandarísk sjónvarpskvikmynd frá; 1984 með hinum vinsæla Johnny Cash. Jesse er ekkjumaður og bóndi. Börn hans eru Ted og Jenny sem á viö alvarlegan sjúkdóm að stríða. Hann neyðist til að selja bóndabýlið og flytja búferlum til borgarinnar svo hún komist í nauðsynlega aðgerð.* Fjölskyldumynd. 23.55 Benny Hill. 23.20 Flótti til sigurs (Escape to Victory). Bandarísk bíómynd frá 1981. Leikstjóri er hinn heimsþekkti John Huston og aðalleikari Sylvester Stallone. Aðrir leikarar eru Michael Caine, Pele og Max Von Sydov. Stríðsfangar fá að keppa í fótbolta við þýska landsliðið. Fangarnir ákveða að grípa tækifærið og freista þess að flýja meö hjálp frönsku andspyrnuhreyfingarinnar. 01.20 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 24. janúar 09.00 Lukkukrúttin (Monsurnar) Teikni- mynd. 09.30 Högni hrekkvísi og Snati snar- ráði. Teiknimynd. 10.00 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. 10.30 Herra T. Teiknimynd. 11.00 Neyöarkall. Unglingamynd. Fjöl- skylda ein er á ferðalagi í lítilli flugvél. Vélin hrapar í óbyggðum og fjölskyld- an berst fyrir lífi sínu. 12.00 Hló. 16.00 Hitchcock. Martröðin (Ride The Nightmare). 17.00 Verðlaunaafhendingin (The Gold- en Globe Award) fyrir bestu kvik- myndirnar og bestu leikarana 1986. Endursýnt. 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Gúmmíbirnirnir. 19.30 Fróttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). 20.45 Englar gráta ekki (Angles Don't Cry). Tískuþáttur. 21.25 Forsetaránið (The Kidnapping of the President). Bandarísk bíómynd frá 1984 með William Shatner, Hal Hol- brook, Van Johnson og Ava Gardner. Hryðjuverkamanni tekst að ræna for- seta Bandaríkjanna og krefst lausnar- gjalds. Hann svíkur samherja og and- stæðinga til að ná fram markmiðum sínum. 23.15 Réttlætanlegt morð? (Right to Kill?) Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Frederic Forrest, Chris Collet, Karmin Murcelo og Justine Bateman. MEDMÆLI Best að grípa þjófinn með Hitchcock á föstudagskvöld, en þar fer liðlega þriggja stjörnu skemmtan með Grant og Kelly í stóru rullunum. Minnum einnegin á vaxandi morgunþætti rásar tvö að gæðum — og nokkuð líka sem menn gleyma alltof gjarnan úr þeirri áttinni: Stór- góða þætti Sigga Sverris, Við rásmarkið á laugardögum. Myndin byggist á raunverulegum at- burði. Þegar Richard Jahnke hefur árum saman horft á föður sinn berja móður og systur ákveður hann loks að láta til skarar skríða. 00.45 Heimkoman (Coming Out of The lce). Bandarísk frá 1984. John Sav- age, Willie Nelson, Francescu Annis og Ben Cross. Myndin byggir á sannri sögu. Herman-fjölskyldan flyst til Sovétríkjanna til að aðstoða við uppsetningu á nýrri bílaverksmiðju. Þegar sonurinn er beðinn að gerast sovéskur ríkisborgari þverneitar hann og er samstundis hnepptur í varðhald og sakaður um njósnir. 02.15 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 22. janúar 19.00 Fréttir. 19.45 Að utan. 19.55 Vetrardagar í Mílanó. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar islands í Háskólabíói. Fyrri hluti. 21.20 Bronsriddarinn fallinn. 22.00 Fréttir. 22.20 Fimmtudagsumræðan. 23.10 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 23. janúar 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunvaktin. 09.00 Fréttir. 09.03 Morgunstund barnanna: ,,Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. 09.45 Þingfróttir. 10.30 Sögusteinn. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fréttir. 14.00 Miðdegissagan: ,,Menningarvit- arnir" eftir Fritz Leiter. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.20 Landpósturinn 16.20 Barnaútvarpið. 17.03 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgiö — Menningarmál. 19.00 Fréttir. 19.45 Þingmál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Andvaka. 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 24. janúar 07.00 Fréttir. 07.03 ,,Góðan dag, góðir hlustendur". 09.00 Fréttir. 09.03 í morgunmund. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Vísindaþátturinn 11.40 Næst á dagskrá. 12.00 Hér og nú.Fréttir og fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga: „Skeiðvöllurinn" eftir Patriciu Wrightson. 17.00 Aö hlusta á tónlist. 18.00 íslenskt mál. 19.00 Fréttir. 19.35 Skriðið til Skara. 20.00 Harmoníkuþáttur. 20.30 Að vera skáld. 21.00 íslensk einsöngslög. 21.20 Á réttri hillu. 22.20 Mannamót. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Sn Fimmtudagur 22. janúar 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Svifflugur. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 23. janúar 09.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Bót í máli. 15.00 Sprettur. 17.00 Tekiö á rás. 18.30 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 24. janúar 09.00 Óskalög sjúklinga. 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Listapopp. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. JBYLGJANÍ Fimmtudagur 22. janúar 20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Föstudagur 23. janúar 07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Á hádegismarkaði meö Jóhönnu Harðardóttur. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 HallgrímurThorsteinsson ÍReykja- vík síðdegis. 19.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 22.00 Jón Axel ólafsson. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Harald- ur Gíslason. Laugardagur 24. janúar 08.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 í fréttum var þetta ekki helst. 12.30 Jón Axel á Ijúfum laugardegi. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00 Ásgeir Tómasson á laugardegi. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00 Anna Þorláksdóttir í laugardags- skapi. 23.00 Þorsteinn Ásgeirsson. 04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Harald- ur Gíslason. rmmmmmmmm OTVARP Fimm mánuðir eftir Sigmund Erni Rúnarsson fimmtíu ár SJONVARP Deig uopn Fimm mánuðir eru ekki langur tími í lífi stofnana. Engu að síður hefur hljóðvarpi ríkisins tekist að glopra niður stórum hluta af hlustun sinni á þeim tíma. Menn greinir á hvorum megin helmings eigi að merkja ósigurinn. Ríkisútvarpið hefur ótvírætt tapað fyrstu orrustunni í stríðinu sem nú fer um eyru landsmanna — og á sjálfsagt eftir að harðna til muna. A þessu tæpa hálfa ári sem liðið er frá því að Einar kveikti á Bylgj- unni hefur hún sótt. Þetta er auðvitað merkilegt fyrir margra hluta sakir. Eitt er að Ríkisútvarpið situr að hálfrar aldar reynslu. Annað er að á þeirri stofnun er á flestum stöðum langtum æfð- ara fólk í þáttagerð, að ekki sé talað um fréttirnar. Dagskráruppbygging Ríkisútvarpsins er og hefur verið svo greipt í huga lands- manna að jafnast á við tímaskynið. Líf■ fólksins hefur í stórum dráttum tekið blint mið af efni þess; stundataflan sniðin eftir þáttum, fréttum, veðri og bæn. Samt dregur dagskrá Bylgjunnar fleiri áheyrendur til sín en dagskrá Ríkisútvarps- ins yfir daginn í það heila tekið — og hlut- deild nýju stöðvarinnar — frjálsu — minnk-. ar ekki þó nú sé langt frá liðið að forvitnin ein rak fólk yfir á FM 98,9. Stöldrum aðeins við þetta orð, frelsi. Ég hygg að skýringarinnar á velgengni Bylgj-’ unnar megi að miklum hlut leita til þess of- notaða orðs. Bylgjan er óheftari í dagskrár- uppbyggingu. Hún lætur slag standa. Hún er útvarp augnabliksins. Starfsmenn stökkva til, elta uppi líðandi stund, frjóir — stundum naive — en ætíð snöggir. Hlustandinn fær það fljótlega á tilfinn- inguna að með því einu að kveikja á Bylgj- unni fái hann samband við þá andrá sem er. Og Islendingar eru flestir þannig gerðir, að vilja fylgjast með — heyra hlutina fljótt, og helst frá fyrstu hendi. Bylgjan uppfyllir meira að segja það skil- yrði, semsé að kippa þeim mönnum inn í hljóðstofu strax, sem fréttirnar snúast um. Og ef því verður ekki komið við, elta menn uppi, í versta falli hringja í þá. Þetta kunna menn við. Svona er dagskráin mestan part dagsins. Á kvöldin færist angurværðin yfir, rétt eins og í lífi flestra. Róleg nostalgíutónlist eigrar um hlustirnar í flestum tilvikum, óháð heila tímanum, aldrei negld niður á sek- únduvísu. Á meðan á þessu stendur vilja úrvals þættir á rás 1 og 2 gleymast ella verða út- undan á áhugasviði fólks. Þetta eru gjarn- an þættir sem fjalla um forvitnileg efni, en eru settir á dagskrá á afkáralegum tíma sól- arhringsins. Það hefur hver sinn djöful að draga, og svo virðist sem hefðin eigi þar við í tilviki Ríkisútvarpsins. Ég er ekki að óska eftir stanslausum léttleika þaðan, heldur út- varpi sem lifir í takt við fólkið, útvarpi sem kemur til móts við fólkið, en ekki öfugt. Það er nefnilega komið í ljós á þeim fimm mánuðum sem það tók Bylgjuna að ná til sín meirihluta hlustenda á sínu svæði af fimmtíu ára gamalli ríkisstofnun, að síð- arnefnda stöðin var miklu síður fólksins en það var hennar. Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir þáttaröð sem nefnist í brúðuheimi. Þætt- irnir eru undir stjórn Jim Henson, þess manns sem skóp Prúðu leikarana. Á þriðju- dagskvöldið var kynnti hann aldeilis frá- bæran strengbrúðulistamann, þýskan. Var þátturinn einn sá besti í þessari röð. Ein- staklega vel gerður og ótrúlegt hvað hægt er að gera með brúðum. Strengbrúðum. Og óneitanlega fannst mér útsendingin frá Alþingi sverja sig í ætt við strengbrúðuleik- inn, sem var á dagskrá fyrr um kvöldið. Munurinn var helstur sá, að strengbrúðu- meistarinn í brúðuheimi lagði mesta áherslu á brúður sínar, en menntamálaráð- herrann, sá sem stjórnaði sýningunni á Al- þingi og lagði til vopnin, var mest í sviðs- ljósinu sjálfur. Á Stöð 2 var sami Sverrir í návígi Páls Magnússonar og Ólafs E. Friðrikssonar. Fátt nýtt kom þar fram, enda ráðherra yfir- burðamaður á sjónvarpsskjá, og erfitt að krefja hann svara. Ráðherra náði því þó að lýsa því, að ef hann væri Albert, þá hefði hann sagt af sér. Stuttu síðar lýsti hann þeirri skoðun sinni, að vitaskuld væri það rétt, að Albert Guðmundsson sæti sem fast- ast í fyrsta sæti á lista í Reykjavík. Rök- semdafærslan virtist, að óathuguðu máli, fara út og suður. í návígi er annars skemmtileg nýbreytni hjá Stöð 2 á sama hátt og þættir Jóns Óttars um menningarmái, enda þótt Páll Magnús- son tæki fyrirkomulagið með sér af ríkis- sjónvarpinu, sem enn hefur ekki getað svarað fyrir sig á þessu sviði. Fréttir innlendar og erlendar eru með svipuðu sniði á báðum sjónvarpsrásum og sakna ég þess sem á haustmánuðum var kallað „harðar fréttir" á Stöð 2. Ef undan, eru skilin fáein mál sýnist mér að fréttir ‘Stöðvar 2 og ríkissjónvarps séu ósköp svip- aðar. Samt sem áður verður að viðurkenn- ast að Stöð 2 er oft á tíðum fljótari til en rík- issjónvarpið, t.d. með því að halda Sverri Hermannssyni í návígi einni klukkustund eftir að umræðum lauk á Alþingi um fræðslumál. En talandi um Sverri — Ögurvíking — og návígi, þá dettur mér í hug hreystisagan Gerpla, sem nóbelsskáldið samdi og setti niður við Djúp, og gerði með því hetjurnar Þorgeir og Þormóð að sveitungum menntamálaráðherra. Engu skal eirt, sagði Sverrir, og gætu orðin verið Þorgeirs Hávarssonar, sem vann sér það m.a. til af- reka að höggva sjónlaust og heyrnarlaust gamalmenni, þegar það neitaði — af skilj- anlegum ástæðum — að svara kalli hetj- unnar. 1 Gerplu segir um atburð þennan m.a.: „Þorgeir hljóp af baki hesti sínum og tók að höggva höfuð af manninum, og vanst furðu seinlega því vopnið var deigt þótt hugur kappans væri góður." Röksemdir menntamálaráðherra virðast „deigar" í fræðslustjóramáli, eins og vopn Þorgeirs forðum, og andstæðingarnir hvorki sjónlausir né heyrnarlausir, heldur lemja þeir frá sér. Svo er sjónvarpi fyrir að þakka að almenningur hefur fyrir augum hetjur og hreystimenni. Vopnin og verj- urnar. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.