Helgarpósturinn - 14.05.1987, Page 4
*'*■***♦
Um næstu helqi verður opnuö skemmtileq sýniriq á
eídhúsáhöldum í Bogasal Þjóðminjasafnsins
/Jað eru vart til í hugum okkar
hversdagslegri fyrirbrigöi en eldhús
og eldamennska, enda þarf mann-
skepnan að nœrast daglega og þykir
ekki í frásögur fœrandi hvernig þaö
gengur fyrir sig á hvunndögum.
Þegar framfarir veröa í tœkjum og
tólum tengdum matreiöslu er held-
ur ekkert veriö aö halda upp á þau
gömlu. Lúin kaffikanna meö tau-
poka þótti t.d. lítiö stáss eftir aö sjálf-
uppáhellandi rafmagnskönnur
komu til sögunnar. Starfsmenn
þjóöháttadeildar Þjóöminjasafns-
ins voru því í vanda, þegar ákveöiö
var aö setja upp sýningu tengda eld-
húsum fram á okkar daga. Meö því
aö auglýsa í blööum og feröast um
landiö í leit aö munum tókst þeim
þó aö hrinda hugmyndinni í fram-
kvœmd og almenningur fœr aö sjá
afraksturinn á stórskemmtilegri
sýningu í Bogasalnum um nœstu
helgi. Þar munu margir hitta aftur
„gamla kunningja" og ef til vill
naga sig í handarbakiö fyrir aö hafa
hent því sem nú telst nánast antik.
Umrædd sýning í Þjóðminjasafn-
inu yfirskriftina HVAÐ ER Á SEYÐI?
og í Bogasalnum hefur einmitt verið
komið fyrir einum slíkum, þ.e.a.s.
„seyði“. Seyður, sem getið er um í
Sitt af hverju tagi og frá ýmsum timaskeiðum. Hver man ekki eftir gömlu, góðu hyrnun-
um frá Mjólkursamsölunni frá blómatíð '68-kynslóðarinnar. Ja, „góðu" má kannski
liggja á milli hluta. Kaffibætirinn þótti hins vegar lengi ómissandi á hverju heimili. Og
hver getur verið algjörlega án sykurs, þó fitandi sé? Sykurtoppar fengust á slnum tíma
í nokkrum stærðum. Þá þurfti að klípa niður, svo úr fengjust sykurmolar, en einnig voru
þeir skafnir yfir pönnukökurog annað bakkelsi sem átti aðsykra. Færsluföturnar (stund-
um nefndar engjaspennur) eru frá þeim tíma þegar fólk var ekki farið að fá matinn sinn
í einangruðum hitabökkum frá Veitingahöllínni. Þessi ílát gegndu þó sama hlutverki,
bæði fyrir vinnandi fólk og þá, sem keyptu allan mat tilbúinn sökum aðstöðuleysis til
eldamennsku.
Isskápurinn úr búi foreldra
Ragnars Halldórssonar „f Áln-
um". Ætli hann hafi stundum
nælt sér í tertubita og mjólkur-
glas úr mublunni góðu?
orðtakinu, var nefnilega nokkurs
konar matreiðslutæki til forna, en
um þetta fyrirbrigði segir m.a. í sýn-
ingarskránni:
„Seyðir var hola í jörðina sem not-
uð var til að elda í mat, aðallega
kjöt. U.þ.b. hnefastórir steinar voru
hitaðir í eldi, látnir í holuna, kjötið
var sett þar ofaná og síðan fleiri
heitir steinar og að lokum var byrgt
yfir með torfi og beðið þess að kjöt-
ið meyrnaði í seyðinum. Að því
búnu var seyðirinn rofinn og kjötið
fært upp.“ Þegar spurt var um hvað
væri á seyði til forna, var sem sagt
verið að inna húsfreyju eftir því
hvað væri í matinn!
GRAUTAR- OG
BJÚGNASLAGSMÁL
Að sögn Hallgerðar Gísladóttur,
þjóðháttafræðings hjá Þjóðminja-
safninu, er ekki um auðugan garð
að gresja hvað varðar lýsingar á
matargerð og slíku í fornsögunum.
Matseld er helst nefnd i tengslum
við mannvíg og bardaga, þótt ótrú-
legt megi virðast.
Matreiðsla var auðvitað kvenna-
starf og slíkri iðju voru ekki gerð
ýkja mikil skil í íslendingasögum,
nema þá helst að hún tengdist því
að kona væri að eggja karl til
hefnda, eða eitthvað í þeim dúr.
Dæmi um það er t.d. að finna í Gísla
sögu Súrssonar. Lýsingar á matar-
gerð eða framreiðslu matar er hins
vegar að finna á nokkrum stöðum
þar sem karlmenn koma við sögu,
eins og þegar karl dró bjúga upp úr
potti og notaði það til að slá frá sér
með. Einnig er dæmi um menn á
ferðalagi, sem elduðu sér graut, en
slettu honum síðan hver á annan í
stað þess að taka til matar síns.
í Bogasalnum hefur verið gerður
langeldur að ævafornum sið, fyrir
utan fyrrnefndan seyð. Hlóðatíma-
bilinu eru einnig gerð skil á sýning-
unni og þætti húsfreyjum nútímans
eflaust ekki árennilegt að munda
níðþungt vöfflujárnið, sem formæð-
ur þeirra hafa eflaust glaðst óstjórn-
lega yfir að eignast.
DÚNN NOTAÐUR VIÐ
ELDAMENNSKUNA
Moðsuðukassi, eins og þeir sem
notaðir voru á mörgum heimilum á
fyrri hluta þessarar aldar, er líka á
sýningunni í Þjóðminjasafninu.
Kassarnir byggðu raunar á mat-
reiðsluaðferð, sem mjög hefur verið
í tísku á síðari árum, þ.e. hægsuðu.
Hugmyndin að baki þeim var hins
vegar orkusparnaður. í útliti voru
kassarnir á ýmsa lund, mjög misfín-
ir. Sumir voru afskaplega einföld
smíð og lítið skrautlegir, en dæmi
eru einnig um kassa sem einangrað-
ir voru með dúni og fiðri og skreyttir
að utan.
Eldamennskan fór þannig fram,
að suða var fyrst látin koma upp á
þeim matföngum sem verið var að
tilreiða. Þegar því stigi var náð var
potturinn settur ofan í moðsuðu-
kassa, sem bólstraður var með heyi,
moði eða hálmi. Þarna var matur-
inn síðan hafður tímunum saman,
t.d. frá hádegi og fram á kvöld, allt
þar til hann var borinn fram.
Eins og margir vita er þetta ein-
mitt talin góð matreiðsluaðferð,
sökum þess að næringarefnin í fæð-
unni haldast frekar ósködduð á
þennan hátt en þegar maturinn er
soðinn við mikinn hita. Á síðari tím-
um er líka farið að framleiða nú-
tímalega steikingarpotta, sem
byggja á sömu hugmynd, en þeir
eru látnir við vægan hita inn í bak-
arofn. Þykir íslenska lambakjötið
m.a. einkar ljúffengt eftir slíka með-
ferð.
ÍSLANDS TÖGGUR
Margt núlifandi fólk man eflaust
eftir moðsuðukössunum frá æsku-
dögum, en það er ýmislegt annað á
sýningu Þjóðminjasafnsins sem
kemur jafnvel einstaklingum „á
besta aldri“ kunnuglega fyrir sjónir.
Og það er ótrúlegt að óreyndu, hve
skringilega skemmtilegt það er að
hitta aftur gamla kunningja eins og
rósóttu kökukassana hennar
mömmu og súrmjólkurhyrnu eins
og þær sem svo gjarnan sprungu við
minnsta álag, þegar maður var
sendur út í búð. Það var lítið fyndið
á þeim tíma, en núna er þetta allt
saman heilmikil „nostalgíá'.
Á sýningunni má þannig sjá hitt
og þetta úr fortíðinni, bæði manns
eigin og forfeðranna. Eldavélar af
ýmsum gerðum, frá því fyrir og eftir
tilkomu blessaðs rafmagnsins, gefur
að líta þarna. Einnig potta og pönn-
ur, sleifar, skálar, vogar og yfirleitt
flest það sem við kemur elda-
mennsku, geymslu og framreiðslu
matar. Allt milli himins og jarðar,
ásamt járnkassa undan brjóstsykri
sem nefnist því viðeigandi nafni
„Islands töggur“...
Þegar Hallgerður Glsladóttir, þjóðhátta-
fræðingur, lyfti pottinum upp úr moð-
kassanum á sýningunni sannaðist hið
fornkveðna: Vlða er pottur brotinn!
| Longu gleymdar minningar
Iskj'óta upp qömlurrt kollinum
fþeqar maóur hittir aftur
kaffibætisbauka, rósótta köku-
Ikassa, emaleruð eldhúsáhöld,
mjólkurbrúsa og margt fleira.
Forsíðumynd af leiðarvísi með „nýrri" hrærivél. Hvaða skoðanir ætli
hún hafi haft á reynsluheimi kvenna, þessi skælbrosandi húsmóðir?
„Reynslu ... hvað?"
4 HELGAFSPÖSTURINN
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart