Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 20
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart Er Akrópólis á Köllunarkletti? SVITNAÐ í ÆRANDI ÞÖGN HP kíkir á áhyggjufulla framhaldsskólanema glíma viö miskunnarlaus prófeyöublöö undir haukfránum sjónum kennara sinna Loftið er spennu þrungið, þver- sögnin er rafmögnuð: Ungt fólk á sínu friskasta skeiði, ncer undan- tekningarlaust brosandi í ótrúleg- ustu uppátcekjum, nú glaseygt og áhyggjufuilt, nagandi neglur eða blýantsenda, að rifja upp svör sem þau eiga að kunna utanbókar. Inni er drungaleg þögn, úti er sumar og sól. Um þessar mundir heyja á ann- an tug þúsunda framhaldsskóla- nema próf. Þar af œtla um 1500 ungmenni um tvítugt að gerast „stúdentar". Til þess þurfa þau að sanna getu sína á hefðbundinn hátt, þau þurfa að uppfylla kröfur, þurfa að standast próf. Sumir eru metnað- arfullir og leggja á sig ómœlda vinnu, aðrir œtla að láta sér nœgja að vera sœmilega langt frá fallein- kunn. En öll þurfa ungmennin að ganga í gegnum athöfnina; um nokkurra vikna skeið að sitja af og til í drungalegri þögn undir hauk- fránum prófstjóraaugum og sanna það með svörum sínum að þau hafi tileinkað sér námsefni vetrarins á fullnœgjandi hátt. Að prófum lokn- um taka tápið og fjörið við á ný nema kannski hjá fallistum! Maður fann það vel að próftíminn er ekki „eðlilegt ástand", þegar tveir menntaskólar voru heimsóttir í vik- unni. Engin ærsl á göngunum, eng- ar skrafræður um tilgang lífsins eða þá hvað hafi eiginlega gerst eftir ballið um helgina. í Ménntaskólan- um við Sund sást ekki hræða á göngunum. Niðri í „Skálholti", sem er samkomusalur nemenda, var ekki sálu að finna og enginn að stjórna diskótekinu „Tónkvísl", en Paul Simon lét það ekki stöðva sig ogsöng hástöfum. Á borði lá ónotað Trivial Pursuit; nú voru aðrar og allt annars konar spurningar í gangi og afdrifaríkari; ekki hlegið að röngum svörum. í „Reykholti" var heldur engan að finna, ekki einu sinni taugaóstyrka próftakendur. En reykjarstybban bar vott um að þar ÁTT ÞÚ VON Á GESTUM? VIÐ BJÓÐUM ÞRJÁR GERÐIR AF ÍDÝFU. Vogaídýfu m/kryddblöndu Vogaídýfu m/lauk Létta Vogaldýfu m/beikoni sem eru jafnframt góðar sem sósur með öllum mat 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.