Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 16
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur myndir Jim Smart
galli eda guösgjöf?
Friðrik B. kemur frá heitu landi þar sem
hann vandist því aö karlmenn „voru eiginlega
allir med bringuhár. Mér finnst þetta því alltaf
mjög eölilegt" segir hann. „Þetta er aö
minnsta kosti ekki galli í mínum augum.
Mér finnst þetta að mörgu leyti kostur hérna
á íslandi; maður hefur svona „aukapeysu"
innan á sér! Ég veit ekki hvort mér finnst þetta
„fallegt" eða hvort það er einhver sexappíl í
þessu. Því finnst mér að konur eigi að svara en
ekki karlmenn! Það er svo huglægt mat hvað
fólki finnst fallegt eða ljótt. Sumir eru með
stórt nef og Ijótir, aðrir með stórt nef og mynd-
arlegir. Nei, ég renni yfirleitt ekki renniiásnum
svo mikið upp að hann festist í! Mér hefur
aldrei verið strítt nema þá góðlátlega. Sumir
segja að þetta séu ekki bringuhár heldur hafi
ég fengið mér andlitslyftingu og þetta séu
„hinsegin hár“!“
— Hvað heldur þú að konum finnist um
bringuhár?
;,Það veit ég ekki. Það er ekki algengt hérna
á Islandi að maður viti hvað konur hugsa! Það
finnst mér í rauninni betra, að vita aldrei hvað
konur eru að hugsa. Það eykur á skemmtileg-
heitin að vita ekki allt!“
Hann segist ekki reyna að láta sjást í bringu-
hárin viljandi:
„Sumir vilja að þau sjáist og eru þá kannski
sannfærðir um að það sé karlmannlegt, en
það finnst mér svolítið bjánalegt. Konur eiga
líka að svara því hvort þetta er karlmannlegt
eða ekki, ég treysti mér ekki til að svara þeirri
spurningu. Líttu bara á alla leikarana þarna
fyrir vestan. Þeir eru flestir sköllóttir að fram-
an. Sjáðu bara Robert Redford. Ég hugsa bara
að hann hafi látið raka sig að framan, eða
hvað? Margir aðrir eru líka þekktir sem kyn-
tákn og ég hugsa að fáir þeirra séu með svona
„peysu" framan á sér. Nei, ég hef aldrei öfund-
að þá hárlausu. Ég fór að fá smáhýjung þegar
ég var 16, 17 ára og sé enga galla við að hafa
bringuhár."
GÓÐ AUKAPEYSA
Þaö var ekki nóg meö aö Björn Magnússon
svaraöi spurningum okkar greiölega heldur
reyndi hann sitt ýtrasta til aö ná í aöra karl-
menn í viötal fyrir okkur: „Þaö gengur bara
ekki, þaö skammast sín allir fyrir þetta nema
ég!“ sagöi hann.
Spurningunni um hvort bringuhár væru
galli eða guðsgjöf svaraði hann án umhugs-
unar: „Þetta er náttúrulega guðsgjöf! Veistu
það að ég hef aldrei gert mér grein fyrir hvort
mér finnst þetta fallegt eða ekki, en þetta kitl-
aði stelpur fyrir löngu síðan ..."
— Þú heldur sem sagt að konum þyki þetta
fallegt?
„Það er sennilega misjafnt. Ég veit að sum-
um þykir þetta hræðilegt, öðrum fallegt."
— En er aldrei óþægilegt að vera með
bringuhár, rennirðu til dæmis aldrei rennilás í
þau?
Þessari spurningu var fljótsvarað: „Ekkert
frekar að ofan en að neðan!"
— Hefur þér verið strítt á bringuhárunum?
„Nei —■ en að vísu hefur stundum verið sagt
við mig að ég sé kominn skemmra frá öpunum
en sumir aðrir. Það hef ég nú alltaf talið vera
öfund!"
— Reynirðu stundum að láta sjást í bringu-
hárin?
„Nei, það held ég ekki. Að minnsta kosti
ekki viljandi."
— Finnst þér karlmannlegt að hafa bringu-
hár?
„Já já. Ég hef unnið töluvert með Dönum og
þar er talað um að maður hafi „hár pá brystet"
— og þykir ekki verra. Nú er ég meira að segja
kominn með grá hár!“
— Hefurðu einhvern tíma öfundað menn
sem eru „sköllóttir" á bringunni?
„Nei, það hef ég aldrei gert. Þar spilar upp-
eldið kannski inn í því faðir minn heitinn hafði
hár á brjóstinu og það fannst mér karlmann-
legt.“
— Hvenær fórst þú sjálfur að fá bringuhár?
„Ætli ég hafi ekki verið svona 18—19 ára.
Mér fannst bringuhár alltaf bera vott um karl-
mennsku."
— Finnst þér eitthvað mæla sérstaklega
með því að karlmenn hafi bringuhár?
„Já, það hlýtur að vera miklu hlýrra. Að
minnsta kosti er mér aldrei eins kalt og mörg-
um öðrum."
Helga Mattína Björnsdóttir
kaupkona:
„Mér finnst svolítill galli þegar karlmenn eru
með bringuhár. Mér finnst þeir sætari hárlaus-
ir. Já ég fer dálítið í sund og ósjálfrátt fylgist ég
svolítið með því hvort karlmenn eru með
bringuhár eða ekki. Ég hugsa að þeim finnist
sjálfum að þeir séu karlmannlegri með bringu-
hár þótt mér þyki þeir hárlausu meira spenn-
andi!“
Auður Halldórsdóttir,
verslunareigandi Grænu
línunnar:
Ég met nú ekki karlmannleikann eftir því
hvort þeir hafa mörg hár á bringunni — hvort
þeir geta skipt í miðju eða ekki! Ég hef aldrei
spáð neitt í það hvort karlmenn eru með hár
á bringunni eða ekki. Mér finnst það ekkert
minni karlmenn sem eru sköllóttir á bring-
unni. Það eru afskaplega fáir sem hafa ekki
einhver strá þarna en hins vegar leggja þeir
afskaplega mikið upp úr þessum fáu stráum!
Margrét Andreassen verslun-
arkona:
„Sko, ef ég vildi apakött þá færi ég til Afríku
og fengi mér einn þar! En án gamans þá fer
það eftir því hversu hárprúðir þeir eru. Ef það
er passlega mikið af hárum á bringunni geta
þeir sjálfsagt verið silkimjúkir! Hins vegar fer
ég ekki í sundlaugarnar til að horfa á bringur
karlmanna heldur til að hreyfa mig! Ég horfi
bara á manninn minn.“
— En höfuðókostir þess að hafa hár á bring-
unni?
„Ég man nú ekki til þess að hárin hafi valdið
mér nokkrum óþægindum. Að vísu á ég tvo
syni og ég man að öðrum þeirra fannst óþægi-
legt að liggja á maganum á mér og lenda með
höfuðið „í loðnunni", hinum fannst þetta fal-
legt."
KITLAÐI STELPUR
„Viltu ekki bara taka viötal viö mig?" spuröi
vinur minn einn sem vissi aö ég var aö leita aö
bringuhárs-prúöum karlmönnum um helginaf.)
Hann hneppti frá efstu tölunum á skyrtunni:
„Sjáöu bara! Tvö hár, enda kallar konan mín
þetta „arfanrí'!" Hins vegar sagöist hann alls
óhrœddur viö aö spranga um á Spánarströnd-
um því þar ku vera hœgt aö fá „ leigöan lepp
til aö líma framan á sig" eins og hann oröaöi
þaö.
Annars var hreint ekkert grín að finna karl-
menn sem voru til í að ræða um hvort bringu-
hár væru galli eða guðsgjöf. Starfsmenn Vest-
urbæjarsundlaugarinnar gerðu sitt besta til að
ganga að sundlaugargestum og spyrja þá
hvort þeir væru til í að ræða þessi mál. Aðeins
tveir samþykktu — en annar bakkaði þegar út
í spurningarnar var komið. Sagðist ekki vera
mikið hrifinn af að svara þessu.
Konurnar voru heldur ekkert skárri. Flestar
sem leitað var til vildu svara — en ekki undir
nafni og því síður undir mynd. Ein á besta aldri
gaf þá skýringu að hún gæti „fælt frá sér ein-
hverja með svona yfirlýsingu" en fannst þó í
lagi að segja álit sitt nafnlaust. Við héldum
lengi í þá von að við gætum fengið einhverja
nafngreinda sem væri hrifin af bringuhárum
en þar sem sú von brást fylgir hér umsögn
þeirrar sem fannst mikið til bringuháranna
koma:
„Þetta er náttúrlega miklu karlmannlegra,"
sagði hún. „Hárlausir menn eru alltaf veimil-
títulegri — hinir eru meiri karlmenn. Ég er
sjálf alin upp með loðnum og vöðvastæltum
föður og bróður og myndi aldrei líta á karl-
mann nema hann hefði hár á bringunni. Hins
vegar finnst mér karlmenn ekki eiga að flíka
þessu, til dæmis með því að ganga um bæinn
með fráhneppta skyrtu. Þennan leyndardóm á
fyrst að afhjúpa þegar þeir eru í einrúmi með
konu — þetta á að vera nokkurs konar „sur-
prise" fyrir konuna og koma henni þægilega á
óvart þegar á hólminn er komið. Mér finnst
ekki nauðsynlegt að fara í sundlaugarnar til að
horfa á svona menn, maður getur áttað sig
nokkuð vel á því hvort þeir eru loðnir á brjóst-
inu með því að horfa á handleggina á þeim og
skeggvöxtinn. Þess vegna hef ég aldrei orðið
fyrir vonbrigðum. Satt að segja held ég að ég
fengi hláturskast ef ég væri ein með karlmanni
á hárómantísku augnabliki og kæmist að því
að hann væri hárlaus! Mér finnst jákvætt að
gegnsæjar hvítar skyrtur skuli vera í tísku því
þá er auðveldara að kíkja á þá! Ég hef reyndar
einu sinni lent í árekstri út af bringuhárum. Þá
var ég að aka um í Þingholtunum þar sem
nokkrir smiðir voru við vinnu. Ég gleymdi
mér alveg og keyrði aftan á næsta bíl! í stuttu
máli finnst mér hárprúðir karlmenn hinir einu
sönnu karlmenn."
En konurnar í verslunum á Laugaveginum
voru ekki á sama máli og þessi og láta ekki sitt
eftir liggja í skoðunum sínum á bringuhár-
um:
16 HELGARPÓSTURINN